Frábært að keyra hann!

Heiða og bílar. Hef átt fimm það sem af er árinu. Hverjum öðrum betri.

Sá nýjasti er alveg hrein snilld.

Þegar farþegar koma með spurningar á borð við; -er ekki hægt að opna hurðina farþegamegin? segi ég einfaldlega; nei, en það er rosa gott að keyra hann sko!

Þegar ég fæ athugasemd á borð við; Heiða ég næ ekki að opna afturhurðina farþegamegin...segi ég; hmm, já en það er þrusugott að keyra hann. Miðstöðin virkar líka fínt....tekur bara smá tíma.

Athugasemd á borð við; er ekki hægt að skrúfa niður rúðuna? Nei en það er fínt að keyra hann. Lipur og góður. 

Það vantar læsingu á skottið...er ekki hægt að læsa bílnum? nei og já... ég veit, en hann er flottur á keyrslu...og traustur. Rýkur alltaf í gang.

Hvaða hljóð eru þetta? spurði ein mig um daginn. Hann hikstar allur!

-Blessuð vertu, hef ekki hugmynd! Algjört aukaatriði...en það er ÆÐISLEGT AÐ keyra hann! Hreint frábært! Þessi bíll hefur sko karakter! Hann er með fulla skoðun!

-Hva...virkar rúðuþurrkan ekki?

Endalausar spurningar, endalausar spurningar!

Stundum fæ ég máttlausa athugasemd og meðfylgjandi samúðaraugnaráð þegar sagt er: já já Heiða mín....bara svo framalega sem hann kemur þér á milli staða...

...það er auðvitað viss ástæða og pæling fyrir því að ég leyfi engum að keyra bílinn.... ekki það að einhver hafi verið að falast eftir því....Wink


mbl.is Bandarískur bílasali sveik fé af Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.11.2007 kl. 11:40

2 Smámynd: Svartinaggur

Þetta var út af fyrir sig mjög fróðlegt innlegg í fréttina af þjófótta bílasalanum.

Svartinaggur, 21.11.2007 kl. 11:41

3 Smámynd: Margrét M

sem sagt eigulegasta ökutæki .. virkar allavega ..

Margrét M, 21.11.2007 kl. 11:43

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó mæ god, við keyptum okkur nákvæmlega svona bíl í fyrradag á tæpar tvær millur, algjör draumur að keyra hann og allt virkar, kostaði tæpar tvær og er ekki að grínast.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.11.2007 kl. 11:49

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ásdís!

Heiða Þórðar, 21.11.2007 kl. 11:51

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Hahah þú ert perla

Solla Guðjóns, 21.11.2007 kl. 12:09

7 Smámynd: Ásgerður

Ásdís, er eiginlega alveg viss um að Heiða er ekki að tala um bílinn í fréttinni

Heiða, skil nákvæmlega um hvað þú ert að tala.  Á einn með þvílikan karakter hehe.

Um daginn fékk kunningi minn far með mér, og þegar ég sett bílinn í gang, þá heyrðist skrítið hljóð, hann horfði á mig spurnaraugum, og ég segi, þetta er bara loftnetið að fara upp og fer að hlæja,,hvað heldur þú að hann hafi sagt,,,,Ásgerður, ekki láta laga þetta, mér finnst þetta flott .

Og veistu, ég er alveg sammála honum, bíll með alvöru karakter, enda er ég búin að eiga hann síðan 1998, og hann er enn að þjóna sínum tilgangi  aukahljóð eða ekki,,,who cares

Ásgerður , 21.11.2007 kl. 12:12

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nákvæmlega Ásgerður! Vera bara nógu asssskoti ánægður með það sem maður á og hefur...enda sjálfsvirðingin hjá okkur auðvitað í blússandi blóma fyrir vikið Við mælum allavega ekki tippalengdina á okkur í bíla-hekterum og dekkjastærð...svo mikið er víst og satt

Heiða Þórðar, 21.11.2007 kl. 12:24

9 Smámynd: Svartinaggur

Þetta með konur og bíla (og karla og bíla), þá var ein vinkona mín að "kommentera" á að karlmaður á stærð við mig ætti að aka um á stærri bíl en ég geri. Ég hef gert mig ánægðan með minn 3ja og hálfs árs "vísitölubíl" eða tæplega það, en hef oft spáð í hvort maður eigi að fá sér bíl að stærð í samræmi við eigin stærð (er ekki að tala um tippastærð svo það komi skýrt fram  að gefnu tilefni af skrifum hér ).

Svartinaggur, 21.11.2007 kl. 12:40

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 21.11.2007 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband