Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Ég fékk koss í dag...

Ég veit ekki með ykkur. En jú jú hann kom aðra nóttina röð til mín, hann Stekkjastaur. Ég held að hann sé skotin í mér karlinn. Er jafnvel að hugsa um að taka upp fjarsamband við hann, fæ varla leið á honum þar sem ég kem til með að sjá hann einu sinni á ári, á næstu árum...

Nú í nótt fékk ég bréf og í því stóð;

Elsku Heiða mín, 

mig langaði að færa þér eitthvað alveg sérstakt í nótt. Það er heilt ár í að við sjáumst næst. Einsog þú veist er ég með sérsamninga út um allt...allstaðar.

Ég pantaði fyrir þig eitt stykki sól og dýrðardag. Þetta er erfitt í flutingum þannig að ég gerði ráðstafanir. Því miður fékk ég að vita núna rétt í þessu, að þú færð vitlausan pakka. Þú færð sýnishornið sem átti að senda vestur á Ísafjörð. Þ.e. slatta af rigningu, helling af rokrassgati, örfá snjókorn og þetta verður afhent af kuldabola. Passaðu þig á honum, hann getur verið grimmur karlinn og hann bítur.

Mér þykir þetta miður Heiða mín, en vonandi færðu eitthvað fallegt frá Giljagaur, næstu nótt.

Kær kveðja, þinn Stekkjastaur 

Víst fékk ég pakkann og þar sem; sælla er að gefa en þiggja...ákvað ég að deila gjöfinni með ykkur elskurnar. Það er ljótt að vera eigingjarn og sjálfselskur...

 

--- 

Talandi um kossa. Ég fékk einn í dag. Þurran og klaufalegan mömmukoss. Minnti mig samt ekkert á mömmu þar sem hávaxinn karlmaður átti í hlut. Bláókunnugur maður. En þetta var koss. Sérkennilegt augnablik, klaufalegt og sérstaklega óvæntur og órómantískur, en alveg fyndið þannig. Held ég...annars finnst mér flest fyndið.

Þegar ég leit frá speglinum mínum í morgun, er ég nokkuð viss um að  ekki hafi verið skrifað á ennið á mér; Kysstu mig á kinnina...

Ég átti í samskiptum við gæja í morgun...þurfti ég nú ekkert sérstaklega að biðja hann að færa þunga hluti og hliðra til fyrir nýjum kæliskáp. Setti bara upp hvolpasvipinn og horfði...og hann  var býsna naskur karlinn og röskur...

...þegar ég tók í höndina á honum og þakkaði fyrir góða þjónustu og hjálp...kippti hann mér að sér...smellti einum kossi á kinnina mína og var rokin...

....eftir stóð ég með opinmynnt...

...það er víst alveg ábyggilegt að jólasveinarnir leynast víða, sem betur fer kannski...Blush 


Trilljón milljón kossar...

Víst kom hann. Stekkjastaur og það með látum. Hreif mig upp úr rúminu kyssti mig blíðlega og hvíslaði að mér; kíktu í skóinn þinn elskan, þar er ekkert áþreifanlegt að finna, bara trilljón milljón kossar til þín frá mér. Alltaf þegar þú hugsar til mín færðu einn koss. Kitlaði mig aðeins á nebbagogg og var rokin af stað með það sama. Hann lofaði að koma til mín aftur í nótt...hljóðlega. Og til ykkar hinna, ef þið lofið að vera góð.

Ég glaðvaknaði og kíkti í skóinn. Trilljón milljón kossar flögruðu upp á móti mér einsog litrík fiðrildi. Hvert sem ég sný mér fæ ég einn koss, frá lífinu. Alveg satt...

--- 

Sem nútímakona á ég einn og einn fyrrverandi á stangli. Í dag fór ég í matar- og jólainnkaup með einum á stangli. Það komu alveg upp kómísk augnablik. Í Bónus var hann í matarhugleiðingum og ég í einhverjum allt öðrum hugleiðingum. Við vorum auðvitað með sitthvora körfuna. Þegar hann bað mig um að ná í núðlusúpur fyrir sig segir hann;

-þú ættir að kaupa þér nokkrar Heiða...

-NEI takk, kláraði sko alveg núðluskammtinn minn þegar ég bjó með þér. Ég leit ofaní körfuna hans og segi;

-Ætlarðu virkilega að drekka 12. ltr af kóki!!!??? OJ barasta!

-Jaaa....neeeei, það er bara svo svaka fínt tilboði af kóki...en þú? ætlarðu ekki að kaupa þér neinn mat? 25 ljósaperur í körfunni þinni!

Ljósaperurnar mínar komust í einn poka...þegar ég var búin hjálpaði ég honum og það ekki athugasemdalaust;

-þú setur ekki sjampó og uppþvottalög í sama poka og jógurt og brauð!

-jú víst...

---

Því næst fórum við í mestu vinsemd í Rúmfatalagerinn. Með eina körfu. Mig vantaði ekki neitt, sem reyndist rangt. Mig vantar alltaf eitthvað smálegt....Ég valdi lit seríanna sem hengjast skildu í gluggana hans í stíl við það sem fyrir er. Svo fékk ég mér annan lit. Við keyptum bæði ilmkerti...sitthvorn ilminn. Honum vantaði rúmföt og þar sem ég er snillingur í innkaupum og vali á efnum, varð ég auðvitað að ráðleggja honum. Við komust ekki að sameiginlegri niðurstöðu og því voru engin rúmföt keypt.

Á leiðinni að kassanum hitti ég kunningjakonu mína. Við tókum nettspjall á daginn...og svo er kallað;

-HEIÐA!!!

Gæinn var búin að ganga frá kaupunum og þegar ég spurði á leiðinni út;

-Hvað skulda ég þér mikið?

Sagði hann;

-ekki neitt...

-nú, ok...hmmm... við verðum að gera þetta oftar...settirðu ekki allt rétt í pokana?


Nærbuxurnar í vasanum...

Auðvitað setti ég skóinn út í glugga í gærkveldi...þegar ég vaknaði lurkum laminn í morgun var það jafn mikið fjarri mér að kíkja hvort Stekkjastaur hefði komið...einsog að setja typpate-s-klaka á baugana undir augunum...illa farið með góða konu, en einsog ég segi stundum; someone has to bring home the bacon...

....annars bara gaman og botnalaus hamingja...

Eftir ljósabað seinnipartdags langaði mig síst af öllu að fara í fötin...nei...ekki frekar en að ég klæði mig úr fyrir tíu mínútur...þannig að þegar ég var búin í ljósum, gerði ég það sem ég geri stundum þegar ég er ekki með veski eða tösku...treð nærfötunum og sokkunum í vasana mína. Ég var í ljótu rauðu, sniðlausu flíspeysunni minni merkta Eiðfaxa. XXL.

Stuttu seinna stend ég fyrir framan unglingsstúlku komin með ís í hönd í geðveikislegu hryssingsveðri, nærbuxna og brjóstarhaldaralaus þá fattaði ég að peningurinn var auðvitað í vasanum...

...einsog við var að búast, þeim megin sem nærfötin voru...ég sting hendinni ofaní vasann og næ veskinu með þeim afleiðingum að "fötin" detta í gólfið...fyrir aftan mig voru 3 strákar og ein miðaldra kona...

...ég vildi að ég væri að ljúga en svo er ekki...enda hætt að skrökva...

...kippti g-strengnum upp úr gólfinu með ljóshraða en auðvitað já auðvitað fór þetta ekki framhjá neinum...en hva...er ekki bara normalt að geyma nærbuxurnar sínar í vasanum? Ég hefði allavega haldið það...Wink

 


Elska þá alla -bara mismikið...;)

Ég sagði við vinkonu mína í kvöld þegar ég þreif rúðuna á bílnum með tusku (rúðupiss-dunkurinn er sprunginn sko...) fyrir utan Smáralindina....-sko ég er ekki að ljúga...það er mjög gott að keyra hann (hún var ekki sannfærð)... og svo á manni að þykja vænt um það sem maður á...til að öðlast eitthvað betra...maður á bara að vera sáttur við sitt...bætti ég við.

-já já Heiða mín einmitt....(ekki sannfærð)

-sjáðu bara mína fyrrverandi menn...frábærir gæjar...ég er mjög sátt við þá, elska þá alla bara mismikið, hvernig má annað vera, ef ég ætla að fá eitthvað betra. Þetta er tær snilld ....sá næsti verður tía...klárlega tía, sagði ég og hélt áfram að strjúka bílinn minn af alúð.

Auðvitað sprungum úr hlátri. Þvílík speki...sérstaklega hún samt.

Málið er nefnilega að ég fékk mynd senda í pósti frá mínum fyrrverandi....þessum sem gaf mér áritaðan tertuspaða frá Spron í jólagjöf í fyrra...og ég veit ekki hvernig ég á að túlka hana...Textinn sem fylgdi með myndinni var;

Er þetta ekki bara jólagjöfin í ár?

image001 

Hvað er maðurinn að fara? ...hvar er eggið? Fæ ég það kannski í skóinn....? Á nóg af "hálfum" bláum skyrtum. Reyndar í öllum regnboganslitum. En ekkert egg...búin að borða þau öll. Batterýin líka...var glorhungruð.Wink

Mér var að detta í hug... hvort þetta væri ekki bara leið útúr leiðinda-argjúmentinu...      -viltu halda utan um mig? Nú er hægt að snúa sér á hina hliðina strax og ekkert múður enga óþarfa viðkvæmni neitt. -Hérna er armurinn vinan, búin að hita hann upp fyrir þig. Vældu í hann elskan. Þetta er það sem vantar í rúmið þitt...þú gerir ekki miklar kröfur, allavega ekki hingað til.... bara eina öxl í blárri skyrtu og þú alsæl...eða hvað? Aldeilis ekki...

Mér sýnist daman á myndinni samt ánægð. Hún nær alveg utan um hann. Þarf ekki að reka hann i rakstur. En hvað veit ég svosem....nema bara um það sem mig langar í...InLove 


Typpate og brjóstatal

Sat á biðstofunni í dag. Það var kalt. Klukkan á veggnum sýndi korter yfir ellefu...þrátt fyrir að vera langt gengin í fimm. Sá sambandslausan rafmagnsofn í einu horni. Í öðru horni sat kona á stól.  Ég litaðist um eftir tímariti á skítugu borði. Ekkert sem vakti áhuga minn sérstaklega. Tók samt ársgamla Viku og kíkti m.a. í ársspána mína fyrir 2007. Hún stenst enganveginn og nú er ég að undirbúa málsókn á hendur Gurrý Har....bloggvinkonu minni. Konan sjálf er snilld en spádómshæfileikar hennar í lágmarki, miðað við þetta. Ástarlíf mitt hefur verið handónýtt  fram að þessu....þrátt fyrir loforð hennar um blússandi uppgang í þeim efnum. Ég er með stjörnulögfræðing á mínum snærum. Hún hefur nokkra daga til stefnu...árið er senn á enda.

Ég setti blaðið frá mér og fór að litast um. Á skítugum veggjunum kenndi ýmissa grasa, þarna var viðurkenningaskal, vottorð frá heilbrigðiseftirlitinu og svo 3 dagatöl með myndum. Ágúst 2006 -september 2007 og nóvember 2006. Og þá byrjaði ballið;

-vaknaðu fíflið þitt sjáðu þetta!!!!! (brjóst nr:1)

-þegiðu ég er þreytt! (brjóst nr:2)

-þreytt! hysjaðu upp um þig brækurnar og VAKNAÐU  (orðið fúlt)

annað augað opnaðist og sagt var syfjulega...

-hvaða læti eru þetta útaf gúmmíblöðrum?

-réttu úr þér fíflið þitt! vertu mér ekki til skammar!

-þetta er silicon druslan þín, láttu mig í friði!

-silicon! ok...

þau komu sér vel fyrir í sitthvorri skálinni og kúrðu vært þegar ég bar þau út borubrött, teinrétt í baki og með stolti...leit við og á klukkuna hún var ennþá korter yfir ellefu....50 mínútum síðar...

...þegar ég var við það að loka hurðinni, sá ég svolítið sem vakti áhuga minn og greip eintak...þar stóð;

Ljóð fyrir þig

Þegar þér finnst þú lítils virði,

líður illa, ert umkomulaus,

horfðu þá í augun á Jesú.

Eftir því sem þú horfir lengur

og dýpra,

munt þú finna

að þú ert elskaður

af ómótstæðilegri ást.

Þú munt finna

hve óendanlega dýrmætur

þú ert.

Elskaður út af lífinu,

elskaður af sjálfu lífinu.

Úr ljóðabókinni, Lífið heldur áfram, 2002

Fyrir mig sem elska og þrái að vera elskuð....fannst mér þetta fallegur fundur og ég eignaði mér hann með þökkum ti almættisins því ekkert skeður af tilviljun, sagði mér mætur maður í síðustu viku.

---

Seinnipart dags fór ég til einnar vinkonu...planið var stutt stopp. Mátti svo sem segja mér það af fyrri reynslu að það yrði aldrei neitt stutt. Enda manneskjan hrikalega skemmtileg, vægast sagt. Leitun að annarri eins lífsgleði. Þar sem umræðuefnin okkar hentar hvorki viðkvæmum sálum, gröðum körlum...og feministum þá segi ég aðeins frá einu einasta atriði...það er bara afþví ég er svo góð stelpa...og vil endilega ekki luma á þessu fegrunarleyndarmáli bara fyrir mig sjálfa.

Þegar ég kem til hennar, er hún eitthvað að brasa í eldhúsinu með klakabox og dökkan vökva...formið var typpi...hún afsakar það eitthvað...segist ekki hafa átt neitt annað og svo segir hún;

-Ég var hjá beuty-therapista....hún sagði mér að sjóða grænt te...og frysta...nota klakann kvölds og morgna...og búmm! Hrukkurnar farnar! Þannig að dömur mínar...út í búð...kaupa typpaform (mjög mikilvægt) og grænt te...láta þetta í frystiskápinn bíða í ca....fjóra tíma á meðan hann harðnar...útkoman; barnarassgat með 7 stk. frosnum typpalingum...

..til að svala þorsta er svo hægt að sjúga typpate-ið...fram og aftur, mjúklega en ákveðiðErrm endurnærðar á eftir...og búnar að svala öllum þorsta í hvaða mynd sem er...og bónusinn er; uppfullar af vítamínum...

Eigiði góða helgi elskurnar....hugsa að við séum að tala um helgarfrí frá blogginuWink

En annars nei varla.....


Brjóstunum kemur vel saman...

Ég fékk hana í dag...snertinguna. Eitt stykki mjög vel útilátinn kvennmannsrass þar sem ég sat á hnjánum að skoða seríur í neðstu hillu verslunarinnar. Og nei nei nei....hún var ekki lappalaus þessi ... en hún var stuttfætt...og ég var að reisa mig upp og er lappalöng og fékk rassinn beint í andlitið....og það  fyrsta sem ég hugsaði var;

ohh...skárra að fá þennan rass á myndrænu formi...í gegnum msn-ið ! Það er ekkert sérsaklega þægilegt að fá stóran rass beint á kjaftinn. Maður skildi fara varlega í það sem maður óskar sér. Óskir rætast nefnilega stundum...

...horfði á eftir rassinum og hypjaði mig þaðan út og inn í aðra verslun. Þaðan kom ég drekkhlaðinn út, því þar er mun skemmtilegra að versla. Adam og Eva eða Amor...finnst nefnilega svo leiðinlegt að vaska upp og skúra. Ákvað að gera þetta svolítið skemmtilegt. Datt gott ráð í hug...endilega að nýta sér þetta við heimilisstörfin dömur.

Keypti mér bleikt fiðrildi og er búin að vera einsog stormsveipur hér í allt kvöld með fiðrildið á milli lappanna brosandi einsog fugl. Skúra og bóna og blogga og skreyta....Og nei nei ....ekki heldur, maður er svona nett að tapa sér í jólagleðinni bara. Fataverslun var það auðvitað...og ég held að það sé enn verið að fylla í hillurnar....sá nokkra sveitta koma á aukavakt í áfyllingu þegar búið var að loka og ég var að fara...

Brjóstin? -þau hafa það fínt bara þakka þér fyrir...kemur ágætlega vel saman.

Ef litið er til þessa afhverju eru konur þá yfirhöfuð óánægðar með brjóstin á sér?

Datt þetta bara í hug því ég þurfti að skjótast inn í síma í dag...þar var afgreiðslumaður sem beindi orðum sínum að brjóstunum á mér...og ég sagði...-fyrirgefðu, en þau hafa það bara fínt þakka þér fyrir!

Var nefnilega ekki að biðja um brjóstamælingu heldur tengi sko....

Sem minnir mig á annað;

Fór í kvöldgöngu mér til yndisauka ...og var að skoða glugga þeirra sem búa mér næst...ef sumir eru ekki á sýrutrippi eða eiga í hjónaerjum....þá heiti ég Melkorka Þórkatla...púff ...sé alveg fyrir mér þegar sumir taka seríurnar upp úr kassanum í allavega geðveikislegum litum og grýta þeim geðvondir í gluggann í bókstaflegri merkingu... þá er nú betra að láta hana loga í kassanum á gluggakistunni...


Ég þrái snertingu...

Á næturnar nýtist tíminn vel. Sér í lagi fyrir hugsanir sem eru ekki truflaðar af hamagangi og brölti daglegrar umgengni lifandi lífs að ógleymdri snertingunni...

... í nótt hugsaði ég því miður ekkert sérlega skemmtilegar hugsanir, í  bland við þær fallegu. Um bloggheima og blogg almennt. Um samskipti einnig. Vinur  minn hafði sagt mér þegar ég spurðist frétta deginum áður....-það er bara ekkert að ske ... bara rólegt yfir bloggheimum núna!

Það vakti mig til umhugsunar um hvað er að verða um okkur eiginlega. Ég var nú eiginlega að inna hann eftir fréttum af hans fólki...en kannski er þetta orðið svo, að þið eruð fólkið hans...og mitt. Og hvers annars...er að ýminda mér hvernig aðfangadagskvöldið verður með ykkur.

Hvað fæ ég tildæmis í jólagjöf? Mynd af pakka? Hvað á ég að gefa ykkur? Einhverjar óskir fyrir utan að sitja hérna við skjáinn með hangikjötsilminn í loftinu?

Fæ ég kannski koss í myndrænu formi, eða faðmlag? Ég kýs reyndar "the real thing"... en sætti mig alveg við hitt í staðinn fyrir ekki neitt.

Nú horfir svo við að kynmök verða framkvæmd  á msn, með táknum af bláókunnugu fólki í ástarleikjum...svo kemur fígúra sem sendir kossa á eftir...svo kemur karl með spjald sem á stendur TAKK....svo bangsi með annað skilti að bjóða góða nótt. Ef viðkomandi aðilar vilja hittast aftur eftir vel heppnaðan ástarleik (með myndum)...sendir sá sem hefur frumkvæðið í "sambandinu"  gulan broskarl sem blikkar í morgunsárið að viðbættum svörtum texta; Takk fyrir dráttinn í gær...þú ert æðisleg/ur í rúminu! Hinn sendir mynd af blómvendi með alls engum ilm.

Í sambandi við blogg þá sjá sig allir einhvernveginn knúinn til að gera öðrum lífið bærilegra eða ekki. Skiptast á skoðunum. Henda auglýsingum fram. Blogga um fréttir. Allir eru kóngar í sínu ríki...taka frá drjúgan tíma á hverjum degi til að sinna skildu sinni sem kóngar í sínu bloggríki og henda fram texta. Þar á meðal ég...en auðvitað er þetta "dash" af sjálfumgleði og ekkert annað. Sáluhjálp hjá sumum. Athyglissýki hjá öðrum...veit ekki með hina. En ég veit að sumir eru komnir með jólasveinahúfu á hausinn...mér til mikillar kátínu...

...ég held samt að þegar upp er staðið sé þetta fullnæging fyir einhverjar nýfundnar kenndir í manneskjunni...annars erum við bara fyndin...öll okkar eigin ritstjórar og prófarkalesarar...öll einhverjir litlir mini-guðir....með jólasveinahúfu...mig langar annars í húfu á hausinn minn...einhver!

...vona að hún komi ekki í stað annarrar.

Annars er pæling mín að fara út núna ...og ég ætla rétt að vonast til að einhver heppinn rekist utan í mig...ég þrái snertingu nefnilega.

Annars þrusugóð bara...einsog alltaf.

 

 


Samlíf ...ekkert er heilagt hjá sumum

Ég á vinkonu, eiginlega nokkrar. Ein þeirra er alveg sér á báti. Við erum afar ólíkar. Þegar ég skúra þá skúra ég bara. Punktur og málið er dautt. Þegar hún skúrar þá skúrar hún ekki bara. Það á einnig við um alla aðra hluti í lífi hennar...og mín. Ég elda. Kannski kjúkling...en hún eldar aldrei bara kjúkling.

Ég verð eiginlega að taka dæmi þannig að ég skiljist...

Hún hringir og spyr;

-hvað varstu að gera?

- ekkert svo sem, nema að ég skúraði.

Ef ég spyr á móti...þá svarar hún;

-ég var að skúra...sko ég skúraði all svakalega. Tók hverju einu og einustu mublu frá og skúraði undir...þreif alla lista á hnjánum...þvottarefnið sem ég notaði var Ajax Ultra...þetta í gulu brúsunum, með sitrónuilminum...og þegar ég var búin að setja húsgögnin öll á sinn stað þá bónaði ég yfir allt...með þess líka svaka flotta bóni æi, þú veist....ég byrjaði þarna og endaði þarna og....ég er alveg dauðuppgefin!

Á þessum tímapunkti er ég líka orðin uppgefin...og finn ilminn úr stofunni minni í leiðinni.

Þetta á einnig við þegar við ræðum matseld;

-ég var með kjúkling (ég)

-ég keypti þennan svakalega feita og fjöruga nýhár-reitta kjúkling í Nóatúni hann kostaði 1.239,- m/vsk. Ég fór með hann heim. Hann lá í aftursætinu (ófrosinn) þegar ég kom heim þá kveikti ég á ofninum og setti hann á 185° ...þegar ofninn var orðin vel heitur setti ég hann kryddaðan með alveg spes kryddi, var reyndar búin að snöggsteikja hann á pönnu til að loka honum. Þannig að safinn heldi sér. Á meðan hann varð gullinbrúnn í ofninum tók ég kartöflur osfrv. Sósan var æðisleg...svona gratineruð villi-sveppa-rjóma-osta-sósa...meðlætið sem ég var með var.....

Aftur er ég dauðuppgefin... hugurinn kominn langt frá matseld minnar kæru vinkonu...augun leita upp og útum gluggann...í versta falli límast þau við sjónvarpskjáinn. Ef skemmtileg mynd er á boðstólnum er ég hólpinn. Ef ekki er þetta martröð dauðans...

Þegar hún spyr mig um einhvern sem ég date-a...

-æi, hann er bara fínn. Við erum bara vinir...

Þegar ég spyr út í ástarlíf hennar, sem ég þarf ekkert sérstaklega að gera...það bara kemur;

Fæ ég að vita hversu menntaður viðkomandi er, allt hans fjölskyldulíf, barnafjölda, fyrrverandi konur, stjórnmálaskoðanir, hvernig útlit handa hans og annarra staða ...samlífið (sem er alltaf það albesta hingað til, þar til annað kemur í ljós) svo fæ ég í details um frammistöðu viðkomandi. Hversu langur, stöðugur og breiður hann er....

...þannig að það gefur augaleið að það er mun skárra að bjóða vinkonu minni út en mér, ef viljinn er sá að ég kynnist ykkur betur....

Málið með mig er að mér finnst hundleiðinlegt að kjafta og blaðra um skúringar, eldamennsku...og...hitt er of prívat einhvernveginn.

-Hún hringdi áðan...ég lét sem ég hvorki heyrði né sæi símarassgatið...skellti mér í baðið...

...sem var bara bað...

...ef hún fer í bað er það...

...læt ykkur um að fylla í eyðurnar...skildi eftir 10A4 blöð  ...góða skemmtunSmile

 

 

 


Nei þýðir nei...

Ég mætti henni/honum á "veröndinni" þar sem ég bý, í dag. Hef reynt að forðast hana/hann (ljótt - skammastu þín Heiða) síðan ég vissi að hún/hann bjó í hinum endanum á "lengjunni. Tekist það alveg hingað til. Hélt reyndar að "hún/hann" og hennar/hans búalið væri flutt...á fjöll...

...svo er kallað;

-HEIÐA!

Ég lít við og sé "hana/hann"....

-hæ...(með litlu hái...)...ég hugsaði...OHHHHH! Damn...

Við eigum ekkert óuppgert...ekkert sökótt...alls ekkert...nema mér leiðist viðkomandi OGURLEGA.. 

Byrjuð að skreyta?

-já já...inni bara...er ekkert farin að troða gleðinni á gangandi vegfarendur ennþá...

-ég er gjörsamlega að tapa mér...

svo er sagt;

-Hey skelltu þér í Rúmfatalagerinn...það er svo hrikalega heitt þar inni...þú ert akkúrat klædd fyrir það...!

Eftir að hafa verið kysst í kaf og kvödd... leit ég niður á svartan örlítið flegin prjónakjól og hvítan frekar þykkan jakka... leðurklædd frá kálfum og niður í tær... og frá úlnliðum og fram í fingurgóma. Hvað meinar manneskjan eiginlega?

Of léttklædd? nógu fín? ófín? eða...? svo hugsaði ég með sjálfri mér, að alveg sama hvað sagt hefði verið á þessari stundu ....ég hefði túlkað það á neikvæðan hátt.  Með loforð frá mér uppá vasann um "kaffihitting" rölti viðkomandi heim syngjandi glaður...og ég pirruð út í sjálfa mig.

Afhverju var ég pirruð? afþví ég sagði ekki nei þegar mig langaði að segja nei.

Þetta litla þriggja stafa orð sem maður notar þegar maður stendur með sjálfum sér er mér stundum svoooo erfitt að nota. Kannski ég vilji ekki særa viðkomandi. En ég er betri en ég var....

---

Stundum virkar nei bara alls ekki einsog í þessu tilfelli;

Í mig var hringt og mér boðið á jólahlaðborð þessa helgi. Ég sagði NEI, helginni ætlaði ég að eyða með stelpunni minni og bara henni...ok....fullur skilningur.

Ekki betri þó en svo.... að ég fæ annað símtal....

-búin að redda pössun?

-nei og ætla mér ekki að gera það...hvað er málið?

-Nei jólahlaðborðið manstu?

-ég er ekki að fara með þér MANSTU?

-já hva....þú hefur gott afþví að komast aðeins út...

-NEI!

-láttu ekki svona....

-NEI-NEI-NEI!

...eftir leiðindaþvarg lagði ég á...

...frameftir kvöldi héldu skilaboð áfram að berast eða þar til ég slökkti á símanum...sem stundum er minn allra versti óvinur.

Sumir skilja ekki NEI og aðrir kunna ekki að segja NEI...ég er í seinna liðinu...

Njótið komandi viku ...uppfulla af gjöfum og kærleik Heart

 

 


...hver blótar á kirkjutröppum?

Við mæðgur fórum að versla í dag. Mitt í hringiðju mannífsins...datt ég út...engan skildi undra. Þvílík lætin og göslagangurinn í fólkinu.

Ég lagði upp með að kaupa; ljósaséríur, gular, rauðar og grænar úti-ljósaperur ofl....í stað þess dró ég upp úr innkaupapokanum, ; 3 barnabækur, 50stk. litríkar blöðrur, bleika telpuhanskar sápukúlur og jólasveinahúfu...

...var orðin loftlaus eftir fimm stk..., ilmandi af sápukúlum með jólasveinahúfu á höfðinu las ég bækurnar þrjár...hanskarnir liggja á náttborðinu...Sólar-dísin sofandi undir himnasænginni umvafinn smá ljóstýrum í rauðum hjartalöguðum umgörðum. Englarnir tveir vaka yfir henni...von bráðar mér einnig.

--- 

Ég minnst þess núna þegar ég horfi á viðurkenningaskjal sem liggur á borðinu hérna við hliðina á mér að ég labbaði upp kirkjutröppur...nánar þann 25. sept. sl.

Á tröppunum stóð fjöldi fólks í samræðum...ég kem askvaðandi hlaupandi upp tröppurnar og til að leggja áherslu á orð min segi ég svona hálfpart við sjálfa mig, hátt og snallt;

-mikið djöfull er kalt! 

...bæti svo við skömmustulega...;

-Jesus Crist.... hver blótar á kirkjutröppum? 

Áður en ég sté semsagt inn um kirkjudyrnar hafði ég brotið tvö af boðorðunum. Fólkið sem þar var fyrir ýmist brosti út í annað ...eða ekki. Týpískt fyrir seinheppni mína...

Nú tveimur mánuðum seinna er ég útskrifuð með viðurkenningaskjal af Alfa námskeiði. Og er næstum alveg hætt að blóta. Hef í raun andstyggð á blóti... og hef alltaf haft.

Ég er sama manneskjan og ég var áður...alls ekki verri. 

Kannski betri... kannski ekki.

---

En svo skeður það síðasta þriðjudags-seinnipart að ég laug. Og það er bannað að skrökva. Bjallan hringir og ég svara.

Maður kynnir sig í dyrasímanum og segist vera með lesefni fyrir fólk sem er vantrúað...hvort hann megi koma inn.

-því miður get ég ekki tekið á móti þér ... eins mikið og ég vildi...stend nefnilega hér allsnakinn...var að koma úr sturtu...er nefnilega á leiðinni út ....á Alfa námskeið.

Ekki veit ég afhverju ég sagðist vera berrösuð...mér fannst það bara eitthvað svo smellið og fyndið þarna sem ég stóð fullklædd með kaffið í hendinni...  

...bað hann endilega að skilja lesefnið eftir í póstkassanum mínum... 

...svo á föstudaginn hringir dyrasíminn aftur og ég svara sama manninum...

...og ég lýg aftur...

-því miður stendur mjög illa á hjá mér...get ekki tekið á móti þér...stend hérna í sænginni einni fata...er eitthvað hálfslöpp... 

...ég var með fullt hús stiga hvað varðar hressleika. Kappklædd en ekkert var kaffið.... 

...kannski hef ég ekkert lært...kannske ég sé sami púkinn...

...en ég veit hann kemur aftur og aftur og aftur...og þá bíð ég honum uppá kaffi og verð fullklædd og stillt og blóta ekkert!Wink

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband