...næst þegar ég fæ mér drátt hjá geðlækninum

Er að hugsa um að slökkva ljósið framan á kinninni á mér nú um helgina..... 

Það væri algjör hræsni að reyna að telja fólki trú um að ég sé A-manneskja. Ég er þessi svokallaða B-týpa....

Elska næturnar.....en maður verður víst að vakna....einsog í morgunn.

Ég er samt ekkert second - class eða second hand drasl neitt!

Nei, nei, síður en svo. 

Ég er fyrsta flokks vara með gæðastimpli frá ríkinu. Á rassgatinu.....

Ég sauð mér bjúgu þegar klukkan var langt gengin í eitt í nótt. Borðaði bjúgun og horfði út í nóttina. Beið eftir storminum með barnslegri eftirvæntingu í andlitinu. En svo kom var þetta  bara smá bank!

Enginn stormur!

Og ekki eitt einasta fljúgandi útgrill!

Beið og beið og beið við gluggann. En neibb! Ekki eitt lítið einnota kvikindi einu sinni fljúgjandi á himni.

.....fór svo að mála......og teikna......og lesa og hugsa og nóttin leið og leið og leið....og ég átti að mæta á áríðandi fund snemma í morgun, sem ég gerði reyndar. Allt í góðu með það.

Ég vaknaði alllltttoooooof seint! og sagði upphátt við sjálfa mig;

HEIÐA BERGÞÓRA! (í þeim tón, sem mamma/amma voru vanar að nota þegar þær skömmuðu mig litla)

Þarna stend ég við ketilinn semsagt, svefndrukkinn og óskaði þess eins að ég væri þess megnug að stöðva  tímann eina örstund.....en þó ég sé fyrsta flokks, þá er ég ekki Guð almáttugur....þannig að tíminn var enn afar knappur. Og leið alltof hratt...í ofanálag.

Kveikti á geislaspilaranum mínum (með litlu g-i.....) og hélt áfram að skammast og rífast í sjálfri mér fyrir að andskotast ekki á lappir fyrr! Það hafði ekki vitund neitt að segja. Því ég hlustaði ekki.......frekar en fyrri daginn.

Ég var á brjóstunum útí glugga og einsog það væri ekki nóg þá var ég á pjöllunni líka....og þrennan (ekki par) labbaði framhjá glugganum og kíkti upp....svona atvik hafa svo sem komið upp áður, ég er enn ekki búin að ná þessu.

En þríhyrningurinn sáu bara brjóstin.....liggaliggalái! ...og ég bara lukkuleg með það.

(til upplýsingar og fróðleiks, þá er ég bara með efri kappa í eldhúsinu....svona rétt að koma ykkur inn í stemminguna...gera þetta svolítið lifandi og litríkt hérna...)

Ég snáfaði svo frá glugganum,  þegar ég var búin að opna hitt augað.....og skammaðist mín ekki einu sinni ögn. Svona er ég óforskömmuð!

Ég er kannski bara ekki Heiða Bergur eftir allt saman, heldur bara svona gluggaperri..!?

Skal kanna málið næst þegar ég fæ mér drátt hjá geðlækninum mínum....HEIÐA BERGÞÓRA! (skamm) læt ykkur vita.

Ég veit ekki hvernig þetta var hægt á þessum mínútum sem ég hafði. Þ.e. að taka sig til....tók kaffið með mér í sturtuna, blés á mér hárið á meðan ég klæddi mig í buxurnar, maskarinn var settur á um leið og ég hneppti að mér skyrtunni og varaliturinn settur á um leið og stígvélin háu......o.sfrv.

Rétt áður en ég lokaði hurðinni að íbúðinni, hljómaði úr geislaspilaranum;

.....þessi fallegi dagur.....(Bubbi)

Þegar ég flýg svo niður stigann (framhjá útigrillinu hans Jóns, sem ekki hafði haggast um nóttina) og inn í minn fjallabíl (sem by the way yngist með árunum)...og ræsi bílinn....þá tók á móti Bubbi á móti mér með sinni æðisgengnu rödd ....og hélt áfram......(þessi fallegi dagur.....) Og vitiði það;

ÉG ER EKKI AÐ SKRÖKVA!

Ég hugsaði bara VÁ!!!!! Þvílík tilviljun!

Sonur minn hefði verið stoltur af móður sinni því ég komst á 0,01 niður í bæ....eða rétt áður en Bubbi var búin að lofa mér fögrum degi með söng sínum......Ok, ok.....en svona næstum þvíWink

Ég keyrði einsog mother-fucker!

Þegar ég var nálgast áfangastað þá kom sólin upp.....

Og ég hugsaði aftur; VÁ!

Ég náði í tíma á þennan fund (fékk ekki einu sinni tækifæri á að fá í magann) og það var sko ekki að sjá á dömunni að hún hefði verið einsog óður geðsjúklingur þennan morguninn.

Púff! Og dæmið gekk upp....enda með loforð upp á vasann frá Bubba, ...

Kvöldið já....ég skal uppljóstra því hér með að ég er ekki einungis klassakjöt....ég er gæðakokkur líka!

Ég á tvö barnsfeður. Þessi númer eitt;.....ég hugsa að hann kíki nú stundum í heimsókn hingað til mín. Hann yrði nú ekki sammála mér með að ég sé góður kokkur!

En það er nú ástæða fyrir því. Hann var einsog varðhundur í eldhúsinu í okkar partýi...., þannig að hann er ekki marktækur. Ég fékk ekki einu sinni að sjóða kartöflur hvað þá meir. En ég fékk að vaska upp.

Takk elskan, er þér eilíflega þakklát! Ef þú heyrir til mín, sem ég veit þú gerir...

Ég er nefnilega snillingur með uppþvottaburstann og tannburstann. Það á ég þessum  manni að þakka. Klárlega. Takk aftur!

Hann XXX fær alveg tíuna frá mér í Kokkadeildinni.

DUX! Snillingur! Hinsvegar dreg ég hann klárlega niður í meðaleinkunn...... þessi einkunn á við um barnsföður númer tvö líka!...en hann leyfði mér alveg inn fyrir pottana/pönnuna annað slagið...

Hvað er ég að segja? Leyfði mér!!! jæja.... (bara einsog ég hafi verið í Kvennafangelsinu í Kópavoginum)

Ég fékk gest og gjafir í kvöld!

Og ég bauð í mat. Einum kærum vini til margra ára.

Og maturinn var snilld! Félagsskapurinn snilld! Gjafirnar snilld! Og ég er svo þakklát.

Sko;

Ég fékk svona hallærislegustu náttföt í heimi. Svona bómullar - sófa - kúruföt.....

Er þessi B-týpa semsagt, sem er einsog drusla alltaf heima hjá sér. Ég ríf af mér fötin og hoppa í druslulegasta bolinn sem ég finn og hólkvíðar náttbuxur, um leið og ég kem inn úr dyrunum....já já strákar mínir, slaka á þessu bara.

Allir í kalda sturtu! Saman bara!

Svo fékk ég bol sem er líka ferlega hallærislega skemmtilegur. Svona hólkvítt bómullarkvikindi. Framan á honum er mynd af John Lennon....og aftan á honum stendur;

....you may say I'm a dreamer but I'm not the only one..I hope some day you will join us and the world will live as one.....

Þá kom þriðja VÁ-ið frá mér þennan daginn/kvöldið.....(nei, nei, nei,  það voru tvö þarna í millitíðinni.....)

Ákvað að blogga í fyrri kantinum á þessu fína kvöldi....sófinn starir á mig löngunaraugum, og ég á hann...héðan sem ég sit.  Með afar,  og þá meina ég afar lokkandi augnaráði með opin faðminn sinn.

Hann elskar mig. Ég elska hann. 

Kertin loga....Lennon hljómar í hjartanu...

Góða nótt öll sem eitt......hittumst í draumalandinu.....sweet dreamsHeart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 13.9.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Æi hvað er fínt að lesa pælingarnar þínar.

Veit ekki með brjóst og pjöllu, hef sosum hemil á mér, en voða kósý hemil.

Þröstur Unnar, 13.9.2007 kl. 22:52

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk strákar mínir

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 22:58

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

uno, dos, dres... ok, hætt að telja en það eru mörg kyn-orð.  Muhahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.9.2007 kl. 23:19

5 Smámynd: www.zordis.com

þetta Bubbalag er bara snilld .... svo getur verið kósý að pjöllast smá tala nú ekki um að dúllast um í angúrusokkum í eigin feld - i, einna helst að kveldi í góðum félagsskap!  Samt kúl að vera kvik í gardínulausum eldhúsglugga!

Sætir draumar svífa til þín .....  Ég ætla að svífa inn í nóttina með þér!  Góða Nótt!

www.zordis.com, 13.9.2007 kl. 23:32

6 Smámynd: Brattur

... skamm, skamm að tala svona um bjúgu... nú er ég kominn upp í rúm og verð ekkert SMÁ svangur þegar þú talar svona fallega um bjúgu... ég held reyndar að ég eigi engin í ískápnum... ég bý þá bara til uppstúf...

Brattur, 13.9.2007 kl. 23:52

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

...og færð þér kartöflur með! Snilld.

Heiða Þórðar, 14.9.2007 kl. 00:01

8 Smámynd: Brattur

skál í uppstúf!

Brattur, 14.9.2007 kl. 00:20

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Þú ert alveg einstök, rífur mann upp á rassgatinu í orðaforða stelpa.  En talar hreint út, mér líkar það vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2007 kl. 00:25

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef að til eru Aðalheiður, þá eru líka alltaf til svona Eðalheiður líka.

Þannig er þetta núbarísta...

S.

Steingrímur Helgason, 14.9.2007 kl. 00:32

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Úps; og stórt og feitt TAKK

Innilega velkomin í minn bloggvinahóp Guðmundur. Mikið djöxxxxx.....skulum við öll skemmta okkur vel í vetur ha?!

Steingrímur og þú er eðalsteinn!

Heiða Þórðar, 14.9.2007 kl. 00:45

12 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þú lýsir deginum hjá þér á skemmtilegan hátt.  Hvað er að því að ganga fáklæddur um sitt heimili, en kannski ekki beint fyrir framan gluggann en

Þórður Ingi Bjarnason, 14.9.2007 kl. 08:10

13 Smámynd: Margrét M

hver getur svo sem bannað manni að vera á adamsklæðum heima hjá sér ? talandi um náttföt þá skil ég ekki hvernig fólk getur sofið í náttfötum en það er bara mitt persónulega álit ..

skrifin þín eru snilld verð ég að segja, skemmtileg og hressandi  

Margrét M, 14.9.2007 kl. 09:51

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég er sammála Margrét, enda sef ég ekki í þeim.....nema örsjaldan, þegar kalt er og svona......þakka ykkur hlýjar kveðjur. Báðum.

Miss Þórðardóttir

es: hvað segiði um að ég slökkvi ljósið?

Heiða Þórðar, 14.9.2007 kl. 10:48

15 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Heima hjá mér eru hallærislegu, mjúku og heitu náttfötin kölluð "Feitu fötin" eða "Sex killerinn".  Nú er bara þannig komið að hægt er að kaupa flott svona föt - þannig að kannski breytast þau í mjóu fötin og sex - eitthvað skemmtilegt..........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 14.9.2007 kl. 10:53

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er frábær Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.9.2007 kl. 10:53

17 Smámynd: Margrét M

já mér líst vel á að slökka ljósið á kinninni það er nú svolítið klessulegt  

Margrét M, 14.9.2007 kl. 10:55

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

AlheimsLjós til þín og hafðu fallega helgi

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.9.2007 kl. 11:10

19 identicon

Algjör snilld að lesa bloggin þín.

Segir það sem aðrir hugsa en þora ekki að segja.

Dáist að einlægninni liggur við að segja barnalegri og hreinni.

Guðanna bænum haltu áfram að blogga.

Lestur hugleiðinga þinna á morgnanna jafnast á við góðan Expressó. 

Freyr (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 11:13

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ingibjörg; I know... t.d. hægt að fá flotta heimagalla í Debenhams (heimta prósentur fyrir auglýsinguna)

Kristín; þú ert frábær líka ....takk.

Margrét; nú ef það gerist  ekki, þá skulum við rétt vona að það verði lokað fyrir rafmagnið :)

Steina: sömuleiðis til þín mín kæra  vinakona

Freyr; Takk fyrir hlýju orðin þín. Það jafnast ekkert á við góðan Expressó! Þannig að með þessum orðum ertu að segja að það jafnist ekkert á við mig á morgnanna,.......nývaknaða......

Heiða Þórðar, 14.9.2007 kl. 13:26

21 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú ert klikkuð.... and I love it!!

Heiða B. Heiðars, 14.9.2007 kl. 14:03

22 identicon

Expressó áður en lagt er af stað á Campden eða Notting Hill.

Já svei mér þá ef skrif þín eru ekki jafn vel til þess fallinn að vekja mann

Freyr (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 14:28

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert ekki síður klikkuð; and I love it too!!!

Freyr;

Heiða Þórðar, 14.9.2007 kl. 14:49

24 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Já hér eru tvær klikkaðar kerlingar og ég hef þær báðar... and I love it also.

    Sendi lögregluna einhvern dæginn til að færa mér þær heim.

Hlynur Jón Michelsen, 14.9.2007 kl. 15:32

25 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi hvað það var gaman að lesa þessa færslu. Pjallan þín þarna.

Ég verð að fara að endurnýja heimagallann, hann er orðinn einu of mikill sex killer eins og Ingibjörg segir.

það er svoooooooo gott að vaka á nóttunni þegar allt er hljótt. En það er verra að vakna um morguninn.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.9.2007 kl. 15:35

26 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Hey, hver hefur stolið skessunni minni?

Hlynur Jón Michelsen, 14.9.2007 kl. 15:40

27 identicon

jón jónsson (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 22:04

28 identicon

Nú dreg ég rún fyrir þig Heiða...bara í gamni ef þú vilt?

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 02:02

29 Smámynd: Heiða  Þórðar

já takk Axel, vel þegið! Bíð spennt eftir útkomunni...

Heiða Þórðar, 15.9.2007 kl. 04:52

30 identicon

Óðal, Oþila, Odhal, aðskilnaður, undanhald, arfur, eignir, heimili (O).

Hér skilja leiðir.  Hið gamla verður að víkja og sömuleiðis úrelt sambönd.  Þessi rún ráðleggur auðmýkt og hugsanlega uppgjöf, svo framarlega sem vitað er hvernig og hvenær tímabært er að gefst upp og að vilji sé fyrir hendi.  Þetta getur verið erfitt ef það sem þú þarft að láta frá þér er hluti af bakgrunni þínum, menningarlegur arfur þinn.  Hvort sem um er að ræða stöðu þína í þjóðfélaginu starf þitt eða jafnvel trúna á sjálfan þig, þá mun þessi aðskilnaður veita þér aukið svigrúm til að einbeita þér að þroska sjálfs þín.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 10:00

31 identicon

Tek það fram að ég á engan þátt í þessu nema einungis að draga rúnina úr hópi rúna úr leðurpung.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 10:42

32 Smámynd: Solla Guðjóns

 pjöllan'ðín....þú ert æði

Solla Guðjóns, 15.9.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband