Færsluflokkur: Bloggar
Drullaði yfir hann með rassgatinu...
16.3.2008 | 09:42
Sólin skín á þessum sunnudagsmorgni og ég finn hana smjúga inn í hjarta mitt. Þetta er yndislegur árstími þegar allt er að vakna til lífsins...sér í lagi brosið sem hefur verið falið hjá mörgum af samferðamönnum mínum ofaní kassa...og geymt niðrí kompu...neðst í kassanum. Mér sýnist flestir vera búnir að finna það.
Ég elska frelsið. Ég elska að vera frjáls en þó er gott að vera í sambandi en þó frjáls. Ég elska að keyra um í þögninni eða að spjalla á lágstemmdari nótum. Sambandið mitt við bílinn minn er orðið svo persónulegt að mér finnst við hæfi og tími til komin að gefa honum nafn. Ég er að hugsa um að fara á Select nú á eftir og skíra hann með viðhöfn. Læti af öllum toga eiga illa við mig. Mér finnst vont að tímasetja hvenær ég hringi í fólk. Viðkvæði mitt er einatt; heyrumst! Mamma segir stundum;
-hvenær?
-veit ekki, hringi þegar ég hringi...
Vinkonur mínar og vinir þeir bestu skilja mig og þekkja mig og láta sér það í léttu rúmi liggja hvort það sé deginum eftir eða mánuði seinna sem við erum í sambandi.
Besta lýsingin á þessu er kannski þegar ég flutti út til Danmerkur fyrir mörgum árum. Ég tilheyrði stórum vinkvennahóp. Búið var að skipuleggja borða-úti-thing...og ball með Sálinni á eftir. Ég elska Sálina og ég elska að fara út að borða...en....
...einhvernveginn fór það svo að allir, hver og einn einasti mætti...og skálaði fyrir mér...nema ég var ekki á staðnum...en...
...ég var fyrir utan þegar ballið var búið og tók á móti þeim, brosandi. Allir hlógu og höfðu gaman að.
-þetta er svo lýsandi fyrir þig Heiða, og botnlaus gleði ríkti í hópnum. Allir höfðu skemmt sér og engin var með skítafíluna lafandi út í mig. Kærleikurinn ríkti. Enginn móðgaður allir sáttir...sumir reifir og aðrir meira "drunk". Það eru frábær forréttindi að fá að vera maður sjálfur. Ég er í þeirri aðstöðu í dag að ég get nýtt mér það í drasl. Í tætlur og ræmur.
---
Ég fór í gallabuxum í vinnunna í vikunni. Síðastliðna sex mánuði get ég talið það á fingrum annarar handar hversu oft ég hef klæðst slíkum fatnaði. Það er fucking kjaftæði að gallabuxur séu þægilegur fatnaður...akkúrat ekkert frelsi felst í þvi að klæðast níðþröngum gallabuxum sem skerast upp í heila á manni...(ok ok klof -mér finnst þetta bara svo andstyggilegt orð)...og "vakjúmpakka" rasskinnunum saman þannig að þær ná ekki andanum. Jafnvel þó stimplað sé á rassinn; Karen Millen, Lewis eða Diesel er þetta forvondur klæðnaður. Eykur kannski aðeins á þægindin að að borgað var 20.000 kall fyrir brækurnar...fyrir aðra að sjáþegar kíkt er á rassinn...
Seinnipart dags í gær, hafði ég það á hörkunni að rogast með þrjá stútfulla svarta ruslapoka af fatnaði fyrir aðra að njóta, sem minna mega sín. Og það í níðþröngum gallabuxum...þegar heim var komið fauk brjóstarhaldarinn og buxurnar fyrir náttbuxur og bol...þannig líður mér best. Það er frelsi.
Ég minnist á hér að ofan; í sambandi við "að skerast upp í heila" (en þetta orðalag nota ég stundum þegar ég kvarta undan því að ...að mér þrengi) heilinn og greind mín eru að engu leyti í klofinu á mér! Af sérstökum ástæðum verð ég að koma því á framfæri.
Fyrir einhverju var mér addað af einhverjum aðila á msnið. Og þó ég sé óvitlaus get ég verið ansi græn og samþykkti viðkomandi fyrir mörgum mánuðum án umhugsunar...Ég hafði rifið mig úr einsog ég sagði frá í gærkveldi og útlitið var svart. Þá á ég við að þegar ég var einsog fiskur í framan, teygð toguð og tuskuð. Ég segi ekki að ég hafi verið einsog skata, tindabykkja, karfi eða þorskur....öllu heldur einsog svona ufsi. Enda hafði ég skellt mér í ljós.
Svo þar sem ég sit fyrir framan tölvuna að vinna, kemur allt í einu á msn-inu;
-halló
ég hugsaði ohhhhhhhhh damn! ekki er ég að nenna þessu...
...sagði samt eitt lítið hæ (bara pínkuponsu) hann sagðist hafa fundið mig á blogginu og svo kom;
-ertu fyrir yngri stráka?
eftir að hafa drullað yfir hann með rassgatinu blokkeraði ég hann út.
Greind mín og heili eru ekki í klofinu á mér og mér finnst vont að hafa svona flatlúsir hangandi utan í mér takk...ef ég væri tilkippileg og auðveld væri símanúmerið mitt í skránni...ég er hvorki fyrir yngri stráka, eldri menn, viðskiptafræðinga, lögfræðinga eða tónlistamenn.
Ég fylgi hjartanu mínu ávallt í samskiptum mínum við allt fólk...ég elska; góða gegnumheila stráka, menn, karla og einstaklinga sem sýna mér virðingu.... og skipti þá engu hvað þeir starfa...hvort buddan sé létt eða þung.
Eigiði góðan sunnudag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Bleikur smokkur...
15.3.2008 | 12:32
Haldiði að hafi ekki dottið engill að himni ofan og beint í fangið á mér! Ég greip hann og ætla ekki að sleppa honum! Þessi englastrákur gerði sér lítið fyrir að skúbbaði út flatlúsum, maurum og reyndar myndum líka...út úr tölvunni og setti inn nýtt vinnsluforrit. Kominn með splunkunýja tölvu...þetta er svona einsog að endurfæðast og klæðast gömlu druslunum sínum áfram.
Jebb.....pjalla - tippi - rassgat...dí, var komin með illt í magann að burðast með þetta og fá ekki útrás fyrir perrann í mér...því ekki stend ég beint upp á borðum og segi klámbrandara, hvað þá að ég sé í daglegri umgengni einsog á blogginu mínu.
Ég elska bloggið mitt. Ég hef sárlega saknað ykkar allra.
Ég hef fengið mail á hottið mitt þar sem þið kæru vinir eruð mörg að athuga hvort sé í lagi með mig. Takk fyrir það. Gott að finna væntumþykjuna í bloggvinahópnum mínum.
Ég er annars svaka fín enda á ég svo mikið af flottum fötum, nei ég hef það í alvöru rosagott. Takk fyrir mig. Er svona að detta í gírinn á bloggið aftur og gera það að hluta af tilveru minni aftur.
Englastráknum fannst hæfa mér vel að hafa vinnsluumhverfið bleikt á tölvunni.... ég veit ekki hvað það er, en einhvernveginn minnir þetta mig á smokk. Ég sem aldrei hef bleikan smokk augum litið...hef séð þá í nokkrum útgáfum, með broddum ma. en aldrei bleikan smokk...ekki enn
Bíllinn minn situr í hlaðinu og býður þess að húsfreyjan komi út með skrúbbinn. Ég á einstakan bíl. Hann fer í gang eftir eigin geðþótta og mér finnst það svolítið krúttlegt, nema ef vera skildi þegar ég er að verða of sein í vinnu eða eitthvað slíkt, því tengdu. Þá sparka ég í kvikindið en hugsa með sjálfri mér þegar taxi-driwerinn er búin að slíta af mér 2000 kúlum....-æi elskan, þú ert með persónuleika...en fjarska geturðu verið vondur við mig stundum!
Rúðurnar hafa þann einstaka hæfileika að hoppa upp og niður eftir "behag" en þar sem vorið er komið ef ekki sumarið bara -skiptir það ekki rassgat máli! (gott að segja rassgat )
Vá! í guðana bænum, kíkið út um gluggann...sjáið þið bara; þetta er allt að ske;
Við erum að tala um að sumarið er komið!
Farin út að leita að bleikum smokkum....
Njótið stundarinnar með mér
es; nýjar myndir af mínu liði
Bloggar | Breytt 16.3.2008 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Ég hata blýstur!
6.3.2008 | 20:28
Mér gengur bæði erfiðlega að sofna og vakna. Erfiðar er að vakna þó en sofna.
Og þó...er ekki svo viss lengur.
Einhver kom með þá hugmynd við mig að ég ætti að skella í mig sexföldum brennivíni og fá mér eitt rothögg með sleggju aftarlega á hnakkann...
....æi, nei veit ekki...ég elska næturnar. Ég elska að vaka þegar aðrir sofa. Kyrrðin er góð. Elska að
horfa á aðra sofa.
Ég vakna við gemsann minn. Stundum hefur ástandið verið þannig að mig hefur langar mest til að öskra þegar ég heyri tóninn frá símanum. Allavega æla pent. Í hvíta fötu. Á hverjum einasta morgni
druslast maður samt svefndrukkinn inn á baðherbergi horfir í spegilinn með annað augað í pung og hugsar; mikið andsk. er ég falleg. Guð var mér góður. Ég meina hver gerir það ekki? Sem er verulega svefndrukkinn.
Sturta. Bráðnauðsynlegt. Frekar kalda. Svona nasistatæki dauðans sem vekur þreytta
limina upp frá dauðum, þeir standa svo blýspertir í allar áttir að pyntingu lokinni.
Húðin strekkist við þetta og yngist upp um heila nótt. Vaknar upp frá dauðum. Farðað
andlitið og fatadruslur, ásamt freðnu brosi, fela svo hin eina sanna raunveruleika sem undir býr.
Einu sinni man ég að karlmenn blýstruðu á eftir manni. Það er hætt. Nú er ekki móðins að blýstra á eftir sætum, ljótum eða feitum hvað þá mögrum rössum. Nei núna er gengið beint til verks og gripið
í þá. Ef maður er heppinn. Ég er heppinn.
Ég breytti vekjaratóninum í símanum mínum í blístur. Semsé það er blístrað á mig á hverjum morgni. Hélt ég yrði sáttari við að vakna. Það er ekki að virka.
Blístrið vekur upp ógleði. Ég vil frekar að það sé gripið í minn rass á morgnanna takk...
Ég er þreytt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Ogguponsu typpalingur...
5.3.2008 | 23:13
-Aðeins eitt ráð Heiða...eitt ráð til þín frá mér....láttu klippa spottana í burtu, sagði fósturfaðir minn númer: 319. Þetta er einasta ráðið sem ég man eftir frá honum blessuðum....og ekki held ég að hann hafi borið hag minn fyrir brjósti í sambandi við spottana...en hvað veit maður svo sem. Ég vissi um náin kunningskap hans og míns þáverandi...ég er að fatta þetta fyrst núna! Fuck!
-Nú ...sagði ég spyrjandi í mínu mestasta sakleysi.
-Já fjárans spottarnir eru fjandi særandi.
Ég sagði fátt en hugsaði mitt: Dísess hvað þessir blessuðu spottar hljóta að vera langir og strangir!!!....man ekki betur en mamma hafi verið að kvarta yfir því hvað karlinn væri limastuttur...grannholda og veikburða eitthvað...gott ef ekki holdsveikur bara....
...en ok...með þetta ráð fór ég af stað.
Man ég sat fyrir framan þann rauðhærða og rauðskeggjaða, þann sama og ég hef síðan haldið tryggð við.
Lagði ríkulega áherslu á að hann klippti burt alla spotta og setti eitthvað svona pent, snoturt og smellið stykki upp. Hann stakk upp á Pink Slim Line...
...mér leist vel á Pink Slime Line...fannst það einhvernveginn passa bæði vel við rúmfötin mín og ....já sjálfa mig skulum við segja.
Í dyragættinni að verki loknu, segi ég í gamansömum tón;
-þú klipptir burt spottana, er það ekki?
-Ahhhhhhh....nei ég gleymdi því!
Ég var frekar örg svona þegar ég þurfti að rífa mig úr öllu aftur (kannski ekki öllu en ....) til að láta karlinn klippa burtu óþarfa spotta, á fyrstu og einu lykkjunni minni, henni Pinký.
Já, ég varð aðeins fúl þó að öllu jöfnu ég láti mér það mjög vel líka að afklæðast.
Bara að tékka hvort tölvuófétið sé búið að éta upp lúsinaen sagan er sönn
Bloggar | Breytt 6.3.2008 kl. 04:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fátt um fína....
5.3.2008 | 20:52
Fátt um fína drætti hérna megin...eða hvað?
Nei ég lýg því auðvitað einsog ég er löng til...eða stutt...svona eftir því hvernig á það er litið.
Svakalegur dráttur um daginn...SVAÐALEGUR TRUKKUR!
Verst að ljósthærða bláeygða kvikindið vildi hafa mig í hlutlausum....svo sagði ég bara aumingjalegt takk .....
og hef ekki séð hann síðan...enda ekkert varið í hann og ekki fékk ég mikið út úr drættinum.
Þessa dagana er ég orðin hættuleg...farin að hlusta á Bjögga Halldórs! Hlakka mikið til sumarsins, sumarið boðar á gott. Tilfinning mín boðar á gott. Tilfinningar mínar eru ávallt réttar...held ég.
Við erum að tala um major tölvuprobleme á heimilinu...sem útskýrir bloggleysið...en mikið assssssssssk...sakna ég ykkar.
Viljiði gjöra svo vel að geyma mig í hjartanu þar til ég hef leyst úr vandamálinu, takk.
Ykkar einlæg :) (stórt og feitt rautt hjarta)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Svona er lífið mitt...
4.3.2008 | 08:04
-Æla???!!! öskraði mamma yfir línuna og alla leið inn í eyra mitt.
-Já, svaraði ég aumingjalega hinumegin í bæjarfélaginu og óskaði þess heitt að hún talaði ekki svona hátt.
-Ekki ertu ófrísk Heiða? spurningunni fylgdi þvílíkur hryllingstónn, enda konugreyið ekki haft bestu reynsluna af sínum gemsum.
-Ég er ekki frísk....og nei mamma hvernig má það vera? Þetta er Heiða hérna, ekki frigging María Mey!
-Hva! ertu ekki búin að sofa hjá honum ennþá!? þvílík fyrirlitning fylgdi með yfir slóðaskapnum í dótturunni að ég kem því ekki frá mér á prenti.
-Nei...
-Afhverju í andskotanum?
-Æi, ég nenni ekki að tala um þetta.....
-ja allavega þegar þar að kemur...SEM ÞAÐ GERIR HEIÐA BERGÞÓRA!....þá verður hann ekki fyrir vonbrigðum ef þú líkist mömmu þinni eitthvað...nú og svo var hann pabbi þinn svo asskoti graður karlinn!
99% af ykkur sem lesið, haldið að þetta sé kjaftabull ....eitt prósentið, þetta feita þarna...hefur actually rétt fyrir sér.
Svona er lífið mitt...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Æi
25.2.2008 | 12:45
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Látiði árin mín í friði!
13.2.2008 | 00:22
Að leiðarljósi við hönnun auglýsingarinnar hér til hliðar (NOVA) var síðan mín klárlega höfð til hliðsjónar. Þetta smellpassar svo flott þetta blikkerý og dót...að ég er að hugsa um að greiða fyrirtækinu fyrir að hafa þessa snilld blikkandi hér inni. Bleiki liturinn á diskókúlunni er alveg einsog og glossið mitt ... -sá blái einsog augun mín...
Vildi að allir væru eins sáttir og ég...
Annars rak ég augun í það í dag á baksíðu blaðsins að við eyðum 30 árum í rúminu. Veit ekki hvort það er afþví að ég er svona þessi nýjunargjarna týpa...en við erum ekki að tala um 8 klst. hasar í mínu tilfelli..má deila þessu nett niður með allavega tveimur, það er þeim tíma sem ég eyði í bælinu.
Vakti mig til umhugsunar þetta með að hrósa fólki varðandi aldur þess...
Einn sagði við mig í dag -svo klessulega að mig langaði til þess að kasta upp. Ég vissi svo sem hvað að baki bjó...eitt stykki "freeby" dráttur og alveg örugglega einhversstaðar annarsstaðar en í rúminu mínu...
-í alvöru? þú lítur ekki deginum eldri út en 25!
Önnur sagði;
-hva....hélt þú værir 32 ára!...stal þannig af mér nokkrum árum og vonaðist til að smyrja þar með 5% kauphækkun á sjálfa sig....fyrir ómakið.
Skal alveg segja ykkur í hreinustu og fúlustu alvöru að mér finnst ekkert complement þegar verið er að klípa af mér einhverjum árum! Ég vil fá hrós fyrir árin mín og það öll, takk fyrir.
Ég segi nú ekki að ég taki nýtilkomnum hrukkum neitt fagnandi en mér finnst í alvöru gott að eldast. Mér finnst það í rauninni alveg þræltöff og flott...og er þakklát fyrir hvert ár sem ég fæ í nánast botnlausri hamingju.
Góða nótt og dag...finniði ekki lyktina af vorinu og ástinni?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)