Kynsvelti-áfall

Ég átti samtal við kæra vinkonu fyrir nokkrum dögum. Sú ræktar Guð sinn af alúð, sækir ma. samkomur og les í Bibliunni mikið..., hún er yndisleg manneskja. Ég trúi á Guð og hið góða, en ástunda ekki trú mína af jafnmiklum eldmóð og sumir. Ég þakka daglega fyrir það sem ég á, bið hann að blessa börnin mín og allt og alla. Ég get ekkert skilgreint minn Guð, en ég skilgreini hann sem mér miklu miklu meira og æðri. Ég trúi að hann viti sínu viti. Þó stundum skilji ég ekkert í honum.

Samtalið vakti mig samt til umhugsunar um trú. Bara svona almennt. Í beinu samhengi þá við mig og mína trú, ekki annarra.

 ... ég fékk ábendingu frá þessari vinkonu minni, að ég svona falleg kona ætti ekki að nota blót og vera með þetta kynferðistal á blogginu. Og þessi háttsemi, væri ekki Guði þóknanleg.

Ég spurði á móti; Ertu að segja mér að Guð hafi ekki húmor fyrir mér eða......?

Svo reyndi ég að útskýra að ég væri nú ekki að ákalla djöfulinn með þessu. Heldur leggja áherslu á orð mín!

Mér er persónulega illa við blót! Þetta er leiðindarávani, sem ég nota ekki....eða afar sjaldan. Mér finnst hryllingur þegar fullorðnir blóta í návist barna sinna og annarra.

Varðandi kynferðistalið; common, erum við ekki öll með pjöllur, tippi, pung eða punga? Sumir eru meira að segja svo heppnir að vera tvítóla! ....ekki amalegt að geta átt samræði við sjálfan sig. Vera ekkert að klessa sér upp á einhvern annann....vera alltaf til í tuskið á sama momenti og maður sjálfur! Ekkert snúa-sér-á-hina-hliðina vesen neitt.

Kannski ég sé svona trúarmella....eða kynvillt í trú minni. Ég drekk marga döfladjúsa á dag (kaffi).

Síðast þegar ég fór í kirkju var fyrir um 4 árum þegar sonur minn var fermdur. Þar áður þegar bersyndugur frændi sem labbað hafi á milli presta, þar sem hann fékk sífellda neitun um að gifta sig. Prestunum þóttu hann ekki taka "skuldbindinguna"nógu alvarlega. En hann var að fara að gifta sig í fimmta sinn. Guð hafði verið þessari konu afar örlátur, því hann kastaði upp í hana alltof mörgun tönnum, en nú er ég um það bil að fara út fyrir efnið.

Ég einsog margir, hef ákallað Guð á ögurstundum. Allskyns samningaviðræður í gangi.

-Please, hjálpaðu mér, ég skal lofa að ég skal aldrei aftur.........eitthvað! 

...svo hef ég ruglað saman að sýna Guði auðmýkt og að vera auðmýkt.  

Ég meina ég hef rabbað meira svona við minn Guð á jafnréttisgrundvelli; ...jæja hvað segirðu félagi! Hvað er að frétta þarna úr himnaríki? Allir í góðu gengi bara? Og mitt fólk?....amma hætt að reykja? Veðrið? Eitthvað ákveðið með dagsetningu á hvenær ég kem til þín? Hugsa stundum til þess þegar við tökum lagið saman...ég spila á hörpuna, amma syngur með, pabbi er í klappliðinu...

...svo held ég áfram; Heyrðu karlinn minn; heldurðu að þú reddir ekki smá aur fyrir mig í dag og vísir mér veginn...sendir einhvern engilinn á mig....bara svona þegar þú sérð hjá þér lausan tíma.....cheers! See you later ......

........þetta er gróflega ýkt og fært í stílinn. Ég ber virðingu fyrir minum Guði...

Boðorðin eru tíu, ég dáist að þeirri manneskju ef hún fyrir finnst sem tekst að lifa eftir þeim.

Boðorðin 10
1. Þú skalt ekki hafa aðra Guði en mig. Vissi ekki að það væru til margir Guðir...


2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns viðhégóma. í sannleika sagt, skil ég ekki þessa setningu...


3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. sunnudagar eru þvottadagar...

.
4.
Heiðra föður þinn og móður þína. Amen...

5. Þú skalt ekki morð fremja. Ekki ennþá að undaskildum pöddum...


6. Þú skalt ekki drýgja hór. Þúsund sinnum í kringum jörðina og aftur til baka, hórast utan hjónabands með fáum aðilum þó,...hyggst halda þeirri iðju áfram. Þar sem ég ætla ekki að gifta mig....OG EKKI ÆTLA ÉG AÐ DREPAST ÚR KYNSVELTI-ÁFALLI...

7. Þú skalt ekki stela. Ég geng ekki um stelandi, en ég stal í vikunni. Læddist einsog þjófur að nóttu inn á síðuna hennar halkatla.blog.is og coperaði mynd...setti myndina á desktoppinn minn. Myndin var af Jesú...


8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Púff... að ljúga ekki upp á náungann? Neibb....saklaus þar að mestu...


9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Alveg saklaus þar...samgleðst frekar en hitt...


10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á. Hmmm, þræl eða ambátt... nei....girnist ekkert af því held ég sem náunginn á...allavega ekki konuna hans...bílinn hans kannski...Smile

í framhaldi biðst ég syndaraflausnar... og bíð ykkur öllum Góða nótt elskurnar og góðan dag, sem er hafinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er knnski eitthvað sem maður ætti að gera. Telja upp boðorðin og gá hversu mörg maður er búin að brjóta. Kæmi örugglega á óvart.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 00:55

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha þetta er eins og annað þarna.  Ég á líka minn Guð á trúnó, það er bara okkar í milli, ekki eitthvað asnalegt, þrælslegt eða náungavænt hvað þá kvenlegt. Bara svona venjulegt eitthvað ofan á brauð.  Góða nótt ljúfan mín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 01:14

3 identicon

AÐ hugsa um sinn GUÐ daglega er hverri manneskju hollt.Og allar þessar bollalengingar um hvað er GUÐ,GUÐSTRÚ og GUÐSÓTTI.Mig langar að benda fólki á, að nú á haustmánuðum um land allt, eru að hefjast  STÓRMERKILEG NÁMSKEIÐ SEM KALLAST  ALFA og eru kennd um hin VESTRÆNA heim. Hér á landi er þetta námskeið kennt í flestum KIRKJUM og SÖFNUÐUM landsins.Enginn fer ósnortinn út af þessum námskeiðum.Væri ekki tilbreyting fyrir hraktar og ekki hraktar sálir að skella sér á svona námskeið og um leið hvíla sig á Bráðavaktinni,Soprano fjsk.Desperate HousewifesHeilaskurðlæknirinn og öllum þessum ÓRAUNVERULEIKAÞÁTTUM.Sofa betur á næturnar og brosa móti hverjum degi sem GUÐ gefur þér.Ég ætla að fara og ég býð þér hér með mér Heiða mín.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 02:04

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábært... takk fyrir þennan pistil

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2007 kl. 06:07

5 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Góður pistil

Þórður Ingi Bjarnason, 21.9.2007 kl. 08:09

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er góður pistill hjá , þér er maður ekki oft bölvandi og þess á milli ákalla á guð ef einkvað bjátar á hjá manni. Knús til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2007 kl. 11:09

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hallast að nr. 3.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 18:28

8 Smámynd: halkatla

veistu, mér finnst það ekkert koma trú við hvernig fólk bloggar, þetta er eitthvað sem það á bara við sig, milli sín og Guðs og þú ert að veita fólki mikla skemmtun með þessu bloggi, fólki sem lifir kannski alltof mikið í heimi Biblíunnar og þarf á smá svona hressingu að halda annað slagið - skál fyrir því

halkatla, 21.9.2007 kl. 19:16

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sunnudagar eru líka mínir þvottadagar. Ég dilla mér í takt við kórinn hjá Hvítasunnu um leið og ég hengi þvottinn út. Ég hef enga trú á því að Guð sé á móti því að ég þvoi á Sunnudögum. Hann vill það örugglega frekar en ég sé illa lyktandi og skítug.

 Já Guð er nefnilega góður.

Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 21:31

10 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Amen!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 21.9.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband