virðing, ást og traust

Þegar maður hefur ekkert að segja en sér sig knúinn til að halda fingrunum í formi, þá horfir maður blankur á hvítt blaðið... og hugurinn fer á flug.

Þannig heldur maður heilanum í formi.

Sjálfsagt fer ég yfir öll ó-velsæmismörk núna, en á það svo sem alveg til að dansa á línunni.

Ég kann að meta eitt í fari karlmanna sem þeir hafa fram yfir okkur konur. Við röflum þetta heljarins bull og sullumbull í kringum kaldan grautinn. Það gera karla ekki, þeir oftar en ekki koma sér beint að efninu.

Það sem ég er að reyna að segja, en á erfitt með að koma mér að. Mér er ekki einu sinni farið að standa!

...á sama.

Sko var að pæla í einu....púff.

Þetta mál með að.....arggg!

Sko! Hef orðið þess áskynja í kringum mig þetta með að par vilji vilji fá einstakling í ástarleiki sína, svo úr verði þerna. Hlýtur eiginlega að vera!  Þar sem dæmið er einfalt; par og par - hlýtur að vera ferna.

Svona einhversskonar krydd í samlífið. Hvað varð um Mr. Pipar og Mrs. Salt? Allir búnir að gleyma þeim?

Er okkur ekkert heilagt lengur....? erum við kannski enn föst í hippatímanum þar sem allir elskuðu alla og love all -fuck all ....dæmi var málið?

Er bara eitt stórt og feitt partý í gangi? Afhverju er mér er ekki boðið  í partíð? Kannski afþví að ég reyki ekki hass? Kannski afþví að ég tilheyri ekki samtímanum? Kannski afþví að ég hef ekki nokkurn áhuga á að koma?

Segjum að þetta fyrirkomulag.... verði viðurkennt i nútímasamfélagi...

-ja við vorum að segja upp þriðja aðilanum. Erum bæði í ástarsorg. Vasaklútur og læti. Hvað verður þá næst?

Við erum einhvernveginn alltaf að fara lengra og lengra ....  ganga lengra og lengra og endum á harðahlaupum einhversstaðar víðsfjarri öllu sem heitir; virðing, ást og traust.

í guðana bænum segiði mér að ég sé ekki ein um þessa skoðun...

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mr. Pipar og Mrs. Salt.....og svo þriðja kryddið! 

Sæunn (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 22:09

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

verð ég? þeir eru örugglega til....ég er ekki í þeim

Heiða Þórðar, 20.6.2007 kl. 22:16

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er nú ALLT orðið óeðlilegt, konur vilja keisara til að upplifa ekki sársaukann. Daaa hvert stefnum við.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.6.2007 kl. 22:17

4 Smámynd: www.zordis.com

Kanínuhugtakid faerist naer!  Veit ekki Heida mín, ég er svona salt kerling og vill hafa Piparinn vid hendina ..... Alveg naegt krydd á diskinn minn!

www.zordis.com, 20.6.2007 kl. 22:32

5 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Nei, þú ert sko ekki ein um þessa skoðun..sorgleg þróun. En kannski er maður bara svona gamaldags, enda alinn upp við grimmsævintýri þar sem allar sögurnar enduðu með sameiningu tveggja aðila ( prinsinn og prinsessan ). Eldabuskan kom þar hvergi nærri..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 20.6.2007 kl. 22:45

6 identicon

Ég hef þessa skoðun. Lausbeislaðar hvatir taka illa skoðun. Eigi veit ég en um þetta er sama að segja og um allar hvatir sem ganga úr skaptinu. Þannig virðist það vera orðið að það sem mér finnst óþægilegt og vont finnst öðrum gott og þægilegt. Frænka mín ein sem er kominn á sextugsaldurinn sagði við mig um daginn að hún hafi alltaf umgengist það fólk sem hún vildi umgangast. Vona bara að hún hafi ekki lausbeislaðar hvatir. Held samt örugglega ekki því þær lausbeisluðu taka mann í ferðalag sem er jafnvel gegn innri sannfæringu og veita óhamingju á sama tíma og þær freista.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 23:22

7 Smámynd: Sigurður Andri Sigurðsson

Nei þetta er svolitið skrýtið. En er þetta ekki bara þessi klámvæðing.  En hvernig ætli þessir klúbbar virki hér á klakanum þar sem að allir þekkja alla.  Efast um að einhver vilji heyra þegar að hann eða hún eru stödd í swingers klúbb til að fá þriðja kryddið eins og Sæunn benti á.  "Nei þú hér" og það er mamma þín

Sigurður Andri Sigurðsson, 20.6.2007 kl. 23:25

8 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Bara að kvitta undir og láta vita að þú ert ekki ein um þessar skoðanir. Það ganga margir sárir og með eftirsjá frá þessum æfintýrum öllum saman. Been there done that. Og þeir sem ekki gera það er þá hvort eð er sama um makann og yfirleitt allt. Ég er orðinn svo gamall að ég man eftir því þegar saklausar sögur í Tígulgosanum heitnum fengu hjartað til að slá hraðar... Það rynni ekki fram í hann á nokkrum manni í dag við lestur þess blaðs svo mikið er víst. Græðgin er slík að alltaf þarf að ganga lengra og maður getur rétt ímyndað sér hvert normið verður eftir ca. 50 ár miðað hvað hefur breyst á örfáum árum og er maður þó engin tepra.

Þorsteinn Gunnarsson, 21.6.2007 kl. 03:45

9 Smámynd: Hugarfluga

Guðjón, mér finnst þetta nú bara einmitt verki merki um hnignun velsæmis ... eins og þú kýst að kalla það. Klámvæðingin er svo algjör og in our faces, að 12 ára stúlkubörnum finnst ekkert eðlilegra en að veita munnmök og fólk sem hefur verið saman í 20 ár, án þess að taka hliðarskref eða bjóða þriðja aðila undir sængina, hlýtur bara að vera dautt úr öllum æðum. Ekki góð þróun ... en auðvitað er fullorðnu fólki í sjálfsvald sett hvað það kýs að gera ... það eru hins vegar óþroskuðu sálirnar; börnin og unglingarnir, sem ég hef mestar áhyggjur af.

Hugarfluga, 21.6.2007 kl. 09:19

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Nei Heið mín þú er ekki ein um þessa skoðun.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.6.2007 kl. 10:37

11 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Tja, ekki er ég nú par,  þannig að ég gæti í besta falli orðið einn partur af tríó... en held mig  við dúett og það með aðila af gagnstæðu kyni (vona að það breytist ekki). Fyrir mér mega þeir sem kjósa annað gera það...... þess vegna halda heljarins partý og allir með öllum og mér er alveg sama þó mér sé ekki boðið...

Arnfinnur Bragason, 21.6.2007 kl. 16:09

12 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 21.6.2007 kl. 19:57

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Tek heilshugar undur orð Hugarflugu. Auðvitað er fólki frjálst að gera það sem það vill! Færslan átti ekki að snúast um val... heldur hvað telst sjálfsagt og hvað ekki. Hvað er eðlilegt og .... Þorsteinn svarar þessu annars snilldarvel.

Heiða Þórðar, 21.6.2007 kl. 20:48

14 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Þú misstir af miklu en harðfiskurinn var góður.

Georg Eiður Arnarson, 21.6.2007 kl. 22:50

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Á meðan ég hef frjálst val og þori að nota það er mér slétt sama hvernig aðrir nota þann rétt.
Hitt er annað mál að mér finnst t.d svona pistlar ekkert endilega góðir. Held að kynhegðun fullorðins fólks hafi ekki breyst, hún er bara ekki jafn mikið leyndarmál og áður. Hvað gefur okkur rétt til að dæma um norm og ekki norm?

Heiða B. Heiðars, 21.6.2007 kl. 23:29

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Sem fyrrum messagutti, þá finnst mér þú ofmeta þernur..

S.

Steingrímur Helgason, 22.6.2007 kl. 02:46

17 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður punktur Ásdís og sammála hverju orði Þorsteinn, vel sagt.

Ég held að kynhegðun fólks taki breytingum, taki að nokkru leyti mið af tískusveiflum eins og allt annað í lífsstíl fólks. Leiðum hugann til Rómaveldis hins forna þar sem hálfklætt fólk lá á letibekkjum og tróð í sig mat og fór svo afsíðis, setti fjöður ofaní hálsinn á sér og ældi matnum, gat svo haldið áfram að borða og drekka. Líkamsdýrkun var mikil á þeim tíma, konur áttu að vera fallegar og menn líka, bæði karlar og konur máluðu sig eyeliner o fl (flestur muna hve mikið Kleopatra var skreytt). Á þeim tíma voru allir með öllum, það þótti ekki tiltökumál hvort menn sænguðu með konu eða karli það og það kvöldið sbr t d Alexander mikla og nýlega bíómynd um ævi hans. En takið eftir, vitanlega voru það karlmenn sem höfðu frelsið til að velja.

Þarna var hningnun hins mikla Rómaveldis á hraðri niðurleið eins og við þekkjum sem höfðum gaman af mannkynssögu á skólaárunum. Sú þróun tók hægan viðsnúning með Sýfillis sjúkdómnum sem tók að herja á mannskapinn sem stundaði þetta líferni. Í dag heitir það Eyðni... 

Ég held að sú hningnun sem þú fjallar um í fari okkar samtímafólks orsakist að miklu leyti af klámvæðingunni, óhindruðum aðgangi að öllu því efni sem framleitt er til neyslu á netinu og víðar. Græðgin kann sér engin mörk eins og einhver nefndi hér að ofan, allt er til sölu. 

Tek það fram að ég er enginn siðapostuli og er ekki að dæma neinn, síður en svo

Marta B Helgadóttir, 22.6.2007 kl. 17:30

18 Smámynd: Greifinn

Held að þetta hafi ekkert með ''klámvæðinguna'' að gera.

Mig langaði allavega í, og prófaði, ýmislegt áður en ég sá nokkurn tímann klámmynd.

Alveg sammála Heiðu, þetta er bara minna feimnismál en áður.

Sem betur fer, hún er ekki betri músin sem læðist.

Sjáið bara Bretana, heftari en allt á yfirborðinu en mestu perrar sem fyrirfinnast á bak við þykku grænu ógeðslegu gluggatjöldin sín.

Greifinn, 22.6.2007 kl. 20:23

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ýminda mér að ykkur þrem líði vel í botnlausu samlyndi í fernunni Greifi? Ennþá! Vil ítreka að mér er sléttsama um það sem aðrir gera. Og ég efa að amma mín og afi hafið tekið þátt í hópsexi...

Sem betur fer eru samt sumir hérna að fatta hvað ég er að fara! Njótið helgarinnar.

Heiða Þórðar, 22.6.2007 kl. 20:46

20 Smámynd: Greifinn

Bara rasskelltur!!!

Eða, nei, það er kinky....

Greifinn, 22.6.2007 kl. 20:55

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þín orð! Ekkert kinký til ....sem allir hlutaðeigendur eru sammála um.

Heiða Þórðar, 23.6.2007 kl. 00:27

22 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Æjá, ég held að menn séu soldið farnir að missa sig í græðginni stundum. Ég sé ekki betur en að ef trekant er betri en túkant, þá sé fjórkant betri en trekant, fimmkant skemmtilegri en fjórkant, etc. endalaust.
Er það málið?
Þegar ég var lítil var mér kennt að stíga ekki á lokkandi ljósskærgrænar mosabreiður - þær væru nefnilega dý sem maður sykki í og kæmist ekki upp úr aftur ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 23.6.2007 kl. 00:59

23 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð þessi samlíking Gerður, við ljósgrænu mosabreiðurnar  

Marta B Helgadóttir, 24.6.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband