Ekkert er viðbjóðslegra en karlmaður sem grætur....

...en eitt er víst, þeir koma í öllum útgáfum: Feitir, grannir, fitt og flottir. Hárprúðir, skollóttir, með kraga. Harðir og mjúkir. Stuttir, langir, harðir og linir. Dökkir, ljósir, rauðir og gulir. Vel lesnir og minna lesnir. Misgáfaðir. Misgóðir.

Það vakti mig til umhugsunar þegar ég var spurð; Heiða hvort viltu svona mjúkan mann eða harðan?

Hvað er hörð týpa?

Er það karlinn sem stjórnar á sínu heimili, þar sem konan er einsog "lúpa" negld og naglfest við eldavélina? Fær einstöku sinnum að að losa um til að stinga í eina og eina vél. Og ef heppninn er með henni. Fara niður að tjörn og grípa einsog eitt stk. önd í soðið.....

Er harða týpan þessi sem segir;

-í sundur með lappirnar kerling, ég vil fá að ríða núna! Prumpar svo framan í hana áður en hann snýr sér á hægri hliðina og byrjar að hrjóta?

Er harða týpan sá sem lemur kerlinguna sína til hlýðni. Kemur heim að vinnudegi loknum og það fyrsta sem hann segir, ólundarlega er; hvað er í matinn i kvöld?

Ef þetta er harða týpan þá hentar hún mér ekki.

Og mjúka týpan;

Eru það þessir undirgefnu, sem alltaf leyfa konunni að hafa síðusta orðið. Eru skoðanalausir með öllu og tekur aldrei afstöðu? Alltaf sammála síðasta ræðumanni. Brosir álkulega við hverju og einu og öllu? Er það mjúka týpan sem grætur við fætur manns með eitt eysta, á meðan maður lakkar á sér neglurnar?

Er það mjúka týpan sem skakk-lappast einhvernveginn og getur ekki tekið ákvörðun um hvað skal sjá í bíó, -þú ræður! mér er alveg sama....

Af hverju annars tvö eystu?, er ekki nóg 1. stk. eysta í 1. stk. pung?

Ef þetta er mjúka týpan þá hentar hún mér ekki heldur.

Ég elska alla menn, bara misjafnlega mikið... :)

"Ekkert er viðbjóðslegra en karlmaður sem grætur" er ekki frá mér komið og alls ekki mín skoðun. Veit einhver úr hvaða bók þessi setning kom? (Halldór Laxness).

Ef karlmaður grætur, þá fer ég yfirleitt að gráta líka.

Eru bara til tvær týpur af karlmönnum?

Mjúkur og harður.

Einhverjir tala um hinn gullna meðalveg...

En svo er það annað; las grein í blaði um daginn. Þar var fyrirspurnin til blaðamanns. Í sambandi við að gráta stundum eftir kynferðislega fullnægingu. Svarið var alls óviðunandi að mínu mati. Því mig langar að vita þetta líka. Vitiði afhverju? (fyrir vinkonu mín sko.....)

Annars vil ég hvorki "hörðu" eða "mjúku" eða "meðaltýpuna. Minn verður að vera alveg sérstakur! Og það er það eina sem ég veit með vissu. Annað sem ég veit með vissu er; hef ekki fundið hann enn og hann ekki mig.

Fullt af spurningum í kvöld bara.Wink

Helgin var nefnilega svo ógeðslega skemmtileg hjá mér, að ég tími ekki að deila henni með ykkur....not!

Að lokum, þá hringdi einn afar fær kennari í mig um helgina. Hann sagði eitthvað á þessa leið að Freud hefði sjálfsagt getað sálgreint mig. Hann les bloggið mitt.

Síðan spjall um daginn og veginn.

Áður en við kvöddumst þá segi ég glettnislega. Gefðu mér einkunn fyrir bloggið mitt. Frá 1-10.

Þögn. Ég beið.....og beið.

-sko þú færð allavega 9,5 fyrir stíl og húmor.....

-og (spurði ég.....)

-ekkert og neitt!...... sagði hann og flýtti sér að kveðja. Ég veit alveg hvað hann er að fara .......svo var það annar kennari sem ég ber vægast sagt mikla virðingu fyrir, hann skrifaði þetta í gestabókina mína í sumar;

Hæ "gamli" nemandi

Gaman að hitta eftirminnilega nemendur í þessum mér nýja heimi. Skemmtilegt að lesa pælingarnar hjá þér í morgun; það blæs aldeilis í þankapípunum hjá þér. Lesumst og skrifumst. Kær kveðja. Haukur Már

Haukur Már Haraldsson, fös. 22. júní 2007

Mér þótti mikið vænt um þetta comment frá Hauki Má.

Nú er maður að reyna að gera sitt besta til að lafa inni  í A-inu, hjá henni Hrönnslu minni/okkar (snemma í háttinn -árrisul í kjölfarið) .........er enn milli-beggja-blandari, einhvernveginn. Svona einhverskonar tvíblendingur. Milli tveggja heima. Föst.

Að lokum; sendi ég endurnar, sem ég veiddi á tjörninni til ykkar allra, með 1. stk. sæluviku til allra að njóta. Held einni fyrir sjálfa mig. 

Vinsamlegast staðfestið móttökuWinkog síðast en ekki síst, væri nú gaman að fá svör við þessum spurningum/pælingum.......

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Lokksins mynd sem maður getur sett upp á vegg.

Georg Eiður Arnarson, 16.9.2007 kl. 22:32

2 identicon

Mín persónulega skoðun og skilgreining á "hörðu" og "mjúku" körlunum er ekki alveg svona ýkt eins og þú nefndir það. Ég tel þá hörðu vera þannig að bisnessinn gengur fyrir, það er ekki ofbeldi endilega í gangi á heimilinu, það eru bara mjög ákveðnar reglur og sá harði lætur vita af þeim. Harði gaurinn grætur aldrei yfir kvikmyndum, því tár eru merki um aumingjaskap í hans huga. Harða týpan þvær sér ekki um hendurnar eftir að hafa farið á náðhúsið. Harða týpan hringir aldrei í dömurnar eftir að hafa sofið hjá þeim um helgina. Harða týpan er ekki tilfinningatýpa.

Mjúki maðurinn aftur á móti er fjölskyldumaður í húð og hár, allir eru jafnir á heimilinu hans og hann tekur jafnmikinn þátt í eldamennsku, uppþvotti og þvotti og þrifum eins og konan. Reglurnar á heimilinu ná jafnt yfir alla. Mjúki gaurinn grætur þegar hann vill og skammast sín ekkert fyrir það. Mjúki maðurinn kannski þvær sér ekki alltaf um hendurnar, en hann hugsar um hreinlætið miklu meira en sá harði. Mjúki maðurinn færi aldrei frá dömunni án þess að kveðja og þar er helgarsexið í miklum sáttum. Báðir aðilar ánægðir, ... hann hringir. Mjúki maðurinn er tilfinningatýpa en þarf ekki endilega að vera in overdrive í tilfinningum sko.

Ég er mjúkur maður en á eflaust hörð augnablik. Ég fór á Titanic með vinum mínum í janúar 1998 (við vorum fjórir) og þegar við stóðum upp undir lokin þá þerraði ég tárin og strákarnir hinir brostu við mér. Mér var sama, myndin náði til mín og til þeirra líka ... en bara ekki eins mikið.

Ég hef hins vegar aldrei farið að gráta eftir fullnægingu. Ég hef hlegið ... en ekki grátið. Get ekki skilið afhverju ... en þannig er það með manneskjuna - við erum svo ólík. Myndin Cry-Baby segir af töffara miklum (leiknum af Johnny Depp) ... hann bræddi hjarta aðalstelpunnar í myndinni en hann var röff týpa. Hann grét hins vegar einu söltu tári í hvert skipti sem eitthvað náði til hans.

Ergo: Töffarar gráta, aumingjar gera það ekki!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ánægður með myndina? Þakkaðu motta.blog.isvinsamleg ábending frá góðum bloggvini. En takk samt

Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 22:48

4 identicon

á maður semsagt að segja eitthvað gáfulegt hér við þessu...góðir karlkostir eru ekki þeir sömu og góðir kvenkostir?

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 23:10

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Doddi; þú er í fáum orðum;snillingur :)

og Axel; fær maður ekkert gáfulegra en þetta frá þér.  Nei bara datt það svona í hug afþví að ég er að steikja mér hamborgara.......;)

Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 23:52

6 identicon

var að borða pulsu með öllu nema hráum og því annars hugar.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 23:55

7 Smámynd: Brattur

... Heiða þú ert í ham... veit ekki svarið við mjúka og harða manninum... held þetta sé fyrst og fremst spurning að vera ekkert að rembast... vera bara eins og maður er... og svo er bara spurningin hvort einhver vill mann svoleiðs...

Brattur, 16.9.2007 kl. 23:56

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

...er ég í ham? nei, sit hérna alveg sallaróleg að borða hamborgara með beikoni, osti, og sveppum og barbeque-sósu...... Vá! þú vilt ekki sjá mig í ham

....Axel, einbeita sér, gefa allt í það sem þú ert að gera. En þú ert allavega með eitt að hreinu. Þú einsog kynbræður þínir geta bara gert einn hlut í einu....;) þér er hér með fyrirgefið...

Heiða Þórðar, 17.9.2007 kl. 00:06

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 00:29

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er alveg glerharður karlmaður keðjaður við eldavélina á mínu heimili !

Nei, ég stjórna alveg því á mínu heimili sem að konur mínar leyfa mér að stjórna, þegar ég vil, & þegar þær eru ekki heima.

Sundur með lappir, halló, erum við einhverjir selir, hreyfðu hreifana ?

Kommón...

Ég lem ekki mínar konur, nema þegar ég er beðinn virkilega fallega, þá spánka ég smotterí, en það þarf að tæla mig til þess.

Konur mína fá alltaf að hafa síðasta orðið, enda er ég oftast sofnaður yfir röflinu í þeim á olíu.  (710 á hvolfi).

Já, & þetta með eistun & hrútspúngana, kví hafa konur tvö brjóst, dona annars ?

Sannir karlmenn þora að gráta eftir aðstæðum & ástæðum, drengir & konur yfir bíómyndum...

Þessi kvengreiníng á einhverjum staðaltíbum...

Le Piff.

S.

Steingrímur Helgason, 17.9.2007 kl. 00:42

11 identicon

ég allvega hugsaði aðeins á meðan ég hamraði á lyklaborðið, borðaði pulsu, var annars hugar, skimaði í kringum mig að kveikjara, horfði á endursýningu á Kastljósinu, hélt í mér þvaginu og kissti dóttur mína góða nótt. Já sko mig.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 00:42

12 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Góð færsla hjá þér. Mér leiðast allar flokkanir og ákveðnar ímyndir sem sumt fólk rembist við að passa inní. Við erum öll svo misjöfn, karlmenn og konur. Mér finnst mestu máli skipta að fólk sé það sjálft, sé heiðarlegt gagnvart sjálfu sér og öðru.

Minn maður mætti alveg hágráta ef hann vildi, enda er það hin fínasta útrás :)

Thelma Ásdísardóttir, 17.9.2007 kl. 00:46

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Steingrímur; Orðlaus :)

Axel; Þú lýgur þessu helvískur.....;) hélt þú værir hættur að reykja.

Thelma; Innilega, innilega sammála. Þoli ekki svona dálka-flokka "eitthvað system" og ímyndir sem fólk er troðið í.  og öllu hinu....veit ekki samt hvort mig langi að sjá manninn þinn hágráta :)....

Heiða Þórðar, 17.9.2007 kl. 00:52

14 identicon

Rétt svar er:

Vertu þú sjálfur

Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt.
Vertu þú sjálfur, eins og þú ert.
Láttu það flakka, dansaðu í vindinum.
Faðmaðu heiminn, elskaðu.
Farðu alla leið.
Va-bam-a-lú-ma-ba-ba-bei.
Farðu alla leið,
allt til enda, alla leið.
Vertu þú, þú sjálfur.
Gerðu það sem þú vilt.
Jamm og jive og sveifla.
Honky tonk og hnykkurinn.
Farðu alla leið ...

       (SSSól)

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 00:54

15 identicon

datt í prógrammið "smoke your self thin"

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 00:55

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góður

Heiða Þórðar, 17.9.2007 kl. 01:00

17 identicon

já maður getur orðið andlega veikur þegar valkostirnir eru um að reykja eða að fá sér hamborgara.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 01:05

18 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Takk fyrir öndina og sæluvikuna Heiða mín. Hlakka til að njóta hennar . Veit reyndar ekki hvað ég á að segja varandi karlmenn. Þeir eru yndislegir, en misjafnir eins og þeir eru margir. Mjúkir eða harðir??...veit ekki...kannski er rétt blanda bara málið?

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 17.9.2007 kl. 08:06

19 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Mér finnst ekki passa að skipta konum og körlum í flokka.  Í mínu tilfelli þá er ég yfirleitt spurður hvað sé í matinn,  ég elda oftast konan stundum.  Við sjáum bæði um börnin. Svo svona flokkun passar mér allavega ekki.

Þórður Ingi Bjarnason, 17.9.2007 kl. 09:06

20 Smámynd: Margrét M

mjúka eða harða týpan .. hugs ... þarf það endilegaað vera mjúka eða harða.

 Minn heittelskaði er hvorki harða né mjúka týpan, ég fann hann alveg óvart fyrir nokkrum árum eða réttara sagt við fundum hvort annað hann er bara einstakur.

Hef ekki orðið vör við grát eftir fullnægingu held líka að það væri ekki mjúkur maður sem mundi grát eftir fullnægingu, það væri frekar svona afar viðkvæmur maður með ekkert sjálfsálit .. held  þetta bara ... veit annars svo sem ekkert um þetta  ..

Takk fyrir öndina annars , bíð þér þá í mat ef ég matreiði öndina og græja sósu með ..

Margrét M, 17.9.2007 kl. 10:18

21 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Má hann vera bæði??!! Obbolítið mjúkur og obbolítið harður, svona svipað og ég.....

Hef ekki hugmynd um hver sagði að ekkert væri viðbjóðslegra en karlmaður sem grætur!

Öndin var að þorna upp hjá mér, það tollir ekkert vatn í sturtunni vegna þess að tappinn er bilaður, þannig að hún fékk að koma með okkur upp með á í dagrenningu og fá sér sundsprett á ánni. Hún er þar enn og biður kærlega að heilsa.........

Það var Jónas sem samdi það? Bið að heilsa.... ?

Sef í hurðinni

 Smjúts

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 10:49

22 Smámynd: Heiða  Þórðar

Erla; bland og eitthvað alveg sérstakt..vissulega eru þeir yndislegir...misjafnlega yndislegir, en yndislegir samt.

Þórður; góður!

Guðjón; einstakir, rétt einsog snjókornin....

Margrét; grátur eftir fullnægingu gæti verið t.d. losun e/spennu ? (læt vita þegar ég hef komist að því...haha.) held það hafi lítið með sjálfsálit að gera eða viðkvæmni, hvorki hjá konum eða körlum.

....og matarboðið er hvenær?....;)ekki gleyma kartöflum og meðlæti. ;)

Heiða Þórðar, 17.9.2007 kl. 10:51

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku Hrönn; ég kom en var aðeins og sein og þú löngu sofnuð.....reyni aftur í kvöld.

Ekkert er viðbjóðslegra en maður sem grætur kemur úr; Vefarinn mikli frá Kasmír - Jófríður (Laxnes.....)

ég var svo viss um að þú kæmir með þetta! ;) (stórt hjarta fylgdi öndinni, skilaði það sér? ;)

Heiða Þórðar, 17.9.2007 kl. 10:56

24 Smámynd: Margrét M

það gæti líka verið Heiða, ég er auddað ekki að segja að karmenn eigi ekki að gráta því sannir karlemnn geta grátið , ekki gleyma að segja okkur ef þú kemst að þessu einhverntíman .. ..

 matarboðið já. ekki væri hægt að geyma meðlæti og kartöflum eða grjónum .. þegar öndin er búin að jafna sig á að ég standi á öndinni þessa dagana og fólk er búið að troða nógu miklu brauð í öndina þá getum við borðað hana.

Margrét M, 17.9.2007 kl. 11:03

25 Smámynd: Hjördís Ásta

Einhver tíma spurði bróðir minn mig hvers konar karlmann ég myndi vilja og þá nottlega fór ég að telja upp......

hann má vera sætur...eeen kannski ekkert of sætur því að...., hann þarf að vera góður eeeen ekki of góður þannig að hann verði eitthvað pirrandi þannig að...., hann þarf að vera töffari eeen ekki of mikill töffari svo að......úff...

Já you get the picture....það var sama hvað ég taldi upp það þurfti alltaf að koma einhverjar hellings ástæður fyrir því "hvernig" töffari og "hvernig" góður. Það verður kannski bara að vera meðalvegurinn...en eitt vissi ég alveg fyrir víst....það verður að vera einhver sem að kemur mér til að hlægja....ef að fólk getur ekki helgið saman hvað gerir það þá?

En annars verð ég að segja fyrir sjálfa mig að ég veit nú ekki hvernig ég myndi bregðast við ef það kæmi eitthvað táraflóð upp í rúmi....kannski maður komist að því einhver daginn en það hefur ekki komið fyrir ennþá...we will see 

Hjördís Ásta, 17.9.2007 kl. 12:35

26 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Minn karl er bæði mjúkur og harður en ég hef aldrei séð hann gráta. Má þetta vera svona.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.9.2007 kl. 12:44

27 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert yndislegur penni. Mér finnst góð skilgreining hjá Bratti, vertu þú sjálfur og vittu svo bara til hvort einhver vill þig þannig. Ég ætla að fá mér banana og skríða uppí.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 12:54

28 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hjördís; frábærar lýsingar...í sambandi við táraflóðið, þá er þetta ekki óalgengt, kemur bæði upp hjá konum og körlum! Hvar er Ingibjörg kynfærðingur núna??

Kristín Katla; já þetta má alveg vera allaveganna, elskan mín góða. Finnst samt alveg eðliegt að karmenn gráti sko.

Ásdís; takk elskan. Og svo ertu dóni....kannski ekki, hvenær sem er, á hvaða tíma sem er..alltaf leyfilegt að skríðaí bólið með banana....meira að segja tvo (broskarl)

Heiða Þórðar, 17.9.2007 kl. 13:26

29 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það er spurning hvað hún gerir með banana í bólið. 

Þórður Ingi Bjarnason, 17.9.2007 kl. 13:36

30 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað getur kona sagt þegar um er að ræða karlmenn, en hér verður ekki þverfótað fyrir þeim, no comment

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2007 kl. 16:15

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minn maður er bæði harður og mjúkur, á réttum stöðum.  Þ.e. hann er iðnaðarmaður og sterkbyggður, en er svo í bæði kór og lúðrasveit, og þar fær hans listræni þáttur að njóta sín.  Núna er hann að róa á kajak.  Minn maður sem sagt.  En takk fyrir fuglinn og sæluhelgina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2007 kl. 18:38

32 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

Athyglisverðar pælingar hjá þér. Samkvæmt nýjustu mælingum þá fremja fleiri karlmenn sjálfsvíg í kjölfar skilnaðar en konur, það ætti kannski að segja hvar staða karlmannsins er í dag. Ég held að það sé ekki til neitt sem heitir “hörð týpa” og “mjúk týpa” menn er bara það sem þeir eru. Það er ansi erfitt að vera karlmaður í dag...hehe .. maður á að líta út eins og Brat Pitt, þéna jafn mikið og Jón Ásgeir, setja í þvottavél, brosa og vera góður.  Alla vega þá hefur karlmaður sem er 20 kílóum of þungur (og þó að hann mundi grenna sig, og vera sætur), vinnur í Bónus, ekur um á gamalli Hondu, ekki séns í sætu konuna sem er nýbúinn að klára háskólann.  Hins vegar ef við snúum þessu upp á konur þá held ég að það sé sama upp á teningum, þær þurfa líka að hlaupa eftir einhverjum ákveðnum staðalímyndum til að hafa einhvern séns..ENN!  kvenfólk hefur þetta eina sem ræður ansi miklu, að ef að hún er sæt þá getur hún oft sleppt metnaðinum og oft er það fjárhaldslegt öryggi sem þær leita eftir (corret me if im wrong)  Þannig að sæta stelpan sem vinnur í Bónus er kannski að deita einhvern karlmann sem er þokkalega vel staddur í lífinu.  Annars hef ég kynnst allskonar kvennfólki og karlmönnum í gegnum tíðina og alltaf kemur fólk mér á óvart þegar það fellur ekki undir þá staðalímynd sem maður hefur gefið sér fyrirfram, t.d sá ég mjög fallegan kvenmann keyra trukk í dag....og ég hugsaði, hvað ætli maðurinn hennar geri!?

 

Ps. ber virðingu fyrir fólki sem vinnur í Bónus.

Helgi Kristinn Jakobsson, 17.9.2007 kl. 20:04

33 Smámynd: Þröstur Unnar

Helvítis öndin.......hún slapp.

Karlmenn dansa ekki, og grenja ekki eftir fullnægjingu. Karlmenn knúsa ekki aðra karla og segja ekki "smjúts".

Trukkalessur geta líka eldað.

Þröstur Unnar, 17.9.2007 kl. 20:47

34 Smámynd: www.zordis.com

Ég stend á öndinni ... TAKK  Oooooooog ég býð þér í Peking Önd þegar þú kemur í heimsókn!

Karl eða Kona .... Mannvera eða Persóna .... Líkur sækir líkan heim, með pyngjuna úttröðna eða tóma.  Meikar ekki diff ef græjurnar passa

www.zordis.com, 17.9.2007 kl. 21:00

35 Smámynd: Hugarfluga

Meðalvegurinn er vandrataður.  Eflaust erfitt að vera maðurinn sem ber fast í borðið og segist vera húsbóndi á sínu heimili, vælir svo yfir að hafa meitt sig, biður konuna að kyssa á báttið, segist ekki þurfa neinn helvítis plástur en bætir því svo við að það sé í lagi ef það sé Barbieplástur og spyr svo: "Hvað er í matinn, kjelling?" en er svo "alveg sama" þegar hún spyr hvort hann vilji slátur eða sushi.

Eða hvað?

Hugarfluga, 17.9.2007 kl. 22:07

36 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Minn eldar en grætur ekki .....

Flott hjá þér stelpa ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 17.9.2007 kl. 22:59

37 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ekta karlmaður er starfsamur og traustur. Hann er jákvæður og hjálpsamur. Ákafur þegar það á við, kann að stjórna tilfinningum sínum. Þykir vænt um konur og börn og lifir ekki fyrir sjálfan sig. Ekta maður er ekki grátgjarn og ekki reiðigjarn, en stoltur og þolinn. Sanngjarn við félaga sína. Þrætir ekki við konur heldur elskar þær. Talar gott mál og er glaðlegur. Getur lyft fimmtíu kílóum og gengið með þau 50 metra. Stekkur hæð sína. Þetta er maður.

Guðmundur Pálsson, 17.9.2007 kl. 23:23

38 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég tel Guðmund Pálson hér vera nokkuð nærri því með greinínguna á hreinu.

Þá vitiðiða.....

S.

Steingrímur Helgason, 17.9.2007 kl. 23:30

39 Smámynd: Þröstur Unnar

Hefurðu séð hann Gummi Páls?

Þröstur Unnar, 17.9.2007 kl. 23:37

40 Smámynd: Jens Guð

  Ég ætla ekki að fara langt inn í þessa ágætu umræðu.  Vil þess í stað benda á að lýsingarorð sem enda á an hafa ekki tvö n.  Mjúkan,  harðan skulum við hafa það.    Ekkert illa meint.  Bara smá ábending upp á seinni tíma umræðu frá gömlum prófarkalesara.

Jens Guð, 18.9.2007 kl. 00:21

41 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Ég er mjúkur inn við beinið en líkamlega harður...! 

Garðar Valur Hallfreðsson, 18.9.2007 kl. 08:36

42 identicon

Ég held að karlmenn séu að mýkjast.

Ég er mýkri en pabbi og pabbi er mýkri en afi.

Er það ekki hreinlega afleiðing af því hve þjóðfélagið hefur breyst.

Hlutverk mitt í lífinu er ekki það sama og afa.

 Hlutverk mitt í lífinu er mun "kvenlegra" (lesist mýkra) en ég á samt að vera harður þegar það á við.

Harður - Mjúkur skiptir það máli ef fólk fylgir sínum innri manni?

Ég held ekki. 

Freyr (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband