Færsluflokkur: Bloggar
Regnboginn og gullpotturinn
15.11.2008 | 09:41
Jæja þá...bara laugardagur til lukku að birtast mér enn eina ferðina. Samkvæmt almanakinu er þetta 36þúsundasti ríflegi laugardagurinn sem á samkv. loforði einhvers fávita að færa mér lán og happ. Mánudagurinn er handan við hornið...minnir að sá dagur sé frekar dapurlegur ásýndar og döll...mæðan ein. Þriðjudagurinn til þrautar...fer að stytta upp, þegar fram líður á vikuna.
Til allra hamingju hef ég komist að því að enginn mannlegur spekúlant...fær ráðið hvernig lán mitt ræðst eftir því hvaða vikudagur er.
Ég veit með vissu að ef hugarfar mitt segir; fucking shit...mánudagur...ömurlegur dagur...þá einfaldlega verður hann glataður!
Er að geyma lágt prósentuhlutfall af búslóð yngsta bróður míns. Við erum að tala um pappakassa einhverja og fl....einn kassinn var opin. Þegar ég sit við tölvuna verður mér litið á opna kassann. Efst var bók um fyrirgefninguna. Ég byrjaði að "glugga" í bókinni og kláraði hana nánast í gærkveldi.
Sóldís mín kom að mér, þar sem rassinn og fætur vísuðu upp í loft. Ég hafði komið mér á haus ofaní kassann og var farin að leita að fleiri gulli og gersemum...
...og ég fann.
Ég fann yndislegar bækur, bækur mér að skapi. Og einn gamlan hundrakarl...seðil.
Það sem efst stendur á þessu augnabliki er þetta:
Hvers vegna er okkur svona erfitt að sjá að leit okkar að gullpottinum við enda regnbogans felur aðeins þá staðreynd að við erum bæði regnboginn og gullpotturinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Beljan stakk undan mér!
14.11.2008 | 07:19
Össss!
Þið verðið að fyrirgefa en ég glotti út í annað við lestur þessarar fréttar. Ekki vegna aðstæðna þessa fagurlega skeggjaða manns með kóngabláu húfuna...heldur skaut eftirfarandi upp í minn stundum skrítna kolli;
-vilja danir útrýma íslendingum? Erum við réttdræp? Á að horfa á okkur kveljast og drepast hægum snyrtilegum dauðdaga? Ekkert blóð...
Mér skilst annars á vini mínum sem er nýkomin frá DK...að það sé hreint ekkert skemmtilegt að vera íslendingur á þessum slóðum þessa dagana...
...hitti breta, eldri hjón á ferðalagi mínu um síðustu helgi um austfirði. Ég var að taka út beitilöndin og athuga hvort væri að finna réttdræpa belju í búrið. Þau sögðu almennt álit breta vera góðvild í okkar garð og að flestir vildu Brown út af "borðinu"...
...ég segi nú bara hjúkkit! Var farin að hafa áhyggjur afþví að geta ekki mér um "laflaust" höfuð strokið á öðrum slóðum en þeim sem ég nú er staðsett í. Íslandi. Þegar ég er við það að kafna og vantar súrefni, verð ég að komast burt - burt - burt!
Í raun vildi ég að ég hefði fæðst fluga...eða fiðrildi...fugl væri kannski einna best.
Óska ykkur öllum kærleiksríkrar helgar mínir kæru bloggvinir heiða litla bergur ætlar að baða sig í sólarljósinu þessa helgina...í kvöld verður svo föstudagspartý með Doddalitla á Rás 2. Dans söngur og botnlaus gleði.
Hlustið endilega á kvikindið! Hann er hrikalega klikkaður og ultra skemmtilegur...natural gaur! Þess má geta að hann var fyrsti kærastinn minn.... í fimmta bekk...eða sjötta...
...sambandið hélt og var afar traust og fallegt (hmmm) ; eða allt þar til Hafdís kom til skjalanna ...beljan sú arna stakk undan mér í partýi...og ber ég þess varanleg merki á sálinni þegar ég horfði uppá þau sleikja innyflin út úr hvort öðru, tyggja, kyngja og ropa. Og það með hor í nös.
En Doddi er flottur!
![]() |
Danir vildu ekki bjarga Íslendingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Á að skera í tvennt eða sturta?
12.11.2008 | 21:17
Ég á bróðir sem á bróðir sem er ekki bróðir minn. Sá bróðir gaf bróður okkar fiska í stóru búri. Bróðir minn gaf bróður okkar, sem jafnframt er bróður hans fiskana. Bróðir okkar leigði út fiskana ásamt íbúðinni. Leigandinn drap alla fiska bróður míns. Alla nema þrjá.
Þrjú stykki grá kvikindi sem virka á mig einsog sæðisfrumur. Litlu gráu "döll" frumurnar eru einsog krækiber í helvíti frá mínu sjónarhorni séð. Bróðir minn vildi svo endilega að ég, sameiginleg systir þeirra beggja fengi fiskana. Bróðir minn og bróðir bróðir hins bróður míns komu í dag og tengdu hreinsibúnaðinn og kafarann. Hefði frekar kosið fallegt blóm i potti.
Ég kann ekkert í sambandi við umhirðu fiska, en ég kann að mjólka hamstur ...Erla...
Leiðbeiningarnar sem ég fékk voru svohljóðandi;
-Ef vatnið er of heitt þá sýðurðu þá. Ef vatnið er of kalt þá frystirðu þá. Ef þú gefur þeim of mikið að éta...drepur þú þá...ef þú gefur þeim of lítið...drepur þú þá líka.
Með þennan leiðarvísir í farteskinu hef ég haldið lifi í þessum ljótu kvikindum í heila 9 sólahringa og er stolt af sjálfri mér. Ég drap ástareldin á þrem dögum, slétt! Á hverjum morgni læði ég mér að búrinu og kíki upp undir þakið. Hef ekki veitt upp eitt einasta lik...ef ske kynni mun ég halda útför og jarðaför. Öllum boðið í erfidrykkju; kaffi og mandarínur.
Sem minnir mig á eitt;
Ég þekki konu sem er geðveik. Hún á mann sem er líka geðveikur. Hún hafði fengið sér tvo appelsínugula fiska í glerkúlu. Kúlufiskarnir veittu henni félagskap og hún undi sér löngum stundum við það eitt að horfa á þá svamla í hringi í þögninni. Undir bringusundi, söng þrúgandi hugsanagangur um höfuðkúpuna hennar. Hugsanir sem enginn veit hverjar eru, nema hún sjálf.
Hún hringir í mig, miður sín...
-Heiða..heldurðu að helvítis fíflið sé ekki búin að drepa fiskana mína! Hann var svo afbrýðisamur!
-æi, nei sturtaði hann þeim niður í klósettið?
-já, en áður en hann sturtaði þeim niður...þá skar hann þá í tvennt ...
Svo mörg voru þau orð.
Guð og góðar vættir geymi ykkur öllsömul
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Ég elska Bjarna Harðar og Pálma Gunnarss...
11.11.2008 | 21:58
Sko...
...þegar ég birti færsluna; Lesist hægt osfrv. átti ég aldrei von á slíkum viðbrögðum! Varðandi færsluna sjálfa og innihald, langar mig að koma eftirfarandi á framfæri.
Ég setti hana fram sem örsögu og hélt að hún yrði tekin sem slík. Bjóst ekki við að þið væruð svo klár sem raun bar vitni, að sjá í gegnum mig. Hugsaði þetta fram og til baka eftir símtal sem ég fékk þar sem færslan hafði birst á; eyjan.is, undir fyrirsögninn; Níu ára gömlu barni nauðgað.
Ég fór í smá hux! Hottið mitt fylltist af bréfum með þeim afleiðingum að ég flúði borgina... Ég spáði meðal annars í því hvort ég ætti að segja þetta uppspuna. Grunaði aldrei að viðbrögðin yrðu einsog raunin varð og er.
Svo ákvað ég að láta þetta standa. Þegar maður fer í huxerís-fyllery...þá kemur eitt og annað upp í hugann, eðlilega. Skárra væri það nú! -Hvað ætli fólk haldi um mig? -Dísess...ef nú einhver fer að vorkenna mér? -Ef einhver sér mig og þekkir og bendir og segir; sjáðu þessa... henni var nauðgað þegar hún var níu! Og fá svo "stórustu" augun beint í andlitið á mér, með harkalegum skelli og hvelli. Úff! Tilhugsun var hreint ekki geðsleg hvað þá "beisinn". Og er ekki enn...
Ég viðurkenni hér með og segi jafnframt; Sagan er sönn. Mér er engin vorkunn, því síður er ég einhver hetja. Þó svo að ég hafi náð að plumma mig ágætlega í lífinu. Ég hef fyrir löngu fyrirgefið umræddum...og öllum sem eiga hlutdeild að öðrum miður skemmtilegum atvikum í mínu lífi. Vil þakka öll hlýju orðin ásamt kærleiksríku hugsunum ykkar, sem mér hafa borist og hafa ilja mér um hjartarætur.
Hér á ferð var á engan hátt einhver "úrvinnsla" í gangi fyrir mig persónulega. Ekkert plott. Ekki vildi ég særa neinn. Ég var að gefa ykkur hlutdeild af mínu lífi. Án þess að vænta neins. Birti þetta án þess að hugsa um afleiðingar. Hvort færslan varð/verði einhverjum til hjálpar, veit ég ekki, en ef svo er; -hið allra allra besta mál. Eiginlega hið bestasta! En ásetninguinn var ekki einu sinni sá.
Endanleg pæling; -lítum okkur nær! Pössum börnin okkar öll, og verum góð við hvort annað. Hvert og eitt einasta líf er svo rosalega dýrmætt.
OG
Nú kemur hin eiginlega færsla á þessu þriðjudagskveldi;
Ég heiti Heiða, ég er Vatnsberi. Ég er 173 cm á hæð. Viktin telur 58 kg. Það er þegar ég er "full og shit". Er þeim hæfileika gædd að kúka aðeins einu sinni í viku. Er samt ekki mikill safnari. Það er heljarinnar sparnaður sem felst í þessháttar fyrirkomulagi. Prófið og sannreynið
.Ef þið viljið komast aðþví hversu gömul ég er, bendi ég ykkur góðfúslega á heimabankann...ykkar, ekki minn.
Skjótið blaðberann og ykkur mun fara að líða undursamlega vel, rétt einsog mér. Kastið viðtækjum öllum útaf heimilinu (fram að svölum er best) þá byrjar ballið fyrir alvöru og þið farið að syngja og dansa einsog ég geri. Áðan vorum við Pálmi hinn eini sanni Gunnars, í dúett sem dæmi. Hann klikkar ekki þessi elska! Þið munið syngja og það sem meira er; halda lagi! Þið munið dansa einsog vitstola svín, hvernig sem þau það gera. Dansið, dansið og vangið! Það er svoooo gott að vanga! Við Pálmi einmitt vönguðum...þó hann hafi vitað minnst um það sjálfur.
Það er líka hægt að éta Fréttablaðið ef þið viljið ekkert blóðbað og engan dans, moggann líka og allt það sem úti frýs ef út í það er farið. Þegar klósettpappír verður uppurinn, sjálfsagt fljótlega, nýtast blöðin svo framarlega sem þið kærið ykkur kollótt um svertu á ykkar allra helgustu og æðri staði líkamans. Partýið er reyndar búið heyrist mér á einum fósturföður. Nú taka við timburmen einsog alltaf. Það er nefnilega þannig...maður þarf að taka afleiðingum gjörða sinna. Sbr. eyðslu, rangar ákvarðanir og allt slíkt.
Ég er að hætta mér út í umræðu um ástandið í þjóðfélaginu...og stoppa hér með! Ég læt ekki uppi hversu "bræt" ég er og þenkjandi, né hvaða skoðun ég hef í raun og veru. Það er auðvitað alltof alltof persónulegt ... Hugsa nefnilega um meira en sex-ur og sjöur sko...
Kúvending!
Ég ætla að leyfa öðrum að rífa Bjarna Harðar á hol, í friði. Tek ekki þátt í því. Sýnist vera nóg af "pakki" sem felur sig á bakvið það, að vera að segja skoðun sína á málefni dagsins. Er í reynd og raun illa innrætt og sjálft alveg í kássu með sjálft sig. Nú hlakkar í sumum, maður lifandi. Maðurinn er jafn mikils virði og hver annar. Hvorki minni maður eða meiri. Hann kúkar rétt einsog ég og þú! Hann gerði mistök...ég hef gert fjöldan allan af mistökum. Ég dæmi hann ekki. Svo skilst mér að einhverjum finnist hann of feitur.
Var að spá í þessu með viðmiðið. Of feitur. Of mjór. Hvað varð um heilbrigð/ur?
Mér finnst alveg með ólíkindum þegar fólk finnur hjá sér brýna þörf, á að benda td. mér á það í tíma og ótíma hvað þeim finnst til um vaxtarlag mitt. Einsog það skipti einhverju fuckings máli! Ég í sumra augum er horuð og ætti að borða meira. Öðrum finnst ég við alveg við það að detta í sundur af hor...en þó ekki með hor í nös (hjúkk). Fleira smekklegt í þessum dúr gæti ég talið upp. Sumum klæjar í tungu og tennur og geta ekki látið hjá líða að æla út úr sér, af einskærri væntumþykju og fögrum og góðum hug (að sjálfsögðu), að kannski væri ráð fyrir mig að bæta nokkrum kílóum af blómum á einhverja ákveðna staði, eftir þeirra smekk. Þið ættuð annars að sjá mig á lífi; -er fucking goergoius! 36C skálar og alles ...leggirnir ná nánast upp til himnaríks og aftur til baka þegar ég stend á haus! Já, ég segi það og meina; ég er fullkominn fyrir utan kúkafæðingablettinn á vinstri fæti...sem bæðevei ég elska.
Ástæðan fyrir því að ég segist fullkominn er; Guð skapaði mig í þeirri mynd sem ég birtist ykkur. Ég er nákvæmlega eftir hans höfði. Ég er heilbrigð...og hvað er þá málið? Á árum áður þegar aðrir gengu í gegnum complexa tímabil útaf; brjóstum, rassi, enni, nefi eða hári...þá tók ég allan pakkann. Pikkaði ekki út eitt atriði einsog aðrir og velti mér upp úr því; nei nei, ég var bara plein viðbjóðslega ljót og ógeðsleg í allri minni dýrð! Kannski hafði þessi skoðun mín á sjálfri mér, eitthvað með reynsluna sem þig þekkið nú, að gera... kannski ekki. Skiptir í raun engu. Kannski er ég týpan sem gerir allt með stæl! Já ég hallast að því síðarnefnda.
Aldrei segi ég við einhvern í yfirvikt að þeir þurfi að losa um nokkur kíló. Það sé hryllilegt að horfa uppá þetta spik allt! Aldrei labba ég að einhverjum og segi; mikið svakalega er nefið á þér stórt...og bendi þeim á, að lýtalækni sé að finna í gegnum gulu síðurnar í símaskránni. Ef einhver er með skakkar tennur þá læt ég það mig lítt varða. Ég labba ekki að einhverjum sem mér finnst í ófríðari kantinum og bendi honum á að hann valdi mér sjónmengun og bið hann vinsamlegast að hverfa af yfirborði jarðar! Ég meina common! Same shit! En viðurkenni fúslega að andfýla truflar mig ...
Ég persónulega fæ meiri fullnægju útúr því að benda fólki á hið góða og fallega í þeirra fari. Fæ enga frógun út úr því að særa fólk...þó vissulega sé ég engin móðir Theresa. En stefnan er sett þangað annars særir slíkt mig ekki. Alls ekki...því ég veit að fólk er fífl og ég veit að ég er frábær...
það er bara til eitt eintak af mér og eitt af þér! Algjör snilld!
Andskotans viðmið alltaf hreint! Hver og ein einasta manneskja er fucking perfect! Eða svona nánast....allavega einsog sköpunarverkið gerði ráð fyrir.
En varðandi horpakkann sem ég minntist á fyrr; þá eru það nú yfirleitt konur í yfirvikt, og/eða óöruggar og ófullnægðar "kvennsniftir" í eigin skinni, sem finna hjá sér brýna þörf fyrir því að setja út á aðra. Og eða ólukklegir einstaklingar. Það er einsog það sé í lagi að segja þeim sem grannir eru að þeir séu of grannir. En ekki þeim sem of feitir eru. Karlarnir kippa sér lítt upp við slíkt...kannski pota þeir smá, en ok. Það er efni í aðra færslu...
En mér finnst þetta furðulegur andskoti!
Að þessu slepptu er ég í þrusugóðum félagsskap með Pálma Gunnars....og þið mín kæru, eruð mér dýrmæt. Enn og aftur þakka ég hlýjar kveðjur og athugasemdir, meila og og og....sendi tilbaka bunka af ást og "slash" af kærleik er það ekki annars sami skíturinn ?
Bloggar | Breytt 12.11.2008 kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Afrek helgarinnar...
10.11.2008 | 23:16
Ég Heiða Þórðar... afrekaði með heimtufrekju og passlega mikið af ákveðni eftirfarandi um helgina;
-að sannfæra eigendur "svarts" beljubarns: númer 356...að skýra kvikindið í hausinn á mér: Heiða...
...geri aðrir betur!
Von mín og ósk er, að þetta beljubarn verði ekki eins óstýrlátt og utan við sig og sú eiginlega Heiða.
Bestu kveðjur inn í vikuna ykkar allra, kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Lesist hægt, vandlega og með fullri athygli :)
8.11.2008 | 18:45
Fóstufeður voru fjölmargir og voru þeir flokkaðir allir sem einn. Fyrst gengust þeir undir nöfnum en þar sem mér var fyrirmunað að leggja nöfn þeirra allra á minnið kallaði ég þá suma eftir dýrum. Hundur, köttur, froskur, hestur, asni, api, górilla, fífl ofl. Mér fannst það líka meira lýsandi fyrir persónuleika þeirra. Þorsteinn segir ekkert til um hvernig maðurinn er, en górilla gerir það. Þórir segir ekkert um útlit viðkomandi en hundur gerir það.
Einhverju sinni vorum við krakkarnir, eða við sem eftir sátum, færð inn í hjónaherbergið á félagslegri íbúðinni sem mamma leigði af bænum. Íbúðina fékk hún á þeim forsendum að hún væri einstakur fjöryrki. Górillan var listmálari og þurfti herbergi undir starfsemina. Ég minnist þess að loftið var þakið spegli, horna á milli og upp í lofti. Í fyrstu fannst mér gaman að liggja upp í rúmi og fylgjast með sjálfri mér og þeim krökkum sem deildu með mér svítunni. Seinna meir hataði ég spegilinn. Einhverju sinni voru yngri börnin sett í pössun næturlangt. Þau komu aldrei aftur. Af einhverjum ástæðum var mér haldið eftir, er ekki frá því að ég hafi verið upp með mér. Að mér hafi fundist ég svolítið spes og spurðist einskis um afdrif þeirra. Hluti af hamagangnum sem tryllti allt og bramlaði var hljóðnaður og þess vegna saknaði ég þeirra ekki hið minnsta. Meiri athygli frá mömmu, bæði neikvæða og jákvæða.
Górillan var verstur þeirra allra. En ég lærði líka af honum. Er ekki sagt að maður læri af öllum andskotanum? Læri af allri reynslu? Ég lærði tildæmis að setja upp krók á innanverðri herbergishurðinni minni. Ég má vera þakklát Gorillunni fyrir það. Ekki Guði.
Ég lá eina júlí nótt inn í stóra herberginu og ég óskaði þess heitast að ég væri vörubíll. Stjarna ein á himnum smaug sér inn á milli gluggatjaldanna og kyssti mig létt á vangann. Ég var rétt við það að halla aftur augunum þegar hurðin að herberginu opnaðist. Þarna stóð hann í öllu sínu veldi. Stóra loðna kvikindið. Górillan. Ég vissi það ekki þá en átti eftir að komast að því að hann var kafloðinn á rassgatinu. Ég sá það í speglinum. Loðnu krumlurnar læstu sér um líkama minn og fúli andardrátturinn át mig upp að innan. Hann hvíslaði;
-mamma þín sendi mig til þín, litla druslan þín. Ef þú þegir ekki, drep ég þig!
Ég var níu ára gömul.
Ég lamaðist af hræðslu og þorði varla að anda. Ælan steig upp í munn mér þangað til ég kastaði henni frá mér og á hann. Auðvitað sendi mamma hann ekki til mín. Hann hvíslaði í eyra mitt í kveðjuskyni;
-ef þú vogar þér að segja frá, þá drep ég þig kvikindið þitt!
Ég hafði lengi vel haft dulda og rómantískar hugleiðingar í hjarta, um að dauðinn og himnaríkisvist væri það besta á jörð, þannig að ég sagði mömmu frá. Mig langaði til að deyja.
-Ég hélt hann væri hættur þessu eftir að ég kom að honum með þig allsbera inn á baðherbergi, runkandi sér í teskeið! Ég hendi honum út!. Nei, ég drep helvítið! Öskraði mamma.
Ég mundi ekkert eftir þessu teskeiðaævintýri, annaðhvort er meðvitundin lunkinn við að losa sig við óþarfa drasl eða mamma á sýru.
Mér leist persónulega betur á fyrri kostinn. Ekki gat ég hugsað mér að hafa illa lyktandi og rotnandi lík , með tunguna lafandi útúr munnvikinu heima hjá mér. Ég grátbað þvi mömmu að henda honum út. Eða drepa hann og henda honum svo út.
Hún gerði hvorugt.
Að skóladegi loknum opnaði ég útidyrahurðina. Ég heyrði hlátrasköll úr eldhúsinu. Ég labbaði inn fyrir og skólataskan skall í gólfið með frekju. Þarna sátu þau tvo, Górillan og mamma og voru að borða vínarbrauð með bleikri drullu á, í miðjunni. Og hlógu. Górillan leit á mig, allt að því sigrihrósandi. Mamma brosti og sagði einsog ekkert væri;
-ertu komin heim elskan? Hvernig var dagurinn?
Ég starði á þau og muldraði ofurlágt;
-hvað er svona fyndið?
Ég labbaði inn í herbergi, lagðist uppí rúm í skónum og starði á sjálfa mig í speglinum og fannst himnarnir í kringum mig hrynja. Allir sem einn. Mér fannst ég ljót, einskisvirði og hræðslan hreiðraði um sig í hjartanu, þar sem hún festi sér rætur næstu árin. Mamma hafði þá sent hann til mín eftir allt saman. Ég þagði þunnu hljóði, enginn skildi fá að vita.
Górillan var inn á heimilinu næstu árin. Notaði hvert það tækifæri sem gafst til að hvísla í eyru mín þegar enginn heyrði til; -hóran þín, litla druslan þín, þú ert ljót. Hvenær verður næst? Ég hlustaði en sagði ekkert, ég trúði honum. Ég var ljót og einskis virði. Ég nötraði að innan af hræðslu, sársauka, óöryggiskennd og sjálfsfyrirlitningu...á þessum árum.
Ég talaði mikið við Guð. Bað hann vinsamlegast og í öllum bænum að drepa Górilluna. Hann gerði það ekki. Ég bað hann að blessa mömmu. Hann gerði það ekki heldur. Ég bað um að eilífðarpartýinu lyki. Hann stoppaði ekki partýið, fyrr en of seint. Fyrir minn smekk.
Samt missti ég ekki eina örstund trúna á almættið. Fyrir mér er Guð til. Rétt einsog svart og hvítt, það sem fer upp, kemur niður. Ást og hatur. Er til Guð og djöfull. Samkvæmt minni skilgreiningu "var djöfullegt afl" að verki. Fársjúkur maður. Djöfullinn sjálfur. Ég vorkenni honum. Það að geta fyrirgefið eru forréttindi. Ég hef fyrirgefið. Það leynast kraftaverk í fyrirgefningunni. Ég ásaka ekki móður mína. Ég trúi því að hún hafi reynst mér sem best hún kunni og hafði vit til, á þessum árum. Ég ber mikla elsku í hjarta, til hennar.
Njótið helgarinnar elskurnar...sýnum náunganum ást og kærleik og ekki síst, verum góð við hvort annað.
þessi "saga" -er gjöf mín til ykkar kærleikskveðja og kossar á ykkur öll.
Bloggar | Breytt 9.11.2008 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Hann er æði!
7.11.2008 | 22:16
Fyrir sléttum nítján árum sat ég andspænis mömmu við eldhúsborðið heima hjá henni.
Hún segir;
-sérðu kaffikönnuna/hitabrúsann hérna....?
-já... varstu að kaupa hann eða.....?
-nei, nei, hvernig heldurðu að sé að koma henni út um litla gatið?
-Mamma.....dísess...þú ert biluð!!!
-Biluð? Nú?! -þetta er ég nú búin að þurfa að ganga í gegnum nokkrum sinnum góða mín! Og sko sjáðu handfangið... þau eru tvö í raun og veru! Þetta virkaði ekki alveg beint hvetjandi á mig. Í raun dálítið ógnvekjandi, ef satt skal segja. Hitabrúsi!!! Halló!
Ég horfði með hryllingi á rauðköflóttan hitabrúsann, vitandi hvað ég stæði frammi fyrir næsta morgun þegar ég yrði sett af stað. Hlustaði á sögur um ofur-stóra-hausa...flækingsfætur, rifnar pjöllur og rassa, á meðan hugsaði ég um kvalafull endalok mín, þegar ég yrði rifinn í tætlur uns ég gæfi upp öndina!
Lítið vissi ég þá en fullyrði hér með að "Hitabrúsanum" mínum fylgdi mikil gleði, ást og kærleikur.
Ég vil bara að hann viti, það sem ég veit ...og allir aðrir vita; Hann er langbesti strákurinn minn í öllum heiminum! Og ég elska hann út af lífinu. Sonur minn er 19 ára á morgun 8. nóv
Hann er æði! Ég er svo stolt af honum!
Sóldís Hind og Ari Brynjar -gullin mín
Bloggar | Breytt 8.11.2008 kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Guð býr heima hjá mér!!!
6.11.2008 | 22:46
Ég er lifandi sönnun þess að Guð er til. Alveg heilagur sannleikur. Oftar en ekki, hefur mér fundist ég vera á eintali við hann...en ekki lengur.
...ok ok...ég bað hann um vetrardekk í fyrra. Um morguninn þegar ég kíkti undir bílinn þá var bílgarmurinn ennþá á sumarhosunum...mér fannst þetta svolítið skítt af honum, þvi ég hafði frétt af vandamáli í Ameríkunni. Fólk var að læknast í bílförmum og standa upp úr hjólastólum. Mikið probleme myndaðist þegar að hjólastólar voru skyldir eftir fyrir utan söfnuðina í hundraða tali.
Aðrir báðu um gull í tennur og fengu. Ég persónulega get ekki skilið afhverju viðkomandi/viðkomendur báðu ekki um hvítar fyllingar! Ég hefði gert það. Mér finnst afleit tilhugsun að splæasa gulli í kjaftinn... Svo bið ég Guð auðmjúk um um skitinn notuð en heilleg vetrardekk ... og nei nei...ekki týmdi hann að spreða þeim á mig, hvað þá meir!!! HALLÓ! Varð alveg bit...eiginleg hálffúl...
En svo hef ég komist að svolitlu...sem svínvirkar!
Málið er bara að biðja, sleppa, trúa og treysta. Og málið er dautt!
Hætta þessu eilífa suði í Guði og samningaviðræðum ... og þakka þakka þakka...fyrir sig og sitt. Þakka fyrirfram fyrir það sem við viljum að hann gefi okkur. Ég bað hann að græja pening einn morguninn...fyrir bensíni á bílinn sem dæmi,...það kom eitt stykki þúsari úr ólíklegustu átt seinnipart dags! Nú haldiði að ég sé orðin endalega klikk...en það er flott! Mér finnst æði að vera klikk. Þetta er absúrd dæmi...en...
Að hugsa sér þau forréttindi að hafa "hann" til að sjá bara um alla pakkana sem á vegi manns verða í daglega lífinu. Díla við vandamál og aðstæður, fólk og fávita. Leggja allar áhyggjur yfir á herðar hans. Það er þvílíkur léttir! Maður getur bara sönglað og dansað þetta í gegnum allt og ekkert...og það sem mest er um vert; -don´t worry be happy... og verið glaður og áhyggjulaus í hjarta og sinni. Ég meina common...er þetta einhver spurning "folks" ?
...að gamni langar mér að deila svolitlu með ykkur. Ég hitti ekki alls fyrir löngu einslega forstöðumann ákeðinnar kirkju hér í bæ. Eftir einhverja stundar spjall, vildi hann biðja fyrir mér. Hann vildi ma. biðja Guð um mann fyrir mig. Ég horfði djúpt í augu hans grafalvarleg og sagði af fullri einlægni;
-æi, nei...biddu Guð frekar um betri bíl handa mér...
Hann bað Guð um bíl og mann.
Ég fékk bílinn, og mig grunar að "dularfulli maðurinn" hafi beðið um góða konu ...og ég sé hún
Ég held samt fyrir mitt leyti að aldrei verði hægt að sanna tilvist Guðs...hann býr í hjarta hvers og eins. Hann treður sér ekkert inn. Maður verður að opna...leita og finna. Og ýmislegt fleira. Reyna að vera góður, stilltur og prúður. Það má líka alveg segja; pjalla og allt...
Mér þykir óendanlega vænt um ykkur -þúsund og einn koss á línuna
![]() |
Auknar líkur á tilvist Guðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Er flott að vera feitur?
6.11.2008 | 01:36
Ó já! Grannur líka. Flottast að mínu viti er að vera heilbrigður.
Jæja ok... þar fór staðfestan fyrir lítið og feldurinn fokinn. Ein mér afar kær vinkona sagðist hafa hugsað þegar ég læsti ykkur úti; -hvað skildi hún endast lengi...eins gott að ég veðjaði ekki upp á einhverjar "kúlur". Hér er ég semsagt komin enn eina ferðina ...velkominn öll í heimsókn....ég á kaffi og með'ðí...ég saknaði ykkar ógurlega
Ég ætla nú bara láta í ljós skoðun mína hérna undir berum himni, takk fyrir!
Fröken feit og falleg?! Æi nei...hvað er verið að skilgreina fólk feitt eða mjótt, stórt eða lágvaxið?! Þoli ekki þegar fólk er sett í dilka og skilgreint sem feitt og fallegt, grannt og ljótt osfrv. Allir sem eru með 20% skynbragð og taste af common sence...hlýtur að sjá að fegurð hefur alls ekkert með útlit að gera. Ekkert með það að gera...þ.e.a.s. þennan kassa sem er utan um sálina og hjartað!
Gildir einu þó kassinn sé málaður fjólublár!
Fyrirsögnin afleit! Oj...
...allir eru fallegir...misfallegir þó og ljótir...misljótir. Feitir og flottir...mjóir og .....
...bíð spennt eftir keppninni; Ungfrú "augabrýr"... þá ætla ég að taka þátt og vinna. Er með afskaplega fagrar augabrýr að sögn systur minnar.
Að þessu slepptu hefur ýmislegt drifið á daga mína. Ég tildæmis er búin að fara með tveimur bloggvinkonum mínum í bað! Jebb...ekki í einu. Í sitthvoru lagi. Einn fósturfaðir fyrrverandi kom í baðið með mér líka. Hann var bara stakur ...þær voru ekki með. Bara ég og hann.
Staðreyndin er sú að einsog mér finnst gaman að tala í síma...þá er ég bara með einn munn...og vill vera þáttakandi í samræðunum. Ég er oft í símanum semsagt og í baði...
Viðurkennist; Í sumum tilfellum...skiptir engu þó ég sé með einn munn og tvö eyru, þó svo ég sé í baði. Nei, það eru svona samtöl þegar ég rétt skáskýt með haglabyssu einu og einu stykki jái. Gæti gert það með bossanum þessvegna. Hugsanlega hef ég verið að jánka uppáskrift á víxli já og/eða drætti i einhverjum tilfellum! Yfirdrætti. Skítt með það!
Afar innihaldslaust hjal sem skilur ekkert eftir sig.
Að endingu; ég kveikti í einu stykki kokk. Kokkurinn er svín. Hann á körfu sem stendur við hlið hans alla jafna. Í körfunni eru tannstönglarnir mínir. Ég kveikti undir hellu þar sem hann stóð á og var að punta mig í mestu makindum inn á baðherbergi...þegar ég finn einkennilega lykt...ég hunsa lyktina...kem svo fram og sortnaði fyrir augum. Kotið var eitt reykhaf! Og lyktin sem mætti mér andstyggð ...og er enn, þrátt fyrir þrif og reykelsi ...útloftun og hvaðeina.
Þegar ég kom heim i kvöld var ég svo jákvæð, hamingjusöm og glöð í hjartanu...að þegar fílan mætti mér hugsaði ég;
-mmmm....þetta er eiginlega svona mandarínulykt!
Össss mig hlakkar til jólanna
es: mæli eindregið með færslu sem bróðir minn henti út í loftið, afar persónuleg og dapurleg lýsing á heimilisaðstæðum í hans/okkar uppvexti... hans upplífun og reynslu. Vekur mann til umhugsunar um það sem skiptir í raun máli...
http://fowler.bloggar.is/blogg/407327/Thad_sem_skiptir_okkur_mestu_mali
![]() |
Fröken feit og falleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Nú er ég staðráðin!
3.11.2008 | 18:04
Ætla að leggjast undir feld. Smá hux-erý í gangi hérnamegin. Kannski skreyti ég jólatréð í kvöld, hver veit ...
Endilega sóið ekki kærleikanum...látið hann ekki fara til spillis. Nýtið hann og notið, endurvinnið jafnvel.
Verið góð við hvort annað.
Ykkar einlæg,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)