Ég þrái snertingu...

Á næturnar nýtist tíminn vel. Sér í lagi fyrir hugsanir sem eru ekki truflaðar af hamagangi og brölti daglegrar umgengni lifandi lífs að ógleymdri snertingunni...

... í nótt hugsaði ég því miður ekkert sérlega skemmtilegar hugsanir, í  bland við þær fallegu. Um bloggheima og blogg almennt. Um samskipti einnig. Vinur  minn hafði sagt mér þegar ég spurðist frétta deginum áður....-það er bara ekkert að ske ... bara rólegt yfir bloggheimum núna!

Það vakti mig til umhugsunar um hvað er að verða um okkur eiginlega. Ég var nú eiginlega að inna hann eftir fréttum af hans fólki...en kannski er þetta orðið svo, að þið eruð fólkið hans...og mitt. Og hvers annars...er að ýminda mér hvernig aðfangadagskvöldið verður með ykkur.

Hvað fæ ég tildæmis í jólagjöf? Mynd af pakka? Hvað á ég að gefa ykkur? Einhverjar óskir fyrir utan að sitja hérna við skjáinn með hangikjötsilminn í loftinu?

Fæ ég kannski koss í myndrænu formi, eða faðmlag? Ég kýs reyndar "the real thing"... en sætti mig alveg við hitt í staðinn fyrir ekki neitt.

Nú horfir svo við að kynmök verða framkvæmd  á msn, með táknum af bláókunnugu fólki í ástarleikjum...svo kemur fígúra sem sendir kossa á eftir...svo kemur karl með spjald sem á stendur TAKK....svo bangsi með annað skilti að bjóða góða nótt. Ef viðkomandi aðilar vilja hittast aftur eftir vel heppnaðan ástarleik (með myndum)...sendir sá sem hefur frumkvæðið í "sambandinu"  gulan broskarl sem blikkar í morgunsárið að viðbættum svörtum texta; Takk fyrir dráttinn í gær...þú ert æðisleg/ur í rúminu! Hinn sendir mynd af blómvendi með alls engum ilm.

Í sambandi við blogg þá sjá sig allir einhvernveginn knúinn til að gera öðrum lífið bærilegra eða ekki. Skiptast á skoðunum. Henda auglýsingum fram. Blogga um fréttir. Allir eru kóngar í sínu ríki...taka frá drjúgan tíma á hverjum degi til að sinna skildu sinni sem kóngar í sínu bloggríki og henda fram texta. Þar á meðal ég...en auðvitað er þetta "dash" af sjálfumgleði og ekkert annað. Sáluhjálp hjá sumum. Athyglissýki hjá öðrum...veit ekki með hina. En ég veit að sumir eru komnir með jólasveinahúfu á hausinn...mér til mikillar kátínu...

...ég held samt að þegar upp er staðið sé þetta fullnæging fyir einhverjar nýfundnar kenndir í manneskjunni...annars erum við bara fyndin...öll okkar eigin ritstjórar og prófarkalesarar...öll einhverjir litlir mini-guðir....með jólasveinahúfu...mig langar annars í húfu á hausinn minn...einhver!

...vona að hún komi ekki í stað annarrar.

Annars er pæling mín að fara út núna ...og ég ætla rétt að vonast til að einhver heppinn rekist utan í mig...ég þrái snertingu nefnilega.

Annars þrusugóð bara...einsog alltaf.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

grrrrrrrrrrrrrrrr og já þú ert þrusugóð.........Við bloggarar erum að sjálfsögðu mikil egó og það er bara fínt......er það ekki annars.

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 14:04

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

jú jú fínt Einar...kinnhestarnir eru svo miklu betri svona.....ekkert mar...og engin óletta....

Heiða Þórðar, 5.12.2007 kl. 14:15

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he kinnhestarnir...hverslags séntilmenn eru á ferðinni

kíktu yfir og láttu sjá þig. 

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

jólasveinarnir 13...ég kem

Heiða Þórðar, 5.12.2007 kl. 14:57

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....jáhh - svo er svona fjarkynlíf svo MIKLU snyrtilegra.......

Hrönn Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 15:31

6 Smámynd: www.zordis.com

Call me Queen!

Spáðu í allri útrásinni .... geðveikt losandi þáttur í lífinu, rafræn dagbók þar sem þú segir þinn sannleika í þeirri fegurð, girnd eða hrekk ....

Snerting er yndisleg, já og smá kitlandi káf er ekki verra!   (átti að vera svona káfkall eða bara svona ríði ciber kallar .... en mbl eru allt of siðprúðir)

www.zordis.com, 5.12.2007 kl. 20:43

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís.  Ég er alveg langt í frá allri geðveiki, jóla eð ahvað sem er. Talandi um kynlíf, þá kýs ég frekar blautt nærlíf heldur en snyrtilegt fjarkynlíf. Kær kveðja til þín vina min.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2007 kl. 21:08

8 Smámynd: Júdas

  , fær mann til að hugsa sem er allt að því óþolandi.  Góður pistill.

Júdas, 5.12.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband