Hjónaband og endalaus sæla

Ég minnist þess ekki, að ég hafi haft einhverja stóra drauma, um að gifta mig nokkurn tímann. Dagdraumar mínir einkenndust ekki af hvítum blúndukjólum.....brúðarmeyjum....og hreinum sveini með sveittan pung.

Mig langaði heldur ekkert að fjárfesta í "steypu", einsog ég kallaði það. Mig langaði einfaldlega að einhver elskaði mig. Og mig langaði að ferðast. og svo margt margt margt annað.

Þessi fimma rættist. Bæði það sem ég vildi ....og vildi ekki.

Ég var elskuð, ég gifti mig, ég var viðloðin fjárfestingu á steypubílum.....og ég ferðaðast heilan hellling! Hef meira að segja snert tunglið með tungunni!

Í einum af mínum elstu bloggfærslum þá minnist ég á að ég hafi trúlofað mig ung...ég man ekki eftir neinni rómatík í sambandi við trúlofunina...., en ég man að hann var alltof víður! Hringurinn. Hann var með þremur demöntum í. Mjög flottur....eða var það hinn? Æi algjört aukaatriði.....Wink

Ég man hvar ég týndi honum, hringnum þessum fyrsta, 17-18 ára gömul. 

Ég var stödd með mínum heittelskaða í leikhúsi í Þýskalandi. Ég minnist þess ekki að hamingjan hafi lekið af hvorugu okkar einsog græn slepja. Nýtrúlofuðu parinu. Allt bara svona eðlilegt!

Superman var aðalleikarinn í leikritinu. Hann kom svífandi inn á sviðið í svaka sveiflu og staðnæmdist við logandi sköp kvennanna. Hverri og einni sinnti hann af sínu rómaða lítillæti og góðmennsku einni saman.  Hinar sem biðu, spýttu út úr sér logandi kertum á meðan. Og allskyns öðrum hlutum. Símum meira að segja. Þvílíkt hæfileika listafólk hef ég bara aldrei fyrir hitt. Við erum að tala um hágæða-listamenn hérna.

Þetta var svo raunverulegt að ég neita að trúa að þær hafi gert sér upp fullnægingu....í alvöru sko.....Innanum smóking klædda gesti, dragsíða-kjóla, og hágæðahórur, týndi ég trúlofunarhringnum mínum. Þessum víða.

Mörgum árþúsundum seinna þá giftum við okkur.

Á tunglinu.

Í virðingaskyni við umræddan "guma" og núverandi eiginkonu hans, setti ég pappakassa á hausinn á honum. Þið verðið að hafa orð mín fyrir því að maðurinn var guðdómlega fallegur og .....það sem meira er hann var skælbrosandi. Og er (á myndinni.....vinstra meginn...)

.....og þetta var þvílíkur hamingjudagur í lífi okkar beggja....svona rétt alveg einsog það á að vera, held ég.  Að vísu fór hann aldrei niður á hnén, nema rétt örstund, á meðan ég rasskellti hann. En það er allt önnur Ella, Dísa eða Fjóla......

Um morguninn, þegar ég var að hafa mig til og klæðast þessum hvíta kjól, (hafði ósjaldan farið í honum á djammið) sem ég er í á myndinni öskraði hann blíðlega;

-andskotinn hafi það, drífa sig manneskja við erum að verða alltof sein!!!!!!!!!!!

og ég öskraði enn hærra;

-haltu kjafti! ég er að blása á mér hárið!!!!!!!!!

og hann enn hærra;

-eigum við ekki bara að hætta við þetta allt saman????????

-jú gerum það fíflið þitt, ég er komin með lykkjufall á sokkabuxurnar!!!!!!!!

Svo keyrðum við í fílu á illa lyktandi skrifstofu á tunglinu og einsog sjá má myndinni var konan nokkuð efins um hvort hún ætti að fagna, ráðhagnum eða ekki.....vissi í raun ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta.

Við vorum enn í fílu þegar við skiptumst á hringum. Hann tróð á puttann á mér hring frá Jens sem "besta" vinkona mín hafi gefið mér þegar sonur okkar fæddist. Ég veit ekkert hvaðan hann fékk sinn, held frá fyrrverandi kærustu....en þeir voru svona nokkurnveginn í stil. Báðir frá Jens. Þannig að það var allt í "gúddý" með það....hva aðeins notaðir, rispaðir og gamlir!

haha.jpg

(sjá mynd;  vinsamlegast smellið á myndina undir; Nýjustu myndir, vinstra-megin...... þá fáið þið hana stærri....please kíkja.....)

Drengurinn okkar hallar undir flatt svona hálfefins á myndinni , sýnist mér ....ég jaaa, veit ekki hvað þið lesið úr svipnum mínum. Guminn skælbrosandi auðvitað...

....því einsog August Strindberg sagði; Það var ekki til helvíti á jörðu fyrr en paradís varð tilbúin, það er að segja þegar konan varð til!

Þetta var ægilega rómantískt, alveg einsog það á að vera. Svona einsog í bandarískri "vellu".....svona brúðkaup sem ég hugsa að öllum litlum stelpum dreymi um, í skjóli nætur.

Brúðkaupsferðin var engin.....veislan samanstóð af fjórar hærðum, hræðum að mig minnir. Ristabrauð og ostur og vin í boði. Brúðkaupsnóttin......var ekki rósum stráð; rekkju-ríðinga-trakteringar neinum.....á brúðkaupsmorgninum....vaknaði ég við öskur;

-hvar eru andskotans sokkarnir mínir Heiða?

......og nú held ég að ég sé um það bil að fara yfir strikið.....öll hugsanleg strik......farin í holuna mína að sofa. HEIÐA BERGÞÓRA!

Elsku dúfurnar mínar, vil bara svona í framhjáhaldi benda ykkur á, að "Hjónabandssælan" er á tilboði í Bónus....og ég fékk mér eina.

Hvenær hringir hann Jóhannes eiginlega í mig, karlinn skuldar mér pening!Cool

(þakka Guði fyrir númerabirti.......ekkert vera að hafa fyrir því að hringja elskan, sendu mér bara jólakort, þegar þú ert búin að jafna þig.......)Kissing nú ef ekki, þá neyðist ég víst til að taka pappakassann af hausnum á þér........

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ég sé að þetta hefur verið frábært.....

Halla Rut , 19.9.2007 kl. 02:57

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Himnesk sæla Halla mín, botnlaus hamingja út í hið óendanlega. Þú ert í B-liðinu.....

Heiða Þórðar, 19.9.2007 kl. 03:18

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.9.2007 kl. 07:44

4 Smámynd: Hjördís Ásta

Hahaha...ég vonast eftir því ef að ég gifti mig nokkurn tíma að ég geti munað eftir mínum sérstaka degi svona....þetta er skemmtileg saga að segja frá 

Hjördís Ásta, 19.9.2007 kl. 08:14

5 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

hvernig var svo skilnaðurinn....hefur hann fundið skokkana...hehe

Helgi Kristinn Jakobsson, 19.9.2007 kl. 08:29

6 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Gaman að lesa þetta, og þú manst eftir þessum degi.

Þórður Ingi Bjarnason, 19.9.2007 kl. 08:41

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.9.2007 kl. 09:00

8 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Gráhærða konan á myndinni virðist algjörlega brosa út í annað - átti það ekki að segja þér eitthvað.......?  Bara spyr.....

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 19.9.2007 kl. 09:00

9 Smámynd: Arna Einarsdóttir

 . . . hann minntist þó ekki á að koma við hjá skattinum á leiðinni heim . . . það gerðist á mínum brúðkaupsdegi!

Arna Einarsdóttir, 19.9.2007 kl. 09:35

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

OMG..er þetta tengdó á myndinni? Þessi sem er á svipinn eins og hún hafi étið úldinn fisk??
Eitthvað sem segir mér að hún hafi ekki alveg gert sér grein fyrir því hvað hún var að eignast fína tengdadóttir :):)

Heiða B. Heiðars, 19.9.2007 kl. 09:42

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það versta var, að  í taugaveiklun minni þegar ég fór með loforðið um skuldbindinguna fyrir framan blessaða konuna (sem brosti út í annað);.....þá í bókstaflegri merkingu GRÉT ÉG 'UR HLÁTRI....það var ekki skemmtilegt. Tárin bara láku, ég held að og vona að hún hafi haldið að ég hafi grátið af gleði.

Það var ekki af illkvittni, momentið var kómískt í meira lagi. Konan var svo punkturinn yfir I-ið....enn hún var yndisleg!

Brúðguminn skammaðist sín langt niður fyrir rassgat fyrir mig....og reyndi að þagga niður í mér með því að sparka hljóðlega i mig, svo lítið bæri á....þessum degi gleymi ég aldrei!

Vil taka það fram að hann hefur fundið sokkana og konu sem hæfir honum einsog flís við rass. Hann er vinur minn í dag og hefur alveg húmor fyrir mér.....enda vorum við sundur og saman í 13-14 ár.....nei nei, ekkert komið við hjá skattinum á leiðinni heim, enda borgaði hann hvorki skatta né gjöld

Heiða Þórðar, 19.9.2007 kl. 09:52

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nei Heiða, þetta er sú sem gaf okkur saman....(ert þú ekki að kveikja?)

Heiða Þórðar, 19.9.2007 kl. 09:54

13 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sko... ég veit hver hinn heppni er. En ég er ekki að kveikja á kjellu

Heiða B. Heiðars, 19.9.2007 kl. 10:00

14 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Var að heyra í auglýsingum á Bylgjunni að það sé í gangi pakkatilboð í Bónus; hjónabandssæla + skilnaður á 10% afslætti. Svo fylgir innrammaður kaupmáli frítt. Allir í Bónus! 

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 19.9.2007 kl. 10:04

15 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ég  hefði viljað vera fluga á vegg í þessu brúðkaupi, en kannski manni verði boðið í það næsta?

Georg Eiður Arnarson, 19.9.2007 kl. 10:05

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

OMG maður sem fer með kærustuna 16 eða 17 ára á live show á auvitað ekki að  gifta sig, hann á að sitja í fangelsi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2007 kl. 10:06

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða darling; ég vissi að þú vissir, afþví þú veist.....þessvegna hélt ég að þú vissir að þetta væri ekki hitti-fyrrverandi tengdó. Hélt þú vissir hver hún væri. (fullt af "vissir" bara)  Skiljú!......(þetta var svona prestur einhversskonar......sem gaf okkur saman......) ég held að við séum að flækja þetta eitthvað mín kæra.

Og einsog Jónína Sólborg segir; Koma svo allir í Bónus! (Jóhannes bíð eftir símtalinu....)

Blessaður vertu Georg; Fluga á vegg! þú þú hefðir viljað vera brúðguminn jólasveinninn þinn.....

Jenný darling, ég var örugglega 18....átti hund og allt saman..... 

Heiða Þórðar, 19.9.2007 kl. 10:18

18 Smámynd: Margrét M

þetta hefur verið dásamlegt samband hjá ykkur

Margrét M, 19.9.2007 kl. 10:29

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Elsku Heiða ég vona að þú hittir þann rétta og þú verðir hamingjusöm.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2007 kl. 10:30

20 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahaha ég skil! Nei.. ég veit ekkert um foreldra brúðgumans... svo ég muna allavega. En hann hlýtur að leiðrétta mig ef ég er að rugla...sem er auðvitað mjöööög svo ólíklegt :)

Heiða B. Heiðars, 19.9.2007 kl. 11:29

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Guðmundur minn kæri;, í hinu daglega lífi, er ég afar dagsfarsprúð! Hoppa ekki beint upp um alla veggi, uppá borðum rífandi utan af mér brandarana  ..... það kannski hoppar eitt og eitt svona óvart....en það gleður mig að þú skulir vera meðal bloggvina minna. Á móti virkar þú einsog vítamínsprauta á mig. Í alvöru!

Heiða; ég vona að hann sé ekki drullufúll þessi elska....;)

Heiða Þórðar, 19.9.2007 kl. 11:40

22 Smámynd: Ásgerður

Úppppps, Heiða  

En hann hefur nú alveg húmor þessi elska,,,allavega fyrir öðrum hehe

Ásgerður , 19.9.2007 kl. 12:23

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

.....jebbs, hann fyrirgefur mér vonandi, þar sem ég dásama fegurð hans!....já púff ég vona að hann verði búin að fá sér einn ískaldan áður en hann.....og ef hann kíkir við á síðuna.....spurning um að vara hann við?!

Heiða Þórðar, 19.9.2007 kl. 12:40

24 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Brúðkaup aldarinnar.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.9.2007 kl. 15:13

25 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Nei!! Ekki vara hann við!! Viss um að hann tryllist úr hlátri... svona um leið og hann verður búinn að jafna sig á sjokkinu:)

Heiða B. Heiðars, 19.9.2007 kl. 15:18

26 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ ég er búin að setja meira um lesblindu viltu kíkja og kvitta til að koma þessu inn í umræðuna..Fyrirfram þökk Solla. Svo er ég bara held ég að fá tíma til að fara að skoða blogg bloggvinana minn.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 16:44

27 Smámynd: www.zordis.com

Brúðgumi aldarinnar án efa ... fær mig til að hugsa um Ekki brúðguma aldarinnar sem bauð mér á sýningu í Þyskalandi og svo beint í leikfangabúð! 

kRæSt .... Er ekki lífið notalegt þegar það er eins og við viljum hafa það!

www.zordis.com, 19.9.2007 kl. 20:39

28 Smámynd: Heiða  Þórðar

...og ekki gleyma Zordis....brúði aldarinnar!

Heiða Þórðar, 19.9.2007 kl. 20:52

29 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Og hvað varð af Superman ?????

Halldór Sigurðsson, 19.9.2007 kl. 21:07

30 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

The image “file:///C:/Documents%20and%20Settings/Hlynur/My%20Documents/My%20Pictures/HJM/haha.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Hlynur Jón Michelsen, 19.9.2007 kl. 21:30

31 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Shitt. Eitthvað klikkaði hér...

Hlynur Jón Michelsen, 19.9.2007 kl. 21:32

32 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottur kassinn hans. Hann fékk vonandi að halda honum...........

lovjútúpíses

Hrönn Sigurðardóttir, 19.9.2007 kl. 22:11

33 Smámynd: Heiða  Þórðar

Halldór; Superman var að fljúga frá mér...mér skilst að hann hafi ætlað að koma við hjá þér! Er hann ekki komin? Kannski stoppaði hann einhversstaðar við á leiðinni....

Heiða Þórðar, 19.9.2007 kl. 23:59

34 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta gæti alveg verið í skáldsögu sem að einhverjir myndu lesa.

S.

Steingrímur Helgason, 20.9.2007 kl. 00:31

35 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 20.9.2007 kl. 00:55

36 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ertu viss um að þú hafir ekki verið á leiksýningu í Rauðu hverfunum í Amsterdam, minnir mig á svoleiðis staði.  Annars hefur þetta verið mega rússíbanareið með húsbandinu þessi ár. GOTT AÐ hafa góðan húmor fyrir liðinni veitleysu, það er eiginlega eina leiðin til að taka á henni.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.9.2007 kl. 14:35

37 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Geggjuð saga og ferlega skemmtilega skrifuð..gott að vota að það voru fleiri brúðkaup aldeilsi glötuð..ekki bara mitt. Það gæti ég hins vegar ekki skrifað um..kannski eftir hálfa öld.

Hann verður voða heppinn sá sem eignast þig fyrir konu..allavega hlýtur hann að verða mjööööööög langlífur

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband