Eistnaspenna

Það var ekkert sem gaf til kynna í dag að fortíðin myndi banka upp á hjá mér.

Svo óforvarendes og frekjulega gerði hún það samt, án þess að spyrja kóng eða prest og hégómagirndinn sullaði í mér þar sem ég var einsog undin tuska. Undin tuska í skítugum hvítum íþróttabuxum og alltof stórri flíspeysu með hallærislegu logoi með mynd af hesti...  frá einum atvinnurekanda.

Þarna stóð ég semsé nýkomin af róló með stelpunni minni inn í smávöruverslun að kaupa bland í poka. Á 50% afslætti sem þýddi að sparnaður er enginn, þar sem ég moka ávallt helmingi meira í pokann. Og tel sjálfri mér trú um að ég sé að græða.

Stelpan mín, sem sé stendur þarna með bleikt veski og jarðarberjaöskju þegar ég sé hann.

Dísess!

Ég reyndi svona að fela mig á bakvið sólgleraugun... og varð alveg sérstaklega áhugasöm um innihald niðursuðuvara í dós og sósujafnara.

Þá skeður það að árans jarðarberin fara á flug.... hlaupa allar í sitthvora áttina.... og ég á eftir... með stelpuna skríkjandi þar á eftir.

Og augu okkar mættust.

Hans eru grá og litlaus og líflaus einsog hann sjálfur var í minningunni blessaður. Hann var kærasti minn á unglinsárum og ég man að ég var nú ekkert sérlega spennt. Ekki skrýtið miðað við það að hann datt einhvernveginn inn í malbikið sem varð til þess að ég laðaðist að honum. Hann átti nefnilega bíl.

Jebb við stelpurnar settum markið ekki mikið hærra, ef strákar voru nokkurnveginn ekki mongólítar eða einfættir ... sluppu þeir ef þeir áttu  flottann bíl á þessum árum. Þau þeir væru grútleiðinlegir skipti það minnstu, við vissum sem var; þeir þögnuðu alltaf á endanum.

Og strákar að sama skapi voru sáttir ef þeir fengu snert af kynlífi (held ég). En það fékk hann nú ekki þessi, frá mér allavega, nema kannski í draumum sínum og þar byrjaðu og enduðu mörg af okkar ágreiningsefnum.

En það er eitt sem er mér minnistætt frá þessu sambandi sem náði yfir heilt sumar... þó ég þori ekki að fullyrða að það hafi dugað sumarrúntinn á enda.

Strákgreyið reyndi einsog ég áður sagði að komast inn í holdið og reyndi öll brögð í sögunni... eitt það alskarpasta sem fylgi mér árin á eftir ... eða þar um bil var að hann sagði :

-sko Heiða, þetta gengur ekki, þú ert að drepa mig! Gerirðu þér enga grein fyrir að ég er sífellt að drepast úr eistnaspennu!

-eistnaspennu?

-já þetta er ógisssslega vont og sárt. Það er einsog það sé verið að sparka í punginn á mér alla daga!

Ég hafði nú heyrt að það væri hrikalegt, vægast sagt, þetta með pungaspörkin.... enn ekkert sérstaklega fann ég til með honum.

... svo blés í bleikri HubbaBubba tyggjókúlu sem sprakk framan í hann... eða svona næstum.

Einhverjum árum seinna minnug þessara orða spyr ég þann mann sem átt hefur hvað stærstan og mesta hlutdeild í mínu lífi, þetta í sambandi við eistnaspennuna þarna....og hann tapaði sér úr hlátri.

Mér fannst ég svo stupid, en þetta varð náttúrulega til þess að ég gat farið að gera mér upp höfuðverk í tíma og ótíma... hann veit ekki hvað hann kallaði yfir sig þessi elska...LoL

Aftur að jarðarberja - kappakstrinum... eitt lenti við fæturnar á honum... og ég hugsaði í öræði; fucking shit.... gat ég nú ekki verið aðeins skárri til fara...og svo kom; iss, hann þekkir mig ekki.

En hann þekkti mig, og þegar hann sagði;

- Hæ.... og ég svaraði til baka; -Hæ

..... hugsaði um eistnaspennuna gat ég ekki annað en hlegið. Þannig að þó ég hafi verið einsog þjórsárdalur á þriðja degi, hefði það ekki skipt máli. Það eru nefnilega allir svo fjarska beuty ef þeir eru glaðir... þó þeir séu það ekki. 

Ég las það einhversstaðar.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Það er hollt fyrir karlmenn að fá eistnaspennu..... þeir verða bara að kunna stundum að bíða eftir hlutunum!

Góðir hlutir gerast hægt :)

Eva Þorsteinsdóttir, 16.6.2007 kl. 22:52

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

En djöfull kannast ég við að vera svona til fara þegar maður hittir fólk sem maður vill engan vegin hitta ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 16.6.2007 kl. 22:53

3 Smámynd: Hugarfluga

Hló mikið!! Þú ert snilldar penni! En eistnaspenna?? Kommon ... má ég þá frekar biðja um spennu með semelíusteinum. Held að eistnaspenna myndi ekkert gera fyrir mitt ljósa lokkaflóð. 

Hugarfluga, 16.6.2007 kl. 23:03

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nákvæmlega Eva, það er andstyggð!

En þetta með eistnaspennuna skilst að þetta fyrirbæri sé ekki til! Allavega ekki þessar misþyrmingar einsog gæinn gaf í skyn...

Heiða Þórðar, 16.6.2007 kl. 23:04

5 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Eisnaspenna þýðir: Gredda og hjá flestum okkar sem erum ekki í föstu sambandi er eina ráðið: hugsa um fótbolta með sveittum karlmönnum og það sem verra er hugsaðu um FORMÚLU

Arnfinnur Bragason, 16.6.2007 kl. 23:29

6 Smámynd: Arnfinnur Bragason

EITT!!

Arnfinnur Bragason, 16.6.2007 kl. 23:30

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eistnaspenna, spennandi orð, en þú ert nú bara snilldarpenni stelpa, held þeir megi þá bara þjást af spennu. Ekki fá þeir fyrirtíðaspennu skilst mér, hef heyrt að hún sé ekki góð, vona að ég sleppi við hana.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 23:33

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þekki tilfinninguna sem skellur á manni þegar maður hittir fólk úr fortíð og lítur út eins og gamalt vörtusvín.  Arg hvað það gerist of oft. 

Varðandi eistnaspennu þá hef ég ekkert um málið að segja nema hvað að ég vona að allir fái það reglulega, séu g(r)laðir og hressir og þurfi ekki stöðugt að hugsa með neðripartinum.  Úff þetta var heilmikið sem ég hafði um þetta að segja

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2007 kl. 23:36

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Arnfinnur minn; common eina ráðið fyrir mann í óföstu sambandi! láttu nú ýminundaraflið vinna með þér og í þér og utan um þig og....og og .. hvað varð um Lóu litlu/stóru, trúu og tryggu? fór hún með jólasveininum upp til fjalla? Það er ekkert til sem heitir eistnaspenna!

Ásdís; þú er safe darling... engar spennur nema kannski í lokkana þína.

Jenný; hehehe, sammála!

Heiða Þórðar, 16.6.2007 kl. 23:40

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Arnfinnur; sá EITTIÐ, aðeins of seint... hehe

Heiða Þórðar, 17.6.2007 kl. 00:07

11 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

ha ha ha ha snilld Heiða ...alltaf heyrir maður eitthvað nýtt...eistnaspenna????...ja hérna hér...

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 17.6.2007 kl. 00:19

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Eistnaspenna ? 

Kvílíkt kjánalegt karladisserí...

En reyndar margsannreynd vísindi um hugarheim & metnaðargirnd  kvenna á þessum árum æviskeiðs þeirra, mér velþekkt frá því að rúntkeyra á alvöru kagga í den.

Í dag er mér sagt að hægt sé að imprezza á imprezzu eða nizzan, heimur verznandi fer...

Skiptimiðakvitt...

Steingrímur Helgason, 17.6.2007 kl. 00:32

13 identicon

Það er gott að vera ungur pungur. Verð að bæta því við að eistun hanga í pung og enginn mannlegur máttur getur skapað spennu í eistum en þó getur mikill kuldi herpt saman leðurpunginn svo að karlmenn upplifa sig kannski aftur átta ára...reyndar alls ekki ég. Kannski sá gamli hafi fundið punginn sinn herpast við tilhugsunina að hafa ekki fengið það sem hann vildi; lái það honum hver sem vill. Nóg af pungum og eistum.

Það er góður siður að kaupa bland í poka fyrir börnin einu sinni í viku og allt í lagi þó að maður versli helmingi meira en maður hefði annars gert...það er lúxusvandamál.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 01:07

14 Smámynd: www.zordis.com

Móment sem manni langar ad hverfa ofaní jördina eda gufa upp eins og gömul sk......t  Svona Flashback getur líka verid BARA gaman! 

Gledilegan Zjódhátídardag!

www.zordis.com, 17.6.2007 kl. 10:13

15 identicon

Ekki amalegt að vera kallaðar karamellur! mannstu það mín kæra?

kv. Kolls

Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 11:26

16 Smámynd: Kristófer Jónsson

þú ert snillingur

Kristófer Jónsson, 17.6.2007 kl. 13:49

17 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Heiða og eistun h..............................................................góða skemmtun

Georg Eiður Arnarson, 17.6.2007 kl. 22:45

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi mér þykir væntum þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 17.6.2007 kl. 23:00

19 Smámynd: Ólafur fannberg

heheeeee....

Ólafur fannberg, 18.6.2007 kl. 13:41

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú ert triljón Skemmtileg saga,,,,og já gleyptu mig jörð,,,þekki'ða

Solla Guðjóns, 19.6.2007 kl. 01:26

21 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Eisnaspenna ætti að vera hægt að laga með hægri hendinni...

Hlynur Jón Michelsen, 19.6.2007 kl. 03:27

22 Smámynd: Ásgerður

Ha ha ha, sé þetta alveg fyrir mér. Það er alveg týpíst þegar maður skýst bara sem snöggvast út  í búð, ílla til hafður og alveg með ljótuna,,,þá,,,einmitt þá, hittir maður einhvern sem mann langar auðvitað alls ekki að hitta,,,bara svona til að toppa daginn hehe. Þú ert alveg snilldar penni Heiða , frábært að lesa.

Knús frá mér

Ásgerður , 19.6.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband