Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Góð kveðja með fallegum orðum.
21.11.2007 | 20:23
Einhversstaðar stendur; Sælla er að gefa en þiggja. Það er auðvitað "krap" -hverjum finnst ekki gaman að fá gjafir? Sjálfri finnst mér svo gaman að gefa, að það jaðrar við geðveiki, sér í lagi ef ég hef hitt viðtakandann í hjartastað. Það hefur skeð. En ekki alltaf. Að sama skapi finnst mér gaman að fá gjafir.
Mín tillaga er því að breyta þessum orðum í; Sælt er að gefa, sælt er að þiggja...hafa svolítið jafnrétti í þessu! Erum við kerlingarnar ekki að væla um jafnrétti á öllum vígstöðum hvorteðer....
Ég man að á ritaraskólaárunum mínum (vann með skólanum....)og fyrstu jólunum með fyrsta sambýlismanninum mínum...eyddi ég hverri krónu til að sýna sambýlismanninum hversu heitt ég elskaði hann... og gott betur en það. Visa kortið fór svo langt, langt yfir heimildina að mín beið nánast fangelsisvist fyrir misnoktun...eftir sat ég með sviðið kortið á Vá-skrá og STOPP-lista....og ekki einn einasti aur aflögu til að gleðja aðra mér nærri.
Ég fór því í ofboði að dusta og ditta af innstokksmunum. Styttur og myndir voru teknar niður af hillum og veggjum á nýja heimilinu...eitthvað ilmvatnsglas fann ég í plastinu inn í skáp...hnoðaði þessu dóti og drasli í gjafapappír og skreytti með ó-góðri samvisku. Merkti pakkana jafnóðum og gjafir tóku að berast til okkar ...
Minnist þess ekkert sérstaklega að hann (gæinn minn) hafi verið eitthvað frásérnumið...yfir ást minni og væntumþykju, þegar hann tók utan af hverri gjöfinni á eftir annarri. Kannski var það afþví hann valdi allt sjálfur...kannski vissi hann að ást mælist ekki í krónum. Kannski var hann hundóánægður með það sem hann hafði valið...
En þegar ég hugsa til síðustu jóla og gjafanna sem ég fékk man ég sérstaklega eftir tveimur. Ein gjöfin var frá barnsföður stelpunnar minnar og fyrrverandi sambýlingi. Það var forljótur tertuspaði með áletrun SPRON. Kassinn var merktur gæjanum....ég hélt ég myndi missa mig af kátínu og gleði...að maðurinn skildi búa yfir svo einbeittum húmor fullvissaði mig um, að ég væri alveg barasta með öllum mjalla.
Ég hugsaði; vonandi erfist þessi eiginleiki til stelpunnar minnar.
Hinn gjöfin var konfektkassi...ég var auðvitað búin að finna það út af minni alkunnu snilld. Opnaði hann því síðast. Reyndist frekar ræfilslegur minnir mig....Konfektið sjálft er löngu gleymt, uppurið og farið veg veraldar. En ég fékk afar fallega orðsendingu með kassanum og hana á ég enn;
Smá sætindi til sætustu stelpunnar. (falleg orð að auki, frá afar kærum vini...sem ég geymi fyrir mig og mig....)
Sem segir mér það; að í mínu tilfelli er alveg best að fá góða kveðju með fallegum orðum. Ég geymi orðin í hjartanu...hitt dótið, vill viðrast, brotna, minnka í þvotti, slitna...bila og þessháttar....orðin geymast en ekki gleymast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Allt útaf ljótum blómavasa...
21.11.2007 | 18:20
Ég er þeirra skoðunar að rétta eðli fólks komi oftar en ekki í ljós við aðstæður einsog við skipti dánabúa.
Hef orðið vitni af og heyrt af sorgarsögum undir þessum kringumstæðum. Oft vill sá nýlátni gleymast undir hatrammri deilu milli eftirlifanda. Tárin þornuð á kinn, söknuður og sársauki gleymdur. Eftir stendur sjálfmiðuð græðgin og hatrið.... útaf forlátum og ljótum blómavasa.
Hæstiréttur dæmir erfðaskrá gilda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frábært að keyra hann!
21.11.2007 | 11:20
Heiða og bílar. Hef átt fimm það sem af er árinu. Hverjum öðrum betri.
Sá nýjasti er alveg hrein snilld.
Þegar farþegar koma með spurningar á borð við; -er ekki hægt að opna hurðina farþegamegin? segi ég einfaldlega; nei, en það er rosa gott að keyra hann sko!
Þegar ég fæ athugasemd á borð við; Heiða ég næ ekki að opna afturhurðina farþegamegin...segi ég; hmm, já en það er þrusugott að keyra hann. Miðstöðin virkar líka fínt....tekur bara smá tíma.
Athugasemd á borð við; er ekki hægt að skrúfa niður rúðuna? Nei en það er fínt að keyra hann. Lipur og góður.
Það vantar læsingu á skottið...er ekki hægt að læsa bílnum? nei og já... ég veit, en hann er flottur á keyrslu...og traustur. Rýkur alltaf í gang.
Hvaða hljóð eru þetta? spurði ein mig um daginn. Hann hikstar allur!
-Blessuð vertu, hef ekki hugmynd! Algjört aukaatriði...en það er ÆÐISLEGT AÐ keyra hann! Hreint frábært! Þessi bíll hefur sko karakter! Hann er með fulla skoðun!
-Hva...virkar rúðuþurrkan ekki?
Endalausar spurningar, endalausar spurningar!
Stundum fæ ég máttlausa athugasemd og meðfylgjandi samúðaraugnaráð þegar sagt er: já já Heiða mín....bara svo framalega sem hann kemur þér á milli staða...
...það er auðvitað viss ástæða og pæling fyrir því að ég leyfi engum að keyra bílinn.... ekki það að einhver hafi verið að falast eftir því....
Bandarískur bílasali sveik fé af Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Veistu hvað er langt síðan ég hef fengið að ríða?
19.11.2007 | 22:41
Ég fór út að borða með vini mínum um þarsíðustu helgi. Hann er samkynhneigður. Við sátum þarna á móti hvort öðru. Á milli okkar logaði kerti. Ein rauð rós til hliðar. Andrúmsloftið var rómantískt en andartakið ekki. Eftir að við höfðum setið saman að spjalli í djúpum viðræðum um ástir HANS og raunir í þeim málum...gat ég ekki á mér setið og segi;
-Viltu sýna mér þá lágmarkskurteisi að glápa ekki á eftir hvaða karlmannsrassgati sem gengur hérna framhjá!
-Heiða mín, (hann horfði djúpt í augu mín, hallaði sér fram á borðið...glotti og sagði;) veistu hvað er langt síðan ég hef fengið almennilega að ríða?!
---
Viku seinna er ég að borða með vinkonu minni. Andartakið var ekki rómantískt, andrúmsloftið ekki heldur. Við vorum á hráum skyndibitastað einsog þeir gerast verstir. Um hádegisbil. Á milli okkar logaði ekki kerti, en "rússnesku" ljósaperurnar í loftinu sáu til þess, að ég sá blóðið renna í æðunum á henni. Engu líkara var en við værum staddar á skurðstofu á Landsspítalanum.
Hún klóraði sér í nefinu og ég hugsaði; -ætli það sé eitthvað á nefinu á mér? Hún greiddi með fingrunum í gegnum hár sitt og ég hugsaði; -hvar er málið, er eitthvað að hárinu á mér? Hún fór eitthvað að pota og pukrast í augnkrókunum sínum. Ég gerði slíkt hið sama og hugsaði; er ég með eitthvað í auganu. Við töluðum og töluðum og hugsuðum þeim mun meira.
Karlmenn eru held ég hreinskiptari en við konur. Koma sér beint að efninu. Við hugsum þeim mun meira og búum til heilu bíómyndirnar í huganum af látbragðinu einu saman.
Hefur engin lent í þessu nema ég?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Að hafa á klæðum -hreinn unaður!
18.11.2007 | 23:10
Ég dró símann minn uppúr veskinu mínu sl. föstudag. Hann var útataður í varalit og lá auðvitað á botninum makindalegur ásamt haug af snyrtivörum og öðrum brýnum þarfa. Það voru nokkur "missed calles" á skjánum, frá sömu vinkonu minni. Ég hringdi strax auðvitað. Hún þurfti greinilega BRÁÐNAUÐSYNLEGA að ná í mig!
-Heiða afhverju svararðu ekki símanum!!! Ég er búin að hringja fimm sinnum eða oftar! Hvernig segir maður dömubindi á ensku?
-Dömubindi? ahhh, púff ég man það ekki....dömubindi (ég ranghvolfdi augunum með einn fingur undir hökunni, en gat með engu móti munað það) Var þetta allt og sumt?
-ALLT OG SUMT (óðamála) systir mín er stödd erlendis föst inn á hótelherbergi á floti.....hún þarf að gera sig skiljanlega í lobbýinu manneskja! Finnst þér það vera eitthvað....ALLT OG SUMT!!! Hún er föst inni í herberginu! SKO Á FLOTI!............
----
Fyrir tuttugum árum fékk ég rosalega flott starf, þá 17 ára. Ég og vinkona mín fengum aukastarf við kynningar í verslunum. Á þeim árum þótti þetta svakalega fínt starf. Eitt sinn fengum við verkefni. Það var eftir helgina sem við höfðum verið að kynna "kókósbollukrem" fyrir jólin. Við vorum beðnar að kynna nýja gerð af dömubindum. Vespre með ilmefnum. Tvær týpur. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Hún vinkona mín vissi það. Hún hló...og ég meig í mig af hlátri af taugatitringi, þegar við höfðum sett á okkur svona fegurðardrottingarborða sem á stóð: We are vespre...queens. Þó ekki sé lengra síðan, þó þótti barasta alls ekki flott að fara á blæðingar, tala um blæðingar...að kaupa dömubindi var feimnismál og lentu þau oftast kraminn undir mjólkinni í innkaupakörfunni. Að kynna dömubindi var því nálægt dauðadómi!
Við drottningar dömubindanna, stóðum þarna með borðan yfir okkar miðja í stórverslun, uppstrílaðar með rauðan varalit og skothelda túberinguna...brosið byrjað að beyglast aðeins í sársaukagrettu undan háuhælunum þegar líða tók á daginn. Þegar við horfðum fram á það að þurfa að bera heilu brettinn af dömubindunum út í bíl aftur og skila aftur til heildsalans, vorum við farnar að rífast.
Við vorum nefnilega í mesta basli með að gefa prufupakkningarnar.... sama hvað við reyndum...flestir tóku stóran sveig fram hjá okkur, en þeir sem álpuðust í námunda; buðum við að þefa...og hlusta á fróðleiksmola; týndum til alla hugsanlegu kosti bindisins, t.d. hversu rakadrægnin væri góð og magnaður sogkraftur....osfrv.... töluðum einsog það að vera á blæðingum væri himnaríki líkast. Við værum það sjálfar. Notum alltaf dömubindi með ilmi...sjáið okkur við brosum...við erum alltaf happy.....veivei! Allar konur með einhverju "skonsu-ponsu" vit í kollinum, ættu að óska sér þess hlutskiptis sem oftast og mest og hressilegast, að hafa á klæðum. En allt kom fyrir ekki. Það var hreint "streð" og átök að selja "ilmandi dömubindin"...það voru helst karlarnir sem komu...og kipptu prufpakkningu með, fyrir "kellurnar sínar" um leið og þeir buðu góðan daginn og hlustuðu á fróðlegan fyrirlestur...ekki veit ég afhverju...
En við tvær vorum góðar þetta árið -dömubindalega séð sko.
Ekki löngu seinni voru þessi bindi afturkölluð af markaðnum (enda örugglega stórhættulegur andskoti)...ég meina...ég er ekki alveg að sjá þetta fyrir mér:
-Nei hæ elskan, rosalega lyktar þú vel í dag....bara einsog blóm...ertu kannski á blæðingum?
---
Eigiði yndislega viku, öll sem eitt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Hlandsperringur
17.11.2007 | 13:09
Þegar ég las þessa frétt hugsaði ég með sjálfri mér; Heiða ertu kannski aðeins of umburðarlynd og yfirmáta ó-afbrýðisöm?
Ertu kannski fífl?
Ég keypti nefnilega sófa sem tilheyrði fyrrverandi kærustu, kærasta míns. Keypti salernispappír af annarri sem var að selja til styrktar fótboltaliði nýja kærastans. Gaf heilshugar og án nokkurar vandkvæða eða vanræðagangs samþykki mitt þegar minn fyrrverandi giftist sinni heittelskuðu. Bauð þeim nýgiftu i kaffi og hugsaði;
-YESS, rosalega er ég sátt við þetta!
Annars er ég búin að finna út ráð við þessu endalausa snoooze- veseni á mér á morgnanna.
Ég drekk 2 ltr. af vatni áður en ég fer að sofa...og það er segin saga....ég skýst upp á morgnanna, með það sama.
Held að karlmenn hafi lumað á þessu ráði árum saman án þess að láta mig vita, veit ekki betur en þeir vakni með hlandsperring á hverjum morgni.....
...eigið góðan laugardag
Angelina Jolie "gekk af göflunum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Ég hef séð skólastjóra á nærbuxunum
15.11.2007 | 23:56
Mér finnst svona yfirmáta virðing og hræðsla við mennsk-"yfirvöld" alltaf svona hálf-fyndin. Kannski af því að ég hef séð varðstjóra lögreglunnar og skólastjóra úfna og sveitta á nærbuxunum. Og reyndar án nærfata líka ef út í það er farið. Ég hef rifist í þeim afþví þeir settu ekki klósettsetuna niður eftir sig. Ég hef alveg sagt; -afhverju sofnarðu alltaf strax! Og verið fúl. En það er auðvitað aukaatriði. Ég er ekkert að fara út í þá sálma. Bara að minnast á það af því ég bjó með þeim. Í sitthvoru lagi reyndar. Svo hef ég týnt upp brjóstarhaldara eiginkonu fyrrverandi lögreglustjóra upp af gólfinu og úr sófanum. Það kom nú bara til af því að ég þreif heimili þeirra hjóna fyrir dágóða upphæð, þegar ég var 11 ára gömul. Ekki að þetta sé neitt merkilegt eða í frásögu færandi nema fyrir það eitt; að þetta er auðvitað stórmerkilegt! Eða ekki...
Nú er mín aðeins steikt í hausnum og komin í bull-gírinn. Sem er reyndar fínt...ég er ekki að segja fólki og fáráðum að hoppa upp í rassgatið á sér á meðan...
Einu sinni heyrði ég að ef maður ætti að halda ræðu og fyndist það erfitt...ætti maður bara að ýminda sér áheyrendur nakta. Allur taugatitringur yrði á bak og burt. Hef reynt þetta trix þegar ég hitti yfirvald eitthvert og var að fá frest á brennivíns-skatt fyrir fyrirtæki sem ég var í forsvari fyrir....svínvirkaði!
Ég þurfti ekki á því að halda í dag þegar ég hitti ákveðna menn. Þarna kom "strollan" 6-8 stk. stundvíslega kl: 11:00 í sína skildu-úttekt á ákveðnum stað. Einhver taugatitringur gerði vart við sig í "mínu liði". Um leið og ég sá þá koma þarna í röð datt mér í hug lækna-gaman-sería, þar sem allir gengu inn í halarófu....misgáfulegir "hvítsloppar", með Ladda og Eddu Björgvins í fararbroddi. Man ómögulega hvað þátturinn heitir...Heilsubælið minnir mig...enda varla fædd.
Nema hvað; úttektin gekk fínt... ég stóð álengdar...í rauðum háum lakkskóm með eldrauðan varalit út á kinn (er auðvitað að ljúga því...). Og fannst spaugilegt hvað mér fannst fyndið að sjá hvað "uniform" og "vald" gerir suma svo "sporeskjulaga" í framan eitthvað og aðra taugatrekkta. Sumir hækka um 10 1/2 cm...sem er auðvitað dásamlegt. Á meðan hinir missa tennurnar út úr gómnum á meðan þeir minnka í sentimetrum. Vildi að mitt uniform gerði eitthvað meira fyrir mig.... annað en að láta mig líta út einsog flatbrjósta fjórtán ára gelgju... going on forty.... og fengi aðra til að titra í hnjáliðunum...
En það er allt önnur saga...
Úttektin gekk eftir og með glæsibrag. Þarna löbbuðu þeir blessaðir í hóp og skoðuðu stjörnukortin, tóku út sérhvert atriði er varðaði öryggi og fleira, af mikilli nákvæmni. Gott ef þetta var ekki tíu-einkunn sem við fengum. Nema ef vera skildi fyrir það eitt að....tveir af yfirvaldinu drógu mig aðeins afsíðis úr hópnum, á eintal...ég hugsaði ...
-ohhh shit, hvað nú?!
Annar hvíslar að mér;
-Heyrðu vinan, ég held þú ættir að líta í spegil, augnmálningin er aðeins klesst þarna vinstra megin!
-ha? já já hmmm, ég vissi alveg afþví sko....en ég var að vonast til að þið tækuð ekki eftir því....ég skal laga þetta í hvelli!
Lítið vissi ég, en ég var semsagt í úttektinni....og dró meðaleinkunina niður í það minnsta um tvo heila....sem betur fer kom ekkert alvarlegra út úr því, en það sem hægt var að laga án skurðaðgerðar.
Iss piss....við erum nákvæmlega öll jöfn...öll jafn merkileg eða ómerkileg...öll jafn góð eða slæm...bara svona einsog við einsetjum okkur sjálf að vera, dag frá degi.
Góða helgi elskurnar....ég hef sagt það áður og segi það aftur:
Þetta lítur bara mjög vel út!
Bloggar | Breytt 16.11.2007 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Verði ykkur að vind og skít!
14.11.2007 | 22:59
Æ Æ Æ! jæja þá.
Í vikunni las ég færslu hjá Saxa stórvini mínum. Ég setti þar inn í athugasemdadálk...að ég ætlaði ekki að kíkja inn í ákveðin link...þar sem eitthvað miður skemmtilegt væri að lesa. Auðvitað stóðst ég ekki mátið og kíkti á þessa fjandans síðu sem skapari.com er. Þar var kvenleg forvitni mín sem réði ríkjum. Mér leið hreint djöfulega á eftir.
Svo frétti ég af látunum inni hjá annarri stórskemmtilegri bloggvinkonu minni og nöfnu...skessa.blog.is.
Auðvitað kíkti ég ....einsog alltaf. Oft erum við sammála -stundum ekki.
Og varð úrvinda svo ekki sé meira sagt! Ég Heiða bergur, pollianna dauðans varð enn meira miður mín... af hamaganginum og djöflaganginum í ykkur, svo ekki sé minnst á að ég fann til pínu afbrýðisemi yfir því hversu mikinn tíma og kraft og orku fólk býr yfir til að úthúða einum vesalings manni. Það hlýtur að þurfa ansi mikið til að nenna að standa í þessum djöflagangi! Ég hef rétt nægilegt magn til að standa undir sjálfri mér og mínu. Fuck! Mér hefur verið þetta hugleikið. Þetta hefur vaxið einsog kýli á mér þessar tvær fucking færslur! Og andskotans comment!
Hverju haldið þið að þið breytið um framvindu og framgöngu mála hjá þessum manni og hans félögum?...með því að úthúða honum? Kalla hann viðbjóð? Akkúrat ekki neinu! Djöfull er ég fúl yfir fólki. Hvernig væri að taka þetta hatur allt sem svífur yfir allt og öllu og nota það í eitthvað jákvæðara?
Svo kemur ein og ein skítapestinn og kastar fram myndum og kemur með eitthvað ofsalega gáfulega og viðbjóðslega staðhæfingu...með von um að hann fá orðu frá sjálfum djöflinum! Svo dansið þið saman djöfladansinn með eldinn í augunum. Og með hatrið allt um kring...
Þið guð almáttugarnir, eruð að tímasetja hvenær fólk fær æruna til baka. Hverjir eiga að vera hvar...hversu lengi þeir eiga að dúsa í dýflissunni! Hvað eruð þið að húkast þarna hvert í sínu skotinu...er alveg hissa á þið séuð ekki við stjórnvöl þessa lands! Þið eruð dómararnir og valdið sýnist mér á öllu. Þið setjið ykkur yfir allt og alla! Meira að segja guð sjálfan.
Mér ber enga hagsmuna að gæta í þessu máli. Akkúrat engu...mér finnst hinsvegar alltaf jafn viðbjóðslegt þegar margir ráðast að einum manni. Úthúða dæma og loks drepa. Verði ykkur að vind og skít!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þú færð það loksins kallinn minn...
14.11.2007 | 00:14
Lífið er yndislega stórfurðulegt! Ég hringdi í vin til margra ára í dag, hann var að vakna. Eitthvað rumdi á hinum enda línunnar þegar ég innti viðkomandi frétta. Sá hinn sami hefur átt við áralöng veikindi að stríða...og kvenmannsleysi líka. Allavega eitthvað sem fútt er í...
-Fréttir, nei engar fréttir. Ég segi ekki neitt ég var að vakna! (frekar afundinn og úrvinda rödd....)
-Nú já, dreymdi þig eitthvað? spyr ég eiturhress...
-heyrðu já mig dreymdi að ég ætti að fara í fangelsi og dúsa þar í 60 daga! Hvað þýðir það?
-auðsótt mál....talan sextíu gefur til kynna að þú nærð fullri heilsu eftir sextíu daga. Ef þú leggur saman sex og núll færðu út 6....segin saga...it is all happening! Þú færð það loksins kallinn minn!Og nærð heilsu. Fangelsið segir svo til um undangengið heilsuleysi...
-já þú segir nokkuð! (líf var að færast yfir röddina...) en svo kom;
-ég er nú ekki viss um að ég þori því Heiða....hvað ef hann afhýðist?
Annað stórskemmtilegt skeði í dag;
E-mailið mitt er uppgefið efst á síðunni. Stundum fæ ég póst. Stundum alveg hreint flottan og stundum afleitan.
Í dag fékk ég indælt bréf...
Viðkomandi segir í bréfinu að hann lesi bloggið mitt annað slagið og ég væri fínn penni. Svo segist hann hafa séð stór-glæsilega konu í miðbæ Reykjavíkur um hádegisbil í dag, sem hann kannaðist við. En myndi ekki hvaðan hann þekkti hana. Var að hugsa um að heilsa upp á hana, en hætti við. Hann fór aftur til vinnu sinnar svo kveikti hann á því að þetta væri ég...í kjölfarið sendi hann mér póstinn....
Mér fannst þetta afar indælt og tók hrósinu auðvitað himinlifandi....nema hvað!?
Ég átti bara hluta af því, þar sem ég var alls ekkert stödd í miðbænum í dag....
Vona bara að tvífari minn sjái sóma sinn í þvi að vera almennileg til fara. Öllum stundum, við öll tækifæri. Alltaf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Alltaf jafn yndisleg...
13.11.2007 | 11:24
Sumir segja að svefn sé ofmetin. Ég segi að hann sé vanmetin. Það á allavega við í mínu tilviki, ég einfaldlega verð svolítið miklu meiri klikkhaus en vanalega, þegar ég hef verið svefnvana um langt skeið. I vikutíma eða svo....
Síðustu daga þakka ég guði mínum fyrir það að eiga ekki kærasta/sambýling/eiginmann eða hjásvæfu. Sá hefði fengið það...duglega Í vinnunni og í búðinni heldur maður ákveðnum front. Er einfaldlega lukkulegsti fífillinn í bænum...öðru máli gegnir um heima hjá sér. Ég sat í faðmlögum í sófanum mínum í gærmorgun; grét aðeins nett í öxlina á honum...Hringi eitt símtal, ríf mig síðan upp á rassgatinu skelli mér í klippingu.
Hárgreiðslumeistarinn minn fékk því aðeins að súpa seyðið af ójafnvægi ala Heiðu...í boði Heiðu.
Áður en ég heilsa, segi ég.. þegar ég kem inn...
-ég nennti ekki að mála mig...þú hefur örugglega séð það verra, er það ekki?
-jú jú Heiða mín...
-jaaaaa, þú vaknaðir nú við hliðina á mér í einhver ár...
-jájá...
Ég hlamma mér niður í stólinn, lít í kringum mig og held áfram, án þess að splæsa einu einasta brosi...
-hva! áttu ekkert súkkulaði?
-jú ég átti von á þér og skaust í búð.
Hann réttir mér óopnaðan poka með þristum. Uppáhaldið mitt í fyrndinni. Úr spilaranum var einnig uppáhaldstónlistin mín....fyrir 7 árum.
Þegar ég fékk netta ábendingu um að ég þyrfti að særa á mér hárið oftar þó ég hefði verið að safna, lít ég á hann nánast einsog flogaveik og segi ....
-sko við skulum hafa það alveg á hreinu að ég nenni ekki að hlusta á einhvern fyrirlestur um hárumhirðu....klipptu mig bara einsog ég bað þig um...og afhverju í andskotanum notar þú þennan tón við mig? Hef ég gert þér eitthvað...?
Hann þagði...og þegar ég spyr hann í þaula...hvað er þetta? og hversvegna þetta? hvað með þennan tón í röddinni, ....var hann farin að tipla í kringum mig og þagði ennþá meira. Við vorum á opinberum vettvangi og menn eru vandir af virðingu sinni. Þegar ég er í þessu stuðinu er líkast til best að halda kjafti.
Það var auðvitað dásamlegt að láta hann þvo á sér hárið og það eina vinsamlega fram að þessu augnabliki var þegar ég missti mig aðeins og ummmmmaði...og segi;
-ohhh, hvað þetta er gott. Værirðu til í að gera þetta daglega?
Hann auðvitað jánkaði (mig grunar að hann hafi hringt í heildsalann, þegar ég skrapp á salernið, til að auka innkaupsmagn á sjampó-i og hárnæringu...)
Svo náði ég púkanum fram aftur að hárþvotti loknum.
En mikið skammaðist ég mín þegar hann rétti mér fullan poka af tímaritum og sagði þegar ég var að fara;
-Þú þarft ekkert að borga elskan, komdu hvenær sem þú vilt. Þú breytist ekkert, alltaf jafnyndisleg.
Ég settist upp í bílinn og í annað skiptið þennan daginn fór ég að vola.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)