Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

og ég veðjaði...

...alltaf á vitlaust!
mbl.is Högna Sigurðardóttir hlaut heiðursverðlaun Íslensku sjónlistarverðlaunanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynsvelti-áfall

Ég átti samtal við kæra vinkonu fyrir nokkrum dögum. Sú ræktar Guð sinn af alúð, sækir ma. samkomur og les í Bibliunni mikið..., hún er yndisleg manneskja. Ég trúi á Guð og hið góða, en ástunda ekki trú mína af jafnmiklum eldmóð og sumir. Ég þakka daglega fyrir það sem ég á, bið hann að blessa börnin mín og allt og alla. Ég get ekkert skilgreint minn Guð, en ég skilgreini hann sem mér miklu miklu meira og æðri. Ég trúi að hann viti sínu viti. Þó stundum skilji ég ekkert í honum.

Samtalið vakti mig samt til umhugsunar um trú. Bara svona almennt. Í beinu samhengi þá við mig og mína trú, ekki annarra.

 ... ég fékk ábendingu frá þessari vinkonu minni, að ég svona falleg kona ætti ekki að nota blót og vera með þetta kynferðistal á blogginu. Og þessi háttsemi, væri ekki Guði þóknanleg.

Ég spurði á móti; Ertu að segja mér að Guð hafi ekki húmor fyrir mér eða......?

Svo reyndi ég að útskýra að ég væri nú ekki að ákalla djöfulinn með þessu. Heldur leggja áherslu á orð mín!

Mér er persónulega illa við blót! Þetta er leiðindarávani, sem ég nota ekki....eða afar sjaldan. Mér finnst hryllingur þegar fullorðnir blóta í návist barna sinna og annarra.

Varðandi kynferðistalið; common, erum við ekki öll með pjöllur, tippi, pung eða punga? Sumir eru meira að segja svo heppnir að vera tvítóla! ....ekki amalegt að geta átt samræði við sjálfan sig. Vera ekkert að klessa sér upp á einhvern annann....vera alltaf til í tuskið á sama momenti og maður sjálfur! Ekkert snúa-sér-á-hina-hliðina vesen neitt.

Kannski ég sé svona trúarmella....eða kynvillt í trú minni. Ég drekk marga döfladjúsa á dag (kaffi).

Síðast þegar ég fór í kirkju var fyrir um 4 árum þegar sonur minn var fermdur. Þar áður þegar bersyndugur frændi sem labbað hafi á milli presta, þar sem hann fékk sífellda neitun um að gifta sig. Prestunum þóttu hann ekki taka "skuldbindinguna"nógu alvarlega. En hann var að fara að gifta sig í fimmta sinn. Guð hafði verið þessari konu afar örlátur, því hann kastaði upp í hana alltof mörgun tönnum, en nú er ég um það bil að fara út fyrir efnið.

Ég einsog margir, hef ákallað Guð á ögurstundum. Allskyns samningaviðræður í gangi.

-Please, hjálpaðu mér, ég skal lofa að ég skal aldrei aftur.........eitthvað! 

...svo hef ég ruglað saman að sýna Guði auðmýkt og að vera auðmýkt.  

Ég meina ég hef rabbað meira svona við minn Guð á jafnréttisgrundvelli; ...jæja hvað segirðu félagi! Hvað er að frétta þarna úr himnaríki? Allir í góðu gengi bara? Og mitt fólk?....amma hætt að reykja? Veðrið? Eitthvað ákveðið með dagsetningu á hvenær ég kem til þín? Hugsa stundum til þess þegar við tökum lagið saman...ég spila á hörpuna, amma syngur með, pabbi er í klappliðinu...

...svo held ég áfram; Heyrðu karlinn minn; heldurðu að þú reddir ekki smá aur fyrir mig í dag og vísir mér veginn...sendir einhvern engilinn á mig....bara svona þegar þú sérð hjá þér lausan tíma.....cheers! See you later ......

........þetta er gróflega ýkt og fært í stílinn. Ég ber virðingu fyrir minum Guði...

Boðorðin eru tíu, ég dáist að þeirri manneskju ef hún fyrir finnst sem tekst að lifa eftir þeim.

Boðorðin 10
1. Þú skalt ekki hafa aðra Guði en mig. Vissi ekki að það væru til margir Guðir...


2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns viðhégóma. í sannleika sagt, skil ég ekki þessa setningu...


3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. sunnudagar eru þvottadagar...

.
4.
Heiðra föður þinn og móður þína. Amen...

5. Þú skalt ekki morð fremja. Ekki ennþá að undaskildum pöddum...


6. Þú skalt ekki drýgja hór. Þúsund sinnum í kringum jörðina og aftur til baka, hórast utan hjónabands með fáum aðilum þó,...hyggst halda þeirri iðju áfram. Þar sem ég ætla ekki að gifta mig....OG EKKI ÆTLA ÉG AÐ DREPAST ÚR KYNSVELTI-ÁFALLI...

7. Þú skalt ekki stela. Ég geng ekki um stelandi, en ég stal í vikunni. Læddist einsog þjófur að nóttu inn á síðuna hennar halkatla.blog.is og coperaði mynd...setti myndina á desktoppinn minn. Myndin var af Jesú...


8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Púff... að ljúga ekki upp á náungann? Neibb....saklaus þar að mestu...


9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Alveg saklaus þar...samgleðst frekar en hitt...


10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á. Hmmm, þræl eða ambátt... nei....girnist ekkert af því held ég sem náunginn á...allavega ekki konuna hans...bílinn hans kannski...Smile

í framhaldi biðst ég syndaraflausnar... og bíð ykkur öllum Góða nótt elskurnar og góðan dag, sem er hafinn.


Takmarkinu náð!

Ég set mér markmið í lífinu. Stundum tímaset ég þau. Stundum ekki. Stundum næ ég þeim. Stundum ekki.

Ég setti mér það markmið fyrr í vikunni, að ná inn á meðal 50 vinsælustu mogga-bloggara fyrir helgi. Ég er núna númer: 45! Ég er himinlifandi og þakklát ykkur öllumHeart

Fimmtudagurinn er runninn upp. Helgin í nánd. Markmiðinu er náð.

Fjölskyldan búin að snúa við mér baki. Á enga vini lengur. Kunningjar horfa í gegnum mig og heilsa mér ekki úti á götu.

Það skiptir mig engu máli. Ég náði markmiðinu.

Penninn orðinn bleklaus....hugmyndir skrælnaðar...er lúin og þreytt.

Þannig að ég kveð ykkur elskurnar mínar útí nóttina og gef út þá yfirlýsingu í leiðinni;

Ég er hætt að blogga!

Það var virkilega gaman að kynnast ykkur öllum kæru bloggvinir, þið hafið gefið mér mikið. Kíki á ykkur af og til og fylgist með ykkur. Commenta kannski......og síðast en ekki síst; mun ég sakna ykkar heil ósköp.

Þakka samverustundirnar.

Mér hefur alltaf reynst afar erfitt að kveðja....þannig að (eitt litið) tár....over and out!


Hjónaband og endalaus sæla

Ég minnist þess ekki, að ég hafi haft einhverja stóra drauma, um að gifta mig nokkurn tímann. Dagdraumar mínir einkenndust ekki af hvítum blúndukjólum.....brúðarmeyjum....og hreinum sveini með sveittan pung.

Mig langaði heldur ekkert að fjárfesta í "steypu", einsog ég kallaði það. Mig langaði einfaldlega að einhver elskaði mig. Og mig langaði að ferðast. og svo margt margt margt annað.

Þessi fimma rættist. Bæði það sem ég vildi ....og vildi ekki.

Ég var elskuð, ég gifti mig, ég var viðloðin fjárfestingu á steypubílum.....og ég ferðaðast heilan hellling! Hef meira að segja snert tunglið með tungunni!

Í einum af mínum elstu bloggfærslum þá minnist ég á að ég hafi trúlofað mig ung...ég man ekki eftir neinni rómatík í sambandi við trúlofunina...., en ég man að hann var alltof víður! Hringurinn. Hann var með þremur demöntum í. Mjög flottur....eða var það hinn? Æi algjört aukaatriði.....Wink

Ég man hvar ég týndi honum, hringnum þessum fyrsta, 17-18 ára gömul. 

Ég var stödd með mínum heittelskaða í leikhúsi í Þýskalandi. Ég minnist þess ekki að hamingjan hafi lekið af hvorugu okkar einsog græn slepja. Nýtrúlofuðu parinu. Allt bara svona eðlilegt!

Superman var aðalleikarinn í leikritinu. Hann kom svífandi inn á sviðið í svaka sveiflu og staðnæmdist við logandi sköp kvennanna. Hverri og einni sinnti hann af sínu rómaða lítillæti og góðmennsku einni saman.  Hinar sem biðu, spýttu út úr sér logandi kertum á meðan. Og allskyns öðrum hlutum. Símum meira að segja. Þvílíkt hæfileika listafólk hef ég bara aldrei fyrir hitt. Við erum að tala um hágæða-listamenn hérna.

Þetta var svo raunverulegt að ég neita að trúa að þær hafi gert sér upp fullnægingu....í alvöru sko.....Innanum smóking klædda gesti, dragsíða-kjóla, og hágæðahórur, týndi ég trúlofunarhringnum mínum. Þessum víða.

Mörgum árþúsundum seinna þá giftum við okkur.

Á tunglinu.

Í virðingaskyni við umræddan "guma" og núverandi eiginkonu hans, setti ég pappakassa á hausinn á honum. Þið verðið að hafa orð mín fyrir því að maðurinn var guðdómlega fallegur og .....það sem meira er hann var skælbrosandi. Og er (á myndinni.....vinstra meginn...)

.....og þetta var þvílíkur hamingjudagur í lífi okkar beggja....svona rétt alveg einsog það á að vera, held ég.  Að vísu fór hann aldrei niður á hnén, nema rétt örstund, á meðan ég rasskellti hann. En það er allt önnur Ella, Dísa eða Fjóla......

Um morguninn, þegar ég var að hafa mig til og klæðast þessum hvíta kjól, (hafði ósjaldan farið í honum á djammið) sem ég er í á myndinni öskraði hann blíðlega;

-andskotinn hafi það, drífa sig manneskja við erum að verða alltof sein!!!!!!!!!!!

og ég öskraði enn hærra;

-haltu kjafti! ég er að blása á mér hárið!!!!!!!!!

og hann enn hærra;

-eigum við ekki bara að hætta við þetta allt saman????????

-jú gerum það fíflið þitt, ég er komin með lykkjufall á sokkabuxurnar!!!!!!!!

Svo keyrðum við í fílu á illa lyktandi skrifstofu á tunglinu og einsog sjá má myndinni var konan nokkuð efins um hvort hún ætti að fagna, ráðhagnum eða ekki.....vissi í raun ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta.

Við vorum enn í fílu þegar við skiptumst á hringum. Hann tróð á puttann á mér hring frá Jens sem "besta" vinkona mín hafi gefið mér þegar sonur okkar fæddist. Ég veit ekkert hvaðan hann fékk sinn, held frá fyrrverandi kærustu....en þeir voru svona nokkurnveginn í stil. Báðir frá Jens. Þannig að það var allt í "gúddý" með það....hva aðeins notaðir, rispaðir og gamlir!

haha.jpg

(sjá mynd;  vinsamlegast smellið á myndina undir; Nýjustu myndir, vinstra-megin...... þá fáið þið hana stærri....please kíkja.....)

Drengurinn okkar hallar undir flatt svona hálfefins á myndinni , sýnist mér ....ég jaaa, veit ekki hvað þið lesið úr svipnum mínum. Guminn skælbrosandi auðvitað...

....því einsog August Strindberg sagði; Það var ekki til helvíti á jörðu fyrr en paradís varð tilbúin, það er að segja þegar konan varð til!

Þetta var ægilega rómantískt, alveg einsog það á að vera. Svona einsog í bandarískri "vellu".....svona brúðkaup sem ég hugsa að öllum litlum stelpum dreymi um, í skjóli nætur.

Brúðkaupsferðin var engin.....veislan samanstóð af fjórar hærðum, hræðum að mig minnir. Ristabrauð og ostur og vin í boði. Brúðkaupsnóttin......var ekki rósum stráð; rekkju-ríðinga-trakteringar neinum.....á brúðkaupsmorgninum....vaknaði ég við öskur;

-hvar eru andskotans sokkarnir mínir Heiða?

......og nú held ég að ég sé um það bil að fara yfir strikið.....öll hugsanleg strik......farin í holuna mína að sofa. HEIÐA BERGÞÓRA!

Elsku dúfurnar mínar, vil bara svona í framhjáhaldi benda ykkur á, að "Hjónabandssælan" er á tilboði í Bónus....og ég fékk mér eina.

Hvenær hringir hann Jóhannes eiginlega í mig, karlinn skuldar mér pening!Cool

(þakka Guði fyrir númerabirti.......ekkert vera að hafa fyrir því að hringja elskan, sendu mér bara jólakort, þegar þú ert búin að jafna þig.......)Kissing nú ef ekki, þá neyðist ég víst til að taka pappakassann af hausnum á þér........

 

 

 


Feitir skallapopparar....

Þið eruð óborganleg. Þið eru mér ómæld uppspretta. Frá ykkur fæ ég trilljónir hugmynda. Í rauninni er hausinn á mér við það að springa. Ekki síst eru commentin ykkar og heimsóknir hingað á síðuna mér til mikils yndisauka í tilveruna. Þakka kærleikann og hvatninguna.HeartÞið eruð litrík og spennandi. Og vekið mig til umhugsunar þegar ég heimsæki ykkur. Næst kaffi takk!

Það eru deginum ljósara að þankapípurnar, í grannholda -fíngerða líkama mínum eru við það að springa! Er í það minnsta vel uppþemd ......hef ekki kúkað í viku og er því 58kg.....uppfull af skít!

Eins gott, lítill klósettpappír til á heimilinu.....

Ég er ákaflega forvitin í eðli mínu.  Ekki um hvað er að gerast í lífi fólks dagsdaglega, heldur þyrstir mig í að vita og skilgreina og stúdera fólk. Heildarmyndina. Sýg í mig allann fróðleik. Finnst gaman að spjalla, fræðast og öll fræðsla er vel þegin.....og frá hverjum sem er.

Viðkomandi þarf ekki að vera með BA-gráðu, eða hafa "-stjóra" titil sem eftirnafn. Til að vekja áhuga minn. Viðkomandi þarf ekki að eiga fullan vasa fjár. Keyra um á flottum bíl eða eiga pels...og hund. Ég held að það væri afar fróðlegt að tala t.d. við Lalla Johns.....hef aldrei talað við hann en ég heilsa honum alltaf! í hvert og eitt einasta skipti heilsa ég Lalla. Og hann heilsar mér til baka og brosir. Ég hef aldrei verið stödd á hans stað í lífinu.

En hann er mér fyllilega samboðin, þó svo ég eigi Karen Millen kjóla og falleg föt. Ég væri nú kannski ekki að búa með honum eða fara með honum út að borða.....en þið skiljið hvað ég er að fara.

Engin er yfir annan hafin. Ekki ég. Ekki þú, ekki kerlingin í pelsinum sem hnussar og horfir með fyrirlitningu á betlarann og neitar honum um eina skítna krónu. Platkrónu.

Í vasa hennar glamrar hávært í  gullpeningum og giftingahring. (hún er ég reyna að negla einn ungan....svona smá krydd í dapra tilveruna. Líf hennar er svo innihaldslaust og hrútleiðinlegt. Kynlífið einnig. Karlinn hennar hefur ekki áhuga á henni. (hann er komin með viðhald og í aðhald í kjölfarið) Hún notar alltof mikið og alltof sterkt ilmvatn. Hún hefur ekki til að bera neina hlýju. Hún er kynköld......) Peningarnir í vasa hennar eru af öllum stærðum og gerðum. Hún eldist illa, hrukkurnar klessast allar á vitlausa staði. Munnsvipurinn samanherptur. Tennurnar sem Guð hafði kastað upp í kjaftinn á henni, hefur hún látið færann húsgagnasmið yfirbyggja tannhús yfir þar sem áður stóðu rústir einar.......og þær eru hvítar einsog fuglaskítur á heiði, utan um húsið eru svo rauðlakkaðar varir.....svo brosir hún ekki einu sinni!

Ég er viss um að þið hafið einhverntíma hitt þessa konu....

Hér með kasta ég til föðurhúsana, þá stimplun sem loðað hefur við mig öðru hvoru í gegnum tíðina að ég sé snobbuð! Og hana nú.....

Alveg merkilegt þetta: Yfirleitt er maður spurður fyrst af öllu þegar maður hittir manneskju í fyrsta sinn;

....og hvað gerir þú?

.....svo er manneskjan dæmd út frá því! Sett í bás. Fær á sig stimpil.....

...annaðhvort uppveðrast sumt fólk eða labbar í burtu. Eftir því hver vinnutitillinn er, ekki vegna þess hvernig manneskjan er. Og ekki fá öryrkjar upphefð, svo mikið er víst. Þekki það, móðir mín er öryrki og margt afar merkilegt og gott fólk annað, sem ég þekki og ég tel til vina minna.

Öryrkjar ættu að fá þvílíka upphefð og viðurkenningu fyrir það eitt að lifa út mánuðinn á þeim skitnu "kúlum" sem kastað er í hausinn á þeim með fyrirlitningu um hver mánaðarmót! ...en það mál, er efni í aðra færslu sem ég læt öðrum eftir.

Svo þetta, ef viðkomandi ber titil.....þá er það einatt;

-ég heiti Jón og er Jónsson, kannski eitthvert millinafn.

-ja já og hvar vinnur þú?

-Framkvæmdarstjóri hjá KPMG......

þarna er tekið sérstaklega fram framkvæmdarstjóri....ekki;

-ég starfa hjá KMPG...................en það myndi bílstjórinn klárlega gera!

Ég hef verið með stjóra titla og ekki stjóra titla....en í enda dags, er ég alltaf innan í mér Heiða litla, dóttir hans Tóta svarta.

í beinu framhaldi en samt ekki;

Mér er illa við drasl og skít og vonda lykt.

Þannig að það er með ólíkindum að mér skuli finnast gaman að fara á þá tvo staði sem ég ætla að nefna sérstaklega.

Góða hirðinn og Kolaportið!

Þegar ég fer í Kolaportið! Þá held ég djúpt niður í mér andanum þar til ég er orðin sótsvört og við það að falla í yfirlið, jafnvel kafna í eigin mætti.  Ég læt mig síðan hafa fíluna, því daman verður jú að anda! Svo hættir maður að finna lyktina og verður samdauna henni. Hverfur inn í fjöldann og byrjar að gramsa í skítugum kössum. Innan um feita, fituga skallapoppara og annað gott fólk.

Ég get gleymt mér í fleiri klukkutíma, í rangli, á rangli, í pappakössum með pappakössum. Setið á kaffihúsinu og horft á litríkt mannlífið. Það klikkar ekki að þó ég sé svört af skít og angandi einsog ruslatunna. Þá fer ég alltaf fullnægð í hjarta og sæl þaðan út.

.....hef aldrei hitt pelsklæddu konuna samt....Wink

Að gefnu tilefni sé ég ástæðu til að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri; Þessa dagana er hreint og beint sparnaður að "hafa á klæðum" -dömubindin eru á tilboði í Bónus...Smile

 

 

 

 

 


Ekkert er viðbjóðslegra en karlmaður sem grætur....

...en eitt er víst, þeir koma í öllum útgáfum: Feitir, grannir, fitt og flottir. Hárprúðir, skollóttir, með kraga. Harðir og mjúkir. Stuttir, langir, harðir og linir. Dökkir, ljósir, rauðir og gulir. Vel lesnir og minna lesnir. Misgáfaðir. Misgóðir.

Það vakti mig til umhugsunar þegar ég var spurð; Heiða hvort viltu svona mjúkan mann eða harðan?

Hvað er hörð týpa?

Er það karlinn sem stjórnar á sínu heimili, þar sem konan er einsog "lúpa" negld og naglfest við eldavélina? Fær einstöku sinnum að að losa um til að stinga í eina og eina vél. Og ef heppninn er með henni. Fara niður að tjörn og grípa einsog eitt stk. önd í soðið.....

Er harða týpan þessi sem segir;

-í sundur með lappirnar kerling, ég vil fá að ríða núna! Prumpar svo framan í hana áður en hann snýr sér á hægri hliðina og byrjar að hrjóta?

Er harða týpan sá sem lemur kerlinguna sína til hlýðni. Kemur heim að vinnudegi loknum og það fyrsta sem hann segir, ólundarlega er; hvað er í matinn i kvöld?

Ef þetta er harða týpan þá hentar hún mér ekki.

Og mjúka týpan;

Eru það þessir undirgefnu, sem alltaf leyfa konunni að hafa síðusta orðið. Eru skoðanalausir með öllu og tekur aldrei afstöðu? Alltaf sammála síðasta ræðumanni. Brosir álkulega við hverju og einu og öllu? Er það mjúka týpan sem grætur við fætur manns með eitt eysta, á meðan maður lakkar á sér neglurnar?

Er það mjúka týpan sem skakk-lappast einhvernveginn og getur ekki tekið ákvörðun um hvað skal sjá í bíó, -þú ræður! mér er alveg sama....

Af hverju annars tvö eystu?, er ekki nóg 1. stk. eysta í 1. stk. pung?

Ef þetta er mjúka týpan þá hentar hún mér ekki heldur.

Ég elska alla menn, bara misjafnlega mikið... :)

"Ekkert er viðbjóðslegra en karlmaður sem grætur" er ekki frá mér komið og alls ekki mín skoðun. Veit einhver úr hvaða bók þessi setning kom? (Halldór Laxness).

Ef karlmaður grætur, þá fer ég yfirleitt að gráta líka.

Eru bara til tvær týpur af karlmönnum?

Mjúkur og harður.

Einhverjir tala um hinn gullna meðalveg...

En svo er það annað; las grein í blaði um daginn. Þar var fyrirspurnin til blaðamanns. Í sambandi við að gráta stundum eftir kynferðislega fullnægingu. Svarið var alls óviðunandi að mínu mati. Því mig langar að vita þetta líka. Vitiði afhverju? (fyrir vinkonu mín sko.....)

Annars vil ég hvorki "hörðu" eða "mjúku" eða "meðaltýpuna. Minn verður að vera alveg sérstakur! Og það er það eina sem ég veit með vissu. Annað sem ég veit með vissu er; hef ekki fundið hann enn og hann ekki mig.

Fullt af spurningum í kvöld bara.Wink

Helgin var nefnilega svo ógeðslega skemmtileg hjá mér, að ég tími ekki að deila henni með ykkur....not!

Að lokum, þá hringdi einn afar fær kennari í mig um helgina. Hann sagði eitthvað á þessa leið að Freud hefði sjálfsagt getað sálgreint mig. Hann les bloggið mitt.

Síðan spjall um daginn og veginn.

Áður en við kvöddumst þá segi ég glettnislega. Gefðu mér einkunn fyrir bloggið mitt. Frá 1-10.

Þögn. Ég beið.....og beið.

-sko þú færð allavega 9,5 fyrir stíl og húmor.....

-og (spurði ég.....)

-ekkert og neitt!...... sagði hann og flýtti sér að kveðja. Ég veit alveg hvað hann er að fara .......svo var það annar kennari sem ég ber vægast sagt mikla virðingu fyrir, hann skrifaði þetta í gestabókina mína í sumar;

Hæ "gamli" nemandi

Gaman að hitta eftirminnilega nemendur í þessum mér nýja heimi. Skemmtilegt að lesa pælingarnar hjá þér í morgun; það blæs aldeilis í þankapípunum hjá þér. Lesumst og skrifumst. Kær kveðja. Haukur Már

Haukur Már Haraldsson, fös. 22. júní 2007

Mér þótti mikið vænt um þetta comment frá Hauki Má.

Nú er maður að reyna að gera sitt besta til að lafa inni  í A-inu, hjá henni Hrönnslu minni/okkar (snemma í háttinn -árrisul í kjölfarið) .........er enn milli-beggja-blandari, einhvernveginn. Svona einhverskonar tvíblendingur. Milli tveggja heima. Föst.

Að lokum; sendi ég endurnar, sem ég veiddi á tjörninni til ykkar allra, með 1. stk. sæluviku til allra að njóta. Held einni fyrir sjálfa mig. 

Vinsamlegast staðfestið móttökuWinkog síðast en ekki síst, væri nú gaman að fá svör við þessum spurningum/pælingum.......

 

 


Ég er virkur fíkill með þráhyggju og áráttu...

... og ljósið logar enn og fiðrildið flögrar um....

Ég opinbera það hér með fyrir þjóðinni allri, að ég er virkur fíkill. Ástfanginn, virkur fíkill meira að segja. Með þráhyggju og áráttueinkenni á mjög háu stigi. Mér er vart hugað líf. 

Ég er á góðri leið með að ávinna mér geðsýki....

Ég fel dópið fyrir sjálfri mér útum alla íbúð, þegar ég er "out of it". Ég finn það alltaf. Þetta er svakalegt ástand og ég fell alltaf aftur í sama skítapitinn. En ekkert gengur! Ég er við það að gefast upp! Fjölskyldan er búin að gefast upp á mér.

Hef leitað margra leiða, til hjálpar, án árangus. Alltaf fell ég aftur og aftur og aftur....

....ég er í raun búin að sætta mig við að ég dey við þetta ástand. Hef enga löngun til að hætta.

Ég er núna í vímu! Og ég skammast mín ekkert fyrir það!

....þessi fíkn mín, þráhyggja, og ást er á; tónlist Bubba Morthens.....

Get ekki vanið af mig því að hlusta á hann, maðurinn er snillingur! ....og ég er að hlusta á diskinn núna.....og er "high on live" !

Sem minnir mig auðvitað á eitt: gat nú veriðLoL (skal reyna að vera  stuttorð).

Það er þetta með að bera virðingu fyrir fólki, öllu fólki. Bera virðingu fyrir því sem einfaldlega lifir. Og dæma ekki...

Hljómlistamenn og annað þekkt fólk í þjóðfélaginu, er ýmist upphafið langt fyrir ofan skýin. Um leið og skotleyfi er gefið á þá,  og þeir dregnir niður í svaðið. Og allt þar á milli. Á bakvið hverja einustu kennitölu er manneskja með tilfinningar. Skilnaðir prýða gjarnan forsíður...mynd af pari rifin í sundur...og flennistórt letrið öskrar á mann; SKILINN....eða eitthvað álíka æsandi og spennandi. Þið þekkið þetta öll.

Sko....og það áður en fjölskylda, börn og vinir hafa fengið vitneskju um skilnaði t.d.......(þekki slík dæmi)

.... slúðurblöðin; Séð og Heyrt og fl....og þá aðallega  DV sem ég myndi persónulega ekki nota sem skeinipappír, standa sig vel í þessari deildinni! Af tíu mögulegum; 11.

Og þetta með að dæma fólk. Er ekki málið að slaka aðeins á tauginni. Þessari litlu linu, stuttu þarna?

Ég hef alveg keypt þessi  blöð sjálf, fullt af af þeim. En er fyrir löngu hætt að styrkja vont málefni....en þau seljast. Rokseljast....

.....svo eru það illa rætnar kjaftasögur og allskonar annað blaður, manna á milli.....ojbarasta!

Á árunum 1991-1992,  var ég framkvæmdarstjóri á veitingastað í Keflavík, staðurinn hét Edenborg. Pöbb á virkum dögum. Böll um helgar. Trúbadorkvöld á fimmtudagskvöldum.

Aðalsamkeppnisaðilinn var svokallað KK (Karlakór Keflavíkur). ....og svo má ekki gleyma Ránni, sú eina eftirlifandi af þessum þremur.....en Vibbi karlinn er klár í business......það vita þeir sem til þekkja...

Ég var ung, rúmlega tvítug og þessu tímabili og þessari reynslu gleymi ég aldrei. Og kem alltaf til með að búa að. Ábyrgðin var mikil, vinnan mikil, ég ung og frekar saklaus.... en þetta var endalaust skemmtilegt.

Ari Bryjnar sonur minn var 2-3 ára. Ég ætla nú ekki að fara að segja einhverjar sögur hérna en....bókin kemur út núna fyrir næstu jól.

Til þess að fá húsfylli.... þurfti auðvitað vinsælustu hljómsveitirnar til að spila.

Heitustu böndin voru á þessum árum;Sálin, Sólin, Stjórnin, Todmobil, Nýdönsk, GCD  og fl. Bubbi kom sterkastur inn sem trúbador á fimmtudagskvöldum. Það klikkaði ekki í eitt einasta sinn, að ekki væri húsfyllir. Þegar bæði hljómsveitirnar sem ég nefndi og Bubbi spiluðu. Allir fengu sitt. Allir voru sáttir.

Rígur var á milli okkar Edenborgar- og  KK-manna.....en fer heldur ekkert nánar út í það (jólabókin í ár)......en ég fór nú samt alveg yfir og kíkti sko. Í KK.....þegar Stjórnin var að spila. Var aðdáandi nr:2!

Ég játa hér með á mig framhjáhald. Verð varla rekin úr þessu.....vegna vanrækslu í starfi. En ég átti auðvitað að vera hinumegin að vinna.

Ég kynntist mörgu af þessu ágæta listafólki og komst af ýmsu athyglisverður; Til dæmis er á bak við hvert nafn, er bunki af tilfinningum, kostir og gallar...."ups/downs"...... og oftast fjölskyldur og börn. Hús, bíll og afborganir. Og ekki síst eitt stk. bara ósköp venjuleg manneskja.

Einsog gengur í samskiptum, kunni ég betur við aðra en suma. Einsog gengur..... sumum finnst ég ekkert endilega sérlega spennandi kostur til að vera í samvistum við. Ég lýg náttúrlega alveg blákalt enda koluð á mér tungan.  Hefur auðvitað aldrei skeð.....en ég bíð og vona......

....þeir sem standa upp úr í minningunni, eru; KK (Kristján Kristjánsson) Maggi Kjartans, og Helgi Björnsson úr Síðan skein Sól og fleirri sem ég nenni ekki að tíunda.....og auðvitað Bubbi. Helgi er sigurvegarinn  í minningarbrotunum.....Bubbi líka en á annan hátt.

Eitt kvöldið eftir að ég hafði afhent honum þúsundkallana á skrifstofunni, þá réttir hann mér eitthvað.

Þetta var sígarettuálpappír, sem á stóð;

Kæra Heiða, þú ert góð stelpa. Þetta gildir sem boðsmiði á Dýrin í Hálsaskógi. Megi Sólin ávallt skína í lífi þínu... og svo fékk ég broskarl, og undirsskrift. Ég klökknaði...

Miðinn er fyrir löngu týndur, enda hef ég flutt oft á minni ævi síðan. Endanna á milli. Og allsstaðar þar á milli.

En orðin lifa með mér og geymi ég þau í hjartanu.

Ég þyrfti að minna mig á þetta reglulega...kannski skrifa ég þau á miða og hengi á tölvuna mína....orðin; góð stelpa og sólina og lífið . Bæti svo einhverju við . Og skrifa undir; Heiða Þórðar...

Það þarf ekki að kosta krónu að gleðja eina sál. Bros, fallega kveðju, falleg orð, hvatningu og og og ...

Undir mitt starf féll ma. einsog ég minntist á að ofan, að gera upp við hljómsveitarmeðlimi þegar kvöldið hafði runnið sitt skeið.

Og ég man að ég hræddist alltaf Bubba, fannst hann hrokafullur og frekur.....ég er virkilega þakklát þeim ...sem kynnti mig fyrir Bubba upp á nýtt.  í gegnum tónlist Bubba, sem hefur fært mér óneitanlega mikla gleði.

Ég einfaldlega elska Bubba. Og ég ætla að viðhalda fíkn minni.

Góða nótt kæru vinirHeart ég fékk inngöngu í A-hópinn. Hrönn verður í dyrunum. Ég þarf að standa mig vel. Ætla að lesa núna rækilega yfir efnið. Er ákveðin í að ná þessu prófi í fyrstu tilraun.  Ef ég fell, nú þá er bara að reyna aftur og aftur og aftur.......gefast aldrei upp...og brosa!Smile


Ég er morðingi!

Ég ætla að halda ljósinu logandi á kinnini minni aðeins lengur....mig langar ekki að lifa í myrkrinu.

Ég þarf ekki klukku á mínu heimili; ég er einstaklega heppinn. Karlinn á efri hæðinni pissar nákvæmlega klukkan 03:00 og svo aftur kl: 05:00. Ég veit það er karlinn, ekki konan og ég veit að hann pissar standandi! Þvílík eru lætin.....

Það hefur ekki klikkað á þessum rétt tæpum tveimur árum sem ég hef búið hér í þessu sambýli (ég bý ekki á sambýli.....þótt stundum mætti ætla það), öllu heldur fjölbýli, berrössuð við eldhúsgluggann minn.

Ekki eitt einasta skiptið, hefur karlinn klikkað á "smáatriðunum!

Þegar ég ligg upp í rúminu mínu (ég er ennþá B-týpan....og verð sjálfsagt alltaf, þrátt fyrir einbeittan vilja minn og von um að einhverntíma tilheyri ég A-hópnum) Ég hef reynt. Margoft!  Ekki smuga að fá inngöngu í hópinn.

Þessi A-hópur er þverir andskotar!

Hleypa mér ekki inni, ekki með nokkru móti. Hef boðist til að borga inntökugjaldið upp í topp í einni summu. Þrefalt!  En alltaf stórt og feitt NEI. 

Einhverju sinni reyndi ég að smokra mér inn um glugga þarna.....en neibbs, ég var gripin glóðvolg og fleygt út með látum.

Það var illa farið með góða konu. Ég var öll blá og marinn og ég ætla ekki einu sinni að reyna þetta aftur. Þvílík fíbl! Fyrsta flokks fíbl. Svo brákaðist ég auðvitað á fæti líka og öxl í þokkabót! Fékk engar skaðabætur.

Dyravörðurinn er UXI......örugglega á sterum! Vöðvafjall dauðans.

Þannig að ég var semsagt í B-deildinni minni og vakti frameftir í nótt.....

Á slaginu 03:00am.....þar sem ég er eitthvað að dúllast í eldhúsinu, rista mér brauð nánar tiltekið. Þá heyri ég þvílíkt pissu-drunu-hljóð......að það var einsog 10 karlmenn væru að pissa saman standandi. Standandi í kopp. Pissandi i stálkopp!

Það var komin töluverð ró yfir mig svona, en við þessi ólæti vaknaði ég.

Glaðvaknaði. Við hverju er að búast?

Og ég ákveð að fara í bað. Freyðibað. Í bleiku bikinýi. Þegar þau voru orðin vel blaut, fór ég úr þeim, enda fátt óþægilegra en að vera í blautum fötum.

Svo var tekinn góður skúrkur á þetta allt saman.

Þið vitið háreyðingarkremið á þá staði sem við á....og svona snyrting sem konur einar þekkja, sem vilja líta vel út á Evu klæðunum einum fata.  Húðin skrúbbuð, húðfrumur skrúbbaðar af....og svo nett rakakrem á kroppinn á eftir.

Og svo þær konur auðvitað sem berrassast einar fyrir utan eldhúsgluggann sinn og aðra glugga. Og elskuna sína og sjálfa sig. Þá er þessar aðgerðir algjört lykilatriði. Þessir hlutir verða að vera í lagi. Án undatekninga, dag hvern.....ekki stingandi broddur!  Ef þú vilt ekki tilheyra undantekningunni....sem eru:

........ svona týpur: Welcome to the jungle....píur.

Semsé ég er ekki ein af þeim.

Heyriði nú mig....eftir baðið fór ég í nýju náttfötin mín....húðfrumurnar farnar, og ég einsog stífbónaður bíll....settist í sófann minn.  

Hann hafði ekki hvíslað neitt ofurblítt á mig þetta kvöldið, einsog hann er vanur. Nei, hann ÖSKRAÐI á mig.....farinn að færa sig upp á skaftið helvískur. Þetta var í fyrsta skiptið sem hann sýnir mér svona lítilsvirðingu og verður það síðasta!

Hann skal sko ekki vaða yfir mig, bara þannig að það sé alveg á tandurhreinu!

Hann fékk alveg að heyra það kvikindið, ég stjórna í okkar sambandi og á mínu heimili! Ég held að hann hafi alveg skilið mig, nú annars verð ég bara að gera það sama og gungurnar gera þ.e.a.s.;

Slíta ástar og/eða vináttusambandi með stuttri sms sendingakveðju.

Sem í sjálfu sér er algjör snilld.....mér skilst að það sé frítt að senda ákveðið mörg sms. Ákveðið tilboð í gangi hjá símanum.

Þannig að hægt er að  brjóta, eða kannski bara "merja" svona einsog eitt stk. hjarta á dag eða svo. .... mörg hjörtu á dag ef því er að skipta.

Og borga ekki einu sinni eina skitna krónu fyrir!

Frábært!...... ég er ánægð með þessa þróunSmile bara ýta á send og málið er dautt. Snilld!

Fyrirmyndarsamskiptamáti fyrir rolur og gungur...

Við sættumst ég og sófinn. Vorum alúðleg við hvort annað. En þá skeður það sem kemur afar afar sjaldan fyrir mig, eða hefur aldrei svo mér reki minni til,.....ekki svona;

Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið.....leysti tvær krossgátur og losnaði ekki við þessa ónotalegu tilfinningu. Kveikti á fleiri kertum. Hafði ekkert að segja. Setti fallega tónlist í spilarann. Fór út á svalir....labbaði um íbúðina. Heilsaði upp á bækurnar mínar, en þar var engin sem fangaði huga minn....og tilfinningin óx og óx og ÓX... ég segi það satt.....þetta var afar óþægilegt og ég náði varla andanum af sársauka.

Ég tók fram litina mína, horfði á hvítann strigann og var alveg gjörsamlega miður mín þegar ég viðurkenndi fyrir sjálfri mér að vera að drepast!

Ég var svona hryllilega einmanna!

Minnist þess ekki í mínu lífi að hafa verið svona ofsalega einmanna. Og ég bara hugsaði eitt stórt FUCK! Hvað á ég nú að gera? Það var ekkert sem ég gat gert til að láta mér líða betur.....ef ég næ ekki að festa mig við bók, þá er nú fokið í flest skjól!

Mér hefur aldrei leiðst í eigin félagsskap, enda afar þægileg í umgengni....og einstaklega skemmtileg auðvitað.  Jæja, ekki svo ég muni allavega, ég er mikill dundari....og líður vel að dúllast eitthvað.

Hef eins og svo margir þekkja, verið meira fullnægð og ánægð í eigin félagsskap, og stundum einmanna innan um fjöldann allan af fólki. Meira að segja i ástarsambandi.

Og þarna var ég í einmannaleikanum og ég saknaði einskis....þá er ég að tala um að ég saknaði ekki einhverjar sérstakrar persónu. Ég var ekkert að hugsa; ahhh, hvað væri nú gott að eiga félaga/kúruvin. Ekkert slíkt.

Mig langaði ekki að hringja í neinn sérstakan.

Vinalínan er fyrir löngu búin að gefast upp á mér. Hljóta að vera með númerabirtir þessir andskotar! Því þeir svara mér ekki lengur.

En svo pissaði karlinn á mínútunni 0500, og ég skreið í skúffuna mína, enda löngu orðin tímabært, alein einhvernveginn og leið barasta ekki vel. Loksins miskunnaði svefninn sig yfir mig....og nóttinn umvafði mig örmum sínum sem var draumlaus.....hefði alveg þegið einhvern félagsskap í draumalandinu.....en nei, engin kom....ekki einu sinni hún nafna min; skessa.blog.is.

Hefði verið henni virkilega þakklát fyrir það eitt að koma og stappa ofan á mér og rífa í hárið á mér....en neibb.....hún hefur verið einhversstaðar annarsstaðar.....kannski hjá Hallgrími....veit ekki. Skal reyna að komast að þvi...

Þegar ég vaknaði svo í morgun, og settist á klósettið, já, hvort sem þið trúið því eða ekki; þá pissa ég!.......og það sitjandi. Jebb....ég pissa, og þá vitiði það. Dí, hvað maður er eitthvað "up and personal hérna"..... en ég prumpa aldrei! 

Þegar ég er þarna semsagt á klósettinu, var að reyna að gera þetta hljóðlega allt saman, minnug næturinnar, vildi fyrir alla muni ekki vekja hann Jón vin minn á neðri hæðinni. Þá verður mér litið ofan í baðkarið. Ég horfi sljóu auga (hitt var enn lokað) ofan í baðkarið.

Þá liggja þær þarna...hver og ein einasta og ég fékk nánast taugaáfall. 

Þær horfðu á mig brostnum augum, allt að ásakandi augnaráðið mun fylgja mér um aldur og ævi. þær voru steindauðar allar sem ein....og áttu það eitt sameiginlegt að vera með galopinn munn með tunguna lafandi út á kinn einhvernveginn!

Og ég fékk samviskubit dauðans! Og ég verð að taka afleiðingunum gjörða minna, hvort sem mér líkar það betur eða verr.

Þetta voru húðfrumurnar mínar!  Sem ég hafði skrúbbað af mér, með þvílíkum ofsa af húðinni, einbeitt og ákveðin í að losa um allan aukaskít úr lifi mínu, nóttina áður. (sæluvikan endar í dag -laugardag)......

Já þarna lágu þær semsagt steindauðar!  Sandpappír hefði roðnað í höndunum á smiðnum og smiðurinn líka, ef þeir hefðu orðið vitni að harðræðinu þessa nótt. Ég bíð nú dóms.

En ég meina, hvað hef ég að gera með það, að dröslast með einhver kvikindi á mér, utan í mér, í mér og inn í mér? Spyr sá sem ekki veit. En veit samt. Einhvern skít!

Ekki neitt.

Ég vill ekki sjá skít hvorki á mér eða nálægt mér, hef gert það deginum ljósara á þessari síðu minni. Hlýtur að dragast frá refsingu dóms! Trúi ekki öðru!

Þegar ég hafði jarðsett og jarðsungið líkin (ekki lítil vinna, við erum að tala um þúsundir hér) við hátíðlega athöfn. Fór ég í sturtu. Nályktin var gjörsamlega að kæfa mig, þó ekki lengri tími væri liðinn frá slátruninni miklu.

Kengboginn,skrúbbaði ég og skolaði baðkarið.....sveitt og beygluð....þá já einsog ég sagði þarna uppi.......smeygði ég mér undir ilvolga sturtuna....og það var svo gott! Ef eitt kvikindi var eftir á líkama mínum, þá hvílir það með hinum.

Sæðisfrumurnar; löngu dauðar, gleymdar og grafnar.....enda komin tími á þær. Komnar langt á aldur...og rúmlega það!

OMG! hún mamma ætti að vita þetta; Þá kæmi sko; HEIÐA BERGÞÓRA, viltu gjöra svo vel að fara að fá þér að ríða stelpa! Almennilega! Þú ert þér, mér og allri fjölskyldunni til þvílíkrar háborinnar skammar! Og skammastu þín svo!....og farðu inn í herbergið þitt á stundinni! NÚNA!

Að verki loknu stóð ég teinrétt, endurnærð  og ekki síst vel lyktandi. Leið vel í hjartanu mínu. Einmannaleikinn fór útí nóttina og þannig hélt ég út í daginn. Sem fyrir vikið reyndist verða afar sérstakur.

Dagurinn/kvöldið;  (ég er að tala um ca 9 - 10 klst. af sólahringnum....)  var öðruvísi en allir þeir dagar sem ég hef upplifað á minni 22 ára ævi...hmmmmm. plús einhver ár til eða frá. Aukaatriði algjört! 

Og afleiðingar þessara 9-10 klst. höfðu það í för með sér, að eitt lítið fallegt bleikt fiðrildi, flaug inn í mallakútinn minn. Og það flögrar enn. Ég finn fyrir því. Og ég vona að þeim fiðrildunum fjölgi.....og fjölgi og fjölgi og að þau fljúgi aldrei í  burtu......

Og að lokum (næstum því...alveg að verða búið......þolinmæðina á þetta elskurnar mínar....);

Vil ég nota tækifærið og votta aðstandendum húðfrumanna, sem ég drap.... og liggja nú látnar á yfirborði sjavar, mína dýpstu samúðarkveðju og hluttekningu. Við skulum taka einnar mínútu þögn á þetta og tendra lítið ljós.

En mér til málsvarnar; Þeirra tími var einfaldlega kominn.

Vona bara að þeim sé ekki mikið kalt greyjunum litlu. Nei varla.......

Ég vil taka það fram hér og nú og af ákveðnu tilefni; að þetta er ekki dulbúinn einkamalapunktais auglýsing, hjúpuð rjómasúkkulaði.....neibb!   Ég er ekki einu sinni að bjóða fram félagsskap minn í þrennur.....fernur...eða neitt í þeim dúr. En ykkur er velkomið að senda mér sms skilaboð....frítt. Er í skránni.....kostar ekki krónu!......ja.is

Þó svo að ég hafi verið að tala um einmannaleika. Bara svona prív. og pers. pæling milli mín og mín og þín.

Staðreyndin eru sú, að þetta er súkkulaðirúsina til ykkar frá mér fyrir svefninn.  (B-klúbbur)

En þið eruð svo mörg í A-hópnum....... Sofandi á ykkar græna jólakorti, enda ekki nema 100 dagar til jóla...

.... ein spurning; hvað mórall er í ykkur; afhverju má ég ekki vera með? Þetta er flokkast einfaldlega undir einelti! Og ekkert annað......mismunun.....örugglega afþví að ég er kona! Hvít kona! Fordómar!

En  í góðmennsku minni sendi ég samt súkkulaðirúsínur á ykkur líka ......inn í daginn sem er hafinn ....um leið sendi ég ósk til ykkar allra, (A og B) um að þið eigið yndislegasta daginn/helgina í lífi ykkar til þessaHeart

Þess  óska ég ykkur í einlægni. Þið bloggvinir mínir sem heimsækið mig, og commentið fáið frá mér sérstakar kærleiksríkar kveðjur og koss á vangann.

Furðulegt, en mér þykir í raun vænt um ykkur. (nú er ég orðin svo væmin hérna að ég er orðin dauðskelkuð við sjálfa mig.....)

Njótið súkkulaði-rúsínunar í pylsuendanum......enga græðgi ......

.....sjúga......látið hana bráðna í munni, hægt og lengi og ekki síst; Njótið! á meðan hún endist.

es. Setti nokkrar myndir í albúmið......

 


...næst þegar ég fæ mér drátt hjá geðlækninum

Er að hugsa um að slökkva ljósið framan á kinninni á mér nú um helgina..... 

Það væri algjör hræsni að reyna að telja fólki trú um að ég sé A-manneskja. Ég er þessi svokallaða B-týpa....

Elska næturnar.....en maður verður víst að vakna....einsog í morgunn.

Ég er samt ekkert second - class eða second hand drasl neitt!

Nei, nei, síður en svo. 

Ég er fyrsta flokks vara með gæðastimpli frá ríkinu. Á rassgatinu.....

Ég sauð mér bjúgu þegar klukkan var langt gengin í eitt í nótt. Borðaði bjúgun og horfði út í nóttina. Beið eftir storminum með barnslegri eftirvæntingu í andlitinu. En svo kom var þetta  bara smá bank!

Enginn stormur!

Og ekki eitt einasta fljúgandi útgrill!

Beið og beið og beið við gluggann. En neibb! Ekki eitt lítið einnota kvikindi einu sinni fljúgjandi á himni.

.....fór svo að mála......og teikna......og lesa og hugsa og nóttin leið og leið og leið....og ég átti að mæta á áríðandi fund snemma í morgun, sem ég gerði reyndar. Allt í góðu með það.

Ég vaknaði alllltttoooooof seint! og sagði upphátt við sjálfa mig;

HEIÐA BERGÞÓRA! (í þeim tón, sem mamma/amma voru vanar að nota þegar þær skömmuðu mig litla)

Þarna stend ég við ketilinn semsagt, svefndrukkinn og óskaði þess eins að ég væri þess megnug að stöðva  tímann eina örstund.....en þó ég sé fyrsta flokks, þá er ég ekki Guð almáttugur....þannig að tíminn var enn afar knappur. Og leið alltof hratt...í ofanálag.

Kveikti á geislaspilaranum mínum (með litlu g-i.....) og hélt áfram að skammast og rífast í sjálfri mér fyrir að andskotast ekki á lappir fyrr! Það hafði ekki vitund neitt að segja. Því ég hlustaði ekki.......frekar en fyrri daginn.

Ég var á brjóstunum útí glugga og einsog það væri ekki nóg þá var ég á pjöllunni líka....og þrennan (ekki par) labbaði framhjá glugganum og kíkti upp....svona atvik hafa svo sem komið upp áður, ég er enn ekki búin að ná þessu.

En þríhyrningurinn sáu bara brjóstin.....liggaliggalái! ...og ég bara lukkuleg með það.

(til upplýsingar og fróðleiks, þá er ég bara með efri kappa í eldhúsinu....svona rétt að koma ykkur inn í stemminguna...gera þetta svolítið lifandi og litríkt hérna...)

Ég snáfaði svo frá glugganum,  þegar ég var búin að opna hitt augað.....og skammaðist mín ekki einu sinni ögn. Svona er ég óforskömmuð!

Ég er kannski bara ekki Heiða Bergur eftir allt saman, heldur bara svona gluggaperri..!?

Skal kanna málið næst þegar ég fæ mér drátt hjá geðlækninum mínum....HEIÐA BERGÞÓRA! (skamm) læt ykkur vita.

Ég veit ekki hvernig þetta var hægt á þessum mínútum sem ég hafði. Þ.e. að taka sig til....tók kaffið með mér í sturtuna, blés á mér hárið á meðan ég klæddi mig í buxurnar, maskarinn var settur á um leið og ég hneppti að mér skyrtunni og varaliturinn settur á um leið og stígvélin háu......o.sfrv.

Rétt áður en ég lokaði hurðinni að íbúðinni, hljómaði úr geislaspilaranum;

.....þessi fallegi dagur.....(Bubbi)

Þegar ég flýg svo niður stigann (framhjá útigrillinu hans Jóns, sem ekki hafði haggast um nóttina) og inn í minn fjallabíl (sem by the way yngist með árunum)...og ræsi bílinn....þá tók á móti Bubbi á móti mér með sinni æðisgengnu rödd ....og hélt áfram......(þessi fallegi dagur.....) Og vitiði það;

ÉG ER EKKI AÐ SKRÖKVA!

Ég hugsaði bara VÁ!!!!! Þvílík tilviljun!

Sonur minn hefði verið stoltur af móður sinni því ég komst á 0,01 niður í bæ....eða rétt áður en Bubbi var búin að lofa mér fögrum degi með söng sínum......Ok, ok.....en svona næstum þvíWink

Ég keyrði einsog mother-fucker!

Þegar ég var nálgast áfangastað þá kom sólin upp.....

Og ég hugsaði aftur; VÁ!

Ég náði í tíma á þennan fund (fékk ekki einu sinni tækifæri á að fá í magann) og það var sko ekki að sjá á dömunni að hún hefði verið einsog óður geðsjúklingur þennan morguninn.

Púff! Og dæmið gekk upp....enda með loforð upp á vasann frá Bubba, ...

Kvöldið já....ég skal uppljóstra því hér með að ég er ekki einungis klassakjöt....ég er gæðakokkur líka!

Ég á tvö barnsfeður. Þessi númer eitt;.....ég hugsa að hann kíki nú stundum í heimsókn hingað til mín. Hann yrði nú ekki sammála mér með að ég sé góður kokkur!

En það er nú ástæða fyrir því. Hann var einsog varðhundur í eldhúsinu í okkar partýi...., þannig að hann er ekki marktækur. Ég fékk ekki einu sinni að sjóða kartöflur hvað þá meir. En ég fékk að vaska upp.

Takk elskan, er þér eilíflega þakklát! Ef þú heyrir til mín, sem ég veit þú gerir...

Ég er nefnilega snillingur með uppþvottaburstann og tannburstann. Það á ég þessum  manni að þakka. Klárlega. Takk aftur!

Hann XXX fær alveg tíuna frá mér í Kokkadeildinni.

DUX! Snillingur! Hinsvegar dreg ég hann klárlega niður í meðaleinkunn...... þessi einkunn á við um barnsföður númer tvö líka!...en hann leyfði mér alveg inn fyrir pottana/pönnuna annað slagið...

Hvað er ég að segja? Leyfði mér!!! jæja.... (bara einsog ég hafi verið í Kvennafangelsinu í Kópavoginum)

Ég fékk gest og gjafir í kvöld!

Og ég bauð í mat. Einum kærum vini til margra ára.

Og maturinn var snilld! Félagsskapurinn snilld! Gjafirnar snilld! Og ég er svo þakklát.

Sko;

Ég fékk svona hallærislegustu náttföt í heimi. Svona bómullar - sófa - kúruföt.....

Er þessi B-týpa semsagt, sem er einsog drusla alltaf heima hjá sér. Ég ríf af mér fötin og hoppa í druslulegasta bolinn sem ég finn og hólkvíðar náttbuxur, um leið og ég kem inn úr dyrunum....já já strákar mínir, slaka á þessu bara.

Allir í kalda sturtu! Saman bara!

Svo fékk ég bol sem er líka ferlega hallærislega skemmtilegur. Svona hólkvítt bómullarkvikindi. Framan á honum er mynd af John Lennon....og aftan á honum stendur;

....you may say I'm a dreamer but I'm not the only one..I hope some day you will join us and the world will live as one.....

Þá kom þriðja VÁ-ið frá mér þennan daginn/kvöldið.....(nei, nei, nei,  það voru tvö þarna í millitíðinni.....)

Ákvað að blogga í fyrri kantinum á þessu fína kvöldi....sófinn starir á mig löngunaraugum, og ég á hann...héðan sem ég sit.  Með afar,  og þá meina ég afar lokkandi augnaráði með opin faðminn sinn.

Hann elskar mig. Ég elska hann. 

Kertin loga....Lennon hljómar í hjartanu...

Góða nótt öll sem eitt......hittumst í draumalandinu.....sweet dreamsHeart

 

 


Djöfull er hún flott þessi maður!

Haustin eru æðisleg....rigningin æðisleg!

Ekki kannski fyrir útlitið fyrir þær konur, sem ekki er skítsama um hvernig þær líta út.

Þ.e. með maskarann niður á kinn. O.sfrv.

Vatnsheldur maskari; snilldaruppfinning! Meiri snilld en sjálf fjarstýring.....og ljósaperan.

Til samans.

Ég þurfti að fara á pósthúsið bæði í gær og í dag sem er ekki til frásögur færandi nema fyrir það eitt, að sú sem þar vinnur er afar fúl! Alltaf! Ég fer samt alltaf á sama pósthúsið.

Í dag fór ég með smá böggul, hún lítur á hann og hrækir framan í mig;

-Hann er rennandi blautur!

-Já, veistu það er bara mígandi rigning....og svona skeður þetta bara...(mjög elskuleg og brosti blítt, staðráðin í því að svara ekki í sömu mynd, en hafði gert það deginum áður)

Það var ekki auðvelt en ég stóðst það.

1-0 fyrir mér!

Svo bætti ég við;

-Heyrðu viltu vera svo góð að hefta þetta saman? Náði ekki alveg að loka umslaginu (brosti)

-Við notum ekki hefti á póstinum....(hryssinsleg sem fyrr..)

-Nú nú, þú límir þetta þá bara, er það ekki?....(brosti brosti brosti....elskuleg elskuleg elskulegri)

-LÍMA! Þetta er rennblautt! (alveg mjög örg)

Ég talaði til hennar einsog hún væri óþægur krakki, en hún er sjálfsagt rúmlega fimmtug. (Og ekki en búin að læra hvernig koma á fram við fólk......allavega fékk hún enga þjónustulund með í vöggugjöfina sína).

-Svona, svona, við gerum bara svona,. segi ég (ég bretti upp á umslagið) og hún límdi. Og ég brosti. Hún brosti ekki.

Ég greiddi fyrir sendinguna.....og sagði að lokum frekar hátt;

-Þakka þér kærlega fyrir frábæra þjónustu! Þú stendur þig vel í starfi!

Svo brosti ég helmingi meira og hærra,  labbaði í burtu, sigri hrósandi fyrir það eitt að láta hana ekki koma mér úr jafnvægi þennan daginn. Og detta niður á hennar plan.

Þegar ég leit við og sá að þeir sem höfðu beðið í röð, brostu út í annað, einn blikkaði mig meira að segja, hlýnaði mér pínu í hjartanu.

Viðskipti mín við þessa  blessuðu konu, ekki bara við mig heldur alla, eru á þennan veginn.

 Þ.e. Hún er afar ókurteis og dónaleg....

Ekki dettur mér samt í hug að skipta um pósthús.

Talandi um haustin.

Hvað er betra en að kúra í sófanum, með heitt súkkulaði, nammi og popp í skál. 

Kannski elsku sér við hlið. Finna nána snertinguna undir teppinu, kíkja í augu hvors annars af og til. Og brosa hlýtt. Finna nærveru. Kannski kela smá...

Hlusta á rigninguna berja rúðurnar fyrir utan. Rokið lemja allt brjóta og bramla.

Og kyssast af og til....

Lesa kannski góða bók.

Lesa fyrir hvort annað. Hlusta á fallega tónlist. Að ógleymdum kertaljósunum.

Það er fátt sem jafnast á við haustin. Það er fátt sem jafnast á við svona moment.

Því hver árstíð hefur svo sannarlega sinn sjarma.

Svo það, að horfa á góða mynd saman. Og hlæja. Það er gott að hlæja.

En svo er náttúrulega algjört turn off (ég trúi því ekki að ég sé sú eina sem hef lent í því....commenta svo stelpur/strákar! )

Þegar elskan í lifi þínu sem þú kúrir hjá undir teppinu segir;

VÁ. Mikið djöfull er hún flott þessi! (einhver sem hann sér í sjónvarpinu...)

Eða; Mér hefur alltaf þótt þessi svo falleg. Svei mér, ef þetta er ekki bara fallegasta kona á Íslandi!

Lítur á mann og segir svo;

-Finnst þér það ekki?

Mér verður allavega svarafátt undir þessum kringumstæðum. Og finnst þetta ekkert sérlega þægilegt svona persónulega.

Verð ekki beint svona yfir mig æst og fæ standpínu. Það er alveg á hreinu.

Nei mér finnst þetta yfirmáta hallærislegt!!!

Það er von mín að menn sem er komnir yfir svona jaaa.....við skulum segja 14 ára.  Sjái og viti og hafi þroska og vit til að greina á milli þess að sumt segir maður einfaldlega ekki. Heldur hugsar bara.

Fólki er frjálst að hugsa....en stundum þegir maður einfaldlega.

Að lokum þetta í framhaldi fyrri blogga minna;

Núna er góður tími til að ferðast, hvort sem það er í raun og veru eða í draumum þínum. Hvert langar þig helst að fara?

Blaðið 12. sept 2007 - Vatnsberinn)

Þá er það spurningin; Hvert langar mig helst að fara?

Góða nótt til ykkar allra, Skessa; upptekinn....enga heimsókn í nótt elskan... ég ætla nú samt að sofa í náttfötum. Til öryggis, maður veit aldrei hvað þér dettur í hug svo sem......Heart

Og alveg alveg alveg í lokin;

Siggi stormur lofaði stormi. Ég ætla rétt að vona að það rætist.

Einhvernveginn finnst mér svo heillandi og magnað að sjá fljúgandi útigrill. Vona að mér hlotnist að sjá þau sem flest og stormurinn verði sem mestur...

GÓÐA NÓTT!Sleeping


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband