Ég er virkur fíkill með þráhyggju og áráttu...

... og ljósið logar enn og fiðrildið flögrar um....

Ég opinbera það hér með fyrir þjóðinni allri, að ég er virkur fíkill. Ástfanginn, virkur fíkill meira að segja. Með þráhyggju og áráttueinkenni á mjög háu stigi. Mér er vart hugað líf. 

Ég er á góðri leið með að ávinna mér geðsýki....

Ég fel dópið fyrir sjálfri mér útum alla íbúð, þegar ég er "out of it". Ég finn það alltaf. Þetta er svakalegt ástand og ég fell alltaf aftur í sama skítapitinn. En ekkert gengur! Ég er við það að gefast upp! Fjölskyldan er búin að gefast upp á mér.

Hef leitað margra leiða, til hjálpar, án árangus. Alltaf fell ég aftur og aftur og aftur....

....ég er í raun búin að sætta mig við að ég dey við þetta ástand. Hef enga löngun til að hætta.

Ég er núna í vímu! Og ég skammast mín ekkert fyrir það!

....þessi fíkn mín, þráhyggja, og ást er á; tónlist Bubba Morthens.....

Get ekki vanið af mig því að hlusta á hann, maðurinn er snillingur! ....og ég er að hlusta á diskinn núna.....og er "high on live" !

Sem minnir mig auðvitað á eitt: gat nú veriðLoL (skal reyna að vera  stuttorð).

Það er þetta með að bera virðingu fyrir fólki, öllu fólki. Bera virðingu fyrir því sem einfaldlega lifir. Og dæma ekki...

Hljómlistamenn og annað þekkt fólk í þjóðfélaginu, er ýmist upphafið langt fyrir ofan skýin. Um leið og skotleyfi er gefið á þá,  og þeir dregnir niður í svaðið. Og allt þar á milli. Á bakvið hverja einustu kennitölu er manneskja með tilfinningar. Skilnaðir prýða gjarnan forsíður...mynd af pari rifin í sundur...og flennistórt letrið öskrar á mann; SKILINN....eða eitthvað álíka æsandi og spennandi. Þið þekkið þetta öll.

Sko....og það áður en fjölskylda, börn og vinir hafa fengið vitneskju um skilnaði t.d.......(þekki slík dæmi)

.... slúðurblöðin; Séð og Heyrt og fl....og þá aðallega  DV sem ég myndi persónulega ekki nota sem skeinipappír, standa sig vel í þessari deildinni! Af tíu mögulegum; 11.

Og þetta með að dæma fólk. Er ekki málið að slaka aðeins á tauginni. Þessari litlu linu, stuttu þarna?

Ég hef alveg keypt þessi  blöð sjálf, fullt af af þeim. En er fyrir löngu hætt að styrkja vont málefni....en þau seljast. Rokseljast....

.....svo eru það illa rætnar kjaftasögur og allskonar annað blaður, manna á milli.....ojbarasta!

Á árunum 1991-1992,  var ég framkvæmdarstjóri á veitingastað í Keflavík, staðurinn hét Edenborg. Pöbb á virkum dögum. Böll um helgar. Trúbadorkvöld á fimmtudagskvöldum.

Aðalsamkeppnisaðilinn var svokallað KK (Karlakór Keflavíkur). ....og svo má ekki gleyma Ránni, sú eina eftirlifandi af þessum þremur.....en Vibbi karlinn er klár í business......það vita þeir sem til þekkja...

Ég var ung, rúmlega tvítug og þessu tímabili og þessari reynslu gleymi ég aldrei. Og kem alltaf til með að búa að. Ábyrgðin var mikil, vinnan mikil, ég ung og frekar saklaus.... en þetta var endalaust skemmtilegt.

Ari Bryjnar sonur minn var 2-3 ára. Ég ætla nú ekki að fara að segja einhverjar sögur hérna en....bókin kemur út núna fyrir næstu jól.

Til þess að fá húsfylli.... þurfti auðvitað vinsælustu hljómsveitirnar til að spila.

Heitustu böndin voru á þessum árum;Sálin, Sólin, Stjórnin, Todmobil, Nýdönsk, GCD  og fl. Bubbi kom sterkastur inn sem trúbador á fimmtudagskvöldum. Það klikkaði ekki í eitt einasta sinn, að ekki væri húsfyllir. Þegar bæði hljómsveitirnar sem ég nefndi og Bubbi spiluðu. Allir fengu sitt. Allir voru sáttir.

Rígur var á milli okkar Edenborgar- og  KK-manna.....en fer heldur ekkert nánar út í það (jólabókin í ár)......en ég fór nú samt alveg yfir og kíkti sko. Í KK.....þegar Stjórnin var að spila. Var aðdáandi nr:2!

Ég játa hér með á mig framhjáhald. Verð varla rekin úr þessu.....vegna vanrækslu í starfi. En ég átti auðvitað að vera hinumegin að vinna.

Ég kynntist mörgu af þessu ágæta listafólki og komst af ýmsu athyglisverður; Til dæmis er á bak við hvert nafn, er bunki af tilfinningum, kostir og gallar...."ups/downs"...... og oftast fjölskyldur og börn. Hús, bíll og afborganir. Og ekki síst eitt stk. bara ósköp venjuleg manneskja.

Einsog gengur í samskiptum, kunni ég betur við aðra en suma. Einsog gengur..... sumum finnst ég ekkert endilega sérlega spennandi kostur til að vera í samvistum við. Ég lýg náttúrlega alveg blákalt enda koluð á mér tungan.  Hefur auðvitað aldrei skeð.....en ég bíð og vona......

....þeir sem standa upp úr í minningunni, eru; KK (Kristján Kristjánsson) Maggi Kjartans, og Helgi Björnsson úr Síðan skein Sól og fleirri sem ég nenni ekki að tíunda.....og auðvitað Bubbi. Helgi er sigurvegarinn  í minningarbrotunum.....Bubbi líka en á annan hátt.

Eitt kvöldið eftir að ég hafði afhent honum þúsundkallana á skrifstofunni, þá réttir hann mér eitthvað.

Þetta var sígarettuálpappír, sem á stóð;

Kæra Heiða, þú ert góð stelpa. Þetta gildir sem boðsmiði á Dýrin í Hálsaskógi. Megi Sólin ávallt skína í lífi þínu... og svo fékk ég broskarl, og undirsskrift. Ég klökknaði...

Miðinn er fyrir löngu týndur, enda hef ég flutt oft á minni ævi síðan. Endanna á milli. Og allsstaðar þar á milli.

En orðin lifa með mér og geymi ég þau í hjartanu.

Ég þyrfti að minna mig á þetta reglulega...kannski skrifa ég þau á miða og hengi á tölvuna mína....orðin; góð stelpa og sólina og lífið . Bæti svo einhverju við . Og skrifa undir; Heiða Þórðar...

Það þarf ekki að kosta krónu að gleðja eina sál. Bros, fallega kveðju, falleg orð, hvatningu og og og ...

Undir mitt starf féll ma. einsog ég minntist á að ofan, að gera upp við hljómsveitarmeðlimi þegar kvöldið hafði runnið sitt skeið.

Og ég man að ég hræddist alltaf Bubba, fannst hann hrokafullur og frekur.....ég er virkilega þakklát þeim ...sem kynnti mig fyrir Bubba upp á nýtt.  í gegnum tónlist Bubba, sem hefur fært mér óneitanlega mikla gleði.

Ég einfaldlega elska Bubba. Og ég ætla að viðhalda fíkn minni.

Góða nótt kæru vinirHeart ég fékk inngöngu í A-hópinn. Hrönn verður í dyrunum. Ég þarf að standa mig vel. Ætla að lesa núna rækilega yfir efnið. Er ákveðin í að ná þessu prófi í fyrstu tilraun.  Ef ég fell, nú þá er bara að reyna aftur og aftur og aftur.......gefast aldrei upp...og brosa!Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flott færsla og hver elskar ekki Bubba?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.9.2007 kl. 00:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.. er ekki "Bubbísk" en er alveg glöð með að aðrir séu það.  Til hamingju með það Heiða mín.

Takk fyrir færslu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2007 kl. 00:33

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Ekki bubba - hlustaðu frekar á þessa snillinga

Halldór Sigurðsson, 16.9.2007 kl. 01:14

4 identicon

Bubbinn klikkaði aldrei. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 01:19

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Fer ég ekki rétt með staðreyndi s.s. ártöl, vinsældir og.sfrv.....Jói minn? Þú varst nú yfirdyravörðurinn á staðnum....góðir tímar.Stalst þú yfir í KK? Það er komin tími á kaffibolla....verðum í bandi.

Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 01:57

6 identicon

Ég stalst ekki yfir til KK.  Fór niður með skipinu eins og sannur yfirdyravörður. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 07:22

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Bubbi er góður, og þú líka Heiða Þú ættir kannski að spjalla á Gresssan PS,panta hér með jólabókina í ár,: Heiða í blíðu og stríðu

Georg Eiður Arnarson, 16.9.2007 kl. 08:44

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert ágætur og hér með komin á biðlista (Botnlaus hamingja og blússandi blómi) Langur titill, en þú þekkir aðeins til minna verka

Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 09:45

9 Smámynd: Margrét M

ég er einlægur Bubbatónlistar aðdáandi líka og á ekki ófáa diska með honum sem við hjónin hlustum óspart á sérstaklega í löngum ökuferðum en undarlegt er að vinir okkar eru margir ekki miklir Bubba aðdáendur ...

Margrét M, 16.9.2007 kl. 09:53

10 Smámynd: www.zordis.com

Margir góðir slagarar hafa komið frá Bubbaling  er hrifnust af rólegu lögunum hans .....

Ég var á tónleikum hjá honum á stað úti á landi þar sem léttlyndar konur og graðir hásetar voru heldur betur hávær!!!!  Bubbi stóð upp, pakkaði græjunni og kvaddi.  Held hann hafi ekki spilað síðan í þessu eitraða sjávarplássi .......

Smúts á þig Næturkona!

www.zordis.com, 16.9.2007 kl. 10:13

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Bubbi er góður, hef alltaf ætlað að eignast disk með honum en aldrei látið verða af því - hef farið á eina tónleika með honum og þeir voru frábærir. En afhverju kaupi ég ekki disk með Bubba?

Edda Agnarsdóttir, 16.9.2007 kl. 10:23

12 Smámynd: Ásgerður

Bubbi er yndi,,,það er ekki hægt að fá leið á honum,,,það er bara þannig.

Ásgerður , 16.9.2007 kl. 10:48

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú og Bubbi eruð bæði góð. Hlusta oft á Bubba og finnst hann alltaf jafngóður. Alveg eins og ég les þig oft og finnst þú alltaf góð.....

Frábærar myndir í albúminu þínu og ég skil vel að þú haldir upp á þessa mynd af stelpuskottinu. Hún er yndisleg!

Ég verð í dyrunum eins lengi og með þarf - broskall -

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 10:54

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég elska að lesa færslurnar þínar Heiða mín.  Þú er bara einfaldlega skemmtileg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.9.2007 kl. 10:55

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sammála Zordis; það eru einmitt rólegu lögin hans sem heilla mig mest....Hrönnsla ég kom, en aðeins of seint....geri aðra tilraun í nótt darling.....Edda; mæli hiklaust með bubbaást-disknum.....Ásgerður; ILY; Ásthildur...búin að senda á þig eitt stórt hjarta á fyrsta farrými, ætti að vera rétt ókomið. Taktu því opnum örmum.....

Til ykkar allra eitt stórt og feitt....njótið!

Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 11:08

16 identicon

Takk fyrir vina-boðið, sem ég samþykkti undir eins, og takk fyrir kommentið þitt hjá mér. 

Ég er ekki mesta Bubba-fan í heimi, en við hljótum að geta horft fram hjá því í okkar samskiptum hér á bloggheimum, er það ekki?

Kærar kveðjur frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 14:04

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ekki spurning Doddi og kærar kveðjur sömuleiðs til þín og þinna frá Reykjavík

Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 14:30

18 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ef þú vilt komast yfir þessa áráttu Heiða mín, komdu þá í heimsókn til mín;)

Getur leitað þig rænulausa af Bubba-lögum hérna .... án árangurs! Bubbi kemur ekki inn fyrir dyr hjá mér. Þoli hann ekki :)

Þú ert miklu skemmtilegri 

Heiða B. Heiðars, 16.9.2007 kl. 15:24

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Bubbi er ágætur en er orði hálf leið á honum í bili. Eigðu gott kvöld Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.9.2007 kl. 17:19

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða, veit ekki hvort það er eitthvað complement að vera miklu skemmtilegri....en einhver sem þér finnst svona ömurlega leiðinlegur....en takk samt. Mannstu ekkert eftir Edenborgar-KK tímabilinu.....eða ertu svona miklu, miklu eldri en ég? Í hvoru liðinu varstu?

Sömuleiðis Kristín Katla

Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 17:42

21 Smámynd: Þröstur Unnar

You have got mail...........

Þröstur Unnar, 16.9.2007 kl. 19:34

22 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært blogg, þér hlýtur að ganga vel að skrifa jólabókina??  kær kveðja og BUbbi er flottur.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 21:30

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk Þröstur, en þetta er bara til bráðabirgða, er alls ekki sátt!

Guðmundur; OMG, þú setur á mig pressu....takk takk og aftur takk.

Ásdís elskan; jólin 2010 í síðasta lagi, sendi þér áritað eintak að gjöf. Lofa.......

Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 21:53

24 Smámynd: Þröstur Unnar

Ekki málið Heiða. Þetta var nú bara smá hugdetta hjá mér.

Þröstur Unnar, 16.9.2007 kl. 22:03

25 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Edinborgar;)

Flott mynd 

Heiða B. Heiðars, 16.9.2007 kl. 22:56

26 Smámynd: Heiða  Þórðar

Klassagella, einsog allar aðrar Heiður! ;)

Heiða Þórðar, 16.9.2007 kl. 23:44

27 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér náttla leiðast ekkert Bubbar eða Búbbar eða Teletubbís.   Ásbjörninn er alveg ágætur, en mér finnst svo sem að hann sé nú alveg nægilega mærður yfirleitt.

KK er hins vegar of vanmærð snilld.

Þeir eiga það sameiginlegt að spila gömul róleg lög eftir aðra vel.  Kristján sýnu betur.

S.

Steingrímur Helgason, 17.9.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband