Þú færð það loksins kallinn minn...

Lífið er yndislega stórfurðulegt! Ég hringdi í vin til margra ára í dag, hann var að vakna. Eitthvað rumdi á hinum enda línunnar þegar ég innti viðkomandi frétta. Sá hinn sami hefur átt við áralöng veikindi að stríða...og kvenmannsleysi líka. Allavega eitthvað sem fútt er í...

-Fréttir, nei engar fréttir. Ég segi ekki neitt ég var að vakna! (frekar afundinn og úrvinda rödd....)

-Nú já, dreymdi þig eitthvað? spyr ég eiturhress...

-heyrðu já mig dreymdi að ég ætti að fara í fangelsi og dúsa þar í 60 daga! Hvað þýðir það?

-auðsótt mál....talan sextíu gefur til kynna að þú nærð fullri heilsu eftir sextíu daga. Ef þú leggur saman sex og núll færðu út 6....segin saga...it is all happening! Þú færð það loksins kallinn minn!Og nærð heilsu. Fangelsið segir svo til um undangengið heilsuleysi...

-já þú segir nokkuð! (líf var að færast yfir röddina...) en svo kom;

-ég er nú ekki viss um að ég þori því Heiða....hvað ef hann afhýðist?

Annað stórskemmtilegt skeði í dag;

E-mailið mitt er uppgefið efst á síðunni. Stundum fæ ég póst. Stundum alveg hreint flottan og stundum afleitan.

Í dag fékk ég indælt bréf...

Viðkomandi segir í bréfinu að hann lesi bloggið mitt annað slagið og ég væri fínn penni. Svo segist hann hafa séð stór-glæsilega konu í miðbæ Reykjavíkur um hádegisbil í dag, sem hann kannaðist við. En myndi ekki hvaðan hann þekkti hana. Var að hugsa um að heilsa upp á hana, en hætti við. Hann fór aftur til vinnu sinnar svo kveikti hann á því að þetta væri ég...í kjölfarið sendi hann mér póstinn....

Mér fannst þetta afar indælt og tók hrósinu auðvitað himinlifandi....nema hvað!?

 Ég átti bara hluta af því, þar sem ég var alls ekkert stödd í miðbænum í dag....InLove

Vona bara að tvífari minn sjái sóma sinn í þvi að vera almennileg til fara. Öllum stundum, við öll tækifæri. AlltafCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ha ha góð ég er að fara suður að spila á föstudaginn kannski sé ég þrífara þinn

Einar Bragi Bragason., 14.11.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

ef þú ert heppinn....

Heiða Þórðar, 14.11.2007 kl. 00:38

3 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Já kannski ég sendi þér e-mail

En í guðanna bænu taktu það ekki þannig að ég sé búin að vera veikur og kvenmanns laus í mörg ár. Allavega verður það ekki dónalegt ætla bara að senda þér eina mynd sem ég tók fyrir nokkrum misserum :)

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 14.11.2007 kl. 00:45

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahaha já það vona ég svo sannarlega líka!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2007 kl. 11:45

5 identicon

Það er alveg á hreinu að þú getur hætt að væla um að þú sért ein kona góð. Hér er ákveðið úrval á borðum. Saltað og sætt.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 13:15

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það ætla ég bara að rétt að vona Heiða mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.11.2007 kl. 15:04

7 Smámynd: Ibba Sig.

Híhí, góð Heiða!

Ibba Sig., 14.11.2007 kl. 16:29

8 identicon

Viðverukvittið fór  á Flakk.

Funny pistill,          Takk.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 19:27

9 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hæ sæta Heiða

Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.11.2007 kl. 19:38

10 Smámynd: www.zordis.com

Afhýða ... spurning um að rassskella bara  

A.  Fá mér banana og afhýða hann

B.  Afklæða fjallið og hýða hann .....    love love love tú mæ frend!

www.zordis.com, 14.11.2007 kl. 22:01

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.11.2007 kl. 17:45

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Ómæ..... yndi.

Solla Guðjóns, 16.11.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband