Guð býr heima hjá mér!!!

Ég er lifandi sönnun þess að Guð er til. Alveg heilagur sannleikur. Oftar en ekki, hefur mér fundist ég vera á eintali við hann...en ekki lengur.

...ok ok...ég bað hann um vetrardekk í fyrra. Um morguninn þegar ég kíkti undir bílinn þá var bílgarmurinn ennþá á sumarhosunum...mér fannst þetta svolítið skítt af honum, þvi ég hafði frétt af vandamáli í Ameríkunni. Fólk var að læknast í bílförmum og standa upp úr hjólastólum. Mikið probleme myndaðist þegar að hjólastólar voru skyldir eftir fyrir utan söfnuðina í hundraða tali.

Aðrir báðu um gull í tennur og fengu. Ég persónulega get ekki skilið afhverju viðkomandi/viðkomendur báðu ekki um hvítar fyllingar! Ég hefði gert það.  Mér finnst afleit tilhugsun að splæasa gulli í kjaftinn... Svo bið ég Guð auðmjúk um um skitinn notuð en heilleg vetrardekk ... og nei nei...ekki týmdi hann að spreða þeim á mig, hvað þá meir!!! HALLÓ!Woundering Varð alveg bit...eiginleg hálffúl...

En svo hef ég komist að svolitlu...sem svínvirkar!

Málið er bara að biðja, sleppa, trúa og treysta. Og málið er dautt!

Hætta þessu eilífa suði í Guði og samningaviðræðum ... og þakka þakka þakka...fyrir sig og sitt. Þakka fyrirfram fyrir það sem við viljum að hann gefi okkur. Ég bað hann að græja pening einn morguninn...fyrir bensíni á bílinn sem dæmi,...það kom eitt stykki þúsari úr ólíklegustu átt seinnipart dags!  Nú haldiði að ég sé orðin endalega klikk...en það er flott!  Mér finnst æði að vera klikk. Þetta er absúrd dæmi...en...

Að hugsa sér þau forréttindi að hafa "hann"  til að sjá bara um alla pakkana sem á vegi manns verða í daglega lífinu. Díla við  vandamál og aðstæður, fólk og fávita. Leggja allar áhyggjur yfir á herðar hans. Það er þvílíkur léttir! Maður getur bara sönglað og dansað þetta í gegnum allt og ekkert...og það sem mest er um vert;  -don´t worry be happy... og verið glaður og áhyggjulaus í hjarta og sinni. Ég meina common...er þetta einhver spurning "folks" ?

...að gamni langar mér að deila svolitlu með ykkur. Ég hitti ekki alls fyrir löngu einslega forstöðumann ákeðinnar kirkju hér í bæ. Eftir einhverja stundar spjall, vildi hann biðja fyrir mér. Hann vildi ma. biðja Guð um mann fyrir mig. Ég horfði djúpt í augu hans grafalvarleg og sagði af fullri einlægni;

-æi, nei...biddu Guð frekar um betri bíl handa mér...

Hann bað Guð um bíl og mann.

Ég fékk bílinn, og mig grunar að "dularfulli maðurinn" hafi beðið um góða konu ...og ég sé hún Wink

Ég held samt fyrir mitt leyti að aldrei verði hægt að sanna tilvist Guðs...hann býr í hjarta hvers og eins. Hann treður sér ekkert inn. Maður verður að opna...leita og finna. Og ýmislegt fleira. Reyna að vera góður, stilltur og prúður. Það má líka alveg segja; pjalla og allt...W00t

 Mér þykir óendanlega vænt um ykkur -þúsund og einn koss á línuna Heart


mbl.is Auknar líkur á tilvist Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Ég bað Guð um góðann mann og ég kyntist góðum manni. Dekkin hef eg ekki fengið en mér boðin dekk á góðu verði.

Guð er í hjarta hvers og eins og það er undir okkur komið hversu mikið við viljum hafa hann hjá okkur. Ég hleypti honum inn í líf mitt og vil ekki sleppa honum , ég hleytpi líka háa dökkhærða og góða manninum inn í líf mitt og vil ekki sleppa honum, Kanski er ég frek og eigingjörn . ???? held ekki samt, ég er mannleg, kærleiksrík,hjartahlý á mikla ást til að gefa og þessum manni vil ég gefa mina ást.

Ég get alltaf talað við minn æðri mátt, hann hlustar án þess að dæma mig, hann sendir mér það sem mér er ætlað.

Eigðu ljúft kvöld mín elskuleg. ;)

Aprílrós, 6.11.2008 kl. 23:10

2 identicon

oh Heiða........biðjið og þér munið fá :)

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 23:46

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 6.11.2008 kl. 23:48

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Já kannski hann búi þar eftir allt saman - í hjarta hvers og eins. Ég veit núna að hann stígur niður annað slagið óumbeðin líka sko... Alveg án þess að ég hafi verið að suða - eða bara yfirlett að hugsa um t.d. að eignast nú "mann" eða eitthvað í þeirri líkingu ö þá sendi hann mér samt engil... sem faðmaði mig og lét mér líða stórkostlega vel ! (Sólheimaglott - og ein voða hissa !) 

EN þú ert

Linda Lea Bogadóttir, 7.11.2008 kl. 00:12

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Var einhver að segja að þú værir klikk!?

Dularfulli maðurinn já, skildi hann vera nálægt núna, að narta í tá?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 00:14

6 Smámynd: Ómar Ingi

Guð er ekki til

En annars er til góð saga um hann í metsölubók allra tíma Bíblía kölluð

En ef Guð væri til þá er hann ekki maður né kona heldur allt í kringum okkur og við sjálf.

Orka en ekki peningavél fyrir gráðugt fólk sem vill græða á hræddu fólki sem á bágt.

Góða nótt sæta

Ómar Ingi, 7.11.2008 kl. 00:28

7 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Guð hefur greinilega miklu meiri áhuga á því að redda hinum og þessum Íslendingum þúsundkalli fyrir bensíni heldur en að lækna HIV-sjúk börn í Afríku sem deyja í þúsundatali á hverjum degi. Merkileg forgangsröðun hjá þessum guði.

Kristján Hrannar Pálsson, 7.11.2008 kl. 00:56

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég trúi, þakka og bið.

Sporðdrekinn, 7.11.2008 kl. 04:24

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ómar þú varst bara nokkuð góður í dag...

Heiða Þórðar, 7.11.2008 kl. 05:15

10 Smámynd: Rannveig H

Þú ert æði.

Rannveig H, 7.11.2008 kl. 07:50

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú líkaRannveig.

Neibb...hvar er hann eiginlega Magnús minn, "dularfulli maðurinn"?

Kristján minn kæri;

Fyrir mér er þetta svona einhverveginn; Rétt einsog svart og hvítt, ást og hatur, það sem fer upp kemur niður,  þá er til Guð og Djöfull.

Ég ætla að biðja minn Guð að blessa þig... vegna þess eins, að mig langar til að þú upplifir það sama og ég. og reyndar ykkur öll

HIV-sjúk börn og þúsari til mín...djöfull og guð að verki. Ítreka samkv. minni skilgreiningu. Hef aldri lesið Biblíuna, en er staðráðin í að gera það

Heiða Þórðar, 7.11.2008 kl. 07:57

12 Smámynd: Guðjón Þór Þórarinsson

Ég trúi á Gussa en ekki Biblíuna enda er hún skrifuð af mannahöndum, en það er dálítið fyndið með efarsemdarmennina að þegar þeir lenda í lífshættu hvað gera þeir? jú jú þeir biðja til Guðs, hafðu góðan dag.

Guðjón Þór Þórarinsson, 7.11.2008 kl. 08:34

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

NÁKVÆMLEGA!!!!

Heiða Þórðar, 7.11.2008 kl. 08:45

14 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Guð blessi Ísland, þennan frasa sagði Geir Haarde þegar Ísland fór á hausinn.  Við skulum bara vona að hann blessi okkur hérna á klakanum

Guðborg Eyjólfsdóttir, 7.11.2008 kl. 08:49

15 identicon

Takk fyrir þessi orð Heiða (og smá glott til Ómars).

Þið voruð klárlega á svæðinu þegar Tómasarguðspjallið var skrifað.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:57

16 identicon

Góð lesning.Guð blessi þig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:07

17 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Er þá guðinn þinn ekki almáttugur?

Kristján Hrannar Pálsson, 7.11.2008 kl. 10:45

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Dularfulli maðurinn!

Hann leynist í skúmaskoti,

skorðaður fastur.

Samt er hann frjálsari en flestir

og flytur út strauma.

því skúmaskotið er stærra en stórt

með stöðugum fallegum hugsunum.

En skúmaskotið er ekta skúmaskot,

skelfing þröngt.

Þú getur séð þangað inn, en ekki út.

En dularfulli maðurinn er samt dásamlegur

og dáist að þér!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 13:42

19 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þegar ég var ungur maður fyrir austan þá bjó þar gamall maður sem bölvaði heil ósköp út í allt og ekkert.   Einhverju sinni var hann að mála þakið á frystihúsinu heima og rann skyndilega niður af því og hrópaði um leið "Guð hjálpi mér"  en hann rétt náði að grípa í þakrennuna og hékk þar og sagði þá:  "Æi ég held að ég hjálpi mér bara sjálfur".    Þess má geta að hann var hið mesta ljúfmenni þótt hann væri hrjúfur á yfirboðinu.

Þú ert að verða svo ljúf út á við að þetta er bara yndislegt Heiða mín.   

Marinó Már Marinósson, 7.11.2008 kl. 15:23

20 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 7.11.2008 kl. 19:15

21 Smámynd: Svartinaggur

Ekki trúi ég á neinn guð og nota það orð eiginlega aldrei. Nema þegar ég nota orðið GUÐDÓMLEG yfir dömur eins og þig.

Svartinaggur, 7.11.2008 kl. 20:31

22 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er svolítið skrítið að maður fær oft það sem maður biður um.  En stundum er maður ekki alveg nógu nákvæmur þegar maður er að biðja um eitthvað.  Ég hef allavega stundum þurft að redda tæknilegu hliðunum á því sem ég hef beðið um - og fengið.  Það gerðist ekki alveg eins og ég ætlaði mér - en gerðist samt.  Fyndið þetta líf.......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.11.2008 kl. 20:34

23 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Við verðum að hafa trú á okkur fyrst og fremst.Og ef guð er í okkur sjálfum myndi ég halda að við værum á grænni grein ef við elskum okkur sjálf.Upp frá því dreifum við kærleikanum í kringum okkur.Þegar einhvað bjátar að í lífi okkar og við kennum okkur um það missum við trúnna (finnum ekki einbeitninguna t.d. í bæn )Þá þurfum við að fyrigefa okkur .....fyrigefa og aftur fyrigefa.

fyrigefið ruglið í mér en svona augum lít ég þetta.

Það verður frábært að vera til eftir þetta !

Þ Þorsteinsson, 8.11.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband