Að hafa á klæðum -hreinn unaður!

Ég dró símann minn uppúr veskinu mínu sl. föstudag. Hann var útataður í varalit og lá auðvitað á botninum makindalegur ásamt haug af snyrtivörum og öðrum brýnum þarfa. Það voru nokkur "missed calles" á skjánum, frá sömu vinkonu minni. Ég hringdi strax auðvitað. Hún þurfti greinilega BRÁÐNAUÐSYNLEGA að ná í mig!

-Heiða afhverju svararðu ekki símanum!!! Ég er búin að hringja fimm sinnum eða oftar! Hvernig segir maður dömubindi á ensku?

-Dömubindi? ahhh, púff ég man það ekki....dömubindi (ég ranghvolfdi augunum með einn fingur undir hökunni, en gat með engu móti munað það) Var þetta allt og sumt?

-ALLT OG SUMT (óðamála) systir mín er stödd erlendis föst inn á hótelherbergi á floti.....hún þarf að gera sig skiljanlega í lobbýinu manneskja! Finnst þér það vera eitthvað....ALLT OG SUMT!!! Hún er föst inni í herberginu! SKO Á FLOTI!............

----

Fyrir tuttugum árum fékk ég rosalega flott starf, þá 17 ára. Ég og vinkona mín fengum aukastarf við kynningar í verslunum. Á þeim árum þótti þetta svakalega fínt starf. Eitt sinn fengum við verkefni. Það var eftir helgina sem við höfðum verið að kynna "kókósbollukrem" fyrir jólin. Við vorum beðnar að kynna nýja gerð af dömubindum. Vespre með ilmefnum. Tvær týpur. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Hún vinkona mín vissi það. Hún hló...og ég meig í mig af hlátri af taugatitringi, þegar við höfðum sett á okkur svona fegurðardrottingarborða sem á stóð: We are vespre...queens. Þó ekki sé lengra síðan, þó þótti barasta alls ekki flott að fara á blæðingar, tala um blæðingar...að kaupa dömubindi var feimnismál og lentu þau oftast kraminn undir mjólkinni í innkaupakörfunni. Að kynna dömubindi var því nálægt dauðadómi!

Við drottningar dömubindanna, stóðum þarna með borðan yfir okkar miðja í stórverslun, uppstrílaðar með rauðan varalit og skothelda túberinguna...brosið byrjað að beyglast aðeins í sársaukagrettu undan háuhælunum þegar líða tók á daginn. Þegar við horfðum fram á það að þurfa að bera heilu brettinn af dömubindunum út í bíl aftur og skila aftur til heildsalans, vorum við farnar að rífast.

Við vorum nefnilega í mesta basli með að gefa prufupakkningarnar.... sama hvað við reyndum...flestir tóku stóran sveig fram hjá okkur, en þeir sem álpuðust í námunda;  buðum við að þefa...og hlusta á fróðleiksmola; týndum til alla hugsanlegu kosti bindisins, t.d. hversu rakadrægnin væri góð og magnaður sogkraftur....osfrv.... töluðum einsog það að vera á blæðingum væri himnaríki líkast. Við værum það sjálfar. Notum alltaf dömubindi með ilmi...sjáið okkur við brosum...við erum alltaf happy.....veivei! Allar konur með einhverju "skonsu-ponsu" vit í kollinum,  ættu að óska sér þess hlutskiptis sem oftast og mest og hressilegast, að hafa á klæðum. En allt kom fyrir ekki. Það var hreint "streð" og átök að selja "ilmandi dömubindin"...það voru helst karlarnir sem komu...og kipptu prufpakkningu með, fyrir "kellurnar sínar" um leið og þeir buðu góðan daginn og hlustuðu á fróðlegan fyrirlestur...ekki veit ég afhverju...

En við tvær vorum góðar þetta árið -dömubindalega séð sko.

Ekki löngu seinni voru þessi bindi afturkölluð af markaðnum (enda örugglega stórhættulegur andskoti)...ég meina...ég er ekki alveg að sjá þetta fyrir mér:

-Nei hæ elskan, rosalega lyktar þú vel í dag....bara einsog blóm...ertu kannski á  blæðingum?

---

Eigiði yndislega viku, öll sem eittHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hahaha góð pæling.....annars veit ég um eina gamla konu í Reykjavík sem þurfti að skreppa í eitthvað tékk hjá lækninum....nú sú gamla fór í heimsókn til dóttur sinnar áður og var þar stödd inn á baðherbergi er hún mundi að hún ætti nú að mæta hjá doksa eftir hálftíma...inn á baði sér hún eitthvað spray og hugsar tja það er kannski betra að fara vel lyktandi í þessa undirvagnsskoðun ...hún ákveður að fá smá ferskleika þarna niður sprayar smá í klofið enda sveitt eftir langan dag...........

Skoðunin gengur vel hjá lækninum en það er samt eitt sem að læknirinn sagði sem hún ekki alveg skilur.........en hann hafði haft orð á því í miðju kaf....i og sagt nei sko hvað mín er fín í dag.........Sú gamla er að velta þessu fyrir sér alla leið heim.....og uppgötvar svo sér til mikillar skelfingar þegar hún fer í sturtu heim að klofið á henni glitrar........hún hafði sem sagt tekið vitlausan spraybrúsa og sprayað glimmeri á staðinn he he he.......og þetta er sönn saga.

Páll Óskar hvað ha.

OG þú ert lang f_______t

Einar Bragi Bragason., 19.11.2007 kl. 01:21

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú drepur mig!

Heiða Þórðar, 19.11.2007 kl. 01:40

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Það er töfrum líkast að vera á túr .... NOT!!!!!

Eva Þorsteinsdóttir, 19.11.2007 kl. 04:36

4 Smámynd: Ásgerður

 góð Heiða,,,eins og alltaf.

Man eftir þessum bindum, þvílíkt af ilmefnum (og maður fékk alveg kláða dauðans, á besta stað , eða þannig), og svo rakadræg að maður var bara skrauf þurr lengi á eftir,,,ekki alltaf hentugt sko

Ásgerður , 19.11.2007 kl. 09:00

5 Smámynd: Saumakonan

LOL sé ykkur í anda með túberað hár dreifandi dömubindum!!!

Saumakonan, 19.11.2007 kl. 09:12

6 Smámynd: Margrét M

bara snilld

Margrét M, 19.11.2007 kl. 09:31

7 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Úff! 80's bindin voru svipað ömurleg og önnur 80's tíska. Mest að furða að þetta vespré dót hafi ekki bara verið í neon litunum líka 

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 19.11.2007 kl. 10:23

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegur andskoti með þig stelpa, þú getur tekið efnivið eins og að fara á túr, og snúa því upp í bráðskemmtilega færslu.  Það er eitthvað algjörlega ferskt við sýn þína á lífið og tilveruna.  Takk fyrir mig

En ég fer sko aldrei á túr, nota ekki dömubindi og þekki ekki þetta vandamál

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2007 kl. 10:50

9 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

 Þú ert alltaf jafn mikið yndi Heiða sæta og svei mér þá ef að næstu blæðingar verða bara ekki skemmtilegri en síðast eða kannski ekki

Katrín Ósk Adamsdóttir, 19.11.2007 kl. 12:07

10 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

HAHAHAHAH!...hefði borgað fyrir að sjá þig nýkrýnda með dömubindin á lofti!

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 19.11.2007 kl. 12:47

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Æ það var hressandi að hlæja svona. Ég hef alltaf elskað dömubindaauglýsingar. Konurnar sem sofa ekki á næturnar af því að bindin þeirra eru svo léleg og hinar sem svífa af gleði yfir blómskrýddum ökrum af þáð er svo skemmtilegt að festa dömubindi með vængjum í nærbuxurnar sínar. Undarlegt hvað raunveruleikinn er oft langt frá ímyndinni. Mér hefur aldrei þótt sérlega upplyftilegt að baksast við að losa renningana af límrenningum dömubindanna sitjandi á klósettinu. Oftast tekst nefnilega þannig til að vængirnir límast við límrenninginn í botninum og þar með er tilgangur þeirra farinn fyrir lítið.

Steingerður Steinarsdóttir, 19.11.2007 kl. 16:53

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg færsla hjá þér mín kæra. Eiginlega algjör snilld. Í einni af nýrri auglýsingum er verið að auglýsa ob og ef þú notar þá ekki þarftu að hanga á hvolfi. Það er ótrúleg hugmyndaauðgi í þessum auglýsingum, eins og þetta er nú leiðinlegt ástand. Fegin að vera hætt í bindadeildinni. Hefði nú viljað rekast á þig um árið með frí sýnishorn, ég hefði sko örugglega þefað, hef aldrei verið svaka feimin. Munið þið eftir auglýsingunni þar sem heill hópur kvenna hljóp yfir blómaengi og allir svo rosa glaðir.  Sagan hjá Einari Braga er gömu og til í mörgum útgáfum, mín uppáhalds útgáfa var allta sú a þetta hefði verið Sigga Beinteins.

Systir þín átti bara að garga "I am bleading to death" þeir hefðu örugglega komið

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 20:08

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ásdís þetta var ekki sigga ......en ég þekki originalinn og þetta er satt.

Einar Bragi Bragason., 20.11.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband