Helmingurinn eftir

Ég hef ekki verið greind með ólæknandi sjúkdóm og giska á að ég eigi eftir svona sirka bát, jaaa segjum 37 góð ár eftir. Ef bílarnir passa sig á mér.

Er sem sé búin með helminginn. Hef einsett mér að vera besta manneskja sem ég mögulega get og er fær um, hinn helming ævinnar sem ég á eftir að rusla af... 

Flott markmið útaf fyrir sig.

Mig langaði að þakka ykkur fyrir að kíkja á mig og athugasemdirnar frá ykkur eru mér ómetanlegar.

Ég var eitthvað að agnúast útí þetta IP-tölu dæmi um daginn.... og svo fór ég að hugsa þetta betur; IP - getur svo sem þýtt Ingi pungur fyrir mér!

Þið eruð snilld kæru bloggvinir... og (hef sagt það áður) gerið annars ágætt líf mitt enn betra og skemmtilegra.

Þetta er furðulegur andskoti! Þessi bloggheimur og félagsskapur.  

Fékk það endanlega staðfest annars í dag að fólk gerir alltof lítið af því að hæla öðru fólki.  Þá á ég ekkert endilega fyrir það sem það hefur gert. Heldur einfaldlega hvernig það er.

Það er deginum ljósara að  í sérhverri manneskju sér maður og finnur eitthvað gott.

Og jafnvel ET hafði eitthvað fallegt við sig. Hann hafði til að mynda einstaklega fallega fætur og nebbagoggurinn hans var bara "kjút" -þó svo að það væri bölvuð skítafíla af ófétinu...

Það væri kannski pæling að hrósa honum fyrir það heldur en að halda fyrir nefið!

Þegar fólk fellur frá reyna svo allir í ofboði að finna einhvern jákvæðan punkt við kalt líkið (haldandi fyrir nefið) dauðþreytt og sveitt, hripar það niður einhverjar línur með bleklausum blýanti.   Lofsamar sjálfan djöfulinn. En ok. frábær viðleitni.  Og minningargreinin birtist í Mogganum, stútfull og yfirpökkuð, bæði af; staðreyndar- og stafsetningarvillum! Alltof seint auðvitað.

Mér finnst svona almennt að fólk ætti að vera betri við hvort annað. Í lifandi lífi, í daglegum samskiptum.

Hrósa hvort öðru. Þó svo að sjálfsvirðingin eigi ekki að ganga fyrir hólum annarra einsog eldfimt bensín. Og svo er það að geta tekið hrósi og þakkað fyrir það.  Mikið assskoti er annars gott að fá hól. Fékk einmitt eitt slíkt í dag!

Ég er rúmlega og aukalega ekki saklaus þar.  Púff! Man alveg þegar ég tók complement sem mér voru gefin og sneri þeim útí heila bíómynd í hausnum á mér. Og setti í útleigu á eftir.

Átti það alveg til að hugsa ef einhver sagði við mig að ég liti vel út; jæja hann vill fá að ríða þessi! 

Einhverjum má alveg finnast kjóllinn minn fallegur og þarf ég ekkert endilega að taka það fram að hann hafi verið útsöluvara úr Euro Pris ef út í það er farið. Þetta hafi verið svona tveir fyrir einn pakki...og ég hafi ekki borgað fyrir hann. ....heldur hinn.

Og að viðkomandi langi til að rífa mig úr honum og....henda mér upp á glóðvolga eldavélina og ....ja t.d. strjúka á mér bakið og stinga mér svo í þvottavélina og  kyssa mínar fögru tær á suðu...(mér fannst þetta actually fyndið)

Nota svo kjólinn í gólftusku á eftir. Og henda mér á haugana.

Þið eruð annars æðislegHeart

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greifinn

Bíddu, bíddu, ertu farinn að halda að við karlmenn séum að hrósa kvenfólki fyrir útlit án þess að ætlast til einhvers í staðinn???

Jahérna, þá er orðið kalt í helvíti.....

Greifinn, 22.6.2007 kl. 20:43

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hehehe....... annars er ég búin að fatta það að IP tölur eru innlit páfans, kæri mig ekkert um lestur hans á bloggsíðunni minni.... bara að reyna að halda þeim í lágmarki

En ansi líturðu annars vel út í dag Heiða mín og svo skrifarðu líka svo skemmtilega varð bara að hrósa þér smá..........

Eva Þorsteinsdóttir, 22.6.2007 kl. 21:09

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

þú ert yndi...

Heiða Þórðar, 22.6.2007 kl. 21:16

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Alltaf gaman að líta við hjá þér.

Hef alveg fundið þessa tilfinningu oft, ef mig langar að segja við einhverja hve flott hún væri,,,neee hún heldur að ég sé að reyna við sig.

Þori ekki einu sinni að blogga það, þá gæti það orðið áreiti.

Best að láta þær bara eiga sig.

Þröstur Unnar, 22.6.2007 kl. 21:30

5 Smámynd: Sigurður Andri Sigurðsson

Ég var alinn upp við hrós og hreinskilni, og hrósa ég fólki ef það á skilið hrós.  Sama hvort að það sé kona eða kall og ætlast ekki til neins í staðinn.  En þröstur ég held að þú sér svolítið óöruggur með sjálfan þig, því ef að þú heldur að einhver stelpa taki hrósi sem einhverjum bólsboðsmiða.  Þá held ég bara að þú hafir smá rangt fyrir þér.

Eitt hrós gæti bjargað vikunni fyrir marga þannig ekki vera spör á hrósið. 

Alltaf gaman að líta hér inn er reyndar latur við að gera athugasemdir vona að þú fyrirgefir það Heiða.  Enda einn af betri pennum í þessu litla samfélagi.  

Sigurður Andri Sigurðsson, 22.6.2007 kl. 21:47

6 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

takk fyrir frábæra pistla..alltaf gaman að lesa sem kemur frá þér...og svo ertu líka svo mikið beib!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 22.6.2007 kl. 22:06

7 Smámynd: www.zordis.com

Ef allir gaetu gefid sér tíma til ad sjá zad góda í ödrum zá vaeri okkar heimur á annan veg!  lífid er boomerang afekted svo zad er naudsyn ad vera gódur hvort sem zad er af eigin hvöt eda eigin afbrýdi .....  Fallegar og hreinar paelingar. 

Audvitad vill karlmadur eitthvad meira ef hann hrósar pilsfaldinum ..... 

www.zordis.com, 22.6.2007 kl. 22:25

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Sagði ég ekki Zordis.....

Þröstur Unnar, 22.6.2007 kl. 22:35

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

IP illi pilli. Annars, þá er þetta góður pistill eins og ávallt Við mamma vorum að tala um það að við erum svon ánægðar með hvað við erum nánar og kærar hvor annarri og ég nota hvert tækifæri til að segja henni hvað ég elska hana að hún sagði að ég þyrfti ekkert að skrifa minningargrein um hana, hún væri búin að heyra allt í lifanda lífi og þannig vill hún hafa það.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.6.2007 kl. 22:40

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég vissi alltaf Ásdís að þú værir yndi! Endalega staðfest og stimpluð inn í hjarta mitt, hér með þessu innliti.

Koss á línuna (á alveg trilljón eftir... )

Heiða Þórðar, 22.6.2007 kl. 22:53

11 identicon

Heiða Bergur Bumba! þú ert alveg gullmoli... Sem betur fer þekki ég þig, hef séð á þér tærnar og séð þig nývaknaða, ljóshærða, dökkhærða...með og án farða og þú ert alltaf frábær!

kv. Kolls

Kolbrún Jóna Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 22:55

12 Smámynd: Brattur

... ef maður verður fimmtugur, þá lifir maður þetta af, sagði maðurinn... ef engin hrósar manni í mjög langan tíma, þá gerir maður það bara sjálfur, gerir kannski ekki sama gagn en mesta furða hvað það virkar... það er ótrúlega margt í lagi hjá manni ef maður er sáttur við sjálfan sig...

Brattur, 22.6.2007 kl. 23:17

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Málið fyrir mér Brattur, er að þú verður að byrja á að geta tekið hrós frá sjálfum þér... áður en þú getur þegið það frá öðrum.

Síðasta setning einsog töluð úr mínu hjarta.

Heiða Þórðar, 22.6.2007 kl. 23:28

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert sæt, fyndin, klár, pennafær, lýsingaorðaglöð, bloggin, hnyttin, súrrealistísk og..og..og.. takk fyrir pistil.

Nú voru bara tvö neðanmittis í færslunni (alltaf að telja eins og Sóley) 1 ríða og 1 pungur.  Kva!

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2007 kl. 00:38

15 identicon

Heiða takk fyrir bloggið þitt og ég er þakklátur að hafa kynnst þér aðeins.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 00:48

16 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Heiða, ég skal passa mig á mínum bíla að stytta ekki þessi 37 ár sem þú átt að eiga eftir og athugasemdir mínar til þín eru vel meintar og í einlægni er ég ekki Ingi pungur amk ætla ég það ekki hehe...... vertu það sem þú ert og haltu því áfram. Hef haft mjög gaman af að lesa boggið þitt. Ég eins og allir sem lesa bloggið þitt og setja inn athugasemdir erum frábært fólk

Arnfinnur Bragason, 23.6.2007 kl. 01:10

17 identicon

Jæja þá.  Þar komst þú upp um mig, Heiða mín. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 01:11

18 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 23.6.2007 kl. 07:02

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt mín kæra.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.6.2007 kl. 09:26

20 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Svei mér þá ef þetta er ekki besta færslan þín hingað til! Ég á svo sem ekki erfitt með að hrósa fólki og geri töluvert af því.. ekki jafn klár að meðtaka. 

Farin út í sólina með bloggið þitt efst í kollinum... getur ekki klikkað!! 

Heiða B. Heiðars, 23.6.2007 kl. 10:28

21 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Ok -- skilaboðin hér - virðast vera - að hæla yður mjög varlega, og nota smá lýsingarorð ---- mmmm áhugavert.
en , best að taka áhættuna --
Þetta er snilldarblogg hjá þér -- og þú lítur bara ágætlega út.Og hafðu góða og skemmtilega helgi.

Sunset

Halldór Sigurðsson, 23.6.2007 kl. 10:37

22 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gott blogg. Lifum í núinu og njótum þess, leyfum fólkinu okkar að njóta sín líka með hrósi á réttum stöðum eða hverju sem til þarf.

Fólk er alltof feimið við að taka hrósi, bæði konur og karlar. Það er alveg rétt hjá þér og nokkuð sem ég skil ekki af hverju við förum varlega í að njóta þess að fá hrós, það er svei mér eins og við teljum alla vilja ríða okkur sem vilja bara hrósa okkur - og þetta á við bæði um konur og karla. 

Marta B Helgadóttir, 23.6.2007 kl. 15:07

23 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ragnar Bjarnason, 23.6.2007 kl. 19:25

24 identicon

Verð nú bara að segja að ég les mikið blogg hjá fólki en það kemst enginn með tærnar þar sem þu hefur hælana, og vítt svið og það sem kemur upp úr þér Heiða er bara hrein snilld    Med venlig hilsen frá Baunalandi

Inga Ósk (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 20:39

25 Smámynd: Hugarfluga

Hrósa fullt og fæ fullt af hrósi sjálf. Finnst það yndigt!! Lovjú.

Hugarfluga, 24.6.2007 kl. 00:05

26 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 24.6.2007 kl. 02:14

27 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð pæling hjá þér Heiða mín.  Ég geri nú stundum það að hrósa fólki.  Ég læt fólk oft vita ef ég sé eitthvað flott eða gott við það.  Það er ekki bara góðmennska, því ef maður gefur einhverjum eitthvað gott, þá fær maður það margfalt til baka.  En oft þarf bara eitt lítið bros til að bjarga deginum fyrir suma.  Sérstaklega fólk sem er einmana, eða óöruggt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.6.2007 kl. 10:28

28 Smámynd: Þröstur Unnar

Nákvæmlega hárrétt Ásthildur, og ef brosið er innilegt, ekki gretta, eða viðskiptabros, er dagurinn save.

Þröstur Unnar, 24.6.2007 kl. 10:43

29 Smámynd: Saumakonan

ahhhh gott að vera nettengd aftur svo maður geti lesið bloggið þitt Heiða mín... var farin að sakna þess   

Ég er þeirrar skoðunar að maður á að njóta lífsins á meðan maður getur... rækta fjölskylduna og vera óspar á hrósið.  Stundum þarf bara smá pepp til að lífga upp slæman dag... knús eða lítið hrós.   Maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

knús á þig ljúfan

Saumakonan, 24.6.2007 kl. 21:39

30 identicon

Hefur þú ekki pælt í því að við Íslendingar höldum upp á AFMÆLI?

Við erum endalaust að telja niður...og mæla af.  Í flestum öðrum málum sem ég þekki til er haldið upp á fæðingardaginn.  En við Íslendingar þurfum einatt að vera öðruvísi - eins og okkur er von og vísa; eigum heimsmet í öllum andskotanum!  Þú fyrirgefur orðbragðið.  

En svona í lokið fyrir ykkur hin - þá er Heiða sú allra besta manneskja sem ég hef hitt ; minn vinur, sálufélagi og spegilbrot.   En ég varð að gera henni þann grikk að finna það allra, allra ömurlegasta ,,bloggnafn" sem ég gat fundið - og það tókst! ;)

Sorry darling!  Ég breyti þessu í bráð :)

Audda Hans (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 23:00

31 Smámynd: Steingrímur Helgason

Heiður eiga gott með að hrósa, ekki skemma það nú fyrir einhverja brauðmola, Hansi minn..

S

Steingrímur Helgason, 25.6.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband