Djöfull er hún flott þessi maður!

Haustin eru æðisleg....rigningin æðisleg!

Ekki kannski fyrir útlitið fyrir þær konur, sem ekki er skítsama um hvernig þær líta út.

Þ.e. með maskarann niður á kinn. O.sfrv.

Vatnsheldur maskari; snilldaruppfinning! Meiri snilld en sjálf fjarstýring.....og ljósaperan.

Til samans.

Ég þurfti að fara á pósthúsið bæði í gær og í dag sem er ekki til frásögur færandi nema fyrir það eitt, að sú sem þar vinnur er afar fúl! Alltaf! Ég fer samt alltaf á sama pósthúsið.

Í dag fór ég með smá böggul, hún lítur á hann og hrækir framan í mig;

-Hann er rennandi blautur!

-Já, veistu það er bara mígandi rigning....og svona skeður þetta bara...(mjög elskuleg og brosti blítt, staðráðin í því að svara ekki í sömu mynd, en hafði gert það deginum áður)

Það var ekki auðvelt en ég stóðst það.

1-0 fyrir mér!

Svo bætti ég við;

-Heyrðu viltu vera svo góð að hefta þetta saman? Náði ekki alveg að loka umslaginu (brosti)

-Við notum ekki hefti á póstinum....(hryssinsleg sem fyrr..)

-Nú nú, þú límir þetta þá bara, er það ekki?....(brosti brosti brosti....elskuleg elskuleg elskulegri)

-LÍMA! Þetta er rennblautt! (alveg mjög örg)

Ég talaði til hennar einsog hún væri óþægur krakki, en hún er sjálfsagt rúmlega fimmtug. (Og ekki en búin að læra hvernig koma á fram við fólk......allavega fékk hún enga þjónustulund með í vöggugjöfina sína).

-Svona, svona, við gerum bara svona,. segi ég (ég bretti upp á umslagið) og hún límdi. Og ég brosti. Hún brosti ekki.

Ég greiddi fyrir sendinguna.....og sagði að lokum frekar hátt;

-Þakka þér kærlega fyrir frábæra þjónustu! Þú stendur þig vel í starfi!

Svo brosti ég helmingi meira og hærra,  labbaði í burtu, sigri hrósandi fyrir það eitt að láta hana ekki koma mér úr jafnvægi þennan daginn. Og detta niður á hennar plan.

Þegar ég leit við og sá að þeir sem höfðu beðið í röð, brostu út í annað, einn blikkaði mig meira að segja, hlýnaði mér pínu í hjartanu.

Viðskipti mín við þessa  blessuðu konu, ekki bara við mig heldur alla, eru á þennan veginn.

 Þ.e. Hún er afar ókurteis og dónaleg....

Ekki dettur mér samt í hug að skipta um pósthús.

Talandi um haustin.

Hvað er betra en að kúra í sófanum, með heitt súkkulaði, nammi og popp í skál. 

Kannski elsku sér við hlið. Finna nána snertinguna undir teppinu, kíkja í augu hvors annars af og til. Og brosa hlýtt. Finna nærveru. Kannski kela smá...

Hlusta á rigninguna berja rúðurnar fyrir utan. Rokið lemja allt brjóta og bramla.

Og kyssast af og til....

Lesa kannski góða bók.

Lesa fyrir hvort annað. Hlusta á fallega tónlist. Að ógleymdum kertaljósunum.

Það er fátt sem jafnast á við haustin. Það er fátt sem jafnast á við svona moment.

Því hver árstíð hefur svo sannarlega sinn sjarma.

Svo það, að horfa á góða mynd saman. Og hlæja. Það er gott að hlæja.

En svo er náttúrulega algjört turn off (ég trúi því ekki að ég sé sú eina sem hef lent í því....commenta svo stelpur/strákar! )

Þegar elskan í lifi þínu sem þú kúrir hjá undir teppinu segir;

VÁ. Mikið djöfull er hún flott þessi! (einhver sem hann sér í sjónvarpinu...)

Eða; Mér hefur alltaf þótt þessi svo falleg. Svei mér, ef þetta er ekki bara fallegasta kona á Íslandi!

Lítur á mann og segir svo;

-Finnst þér það ekki?

Mér verður allavega svarafátt undir þessum kringumstæðum. Og finnst þetta ekkert sérlega þægilegt svona persónulega.

Verð ekki beint svona yfir mig æst og fæ standpínu. Það er alveg á hreinu.

Nei mér finnst þetta yfirmáta hallærislegt!!!

Það er von mín að menn sem er komnir yfir svona jaaa.....við skulum segja 14 ára.  Sjái og viti og hafi þroska og vit til að greina á milli þess að sumt segir maður einfaldlega ekki. Heldur hugsar bara.

Fólki er frjálst að hugsa....en stundum þegir maður einfaldlega.

Að lokum þetta í framhaldi fyrri blogga minna;

Núna er góður tími til að ferðast, hvort sem það er í raun og veru eða í draumum þínum. Hvert langar þig helst að fara?

Blaðið 12. sept 2007 - Vatnsberinn)

Þá er það spurningin; Hvert langar mig helst að fara?

Góða nótt til ykkar allra, Skessa; upptekinn....enga heimsókn í nótt elskan... ég ætla nú samt að sofa í náttfötum. Til öryggis, maður veit aldrei hvað þér dettur í hug svo sem......Heart

Og alveg alveg alveg í lokin;

Siggi stormur lofaði stormi. Ég ætla rétt að vona að það rætist.

Einhvernveginn finnst mér svo heillandi og magnað að sjá fljúgandi útigrill. Vona að mér hlotnist að sjá þau sem flest og stormurinn verði sem mestur...

GÓÐA NÓTT!Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er nú að vinna sem bréfberi í miðbænum og verð að segja fyrir mína parta að þessi framkoma konunar er ekki verjandi....  Sumt fólk í afgreiðslustarfi ætti að skjóta.. það er mín skoðun.. það er svo ruddalegt að það ætti að vinna frekar í sláturhúsi...

Eru haustin æðisleg ? PIFF.. þú ættir að prufa að vinna úti í þessum kulda.....og það án hanska eins og ég gerði í morgun.... hahahha nei annars þetta haust er búið að vera fínt...

Brynjar Jóhannsson, 13.9.2007 kl. 01:31

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Æi elsku karlinn.....ég sendi þér hanska bara. En kvöldin eru æði, svona kvöld eins og ég lýsti að ofan, þú getur ekki andmælt mér þar

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 01:41

3 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Ég get það en voga mér ekki út í þá sálma. Ég hef ekkert í svona Valkyru að gera.

Hlynur Jón Michelsen, 13.9.2007 kl. 01:48

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

jú koma svo; sýna smá hugrekki hérna! Bíð spennt, kvöldið er ungt og ég þarf á fætur eldsnemma í fyrramálið....

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 01:51

5 Smámynd: Halla Rut

Ég segi að það fólks sem ekki getur vegna mannfæði sinnar ekki unnið við þjónusti á að vinna í dósaverksmiðju í einagrun.

Halla Rut , 13.9.2007 kl. 02:37

6 Smámynd: Halla Rut

Ég hef greinilega verið að flýta mér einum of þarna...sá sem getur fundið flestar villurnar í færslunni á undan fær verðlaun....sorry.

Halla Rut , 13.9.2007 kl. 02:41

7 Smámynd: Saumakonan

Gott hjá þér að láta kerlinguna ekki koma þér úr jafnvægi... ég hefði verið farin að spúa eldi eins óþolinmóð og ég er og hefði látið kerlinguna fá það óþvegið (og blautt líka)

Gott að sjá að þú ert farin að blogga aftur Heiða mín... var farin að sakna skrifanna þinna þótt kommentabrunnurinn hjá mér sé nú yfirleitt hálftómur... skal reyna að vera duglegri við að fylla á hann héðan eftir   Eigðu góðan dag ljúfan

Saumakonan, 13.9.2007 kl. 08:26

8 identicon

Það er fátt sem jafnast á við það að vinna sigra líkt og þú gerðir á "sláturhúsinu" kannski eitt sem kemst næst því er að kúra undir teppi eins og að ofan er líst.

Ég er alveg maður í það. 

Nafnausi maðurinn (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 09:04

9 Smámynd: Unnur R. H.

Alveg frábær framkoma hjá þér við póstfrúnna hehe... Og ég ELSKA haustin með öllum sínum veðrum og látum..Er líka farin að hlakka til að sjá fljúgandi grill út um allt

Unnur R. H., 13.9.2007 kl. 09:55

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það er ótrúlega gaman að vera ofur-kurteis við dónalegt fólk! Ég man það bara yfirleitt ekki fyrr en eftir á!

Í nótt var ég busy að fleygja gasgrillum fyrir þig Heiða mín :)

Heiða B. Heiðars, 13.9.2007 kl. 10:04

11 Smámynd: Margrét M

þvílík framkoma hjá kelluni í póstinum, í svona storfum eiga ekki að vera náttúrulegir fílupokar..hrikalega er ég sammála þér með turn offið þetta er ferlega ömurlegt lætur manni líða eins og það næst besta sem fékkst fyrst hitt var ekki í boði ..

ferðast ég ætla að fara til London í næstu viku í svona rómó haustferð , það er bar frábært..

Margrét M, 13.9.2007 kl. 10:48

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þessi ágæta kona hlýtur að eiga eitthvað bágt heima hjá sér.   Þetta var gott hjá þér að láta hana ekki komast ekki upp með múður.

Haustiið er góður tími.  Stundum er það fallegt hlýtt og sólríkt, en stundum eins og núna æst og óbeislað.  Þá er gott að kúra inni, með kertaljós. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 10:57

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir grillin Heiða mín - stóðst þig vel, er í áttunda himni núna....

Margrét; njóttu ástarferðirnar, en einsog þú veist eru haustin ansi köld svona á þessum árstíma í London....bara svona aðeins að eyðileggja fyrir þér spenningin elskan........haha.

Unnur; gott að finna samherja í þessu stríði....

Saumakona; gaman að sjá þig hér, komdu sem oftast, næst verð ég með heitt á könnunni elskan.

Nafnlausi maður; þú ert að drepa mig úr forvitni, ef þú gefur ekki næst upp nafn, kennitölu, heimilisfang og skóstærð....þá neyðist ég víst til að kanna þetta með IP-töluna þína elskan.....

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 11:36

14 Smámynd: Margrét M

Heiða mín enga öfund  þér tekst ekki að skemma spenninginn við hjónin  förum reglulega til London hjónin þessi árstími er frekar hlýr þarna miðað við hvenær við förum yfirleitt .. he he     hey gangi þér vel að finna nafnlausa manninn ( kannski leyndur aðdáandi) spennandi  

Margrét M, 13.9.2007 kl. 12:01

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

Margrét mín, auðvitað var þetta 200% öfund og ekkert annað!

Samgleðst þér með manninn þinn og sendi þér mínar einlægar óskir um yndislega ferð og dvöl til/í og London. ÉG ELSKA LONDON! Njóttu hverra mínútu.....hlakka til að heyra frá ferðinni.

......og nafnlausi maðurinn.....hver veit.....hver veit...... kannski svona súkkulaðimoli....

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 12:27

16 identicon

Skóstærð 44

Súkkulaðimoli eða skítastykki það er spurningin.

Allavega elskar hann London meira en jaaa flestir allavega.

Nafnlausi maðurinn (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 15:19

17 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég er sammála þér með haustkvöldin en finnst að haustdögunum eigi maður helst að eyða í rúminu með góða bók. Þess í stað neyðist maður til að vinna fyrir sér.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.9.2007 kl. 16:35

18 Smámynd: Heiða  Þórðar

Skóstærð í góðu lagi.

Nafnlaus; Súkkuði eða skítur - verður að vera með sjálfn þig gjörsamlega á hreinu (gott ráð; prófaðu að smakka á þér og lykta t.d.)  sjálfs vegna.

Ekki í umræðunni að þú elskir London meira en ég!

Blessaður vertu ég fletti bara upp IP - tölunni, þú gætir allt eins verið Elvis Presley....nú eða Andrés Önd. Eða súkkulaðirúsína.

Ég sigli líka undir fölsku flaggi, er ekki Heiða B. Þórðardóttir....ég fletti mér áðan upp í þjóðskránni. Sorry, enga Heiðu að finna þar....

En takk samt fyrir að heimsækja síðuna mína, þykir í alvöru vænt um það.

Steingerður; þarna er ég þér sammála einsog held ég alltaf bara. ELSKA AÐ KÚRA UPPÍ RÚMI OG LESA LESA LESA......verst að fá ekki borgað fyrir það.

 Annars finnst mér æðislegt líka að láta lesa fyrir mig. Þá einhvern sem kann að lesa....

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 17:35

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elska haustin eins og þú og vill bara kúra og hafa það huggó.  OG ÉG VIL EKKI LÁTA BJÓÐA MÉR UPP Á KALLT KAFFI ADDNA í þessu fokkings roki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 17:51

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mikið var að þú lést sjá þig kona....gerðu mér þetta aldrei aftur!

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 18:12

21 Smámynd: Hugarfluga

Hahaha! Þú ert svo mikill snillingur ... og bullukolla. Smjúts.

Hugarfluga, 13.9.2007 kl. 18:31

22 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þú ert svo skemmtileg og mikil snillingur ljósið mitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.9.2007 kl. 19:46

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Bloggin þín eru frábær Heiða mín. Sambland af afar vitrænu efni og algjöru bulli sem gaman er að spá í. hehe

þessi spurning bjálfans varðandi fallegu konuna í sjónvarpinu: ''finnst þér það ekki''.    Ég er í kasti. Sé fyrir mér svo heimskulegt andlit með bjánalegum spurnarsvip. Skilur svo ekkert í því að fátt verður um svör. muuuhaaaa

Jóna Á. Gísladóttir, 13.9.2007 kl. 21:15

24 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jóna; æi takk....já svipurinn var einmitt þannig!

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 21:24

25 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

ha  Gresssan? Ertu að meina næstum því fóstri?

Georg Eiður Arnarson, 13.9.2007 kl. 22:04

26 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Já það er sko margt sem aldrei má segja. Og helst ekki hugsa af ótta við að það sleppi út milli samanbitinna vara. Nei ekki hugsa svona. Ekki.

Markús frá Djúpalæk, 13.9.2007 kl. 22:23

27 Smámynd: Hjördís Ásta

Svona fólki eins og þessari aumingjans konu þarna á pósthúsinu hjá þér er ekki viðbjargandi. Eitthvað hlýtur því að líða illa í hjartanu ef það getur ekki brosað ef að brost er til þess. Það er ótrúlega fyndið samt að brosa til fólk sem er í vondu skapi það getur oftar en ekki annað gert en brosað á móti en þessi kona hlýtur að vera eitthvað leið. En djöfull varstu góð að missa þig ekki....það hlýtur að hafa verið erfitt

Ótrúlega fyndið blogg hjá þér...það er svo gott að geta brosað 

Hjördís Ásta, 13.9.2007 kl. 22:44

28 Smámynd: www.zordis.com

Dúllan sér kanski að sér næst!  Þú gerðir rétt, spurning um að vaða yfir glerruðuna og kyssa hana á kinnina??

Það tekur oft á að vera flottastur!

www.zordis.com, 13.9.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband