Elska þá alla -bara mismikið...;)

Ég sagði við vinkonu mína í kvöld þegar ég þreif rúðuna á bílnum með tusku (rúðupiss-dunkurinn er sprunginn sko...) fyrir utan Smáralindina....-sko ég er ekki að ljúga...það er mjög gott að keyra hann (hún var ekki sannfærð)... og svo á manni að þykja vænt um það sem maður á...til að öðlast eitthvað betra...maður á bara að vera sáttur við sitt...bætti ég við.

-já já Heiða mín einmitt....(ekki sannfærð)

-sjáðu bara mína fyrrverandi menn...frábærir gæjar...ég er mjög sátt við þá, elska þá alla bara mismikið, hvernig má annað vera, ef ég ætla að fá eitthvað betra. Þetta er tær snilld ....sá næsti verður tía...klárlega tía, sagði ég og hélt áfram að strjúka bílinn minn af alúð.

Auðvitað sprungum úr hlátri. Þvílík speki...sérstaklega hún samt.

Málið er nefnilega að ég fékk mynd senda í pósti frá mínum fyrrverandi....þessum sem gaf mér áritaðan tertuspaða frá Spron í jólagjöf í fyrra...og ég veit ekki hvernig ég á að túlka hana...Textinn sem fylgdi með myndinni var;

Er þetta ekki bara jólagjöfin í ár?

image001 

Hvað er maðurinn að fara? ...hvar er eggið? Fæ ég það kannski í skóinn....? Á nóg af "hálfum" bláum skyrtum. Reyndar í öllum regnboganslitum. En ekkert egg...búin að borða þau öll. Batterýin líka...var glorhungruð.Wink

Mér var að detta í hug... hvort þetta væri ekki bara leið útúr leiðinda-argjúmentinu...      -viltu halda utan um mig? Nú er hægt að snúa sér á hina hliðina strax og ekkert múður enga óþarfa viðkvæmni neitt. -Hérna er armurinn vinan, búin að hita hann upp fyrir þig. Vældu í hann elskan. Þetta er það sem vantar í rúmið þitt...þú gerir ekki miklar kröfur, allavega ekki hingað til.... bara eina öxl í blárri skyrtu og þú alsæl...eða hvað? Aldeilis ekki...

Mér sýnist daman á myndinni samt ánægð. Hún nær alveg utan um hann. Þarf ekki að reka hann i rakstur. En hvað veit ég svosem....nema bara um það sem mig langar í...InLove 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, darling veistu, ég óska þess að jóli gefi þér jafn yndislegan mann eins og ég á í dag.  Fyrrverandi makar passi sig bara og tertuspaði er bara rugl og ekkert annað name og no name.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

höndin minnir mig á gaurinn í Prison break...........creepy og þú ert lang fallegust.......langt síðan að ég hef staðið við samningin og skrifað það hér.

Einar Bragi Bragason., 7.12.2007 kl. 23:25

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jæja....þá er fyrsti jólasveininn komin til byggða...veistu hversu lengi ég er búin að bíða eftir þér?

Heiða Þórðar, 8.12.2007 kl. 00:05

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

fífl

Heiða Þórðar, 8.12.2007 kl. 00:29

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, hann er greinilega jólasveinn hann Guðmundur og ekki jafn slæmur og hann vill vera láta!

Gæti alveg svo farið að hann birtist með gjöfina góðu, en þá bara spurning hvort það yrði prins eða betlari!?

Magnús Geir Guðmundsson, 8.12.2007 kl. 00:57

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Prins ekki spurning

Heiða Þórðar, 8.12.2007 kl. 01:17

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heheheheehehehe.. smárómans í gangi hér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.12.2007 kl. 11:33

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

knús á þig Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2007 kl. 12:26

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þið eruð yndisleg öll með tölu   Be Cool 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2007 kl. 20:22

10 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Hallgrímur Óli Helgason, 8.12.2007 kl. 23:13

11 Smámynd: www.zordis.com

Ekki list mér á koddann, engin egg og rafhlaðan útsogin og bruðin!  Ég er búin að finna koddann sem passar mínum haus og svo eru kúlurnar innpakkaðar við hliðina á mér ..... sussss og góða nótt!

www.zordis.com, 8.12.2007 kl. 23:37

12 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Innlit á .essum góða degi

Hlynur Jón Michelsen, 9.12.2007 kl. 12:09

13 Smámynd: Marinó Már Marinósson

 Skemmtleg skrif.     Eins gott að þetta er ekki svarta höndin!      Nauðsynlegt að elska bílinn sinn líka; klappa og knúsa.   Enda aldur afstæður.

Marinó Már Marinósson, 9.12.2007 kl. 17:38

14 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Mér sýnist nú jólagjöfin á myndinni vera að reyna að snú sér í hina áttina

Eysteinn Skarphéðinsson, 9.12.2007 kl. 23:20

15 Smámynd: Gísli Torfi

Jæja HBÞ hvar finn ég þessa jólagjöf handa þér... fæst hún á ebay eða í Kolaportinu

ég veit um miklu betri gjöf handa þér ...

kv G 

Gísli Torfi, 10.12.2007 kl. 03:14

16 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jón Aðalsteinn Jónsson, 10.12.2007 kl. 14:03

17 identicon

HEY,,HVAÐ EWR Í GANGI???

Þ'u ert barta alveg hætt að heimsækja mig?

Það er bara tippatal alla daga hérna, hvurslags,,,er bara einhver gredda í gangi eða hvað?

ÉG er með ´sima og email..

kv

asta pasta pissta

asta pasta gleymda (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 20:58

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góð jólagjöf, svei mér þá ef jólin í jól verða ekki koddajól

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.12.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband