Geðveiki - fyllerý á aðfangadagskvöld

Ég var búin að skrifa færslu sem ég eyddi. Hún snerist að mestu um karlmann sem kunningakona mín náði sér í, skallinn á honum er einsog London bridge (að hennar sögn)...og svo maskara sem ég geypti með loforði um kóngulóarlappa - lúkk...svo hugsaði ég; dísess Heiða...hver vill kóngulóar-lappa-lúkk! og hverjum er ekki sama um karlmann sem greiðir yfir skallann -sem lýtur út í kjölfarið einsog brú......common...þú ert glötuð! Were is the spirit girl?!

Það eru nefnilega nokkrar færslur sem hafa sérstaklega fengið mig til að hugsa undanfarið. Eða hugsa meira. Tvær þeirra eru að finna á; asgerðurjoh.blog.is - icekeiko.blog.is.

Í framhaldi  kemur mín;

Jólandinn hefur ekki náð tökum á hjarta mínu. Á heimilinu mínu er allt skreytt og hef ég þrifið allt hátt og lágt. Jólatréið stendur meira að segja logandi einsog viðundur og finnst því engan vegin eiga heima þar sem andann vantar. Kannski afþví það vantar toppinn á tréið. Tónlistin hljómar uppáþrengjandi úr útvarpstækinu í veikri von um að koma mér í gírinn. Ekkert skeður. Bökunarilmur er engin, hér hefur ekki verið bökuð svo mikið sem ein skitin sort vegna anna. Ekki ein einasta jólagjöf hefur verið keypt. 

Í  uppvextinum mínum var jólahátíðin á mínum heimilum með margvíslegu sniði. Það var samt oftast hamborgarahryggur og hangikjöt.  Man samt þegar ég gramsa í minningarpokanum, að ár hvert beið ég með hnútinn í maganum og með barnslegri eftirvæntingu, eftir einhverju "sérstöku" þegar klukkan sló sex og hið óvænta skeði. Ekkert gleðilegt skeði. Man einnig eftir tómleikatilfinningunni er líða tók á kvöldið. Stundum greip skelfing mig þegar ég átti að fara að sofa. Var auðvitað fyrir löngu búin að kíkja í alla pakka og loka samviskusamlega aftur, meira að segja í pakka þeirra, sem heima áttu hvar og hverja stundina í uppvextinum mínum. Það voru svolitlar mannabreytingar nefnilegaWink.

Ég ætla nú svo sem ekkert að fara að segja einhverjar hryllingssögur um uppvöxt barna sem alast upp í ofbeldi, drykkjuskap og geðveiki, því fer fjarri. En það sem mig langar að koma að er sú ákvörðun mín að það skiptir ekki máli hvort það sé 24. des...18. jan eða 3. nóv... maður ætti að tileinka sér "andann" alltaf, sérstaklega gagnvart börnunum sínum. Líka öðrum. Og það að gefa öllum stundum...eitt lítið skitið bros og hrós og hjálpa öðrum. Af einlægni, heilindum og án þess að vænta einhvers í staðinn.

Hlúa sérstaklega vel, að viðkvæmum barnshjörtunum, ekki bara á aðfangadag. Heldur alltaf. Verja þessum litla tíma með þeim sem við höfum, vel. Láta þau finna fyrir öryggi, alltaf. Vera svolítið góð og betri og best við hvort annað. Líta í kringum sig og athuga hvort einhverrar hjálpar er þörf. Ég er ekki að tala um fjárstyrki hér.

---

Síðasti aðfangadagur var ekki hefðbundinn í neinum skilningi. En hann var einn sá yndislegasti til þessa. Við dóttir mín vorum saman tvær. Pakkarnir voru opnaðir um hádegisbil. Ég hafði unnið gríðarlega mikið þann desembermánuð og var úrvinda. Var því feginn að taka lúrinn með henni. Áður en við kúrðum okkur saman þá stakk ég hamborgarahryggnum  í ofninn. Þegar við vöknuðum  tveimur og hálfum tímum seinna angaði  íbúðin af hryggnum. Þegar ég opnaði ofnskúffuna blasti við kolbikasvart kjötið. Hitinn hafði verið settur á of hátt...kjötið var einsog harðfiskur.  Ég hló og auðvitað hló hún með mér. Ef ég hefði tekið einhvern annan snúning á þessar aðstæður (sem ég hefði aldrei gert -þarf meira en þetta til að koma mér úr jafnvægi) þá hefði það vitaskuld hrifið litla hjartað með...

Ég sauð þvi pylsur enda uppáhald dótturinnar...við stripluðumst á náttfötunum langt fram á kvöld, hlustum á tónlist og nutum samvistanna í botn. Lékum okkur að dótinu hennar nýja og það var ekki látunum fyrir að fara. Engar óvæntar uppákomur, engin rifrildi,  aðeins nærvera með litlu elskunni minni. Engin bið eftir að klukkan myndi slá í sex...klukkan var einfaldlega sex allan tímann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Alltaf færðu mann til að hugsa .....falleg færsla hjá þér.....enda ertu lang fallegust:)......farinn á lögguvakt..bæjú óver and át

Einar Bragi Bragason., 14.12.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Góða helgi fallegu mæðgur  Ég hefði pottþétt ekki náð að halda sönsum við þessar óvæntu  aðstæður

Katrín Ósk Adamsdóttir, 15.12.2007 kl. 00:50

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta skil ég of mikið til að það sé endilega gott, en er um leið kátur hvernig þú vinnur greinilega vel & skynsamlega mannlega úr þessu.

Þér heiður, mín Heiða ...

Enda, fyrir mér ert þú SNILLÍNGUR ..... 

Steingrímur Helgason, 15.12.2007 kl. 01:38

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi þú ert bara dúlla og krútt.  Faðm og þúsund kossar og ég veit svo vel

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.12.2007 kl. 02:41

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Skiptir engu máli hvað maður borðar og hvað þá klukkan hvað, svo framalega sem félagsskapurinn er svona fínn:)

Heiða B. Heiðars, 15.12.2007 kl. 02:51

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 06:23

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Falleg færsla sem að vakti mig sannarlega til umhugsunar! Takk fyrir mig og eigðu góða helgi

Sunna Dóra Möller, 15.12.2007 kl. 10:08

8 Smámynd: Ásgerður

Krúttlegar mæðgur á ferð

Auðvitað þurfum við að hlúa að þessum elskum alla daga ársins, en það er einmitt þessar væntinar til jólanna, sem verða að vonbrigðum hjá ansi mörgum börnum.

Alltaf gaman að "lesa" þig,

Stórt knús úr Kef.

P.s. það er ekki ð í bloggnafninu mínu

Ásgerður , 15.12.2007 kl. 11:09

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 15.12.2007 kl. 11:23

10 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Dásamleg færsla...
Sjáðu bara hvað hægt er að gera gott úr engu (pulsum) bara ef við gleymum ekki sjálfum okkur og umfram allt litlu sálunum í kringum okkur sem kunna sko að gleðjast... einmitt af því þau eru ekki upptekin af einhverjum ímynduðum venjum og siðum. Við sköpum okkar eigin aðstæður og þær verða alltaf - alveg sama hverjar þær eru -  yndislegar og eftirminnilegar ef okkur tekst að horfa jákvætt á þær og gera þær að okkar...

Linda Lea Bogadóttir, 15.12.2007 kl. 11:49

11 identicon

:) þú ert frábær

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 12:18

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þessa hlýlegu og gefandi færslu.  Rétt er það, jólin snúast síst um mat og drasl og dót heldur um návist og kærleika.  Við erum oft ríkari en við höldum og sjáum það fyrst þegar við stöldrum við og opnum augun fyrir því. 

Gleðilega hátíð vina.  Sendu mér línu ef hryggurinn skyldi klikka. Ég á einhverstaðar pulsupakka og jafnvel hangið ket.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.12.2007 kl. 13:23

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott ertu eins og alltaf.  Þetta hefur verið meiriháttar aðfangadagur hjá ykkur.  Og satt sem þú segir, allir dagar eiga að vera aðfangadagar uppáhaldsdagar og bestu dagarnir.  Ef maður bara lærði að lifa hvern dag eins og hann sé sá eini.  Þá væri margt öðruvísi en það er. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.12.2007 kl. 16:28

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert nú mesta dúllan Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.12.2007 kl. 16:42

15 Smámynd: halkatla

oh, gaman, og æðisleg færsla

halkatla, 15.12.2007 kl. 20:35

16 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég væri sko alveg til í svona jól núna, engin dagskrá, bara allt látið leka áfram as it goes. 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 20:49

17 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.12.2007 kl. 23:09

18 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ó hún heiða fær alltaf einkvað gott í skóinn, og pulsur á aðfangadag, alger snilld.

Georg Eiður Arnarson, 15.12.2007 kl. 23:43

19 Smámynd: Huld S. Ringsted

Falleg færsla hjá þér

Huld S. Ringsted, 16.12.2007 kl. 08:43

20 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Óskaplega er þetta falleg frásögn. Það þarf nefninlega ekki svo mikið til að gleðja barnshjartað og góðar gæðastundir sem þessar eins og þú lýsir þeim eru gimsteinar í minningabókunum þegar frá líður. Þetta hafa verið yndislega jól hjá ykkur. Guð gefi ykkur margar svona stundir í farmtíðinni.

Sigurlaug B. Gröndal, 16.12.2007 kl. 10:34

21 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

þú ert algjörlega til fyrirmyndar!

Davíð S. Sigurðsson, 16.12.2007 kl. 18:18

22 Smámynd: Solla Guðjóns

Mér finnst gott að skynja hvað þú ert heil,sönn og yndisleg.

Solla Guðjóns, 18.12.2007 kl. 08:24

23 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá Heiða. Takk.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.12.2007 kl. 14:56

24 Smámynd: Júdas

Takk fyrir þetta.

Júdas, 18.12.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband