Veistu hvað er langt síðan ég hef fengið að ríða?

Ég fór út að borða með vini mínum um þarsíðustu helgi. Hann er samkynhneigður. Við sátum þarna á móti  hvort öðru. Á milli okkar logaði kerti. Ein rauð rós til hliðar. Andrúmsloftið var rómantískt en andartakið ekki. Eftir að við höfðum setið saman að spjalli í djúpum viðræðum um ástir HANS og raunir í þeim málum...gat ég ekki á mér setið og segi;

-Viltu sýna mér þá lágmarkskurteisi að glápa ekki á eftir hvaða karlmannsrassgati sem gengur hérna framhjá!

-Heiða mín, (hann horfði djúpt í augu mín, hallaði sér fram á borðið...glotti og sagði;) veistu hvað er langt síðan ég hef fengið almennilega að ríða?!

---

Viku seinna er ég að borða með vinkonu minni. Andartakið var ekki rómantískt, andrúmsloftið ekki heldur. Við vorum á hráum skyndibitastað einsog þeir gerast verstir. Um hádegisbil. Á milli okkar logaði ekki kerti, en "rússnesku" ljósaperurnar í loftinu sáu til þess, að ég sá blóðið renna í æðunum á henni. Engu líkara var en við værum staddar á skurðstofu á Landsspítalanum.

Hún klóraði sér í nefinu og ég hugsaði; -ætli það sé eitthvað á nefinu á mér? Hún greiddi með fingrunum í gegnum hár sitt og ég hugsaði; -hvar er málið, er eitthvað að hárinu á mér? Hún fór eitthvað að pota og pukrast í augnkrókunum sínum. Ég gerði slíkt hið sama og hugsaði; er ég með eitthvað í auganu. Við töluðum og töluðum og hugsuðum þeim mun meira.

Karlmenn eru held ég hreinskiptari en við konur. Koma sér beint að efninu. Við hugsum þeim mun meira og búum til heilu bíómyndirnar í huganum af látbragðinu einu saman.

Hefur engin lent í þessu nema ég?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Jú jú, líka með þetta "langt síðan"

Þröstur Unnar, 19.11.2007 kl. 22:52

2 Smámynd: Fiðrildi

 undercover hér . . . verð að hvísla því ég má kannski ekki skrifa athugasemd á svona dónalegt sóðatal sko.  En í trúnaði þá segi ég alltaf allt sem mig langar við vini mína . . . homma eða afhomma. 

En slefaðir þú yfir fittnes-keppninni á skjánum eins og ég ?  Djíssss . . . það ætti að banna svona lögulega kroppa   Það hreinlega rifjuðust upp einhverjar kenndir hjá mér.

Fiðrildi, 19.11.2007 kl. 22:57

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nú ert nú meiri prakkarinn, alltaf neðanmittis í öllum færslum.  Það er svo gott að hafa svona grallara eins og þig hér í bloggheimi.  Love U girl.

               Sex Ég kvarta ekki.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 23:10

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elskan mín Arna, engir hasakroppar á skjánum mínum sko, reyni að horfa sem minnst á sjónvarp, les þeim mun meira... og hugsa ENNÞÁ MEIRA....

Æi Ásdís...ekki alltaf er það?

Heiða Þórðar, 19.11.2007 kl. 23:20

5 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ég vann einu sinni á stórum vinnustað. Það var gjaldkeri sem greiddi yfir skallann og sagði yfirleitt aldrei neitt nema á hann væri yrt.  Þegar hann datt í það sem gerðist samviskusamlega fjórða hvern mánuð, þá breytti demoninn honum alltaf á sama veg. Vinurinn hljóp um allt nakinn að neðan með lillan í fánastefnu og mælti þessu fleygu orð  "ég vil ríða"   Jú ég tek undir það með þér Heiða mín,, karlmenn eiga það til að vera hreinir og beinir í samskiptum.

Pálmi Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 23:43

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

tja hvað skal segja ........maður lætu rýmislegt flakka við vini sýna sem að maður myndi ekki þora segja annars staðar.....

Einar Bragi Bragason., 20.11.2007 kl. 00:09

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

JÁ... kannast við þetta með konur...... þær eru eins og kettir í kringum heitan graut meðan karlmenn eru beinskeittir eins og úlfar í hænsabúi.

Brynjar Jóhannsson, 20.11.2007 kl. 00:25

8 Smámynd: Gísli Torfi

ég á annsi margar sögur til af hreinum og beinum samskiptum karlmans við kvennmann en þær eru annsi yfir strikið ( þú hefur heyrt nokkrar heiða mín ) þannig að ég er sammála Pálma og sögurnar eru í anda söguni hans.

Gísli Torfi, 20.11.2007 kl. 00:33

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Pálmi; takk fyrir að koma mér til að hlæja

Heiða Þórðar, 20.11.2007 kl. 00:41

10 identicon

Já...konur eru með skapandi hugsun.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 01:08

11 identicon

Svo mörg eru þau orð að sum þeirra blómstra,hin verða aldrei neitt. Og öll hin sem velkjast á milli,geta sýnt af sér snilli. ORÐHÓGVÆR ORÐHVATSSON, Af ORÐLAUSU ÆTTINNI.´Lifið heil,anyway í hálfan dag.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 05:08

12 Smámynd: Margrét M

hugs ...... ja . þegar ég segi það sem að mér finst þá er það stundum móðgandi fyrir aðra er mér sagt og það sem verra er að ég segi bara það sem að mér dettur í hug .. það og það skiptið en stundum fæ ég ámynnigu eftir á hjá manninum mínum eða mömmu -- sko þú hefðir getað orðað þetta aðeins öðruvísi , sástu svipin á fólkinu þegar þú sagðir þetta   en ég er bara svona það dettur út úr mér allskonar vitleisa.. ekki þegar ég er að skrifa samt

Margrét M, 20.11.2007 kl. 08:51

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Af hverju spurðirðu ekki bara hvort það væri eitthvað á nefinu á þér?

Hrönn Sigurðardóttir, 20.11.2007 kl. 08:51

14 Smámynd: Freyr Hólm Ketilsson

Vá hvað það er gaman að byrja daginn á svona sögum eða allavega lestri.

Freyr Hólm Ketilsson, 20.11.2007 kl. 08:52

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2007 kl. 10:11

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Mér finst nú þið homminn alvega hafa fittað vel sman í samtalinu

Solla Guðjóns, 20.11.2007 kl. 16:54

17 Smámynd: Hugarfluga

Þess vegna eru svo mikil forréttindi að vera kona! Ekkert bara svart eða hvítt, svona eða hinsegin. Enginn sjarmi yfir því, sko!

Hugarfluga, 20.11.2007 kl. 20:05

18 Smámynd: www.zordis.com

Elskulegt að vera blátt áfram, koma smá stemmingu og sjá viðbrögðin .... 

Kannast við svona líkamsbendingar og halda að það sé kálblað á milli framtanna eða að maskarinn sé kominn niður á kinn. 

www.zordis.com, 20.11.2007 kl. 21:32

19 Smámynd: Heiða  Þórðar

Reyndar gerði ég það Hrönn

Heiða Þórðar, 20.11.2007 kl. 22:04

20 Smámynd: Anna J. Óskarsdóttir

já kannast við þetta... bara fyndið, við konur getum verið svo skrítnar. 

En við þær sem ég þekki og umgengst segi ég það bara hreint út :  "þú ert með hor í nefinu, þú ert með maskara-klessu í augnkróknum og það er eitthvað í tönnunum á þér".    Það er út af því að ég vil fá að heyra það sjálf ef það er eitthvað "að" hjá mér og svo vil ég ekki vera með fólki sem er með maskara-klessur út um allt eða þess háttar    híhíhíhíhíhí

Anna J. Óskarsdóttir, 20.11.2007 kl. 22:05

21 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nýtt Draumlag kafli eitt í spilaranum hjá mér

Einar Bragi Bragason., 21.11.2007 kl. 00:34

22 Smámynd: halkatla

þetta eru dólgsleg skrif  (mjög vel meint, þú ert æði)

halkatla, 21.11.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband