Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Fyrsta hrukkukremið
30.6.2007 | 01:41
... Og ég hitti hann aftur, ekki til frásögur færandi nema fyrir það eitt að það dofnuðu upp á mér varirnar og mig langaði helst til að gráta. Sagði lítið en samt allt í örfáum orðum. Hafði gengið framhjá flennistóru auglýsingaskilti í vinnunni í dag eftir dag og hugsað; Heiða Bergur Bumba, þarna er svarið við öllum þínum holum hrukkum og misfellum. Gott ef ekki mistökum líka. Þetta verður þú að eignast. Sagði upp gyllinæðakreminu þegar klórinn hætti að virka á fæðingablettina. Stóð semsagt með mánaðarhýruna í apótekinu með syni mínum og dóttur, á einkennilegum stað í lífinu. Hann minnir mig á árin sem ég hef lifað og hún á æskuna og góða tíma framundann. Þar sem innihaldslýsingin lofaði eilífum æskublóma og hamingju ("boost" from inside out....) og strákurinn reyndi að höfða til skynsemi minnar, með því að segja; -mamma common þetta virkar ekki rassgat! hugsaði ég; drengurinn er bara þrælbræt.... miklu skynsamari en ég. Kannski ég skelli mér bara líka í rassakremið... Heim hélt ég með kremið í poka og svei mér þá, er ekki með það á hreinu hvort ég eigi að borða það eða bera á mig. "inside out". .... kannski ég noti það sem bragðbætir út á hrísgrjónin, þar sem það lítur þokkalega feitt allt út fyrir, að að það að vera matseðillinn út mánuðinn... |
Annars tel ég að maður er eins ánægður og maður einsetur sér að vera hvern dag, og eins fallegur líka ef út í það er farið... hefur allavega þokkalega mikið með það að gera.
Koss á ykkur öll -á alveg bunka eftir á línuna...þið eruð hrikalega dugleg að commenta hjá mér og eigið stórt pláss í hjartanu mínu Varð þess aðnjótandi að hitta eina bloggvinkonu í dag -bloggdrottningu, einkennilegt en satt tilfinningin var einsog ég væri að hitta gamla vinkonu. Mér hlýnaði um hjartarætur Erla..., ekki skrítið þetta með prinsessustimpilinn þinn elskan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Hvert fórst þú?
28.6.2007 | 17:42
Suma hluti á ég afar erfitt með að skilja.
Sumt finnst mér akkúrat ekkert fyndið sem öðrum finnst fyndið. Svo á ég það til að misskilja hluti sem eru eins einfaldir og bindishnútur.
Var að hugsa ýmislegt, þegar sólin vermdi kroppinn minn rétt áðan. Nágranninn sat fyrir neðan mig og vissi akkúrt og rúmlega ekkert af því að ég var nakinn, með sólgleraugu á nebbalingnum sem í vantaði annað glerið. Fyrir ofan hann.
Hann vissi heldur ekkert að því að hugurinn minn var á harðahlaupum undan freknum sem vildu ólmir setjast á mig.... hann veit ekkert um mig ef út í það er farið, enda höfum við ekki gefið okkur sérstakt far um að kynnast hvort öðru. Enda engin ástæða til. Svo framarlega sem við erum hljóðlát eftir kl: 22.00, þá er samband okkar alveg til fyrirmyndar.. ef ekki, þá er voðinn vís.
En mig langar ekkert að skrifa um hann, karlinn. Mér fannst það bara svona við hæfi, að minnst á kappinn þar sem ég sat nánast ofan á hausnum á honum áðan...höfum aldrei verið eins náinn.
Vinkona mín er að slá sér upp, afar skotinn. Hún sagði við mig um daginn að gæinn væri stórkostlegur húmoristi. Til staðfestingar á því segir hún mér brandara, hún grenjaði úr hlátri á meðan hún sagði mér hann...
Brandarinn var einhvernveginn svona: það var dani (minnir mig) sem var að gera munn-munn aðferðina á einhverjum.... sem var látinn. Hann kvartar undan því að líkið væri andfúlt við einhvern annan sem var á staðnum... og sá hinn sami segir; sérðu ekki að hann er enn í skautunum....
ég reyndi í ofboði að reyna að skilja... og hló svona hálf innihaldslaust.... og segi -já ég fatta, var hann hommi? með skautafar á andlitinu?
-Heiða nei! og hún grenjaði ennþá meira af hlátri....
-nú, já þú meinar að hann var að blása í rassinn á honum?
-Heiða nei! Perrinn þinn! fattarðu ekki?
og ég fattaði ekki, en mér skilst að brandarinn sé mjög fyndinn á dönsku....
Svo var það þegar við sátum undir sólinni nokkrar í hring... og ein segir, sem var að slíta sambandi;
-Þetta var djö...perri Heiða! Hvað heldurðu að hann hafi sagt þegar við vorum að meika það feitt?
..... nei ég ætla ekki að segja ykkur þér það, það er ógeðslegt!
-Segðu það láttu ekki svona!
-ok, ok, hann sagði ; hvar er pabbi þinn!
Hinar hlógu og hlógu og ég sagði bara;
- ha.... hver er pabbi þinn?
-já skilurðu ekki? who is your dad...?
skil þetta hvorki á ensku eða íslensku, enda algjört aukaatriði. En skil að þarna lauk sambandinu. Þetta var svona endapunkturinn.
Sumt þarf maður einfaldlega ekkert að skilja einsog t.d. þetta;
Ég átti stefnumót í draumum mínum í nótt. Við höfðum skriðið í sitthvora skúffuna... og þar sem við horfðum inn í augnlokinn, gáfum við hvort öðru loforð um að hittast í draumi...
svo þegar ég spurði hann hálfönuglega í morgun; þú komst ekki.. hvert fórst þú? þú lofaðir að hitta mig!
þá sagði hann bara; ég fór í Elliðarárdalinn, hvert fórst þú?
Ég veit auðvitað ekkert hvert ég fór... og ekkert hvert hann fór....en ég vona að ég hitti hann aftur....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Yndislegir tímar
25.6.2007 | 21:32
Daman mætti úr vaxinu, skakklappaðist spastísk á báðum með pjölluna í hnút. Og var að drepast!
Hún sagði að þetta hefði verið ógeðslega vont en yrði skárra á morgun. Sem var í gær. Hún hjálpaði víst til og hélt um barmanna. Borgaði síðan glöð í bragði og fékk tax free-nótu þar sem hún ætlar að nýta sér endurgreiðsluna í flugstöðinni.
Og kaupa sér græðandi krem fyrir mismuninn.
Á morgun flýgur daman á vit ævintýranna í heitu landi, með skollótta pjöllu. Og sköllóttan rass....
Hún hitti ástmann sinn í gær. Fæ fréttir af ástarævintýrinu að tveimur vikum liðnum. Held að það hafi ekki verið mjög spennandi. Hún er orðin leið á honum strax... hann kallaði víst á hana um daginn, einsog hún væri hundur.
Það hæfði engan veginn tilefninu, þar sem um var að ræða date númer tvö....
Og þar sem ég sat á "glámbekknum" í sælureit mínum og virti fyrir mér unglingana, þar sem þau ýmist reyktu eða hræktu, eða gjóuðu augunum til hvors annars pínu ástfanginn með sogblett á hálsinum....kom allt í einu ein skvísan aðsvífandi í alltof háum hælum með alltof stór sólgleraugu og fussaði framan í sólina:
-Djöfulsins helvítis flugur!
Aðrir sáu ekki flugurnar, fyrir sólinni, rétt einsog ég.
Yndislegir tímar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Helmingurinn eftir
22.6.2007 | 20:19
Ég hef ekki verið greind með ólæknandi sjúkdóm og giska á að ég eigi eftir svona sirka bát, jaaa segjum 37 góð ár eftir. Ef bílarnir passa sig á mér.
Er sem sé búin með helminginn. Hef einsett mér að vera besta manneskja sem ég mögulega get og er fær um, hinn helming ævinnar sem ég á eftir að rusla af...
Flott markmið útaf fyrir sig.
Mig langaði að þakka ykkur fyrir að kíkja á mig og athugasemdirnar frá ykkur eru mér ómetanlegar.
Ég var eitthvað að agnúast útí þetta IP-tölu dæmi um daginn.... og svo fór ég að hugsa þetta betur; IP - getur svo sem þýtt Ingi pungur fyrir mér!
Þið eruð snilld kæru bloggvinir... og (hef sagt það áður) gerið annars ágætt líf mitt enn betra og skemmtilegra.
Þetta er furðulegur andskoti! Þessi bloggheimur og félagsskapur.
Fékk það endanlega staðfest annars í dag að fólk gerir alltof lítið af því að hæla öðru fólki. Þá á ég ekkert endilega fyrir það sem það hefur gert. Heldur einfaldlega hvernig það er.
Það er deginum ljósara að í sérhverri manneskju sér maður og finnur eitthvað gott.
Og jafnvel ET hafði eitthvað fallegt við sig. Hann hafði til að mynda einstaklega fallega fætur og nebbagoggurinn hans var bara "kjút" -þó svo að það væri bölvuð skítafíla af ófétinu...
Það væri kannski pæling að hrósa honum fyrir það heldur en að halda fyrir nefið!
Þegar fólk fellur frá reyna svo allir í ofboði að finna einhvern jákvæðan punkt við kalt líkið (haldandi fyrir nefið) dauðþreytt og sveitt, hripar það niður einhverjar línur með bleklausum blýanti. Lofsamar sjálfan djöfulinn. En ok. frábær viðleitni. Og minningargreinin birtist í Mogganum, stútfull og yfirpökkuð, bæði af; staðreyndar- og stafsetningarvillum! Alltof seint auðvitað.
Mér finnst svona almennt að fólk ætti að vera betri við hvort annað. Í lifandi lífi, í daglegum samskiptum.
Hrósa hvort öðru. Þó svo að sjálfsvirðingin eigi ekki að ganga fyrir hólum annarra einsog eldfimt bensín. Og svo er það að geta tekið hrósi og þakkað fyrir það. Mikið assskoti er annars gott að fá hól. Fékk einmitt eitt slíkt í dag!
Ég er rúmlega og aukalega ekki saklaus þar. Púff! Man alveg þegar ég tók complement sem mér voru gefin og sneri þeim útí heila bíómynd í hausnum á mér. Og setti í útleigu á eftir.
Átti það alveg til að hugsa ef einhver sagði við mig að ég liti vel út; jæja hann vill fá að ríða þessi!
Einhverjum má alveg finnast kjóllinn minn fallegur og þarf ég ekkert endilega að taka það fram að hann hafi verið útsöluvara úr Euro Pris ef út í það er farið. Þetta hafi verið svona tveir fyrir einn pakki...og ég hafi ekki borgað fyrir hann. ....heldur hinn.
Og að viðkomandi langi til að rífa mig úr honum og....henda mér upp á glóðvolga eldavélina og ....ja t.d. strjúka á mér bakið og stinga mér svo í þvottavélina og kyssa mínar fögru tær á suðu...(mér fannst þetta actually fyndið)
Nota svo kjólinn í gólftusku á eftir. Og henda mér á haugana.
Þið eruð annars æðisleg
Bloggar | Breytt 23.6.2007 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
virðing, ást og traust
20.6.2007 | 21:56
Þegar maður hefur ekkert að segja en sér sig knúinn til að halda fingrunum í formi, þá horfir maður blankur á hvítt blaðið... og hugurinn fer á flug.
Þannig heldur maður heilanum í formi.
Sjálfsagt fer ég yfir öll ó-velsæmismörk núna, en á það svo sem alveg til að dansa á línunni.
Ég kann að meta eitt í fari karlmanna sem þeir hafa fram yfir okkur konur. Við röflum þetta heljarins bull og sullumbull í kringum kaldan grautinn. Það gera karla ekki, þeir oftar en ekki koma sér beint að efninu.
Það sem ég er að reyna að segja, en á erfitt með að koma mér að. Mér er ekki einu sinni farið að standa!
...á sama.
Sko var að pæla í einu....púff.
Þetta mál með að.....arggg!
Sko! Hef orðið þess áskynja í kringum mig þetta með að par vilji vilji fá einstakling í ástarleiki sína, svo úr verði þerna. Hlýtur eiginlega að vera! Þar sem dæmið er einfalt; par og par - hlýtur að vera ferna.
Svona einhversskonar krydd í samlífið. Hvað varð um Mr. Pipar og Mrs. Salt? Allir búnir að gleyma þeim?
Er okkur ekkert heilagt lengur....? erum við kannski enn föst í hippatímanum þar sem allir elskuðu alla og love all -fuck all ....dæmi var málið?
Er bara eitt stórt og feitt partý í gangi? Afhverju er mér er ekki boðið í partíð? Kannski afþví að ég reyki ekki hass? Kannski afþví að ég tilheyri ekki samtímanum? Kannski afþví að ég hef ekki nokkurn áhuga á að koma?
Segjum að þetta fyrirkomulag.... verði viðurkennt i nútímasamfélagi...
-ja við vorum að segja upp þriðja aðilanum. Erum bæði í ástarsorg. Vasaklútur og læti. Hvað verður þá næst?
Við erum einhvernveginn alltaf að fara lengra og lengra .... ganga lengra og lengra og endum á harðahlaupum einhversstaðar víðsfjarri öllu sem heitir; virðing, ást og traust.
í guðana bænum segiði mér að ég sé ekki ein um þessa skoðun...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Hár í rassinum
19.6.2007 | 19:40
Ég er ekki með lag á heilanum.. en þetta lýsir sér svona á svipaðan hátt, ég er með brasilískt vax á heilanum.
Einmitt snemma í síðustu viku er "ein skvísan", að segja mér að hún sé búin að panta í brasilískt .... og ég spyr einsog api; -já já, flott, bíddu það er svona bara kantsnyrting er það ekki?
Hún leit á mig og ég sá í augunum á henni að ég féll úr áliti alla leið niður til helvítis.
-Nei Heiða... ertu vængefinn? það er bara allt af....
-Allt af... já ok... já ég man það núna.... úff er það ekki vont?
-Ábyggilega.... ég er að fara í fyrsta skiptið. Ekki til í dæminu að ég fari til Spánar með hárin standandi út úr rassgatinu á mér! Svo finnst strákum miklu skemmtilegra að leika sér við mann ef maður er hárlaus....
-Dísess... þú ert að fíblast mér? hár í rassgatinu?
Stundum líður mér einsog ég viti ekki neitt. Hélt samt að ég vissi allt, rauninn reyndist hinsvegar önnur. Þegar ég kynntist stelpum mér yngri.
Síðan hafa dagarnir liðið.. og mér dettur ekki til hugar að spyrja hvort hún sé búin að fara, einhvernveginn alltof miklar upplýsingar fyrir mig hvort hún er með hár í rassinum eður ei. Vona að ég komist aldrei að því...
Fæ endalausar hugmyndir daglega...
ein sagði í dag;
-æi ég er eitthvað svo mikið nautnaseggur!
-púff ég líka... elska að láta klóra mér á bakinu...
-KLÓRA ÞÉR Á BAKINU! Elska að láta sleikja á mér bakið!
-Sleikja? er það gott!
... ég held ég hafi ekki heyrt svarið, en er staðráðin í að komast að því, hvort það sé gott....
......þegar ég er búin að fara í Brasilískt vax....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Eistnaspenna
16.6.2007 | 22:33
Það var ekkert sem gaf til kynna í dag að fortíðin myndi banka upp á hjá mér.
Svo óforvarendes og frekjulega gerði hún það samt, án þess að spyrja kóng eða prest og hégómagirndinn sullaði í mér þar sem ég var einsog undin tuska. Undin tuska í skítugum hvítum íþróttabuxum og alltof stórri flíspeysu með hallærislegu logoi með mynd af hesti... frá einum atvinnurekanda.
Þarna stóð ég semsé nýkomin af róló með stelpunni minni inn í smávöruverslun að kaupa bland í poka. Á 50% afslætti sem þýddi að sparnaður er enginn, þar sem ég moka ávallt helmingi meira í pokann. Og tel sjálfri mér trú um að ég sé að græða.
Stelpan mín, sem sé stendur þarna með bleikt veski og jarðarberjaöskju þegar ég sé hann.
Dísess!
Ég reyndi svona að fela mig á bakvið sólgleraugun... og varð alveg sérstaklega áhugasöm um innihald niðursuðuvara í dós og sósujafnara.
Þá skeður það að árans jarðarberin fara á flug.... hlaupa allar í sitthvora áttina.... og ég á eftir... með stelpuna skríkjandi þar á eftir.
Og augu okkar mættust.
Hans eru grá og litlaus og líflaus einsog hann sjálfur var í minningunni blessaður. Hann var kærasti minn á unglinsárum og ég man að ég var nú ekkert sérlega spennt. Ekki skrýtið miðað við það að hann datt einhvernveginn inn í malbikið sem varð til þess að ég laðaðist að honum. Hann átti nefnilega bíl.
Jebb við stelpurnar settum markið ekki mikið hærra, ef strákar voru nokkurnveginn ekki mongólítar eða einfættir ... sluppu þeir ef þeir áttu flottann bíl á þessum árum. Þau þeir væru grútleiðinlegir skipti það minnstu, við vissum sem var; þeir þögnuðu alltaf á endanum.
Og strákar að sama skapi voru sáttir ef þeir fengu snert af kynlífi (held ég). En það fékk hann nú ekki þessi, frá mér allavega, nema kannski í draumum sínum og þar byrjaðu og enduðu mörg af okkar ágreiningsefnum.
En það er eitt sem er mér minnistætt frá þessu sambandi sem náði yfir heilt sumar... þó ég þori ekki að fullyrða að það hafi dugað sumarrúntinn á enda.
Strákgreyið reyndi einsog ég áður sagði að komast inn í holdið og reyndi öll brögð í sögunni... eitt það alskarpasta sem fylgi mér árin á eftir ... eða þar um bil var að hann sagði :
-sko Heiða, þetta gengur ekki, þú ert að drepa mig! Gerirðu þér enga grein fyrir að ég er sífellt að drepast úr eistnaspennu!
-eistnaspennu?
-já þetta er ógisssslega vont og sárt. Það er einsog það sé verið að sparka í punginn á mér alla daga!
Ég hafði nú heyrt að það væri hrikalegt, vægast sagt, þetta með pungaspörkin.... enn ekkert sérstaklega fann ég til með honum.
... svo blés í bleikri HubbaBubba tyggjókúlu sem sprakk framan í hann... eða svona næstum.
Einhverjum árum seinna minnug þessara orða spyr ég þann mann sem átt hefur hvað stærstan og mesta hlutdeild í mínu lífi, þetta í sambandi við eistnaspennuna þarna....og hann tapaði sér úr hlátri.
Mér fannst ég svo stupid, en þetta varð náttúrulega til þess að ég gat farið að gera mér upp höfuðverk í tíma og ótíma... hann veit ekki hvað hann kallaði yfir sig þessi elska...
Aftur að jarðarberja - kappakstrinum... eitt lenti við fæturnar á honum... og ég hugsaði í öræði; fucking shit.... gat ég nú ekki verið aðeins skárri til fara...og svo kom; iss, hann þekkir mig ekki.
En hann þekkti mig, og þegar hann sagði;
- Hæ.... og ég svaraði til baka; -Hæ
..... hugsaði um eistnaspennuna gat ég ekki annað en hlegið. Þannig að þó ég hafi verið einsog þjórsárdalur á þriðja degi, hefði það ekki skipt máli. Það eru nefnilega allir svo fjarska beuty ef þeir eru glaðir... þó þeir séu það ekki.
Ég las það einhversstaðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Glataður tónlistasmekkur
16.6.2007 | 02:32
Ari Brynjar sonur minn er snillingur!
En það varð deginum ljósara, þegar hann spurði mig í kvöld, að hann hafði erft stærðfræðielementið frá mér;
-mamma, ertu ekki fædd "79?
- nei Ari, hvernig færðu það út?
-það veit ég ekki... en sko, var að brenna einhverja diska fyrir þig síðan 79 sko...
-Ari minn, spáðu í þessu... ég var þá 10 ára þegar ég átti þig...
-já þú meinar það... vona samt að þú verðir ánægð með diskana...
... tónlistarsmekkurinn minn er alltaf að færast nær nútímanum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tölvunotkun eykur hrukkumyndun
13.6.2007 | 22:24
Jæja, stelpur (voðalega er maður eitthvað italic og bold á því núna....) og strákar, konur og karlar, piparjunkur og piparkarlar.
Er komin með svarið við þessu.
Svona hefur maður gott af því að fara á bókasafnið... hvurslags!
Svarið er að finna á bókasafninu á háum hælum í bleiku bikinýi.
Jebb, fann það nefnilega út í gær, þegar ég labbaði framhjá sundlauginni, að hégómagirni kvenna er um alla kynjamismunun að kenna. (Góð!....rímar og allt saman.)
Útskýrir það nefnilega, alveg rúmlega vel t.d. að miklu fleiri karlbloggarar eru til... held ég, en konur. (engar staðfestar tölur frá Raunvísindadeild Háskólans.. bara svona stutt guess frá mér komið)
Tölvunotkun eykur hrukkumyndun! Og ég er að segja ykkur þetta konur, því mér þykir svo undurvænt um ykkur. Ofurbloggari - hrukkudýr!
Það væri nú gaman að smala saman í eitt lítið og feitt grill einn sumardaginn og sjá það með berum, hver okkar er duglegust að blogga... og hver er mesta hégómadollan í dós.
Svo er hitt, að streita hefur áhrif á hrukkumyndun. Það útskýrir vel einmitt að konur, kerlingar, stelpuskjátur veigra sér við að taka að sér ábyrgðarstöður!
Engum um að kenna nema okkur sjálfum.
Bíddu, bíddu.... fæddust þeir (karlarnir) kannski á valtara um leið og eystun duttu niður? Bara spyr út í loftið. Einsog rófulaus hæna....
Klárleg hrukkumyndun sem streita veldur, og jafnast hún á við tíu pakka af sígarettum á dag! Og eina íslenska brennivín.
Og rúmlega það.
Neibb.... þá er nú sökinni skárra að dúllast heima í handavinnunni og drekka 10. ltr. af vatni... með kornamaska á andlitinu... hreyfa ekki á sér rassgatið, hvað þá hausinn af eintómri hræðslu við að slíta út liðina. Og kannski valda því að heilafrumurnar allar sem ein leggist í bælið, eða lendi í hjólastól!
Ef þið heyrið ekki frá mér aftur... þá vitið þig ástæðuna.
Einhver kæfði mig í nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Elska lyktina, kyrrðina og snertinguna
12.6.2007 | 13:15
Staðan er þessi;
fékk óvænt frí úr vinnunni í dag, vegna margra vinnudaga ástundun samfleytt.
Algjör snilld, sólin skín innum gluggann minn er búin að fara út á svalir þar sem hún fékk að verma aðeins á mér kroppinn.
Svo er spurningin þessi;
Hvað á ég að gera í dag?
Valið stendur á milli þess að fara í göngu með sjálfri mér, fara í sund, með sjálfri mér eða fara á bókasafnið með sjálfri mér. Og öllum hinum.
Svo er auðvitað inn í myndinni að skella sér í allan pakkann...
Gangan; ... á held ég bara háhælaða skó... nei þarna læddust einhverjir strigaskór með í flóðinu sem einhver gaf mér sem vildi gera úr mér íþróttaálf.
Svo er það sundið; púffí púff.....aðeins skærbleik bikiní í skúffunni síðan ég man ekki hvenær....jæja lendi þá allavega ekki í árekstri.
Bókasafnið er safe!
Með betri stöðum á jarðríki.... Elska lyktina, kyrrðina, snertinguna ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)