Ég fékk koss í dag...

Ég veit ekki með ykkur. En jú jú hann kom aðra nóttina röð til mín, hann Stekkjastaur. Ég held að hann sé skotin í mér karlinn. Er jafnvel að hugsa um að taka upp fjarsamband við hann, fæ varla leið á honum þar sem ég kem til með að sjá hann einu sinni á ári, á næstu árum...

Nú í nótt fékk ég bréf og í því stóð;

Elsku Heiða mín, 

mig langaði að færa þér eitthvað alveg sérstakt í nótt. Það er heilt ár í að við sjáumst næst. Einsog þú veist er ég með sérsamninga út um allt...allstaðar.

Ég pantaði fyrir þig eitt stykki sól og dýrðardag. Þetta er erfitt í flutingum þannig að ég gerði ráðstafanir. Því miður fékk ég að vita núna rétt í þessu, að þú færð vitlausan pakka. Þú færð sýnishornið sem átti að senda vestur á Ísafjörð. Þ.e. slatta af rigningu, helling af rokrassgati, örfá snjókorn og þetta verður afhent af kuldabola. Passaðu þig á honum, hann getur verið grimmur karlinn og hann bítur.

Mér þykir þetta miður Heiða mín, en vonandi færðu eitthvað fallegt frá Giljagaur, næstu nótt.

Kær kveðja, þinn Stekkjastaur 

Víst fékk ég pakkann og þar sem; sælla er að gefa en þiggja...ákvað ég að deila gjöfinni með ykkur elskurnar. Það er ljótt að vera eigingjarn og sjálfselskur...

 

--- 

Talandi um kossa. Ég fékk einn í dag. Þurran og klaufalegan mömmukoss. Minnti mig samt ekkert á mömmu þar sem hávaxinn karlmaður átti í hlut. Bláókunnugur maður. En þetta var koss. Sérkennilegt augnablik, klaufalegt og sérstaklega óvæntur og órómantískur, en alveg fyndið þannig. Held ég...annars finnst mér flest fyndið.

Þegar ég leit frá speglinum mínum í morgun, er ég nokkuð viss um að  ekki hafi verið skrifað á ennið á mér; Kysstu mig á kinnina...

Ég átti í samskiptum við gæja í morgun...þurfti ég nú ekkert sérstaklega að biðja hann að færa þunga hluti og hliðra til fyrir nýjum kæliskáp. Setti bara upp hvolpasvipinn og horfði...og hann  var býsna naskur karlinn og röskur...

...þegar ég tók í höndina á honum og þakkaði fyrir góða þjónustu og hjálp...kippti hann mér að sér...smellti einum kossi á kinnina mína og var rokin...

....eftir stóð ég með opinmynnt...

...það er víst alveg ábyggilegt að jólasveinarnir leynast víða, sem betur fer kannski...Blush 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert svo  fyndin Heiða mín .

Kristín Katla Árnadóttir, 12.12.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, skemmtilegur iðnaðarmaður eða hvað hann nú var, kannski með alveg rosalega snertiþörf.  Vonandi verður þér ekki meint af þessum óvænta kossi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2007 kl. 17:06

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahaah "með alveg rosalega snertiþörf....."

Var þetta ekki bara einhver útgáfan af Stekkjastaurskossum?

Hrönn Sigurðardóttir, 12.12.2007 kl. 18:03

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Eins gott að hann var á kinnina hrummmmmmmmf nei nei bara grín

Var nú samt spurður alveg yndislegri spurningu í gær af vinkonu dóttur minnar þar sem ég stóð og var að strauja skyrtu(fór á jólahlaðborð með löggunni)....ha strauja menn líka.........þá veit maður hvernig það er heima hjá henni

En þú veist hvað þú ert....

Einar Bragi Bragason., 12.12.2007 kl. 19:16

5 Smámynd: www.zordis.com

Sko ... hálfblautir kossar á kinn, láttu mig þekkja það!  Á íberíuskaga er kona kysst í kút alla daga of fær engu við breytt ...

Svo það ert þú sem fékkst hvass og íllviðrið mitt og ég er ekki fyrir vestan!  Gula drottningin kom aftur til mín ...

www.zordis.com, 12.12.2007 kl. 21:47

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Liggur ekki bara í augum uppi, að hann les síðuna!?

Held ég tali bæði fyrir mig og Einar Braga ofsaflotta, að við myndum báðir ekki láta slíka kossa nægja næst þegar við hittum þig. Fengir bæði faðmlög og strokur líka!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.12.2007 kl. 02:01

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú hefðir nú mátt gefa þessa gjöf út fyrir landsteinana.........

Klaufalegur koss?? svona eins og fugl að gogga í mann.

Solla Guðjóns, 13.12.2007 kl. 12:48

8 Smámynd: Ester Júlía

Takk fyrir að deila gjöfinni frá Stekkjastaur með okkur Heiða mín.  Ég sef þá ekki aðra nótt heldur en það er fínt því nóg er að gera með að skrifa jólakort og pakka inn, já og þrífa ..dagurinn er nefnilega allt of stuttur.  Sætur þessi klaufalegi kossa-sveinn... hann er pottþétt heillaður af þér og betri er stolinn koss en enginn koss

Knús og "kossar" 

Ester Júlía, 13.12.2007 kl. 13:13

9 identicon

jÁ,ÞESSI  KOSS að ofan,og" Gone with the wind".Lífið er akkurat svona stundum,flott hjá þér" kelling". Hvað skyldi hann ebb segja við síðasta orðinu í fyrri línunni. Bæ HEÐA MÍN.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:45

10 identicon

Var ég leiðinlegur.Ég var nefnilega að hita mér velling,þá datt uppúr mér kelling.Svona  smá flipp.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:49

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

knús is a knús if you ared knúsed.  kús frá mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.12.2007 kl. 20:38

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ég fékk nú samt svona rokpakka Heiða mín, hann er að blásast upp í þessum töluðu orðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband