Trilljón milljón kossar...

Víst kom hann. Stekkjastaur og það með látum. Hreif mig upp úr rúminu kyssti mig blíðlega og hvíslaði að mér; kíktu í skóinn þinn elskan, þar er ekkert áþreifanlegt að finna, bara trilljón milljón kossar til þín frá mér. Alltaf þegar þú hugsar til mín færðu einn koss. Kitlaði mig aðeins á nebbagogg og var rokin af stað með það sama. Hann lofaði að koma til mín aftur í nótt...hljóðlega. Og til ykkar hinna, ef þið lofið að vera góð.

Ég glaðvaknaði og kíkti í skóinn. Trilljón milljón kossar flögruðu upp á móti mér einsog litrík fiðrildi. Hvert sem ég sný mér fæ ég einn koss, frá lífinu. Alveg satt...

--- 

Sem nútímakona á ég einn og einn fyrrverandi á stangli. Í dag fór ég í matar- og jólainnkaup með einum á stangli. Það komu alveg upp kómísk augnablik. Í Bónus var hann í matarhugleiðingum og ég í einhverjum allt öðrum hugleiðingum. Við vorum auðvitað með sitthvora körfuna. Þegar hann bað mig um að ná í núðlusúpur fyrir sig segir hann;

-þú ættir að kaupa þér nokkrar Heiða...

-NEI takk, kláraði sko alveg núðluskammtinn minn þegar ég bjó með þér. Ég leit ofaní körfuna hans og segi;

-Ætlarðu virkilega að drekka 12. ltr af kóki!!!??? OJ barasta!

-Jaaa....neeeei, það er bara svo svaka fínt tilboði af kóki...en þú? ætlarðu ekki að kaupa þér neinn mat? 25 ljósaperur í körfunni þinni!

Ljósaperurnar mínar komust í einn poka...þegar ég var búin hjálpaði ég honum og það ekki athugasemdalaust;

-þú setur ekki sjampó og uppþvottalög í sama poka og jógurt og brauð!

-jú víst...

---

Því næst fórum við í mestu vinsemd í Rúmfatalagerinn. Með eina körfu. Mig vantaði ekki neitt, sem reyndist rangt. Mig vantar alltaf eitthvað smálegt....Ég valdi lit seríanna sem hengjast skildu í gluggana hans í stíl við það sem fyrir er. Svo fékk ég mér annan lit. Við keyptum bæði ilmkerti...sitthvorn ilminn. Honum vantaði rúmföt og þar sem ég er snillingur í innkaupum og vali á efnum, varð ég auðvitað að ráðleggja honum. Við komust ekki að sameiginlegri niðurstöðu og því voru engin rúmföt keypt.

Á leiðinni að kassanum hitti ég kunningjakonu mína. Við tókum nettspjall á daginn...og svo er kallað;

-HEIÐA!!!

Gæinn var búin að ganga frá kaupunum og þegar ég spurði á leiðinni út;

-Hvað skulda ég þér mikið?

Sagði hann;

-ekki neitt...

-nú, ok...hmmm... við verðum að gera þetta oftar...settirðu ekki allt rétt í pokana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

He, he, he. Held að þú ættir að versla oftar með honum.  Shopping 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: halkatla

veit Stúfur af þessu kossaflensi?  hljómar samt vel

halkatla, 11.12.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Einar Indriðason

Hljómar eins og þið gætuð, já, farið út að versla saman.....

(hægt að gera margt vitlausara)

Einar Indriðason, 11.12.2007 kl. 23:12

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ok, ok, fara út með fyrrverandi að versla í Bónus & Rúmfó í sömu ferðinni...

Eðlilegt, heilsteypt, vísast, gáfulegt, tebolli súr... 

Steingrímur Helgason, 11.12.2007 kl. 23:15

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég hef aldrei skilið þessa aðskilnaðarstefnu kvenna í innkaupapokum.....ég treysti framleiðendunum að sápan fari ekki að leka út um allt og eyðileggi ekki brauðið.........sweet dreams saxi....

PS

annars er ég búinn að vinna aftur trú á Jólasveininn hjá dótturinni.......þarf að vísu að bíða svolítið eftir honum í nótt en það er í lagi .......hef ekki hitt hann í heilt ár.

Einar Bragi Bragason., 11.12.2007 kl. 23:30

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

skoðið þetta

þetta er svakalegt

http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/

Einar Bragi Bragason., 11.12.2007 kl. 23:46

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, kossar eru dýrmæt auðlind og þegar þú færð þá marga, færðu þá aldrei of marga, jafnvel ekki ´frá jólasveininum!

Einari Braga hinum bráðmyndarlega finnst lítið til koma "Aðskilnaðarstefnu ólíkra hluta", en mér finnst meir til koma eiað fullu aðskilnaðarstefna þín við fyrrverandi herra, þó við þá hafir samt samt skilið!

Umhugsunarvert!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.12.2007 kl. 23:48

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

já já já þú ert lang fallegust thí hí hí

Einar Bragi Bragason., 12.12.2007 kl. 00:48

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Fyrsta flokks kossar eru góðir, betri, bestir....

Heiða Þórðar, 12.12.2007 kl. 01:09

10 identicon

Viðveruhraðametskvitt,  shit!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 03:45

11 identicon

hehehe góð var sagan af þér og fyrrv.

Svoleiðis ferðir hljóta að vera alveg meiriháttar! Allir sammála um allt og svona. En gott að hann var svo almennilegur að borga brúsann!

Kv Eggert

Eggert (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 11:29

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég fæ alla kossa sem ég vil, en það væri líka allt í lagi að fá nokkra frá jóla líka, kannski set ég skóin út í glugga í kvöld með stubbnum.  Hann leit á mig þýðingarmiklu augnaráði í gær og sagði, jæja þá setur maður skóinn út í glugga, Og hvað sagði ég ? ertu ekki hættur að trúa á jólasveininn ?

En amma sko ALLIR krakkarnir í bekknum mínum ætla að setja skóinn út í gluggann

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2007 kl. 11:30

13 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Svona eiga innkaupaferðir að vera. Einhver annar sem borgar brúsann.

Steingerður Steinarsdóttir, 12.12.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband