Nærbuxurnar í vasanum...

Auðvitað setti ég skóinn út í glugga í gærkveldi...þegar ég vaknaði lurkum laminn í morgun var það jafn mikið fjarri mér að kíkja hvort Stekkjastaur hefði komið...einsog að setja typpate-s-klaka á baugana undir augunum...illa farið með góða konu, en einsog ég segi stundum; someone has to bring home the bacon...

....annars bara gaman og botnalaus hamingja...

Eftir ljósabað seinnipartdags langaði mig síst af öllu að fara í fötin...nei...ekki frekar en að ég klæði mig úr fyrir tíu mínútur...þannig að þegar ég var búin í ljósum, gerði ég það sem ég geri stundum þegar ég er ekki með veski eða tösku...treð nærfötunum og sokkunum í vasana mína. Ég var í ljótu rauðu, sniðlausu flíspeysunni minni merkta Eiðfaxa. XXL.

Stuttu seinna stend ég fyrir framan unglingsstúlku komin með ís í hönd í geðveikislegu hryssingsveðri, nærbuxna og brjóstarhaldaralaus þá fattaði ég að peningurinn var auðvitað í vasanum...

...einsog við var að búast, þeim megin sem nærfötin voru...ég sting hendinni ofaní vasann og næ veskinu með þeim afleiðingum að "fötin" detta í gólfið...fyrir aftan mig voru 3 strákar og ein miðaldra kona...

...ég vildi að ég væri að ljúga en svo er ekki...enda hætt að skrökva...

...kippti g-strengnum upp úr gólfinu með ljóshraða en auðvitað já auðvitað fór þetta ekki framhjá neinum...en hva...er ekki bara normalt að geyma nærbuxurnar sínar í vasanum? Ég hefði allavega haldið það...Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 10.12.2007 kl. 21:06

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he he air on G string.......snilld..þú ert æði

Einar Bragi Bragason., 10.12.2007 kl. 21:19

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm... hélt að það væri ekki fyrr en í nótt sem jólasveinarnir kæmu, en hvað, þú ert auðvitað á sérsamningi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2007 kl. 21:23

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jú, mikið rétt í nótt....og sá fyrsti heitir Stekkjastaur...hann kemur í nótt...annar Giljagaur...og já.sá síðasti og sá gjafmildasti heitir; Kertasníkir...

Heiða Þórðar, 10.12.2007 kl. 21:27

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

og nótnasníkir..flautuslefur....saxaskellir ofl ofl ofl.....

Einar Bragi Bragason., 10.12.2007 kl. 21:39

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ahhh hvað það er gott að þú ert komin aftur......

....en af hverju þarftu ALLTAF að koma heim með bacon??

lovjú

Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2007 kl. 22:07

7 Smámynd: Ásgerður

Stekkjastaur kemur ekki fyrr en næstu nótt,,,alltaf sama dag og pabbi á afmæli  þess vegna man ég það hehe.

Ásgerður , 10.12.2007 kl. 22:15

8 Smámynd: Hugarfluga

Ég er ansi hrædd um að ef ætlaði að labba um með nærbuxurnar á mér myndi ekkert minna duga en bakpoki undir þær. Er svo assgoti rassstór. *öfund*

Hugarfluga, 10.12.2007 kl. 22:20

9 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 10.12.2007 kl. 22:53

10 identicon

Jólasveinar einn og átta,

Var hún Heiða að hátta?

uss og utangátta!

hljóp hú HEIM!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:01

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Georg Eiður Arnarson, 10.12.2007 kl. 23:32

12 Smámynd: Fiðrildi

 . . þú hefðir bara átt að taka hann upp, brosa og snúa þér að þeirri gömlu og spurja hana hvort hún hafi misst eitthvað.

En nú stekkjastaur einnig farinn að sniðganga mig

Fiðrildi, 11.12.2007 kl. 00:00

13 Smámynd: Þröstur Unnar

Stauradraumar miðaldra húsmæðra.?

Þröstur Unnar, 11.12.2007 kl. 00:07

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúleg ertu Heiða mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.12.2007 kl. 00:30

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ein og sér já!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.12.2007 kl. 01:27

16 Smámynd: Gísli Torfi

Hvað er hægt að segja við svona sögu en það að lífið er nærbuxur.

Giljagaur er minn maður

Gísli Torfi, 11.12.2007 kl. 02:11

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Hann kom alveg satt...ef þið verðið stillt og góð lofar hann að koma til ykkar næstu nótt...þegar hann er búin hjá mér....

Heiða Þórðar, 11.12.2007 kl. 08:40

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er bara mjög fyndið, og flott að þú ert svo kúl á þessu, frábært

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 09:00

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

þú er mjög fyndin Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.12.2007 kl. 09:53

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe ... gott er að sjá að þú ert ekki spéhrædd , en ég segi það aftur og ítreka, ég vil fá þínar færslur í bundið form og það verði svo gefið út. Þú ert hreint yndislegur penni Heiða mín og þykir mér afar vænt um þig og þín skrif. Guð geymi þig og þína fallegu fjölskyldu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.12.2007 kl. 11:21

21 identicon

Elsku Heiða ... þú ert bara ein af yndislegustu dúllunum - ég kemst alltaf í gott skap við að lesa þig. Ég sé þetta alveg fyrir mér og skellihlæ í huganum. Hef ekki sjálfur  lent í þessu samt...

Kveðjur og knús

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:36

22 Smámynd: Jón Ragnarsson

Wrarrr... that's hot! :)

Jón Ragnarsson, 11.12.2007 kl. 13:47

23 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ertu yndisleg.  Hefði viljað vera á staðnum þegar g-string datt á gólfið

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 21:36

24 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Skemmtileg saga. Hefði ég verið einn þeirra sem viðstaddir voru og sáu naríurnar detta úr vasanum, hefði mér líklega komið í hug spurningin hvort einhversstaðar hefði einhver komið óvænt heim.

Brjánn Guðjónsson, 11.12.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband