Hann er æði!

Fyrir sléttum nítján árum sat ég andspænis mömmu við eldhúsborðið heima hjá henni.

Hún segir;

-sérðu kaffikönnuna/hitabrúsann hérna....?

-já... varstu að kaupa hann eða.....?

-nei, nei,  hvernig heldurðu að sé að koma henni út um litla gatið?

-Mamma.....dísess...þú ert biluð!!!

-Biluð?  Nú?! -þetta er ég nú búin að þurfa að ganga í gegnum nokkrum sinnum góða mín! Og sko sjáðu handfangið... þau eru tvö í raun og veru! Þetta virkaði ekki alveg beint hvetjandi á mig. Í raun dálítið ógnvekjandi, ef satt skal segja. Hitabrúsi!!! Halló!

Ég horfði með hryllingi á rauðköflóttan hitabrúsann, vitandi hvað ég stæði frammi fyrir næsta morgun þegar ég yrði sett af stað. Hlustaði á sögur um ofur-stóra-hausa...flækingsfætur, rifnar pjöllur og rassa, á meðan hugsaði ég um kvalafull endalok mín, þegar ég yrði rifinn í tætlur uns ég gæfi upp öndina!

Lítið vissi ég þá en fullyrði hér með að "Hitabrúsanum" mínum fylgdi mikil gleði, ást og kærleikur.

Ég vil bara að hann viti, það sem ég veit ...og allir aðrir vita; Hann er langbesti strákurinn minn í öllum heiminum! Og ég elska hann út af lífinu. Sonur minn er 19 ára á morgun 8. nóv Heart

Hann er æði! Ég er svo stolt af honum!

Sóldís Hind og Ari Brynjar -gullin mín Heart

hei_a_gunni_og_ari_40_-1_722012.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heiða þú ert snillingur ...

Nei hvað var það aftur sem þú sjálfkallaðist .. ofur-eitthvað?

Til hamingju með strákinn þinn. Og að sjálfsögðu sjálfsögðu bænheyrsluna.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

takk

Heiða Þórðar, 7.11.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Innilega til hamingju með drenginn Heiða mín : ) ef hann er eitthvað í líkingu við mömmu sína þá hlýtur hann að vera algjör gullmoli.

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 7.11.2008 kl. 22:48

4 Smámynd: Aprílrós

Til hamingju með soninn á morgun ;)

Aprílrós, 7.11.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: JEG

Til hamingju með soninn á morgun mín kæra.

Kveðja úr sveitinni. 

JEG, 7.11.2008 kl. 23:22

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

dóttir mín varð 17 í dag.. til hamingju bæði tvö.. btw hún er blond . 

Óskar Þorkelsson, 7.11.2008 kl. 23:41

7 Smámynd: Hilmar Sæberg Ásgeirsson

Heiða mín,ég var að lesa bloggið þitt ,þakka fyrir það ,mjög gott og gaman. Ég sá á blogginu þínu að elskulegur sonur þinn verður 19 ára,á morgunn ,til hamingju með srák gullið þitt ,skilaðu kveðju til hans ,frá mér ,hann veit hver ér er við höfum hist ,kynntist honum þegar ég keypti HÖMMERINN þinn ( EN,ÞAÐ ER GOTT AÐ KEYRA HANN ):  eða þannig .Jæj Heiða mín GUÐ GEYMI ÞIG OG BÖRNIN ÞÍN ÞESS ÓSKA ÉG ÞÉR KELEIKSKVEÐJA .HILMAR SÆBERG (DRENGUR GÓÐUR ):

Hilmar Sæberg Ásgeirsson, 8.11.2008 kl. 00:50

8 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Til hamingju með litla drenginn, litla stúlkan mín varð 16 ára um daginn.

Ég var að vísu laus við hitabrúsana en sjitt hvað það var voðaæega erfitt að taka þátt í þessu.

Ég var sendur fram að reykja með jöfnu og skömmu millibili.

Svo er allt í einu komin kona sem var bara lítil sæt stelpa....(langar að varpa tári á höku núna.

Núna er hún falleg kona.........

Þórður Helgi Þórðarson, 8.11.2008 kl. 01:23

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Hún mamma þín

Til hamingju með stráksa.Það hefði veriðgaman að sjá mynd af honum.

Solla Guðjóns, 8.11.2008 kl. 01:53

10 identicon

Sæl Heiða mín.

Já, Innilega til hamingju með soninn. Og það er satt, Þú mátt vera stolt af honum.

Kærleikskveðjur á ykkur bæði.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 03:34

11 Smámynd: Sporðdrekinn

Til hamingju daginn og soninn

Ertu komin með hríðar?

Sporðdrekinn, 8.11.2008 kl. 06:49

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn

Hrönn Sigurðardóttir, 8.11.2008 kl. 09:03

13 identicon

Innilega til hamingju með soninn!

Þú ert nú meiri........Ofurskutlan!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 09:24

14 Smámynd: Tína

Til hamingju með hitabrúsann stelpa. Falleg eru börnin þín.

Njóttu svo helgarinnar krútta

Tína, 8.11.2008 kl. 10:13

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með þennan flotta hitabrúsa, hann yrði nú eigi ánægður ef hann læsi þetta, en sætur er hann á myndinni með litlu systir.
Eigðu góða helgi skjóðan mín.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2008 kl. 10:27

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Vá heiti gaur  eins og dóttirin myndi orða það Glæsilegur strákur og ekki er Sólin síðri.Þú er svo sannarlega rík af þessum tveim gullmolum

Solla Guðjóns, 8.11.2008 kl. 11:04

17 Smámynd: Ómar Ingi

Til hamingju með littla stóra mann

Kannast við þetta allt saman er bara ári á eftir þér

Hafðu það sem allra best ljúfan

Ómar Ingi, 8.11.2008 kl. 12:09

18 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk takk takk takk

Heiða Þórðar, 8.11.2008 kl. 12:29

19 Smámynd: Þ Þorsteinsson

til hamingju með frumurnar þínar , eigið þið góðan dag

Þ Þorsteinsson, 8.11.2008 kl. 12:34

20 Smámynd: Sporðdrekinn

Falleg eru börnin þín Heiða

Sporðdrekinn, 8.11.2008 kl. 17:51

21 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Innilega til hamingju með afmælis sonarins (í dag :)  Og mikið svakalega eru þetta myndarleg börn - hreinustu gullmolar.  Næstum eins miklir gullmolar og mínir he he .  Ég á sko líka einn 19 ára gaur, stóri strákurinn minn.  Ég er ofsalega stolt af honum, auðvitað stelpuskottunum líka, en það er eitthvað við það að eiga svona stóran strák og vera ekki svo voðalega "stór" sjálf - þú veist örugglega hvað ég meina.

Knús knús

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:47

22 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Elsku  hjartans gullið mitt - Ég var á Þórisjökli á afmælisdegi hans... Óska þér og ykkur báðum hjartanlega til hamingju með daginn.
Hugsaði til þín á toppnum þegar ég fór á hnén og kyssti jökulinn. Þakkaði Guði fyrir allt sem mér hefur verið gefið í lífinu. Þú varst þar með mér

Hvernig var þetta svo - hitabrúsi eða spriklandi fiskur ? Mér þótti mínar fjórar einmitt vera þannig - heitur og mjúkur spriklandi fiskur !

Linda Lea Bogadóttir, 9.11.2008 kl. 12:03

23 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með börnin þín snilldarkona  

Marta B Helgadóttir, 11.11.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband