Á að skera í tvennt eða sturta?

Ég á bróðir sem á bróðir sem er ekki bróðir minn. Sá bróðir gaf bróður okkar fiska í stóru búri. Bróðir minn gaf bróður okkar, sem jafnframt er bróður hans fiskana. Bróðir okkar leigði út fiskana ásamt íbúðinni. Leigandinn drap alla fiska bróður míns. Alla nema þrjá.

Þrjú  stykki grá kvikindi sem virka á mig einsog sæðisfrumur. Litlu gráu "döll" frumurnar eru einsog krækiber í helvíti frá mínu sjónarhorni séð. Bróðir minn vildi svo endilega að ég, sameiginleg systir þeirra beggja  fengi fiskana. Bróðir minn og bróðir bróðir hins bróður míns komu í dag og tengdu hreinsibúnaðinn og kafarann.  Hefði frekar kosið fallegt blóm i potti.

Ég kann ekkert í sambandi við umhirðu fiska, en ég kann að mjólka hamstur ...Erla...Wink

Leiðbeiningarnar sem ég fékk voru svohljóðandi;

-Ef vatnið er of heitt þá sýðurðu þá. Ef vatnið er of kalt þá frystirðu þá. Ef þú gefur þeim of mikið að éta...drepur þú þá...ef þú gefur þeim of lítið...drepur þú þá líka.

Með þennan leiðarvísir í farteskinu hef ég haldið lifi í þessum ljótu kvikindum í heila 9 sólahringa og er stolt af sjálfri mér.  Ég drap ástareldin á þrem dögum, slétt! Á hverjum morgni læði ég mér að búrinu og kíki upp undir þakið.  Hef ekki veitt upp eitt einasta lik...ef ske kynni mun ég halda útför og jarðaför. Öllum boðið í erfidrykkju; kaffi og mandarínur.

Sem minnir mig á eitt;

Ég þekki konu sem er geðveik. Hún á mann sem er líka geðveikur. Hún hafði fengið sér tvo  appelsínugula fiska í glerkúlu. Kúlufiskarnir veittu henni félagskap og hún undi sér löngum stundum við það eitt að horfa á þá svamla í hringi í þögninni. Undir bringusundi, söng þrúgandi hugsanagangur um höfuðkúpuna hennar. Hugsanir sem enginn veit hverjar eru, nema hún sjálf. 

Hún hringir í mig, miður sín...

-Heiða..heldurðu að helvítis fíflið sé ekki búin að drepa fiskana mína! Hann var svo afbrýðisamur!

-æi, nei sturtaði hann þeim niður í klósettið?

-já, en áður en hann sturtaði þeim niður...þá skar hann þá í tvennt ...

Svo mörg voru þau orð.

Guð og góðar vættir geymi ykkur öllsömul Heart

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 12.11.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ef þú ert orðin illa leið á fiskunum þá má alltaf búa til litla veiðistöng og dorga smá.  Mæli ekki með skurðaðgerðum á fiskum.  Það er soldið ljótt - ha.....

Knús og kram

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.11.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: www.zordis.com

Alltaf gott ad eiga saedisfrumur í sjálfhreinsandi búri! Mjólka hamstur og hálfir gullfiskar .... jaeks!

Hefuru prófad ad tala vid fiskana fagur gráu?

www.zordis.com, 12.11.2008 kl. 21:33

4 identicon

Einu sinni skrifaði Wodehouse skemmtilega bók sem heitir á Íslenzku "Látið PSmith leysa vandann". Meistari PSmith var til í að leysa úr hvers kyns vandamálum hvaða enskrar heldrimanna fjölskyldu sem væri -> nema eitt:

Svo fremi það hefði ekkert að gera með fisk!

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

haha! get ekki beðið með að vera leidd í allan sannleikann..

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 12.11.2008 kl. 21:57

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

'Sushi in a bowl' er ásköpuð ávísun á andlegt álag & áblástur.

'Toyja' þetta snarlega....

Steingrímur Helgason, 12.11.2008 kl. 21:58

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Slorlíf   

Marinó Már Marinósson, 12.11.2008 kl. 22:40

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 12.11.2008 kl. 23:00

9 Smámynd: Aprílrós

Dúdda mía, sá hefur verið abbó út í fiskana, en í alvöru þá þekki ég einn svona geðveikann sem er abbó út í allt ef það sem dregur athyglina frá honum .

Aprílrós, 12.11.2008 kl. 23:58

10 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he skrifa

Einar Bragi Bragason., 13.11.2008 kl. 00:58

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

skrifa skrifa skrifa....gengur hægt....við erum að tala um of mikið annríki ásamt "dassi" af stíflu....stíflulosara einhver?

Heiða Þórðar, 13.11.2008 kl. 08:49

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Æjj.

 einföld fræði ....annars drepur þú þá.

Solla Guðjóns, 13.11.2008 kl. 09:05

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þessi lestur hressti mig við, það er ekki gott að vakna og fyrsta sem maður gerir er að hlusta á slæmar fréttir.  Knús á þig yndið mitt, ég er að fara í borgina hafðu það gott um helgina

Ásdís Sigurðardóttir, 13.11.2008 kl. 12:50

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hef aldrei skilið fólk sem heldur fiska. Það er ekki nokkur félagsskapur að þeim og ekki hægt að klappa þeim.

Helga Magnúsdóttir, 13.11.2008 kl. 12:56

15 identicon

Fiskinn minn og fiskinn þinn, ekki verri félagsskapur en hvað annað! Þeir allavega þegja. svo lengi sem þeir fá að borða eða ekki borða:)

knús á þig elskuleg!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 14:33

16 Smámynd: JEG

Fiskar eru fín gæludý.  Ég er með 5 fiskabúr og langar endalaust í fleirri fiska.    Knús og kveðja úr Hrútósveitó. 

JEG, 13.11.2008 kl. 17:13

17 Smámynd: Þ Þorsteinsson

fiskur undir steini =   bböööö

Er á meðan er ..... en engin bræðrabönd í fiskabúrinu þínu frekar en í mínu.

Þ Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband