Hár í rassinum

Ég er ekki með lag á heilanum.. en þetta lýsir sér svona á svipaðan hátt, ég er með brasilískt vax á heilanum.

Einmitt snemma í síðustu viku er "ein skvísan", að segja mér að hún sé búin að panta í brasilískt .... og ég spyr einsog api; -já já, flott,  bíddu það er svona bara kantsnyrting er það ekki?

Hún leit á mig og ég sá í augunum á henni að ég féll úr áliti alla leið niður til helvítis.

-Nei Heiða... ertu vængefinn? það er bara allt af....

-Allt af... já ok... já ég man það núna.... úff er það ekki vont?

-Ábyggilega.... ég er að fara í fyrsta skiptið. Ekki til í dæminu að ég fari til Spánar með hárin standandi út úr rassgatinu á mér! Svo finnst strákum miklu skemmtilegra að leika sér við mann ef maður er hárlaus....

-Dísess... þú ert að fíblast mér? hár í rassgatinu?

Stundum líður mér einsog ég viti ekki neitt. Hélt samt að ég vissi allt, rauninn reyndist hinsvegar önnur. Þegar ég kynntist stelpum mér yngri.

Síðan hafa dagarnir liðið.. og mér dettur ekki til hugar að spyrja hvort hún sé búin að fara, einhvernveginn alltof miklar upplýsingar fyrir mig hvort hún er með hár í rassinum eður ei. Vona að ég komist aldrei að því...

Fæ endalausar hugmyndir daglega...

ein sagði í dag;

-æi ég er eitthvað svo mikið nautnaseggur!

-púff ég líka... elska að láta klóra mér á bakinu...

-KLÓRA ÞÉR Á BAKINU! Elska að láta sleikja á mér bakið!

-Sleikja? er það gott!

... ég held ég hafi ekki heyrt svarið, en er staðráðin í að komast að því, hvort það sé gott....

......þegar ég er búin að fara í Brasilískt vax....Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ojjjojjojj..... ekki gera það!

Systir mín fór einu sinnni í Brasilískt.... fékk útbrot og ekki batnaði málið þegar byrjaði að spretta aftur...... klóraði sér svo mikið þarna niðri að......já *hóst* segi ekki meir!

Annars tel ég mig líka vera nautnasegg......... finnst gott að láta klóra mér á bakinu, slæmt að heyra að það tilheyri ekki lengur seggum..... er maður orðinn svona gamall...... eða bara gamaldags?

Eva Þorsteinsdóttir, 19.6.2007 kl. 19:56

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

veit ekki Eva kannski er maður orðin gamall, hugmyndin var að vaxa bakið sko.... áður en einhver heppinn fær að sleikja það... (hehe) nei ...lofa!

Annars verður næsta hitt-ið sjálfsagt að láta vaxa á sér skallann!

Heiða Þórðar, 19.6.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Og nú er enginn maður með mönnum, eða konum, nema stunda háreyðingu á vinnusvæðum. Og víðar...

Rögnvaldur Hreiðarsson, 19.6.2007 kl. 21:23

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Háreyðing á vinnusvæðum? hverju er ég að missa af? Það er nú í lagi að vera penn, en hárlaus nei nei líst illa á svona öfgar. Sáuð þið ekki fréttina á st-2 í gærkvöldi um það að svona hárlausar dömur í g-streing séu þær hinar sömu og þjást af  þvagleka fyrir þrítugt, og þá er að velja, passlega loðinn og halda því eða mígandi út í eitt, bara af því að hlægja í bíó, ég veit hvað ég valdi.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.6.2007 kl. 21:29

5 Smámynd: www.zordis.com

Kraesssst ... Ég fór í Braziliskt nudd ... mae dog sko!  Fer ekki í neitt annad braziliskt

www.zordis.com, 19.6.2007 kl. 21:35

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ekki mundi ég þora alltaf skíthrædd við vax.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.6.2007 kl. 21:54

7 identicon

ha...til hamingju með dag kvenréttinda og jafnræðis...allsstaðar.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 21:56

8 Smámynd: Solla Guðjóns

LOL!!!! þekki eina sem fór í brasilíuvax sem var víst hræðilegt að hennar sögn....við köllum hana Brasilíu því það varð óttlegt bras á henni þarna niðri í langan tíma á eftir.

Solla Guðjóns, 19.6.2007 kl. 22:11

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Muuuuuuuuuuuuuuuuuuuuhhhhaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa. Baaaara fyndið. Get ímyndað mér vesenið þegar allt dótið byrjar að vaxa aftur. En svona er þetta. Allir svo svaaaakalega hárlausir í bíómyndunum (að ég tali nú ekki klámmyndum) að ungt fólk fer að halda að þetta sé normið.

Jóna Á. Gísladóttir, 19.6.2007 kl. 22:27

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég leyfði mér að linka á þessa færslu hjá þér. http://jonaa.blog.is/blog/jonaa/

Jóna Á. Gísladóttir, 19.6.2007 kl. 22:45

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, er búin að fatta að ég vinn á vernduðum vinnustað!

Rosalega læðist klámvæðingin lymskulega að okkur, manni finnst kannski ekki skrýtið þótt klámmyndaleikarar raki, vaxi, hvítti og það allt, enda vinnusvæðið, en venjulegt fólk? Hmmm! 

Guðríður Haraldsdóttir, 19.6.2007 kl. 23:09

12 Smámynd: Hugarfluga

Ef þú byrjar að tala um tásusog er ég farin!!

Hugarfluga, 19.6.2007 kl. 23:16

13 identicon

Ja, hérna hér !

Nú dugar ekki lengur slagorðið: "Are you STILL a vax virgin" lengur ?

Enda með afbrigðum breskt og ósjarmerandi.

Nú, er ekki í lagi að nota bara þrefaldan Gillette?

Síðan sér maður ,,hagsmunasamtökin" hér fyrir ofan í athugasemdunum; annar rakari að iðnmennt og hinn loðnari en andadúnshreiður...

Ííííhaa!

Kv.

Audda

Audda Hans (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 01:34

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"Beauty is pain" er sagt, en mér finnst þetta "Brazza vax" vera hroðaleg tilhugsun ! ái !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2007 kl. 07:55

15 Smámynd: Ester Júlía

Ég bloggaði nú eitthvertímann um Brasilískt vax.. ég hef ekki orðið svo fræg ennþá að fara og hugsa að það verði aldrei.  Í alvöru!  Hef heyrt hroðalegar sögur af þessu og btw þá þarf maður að safna áður ..og ég næ því aldrei .. er alltaf búin að kantskera þegar farið er að sjást í hárin.   En æ þetta er to much useless information..

Ester Júlía, 20.6.2007 kl. 08:03

16 identicon

Og ég sem hélt að Brasilískt tengdist fótbolta.  Mikið er maður nú grænn....

Jói Dagur (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 08:29

17 Smámynd: Kristófer Jónsson

þú ert frábær Heiða

Kristófer Jónsson, 20.6.2007 kl. 09:05

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant færsla en aðeins of miklar upplýsingar í nærmynd fyrir mig. Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2007 kl. 09:40

19 Smámynd: Hugarfluga

*GARGGG* yfir kommentinu hjá Auddu Hans!!! hahahaha

Hugarfluga, 20.6.2007 kl. 09:40

20 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Mér finnst ótrúlegt hvað þetta Brasilíksa

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 20.6.2007 kl. 10:09

21 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Tölvan mín sendi sjálf ókláraða athugasemd - þvílík frekja.......   En það sem ég ætlaði að segja var að mér finnst ótrúlegt hvað þessi Brasilíksa vaxtegund er mikið í umræðunni þessa dagana,  ætli tegundin hafi fundist nýlega í regnskógunum......  Ég þekki sögu af einni sem fór í svona meðferð og mætti svo "frekar gleið" til vinnu - átti sem sagt erfitt með gang.......   Ég er að spá í að bíða aðeins með að eyðileggja hárgreiðsluna á "Sigríði Dúnu".....!!!!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 20.6.2007 kl. 10:12

22 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehehe

Ólafur fannberg, 20.6.2007 kl. 10:45

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki best að fá sér rasshvíttun í leiðinni, ekki nokkurt vit í að vera hárlaus en með brúnan endaþarminn.  Hann þarf auðvitað að vera hvítur og tandur hreinn

FFFRRRRRRRRRRRUUUUUUUUUUUUUUUUUSSSSSSSSSSSSSSS !!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2007 kl. 18:05

24 Smámynd: www.zordis.com

Hvíttun .... zad sem fólk leggur á sig!    Zink á bossann og vax á pjöllid .....

www.zordis.com, 20.6.2007 kl. 19:05

25 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

ég var einmitt að blogga um þetta the other day... http://alla.blog.is/blog/alla/entry/243190

Aðalheiður Ámundadóttir, 22.6.2007 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband