Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Ég á stefnumót...

Sumt veit maður án þess að hafa beinlínis kannað það. Ég til að mynda veit að geðvonska guðanna er í hámarki núna. Hef séð þá fljúgandi ljósastaurana framhjá glugganum mínum. Einn og einn vinkar, blikkar og heldur sína leið. Alveg satt!

Í mínum raunveruleika.

Mér finnst í reyndar magnað hvað maður getur stjórnað eigin raunveruleika.

Mér líður til að mynda nokkurnveginn svona núna;

Falleg mynd
Er samt nærbuxnalaus í ljótustu buxunum mínum og teygðum bol og dökkhærð...og í lopasokkum. En samt ekki...

...ég á samt svona regnboga og stjörnur og kjól.

Seinnipart dags eftir aðvaranir spámanna...var hundi ekki út sígandi að mér skilst...þá einmitt á ég það til að fara út...geri stundum það sem mér er alfarið ráðlagt frá að gera. En bara stundum...en afhverju hundi ekki út sígandi? Hverslags virðingaleysi er þetta gagnvart hundum? -hef aldrei spáð í þessu fyrr en nú...

...það þarf ekki mikið til að hafa fyrir henni dóttir minni. Mig langaði samt að gera eitthvað alveg spes með henni í dag. Við fórum saman niður í kompu...króguðum okkur þar af á bakvið rimlarúm og kassa og eftir töluverðan tíma tókst mér að ná okkur út...með allt jóladótið...jólatréið meðtalið.

Upp fórum við drekkhlaðnar, þar sem súkkulaði-ilmur tók á móti okkur og fyllti vit, öll skot og kima í hreiðrinu okkar. Ég kalla það ástarhreiðrið okkar. Heimilið okkar.  Hún getur enn ekki sagt S....við sem vorum að baka súkkulaðiköku... og skreyta...meira að segja tréið... engin ljósasería á tréinu...ennþá...ástæðan er alltof mörg S...

...á morgun förum við að kaupa - kaupa - kaupa...afþví að Sóldís mín kann að kaupa...hún kann að kaupa ALLT...ég læði séríum með. Fullt af þeim. Og hengi upp og útum allt.

Ég á stefnumót í draumalandinu mínu. Mig hlakkar til...við erum ekki að tala um neinn jólasvein núna...hann lofaði að koma og ég veit að hann stendur við orð sín...annars fer ég til hans...

...góður endir á góðum degi.

Góða helgi elskurnarSmile


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband