Látiði árin mín í friði!

Að leiðarljósi við hönnun auglýsingarinnar hér til hliðar (NOVA) var síðan mín klárlega höfð til hliðsjónar. Þetta smellpassar svo flott þetta blikkerý og dót...að ég er að hugsa um að greiða fyrirtækinu fyrir að hafa þessa snilld blikkandi hér inni. Bleiki liturinn á diskókúlunni er alveg einsog og glossið mitt ... -sá blái einsog augun mín...

Vildi að allir væru eins sáttir og ég...

Annars rak ég augun í það í dag á baksíðu blaðsins að við eyðum 30 árum í rúminu. Veit ekki hvort það er afþví að ég er svona þessi nýjunargjarna týpa...en við erum ekki að tala um 8 klst. hasar í mínu tilfelli..má deila þessu nett niður með allavega tveimur, það er þeim tíma sem ég eyði í bælinu.

Vakti mig til umhugsunar þetta með að hrósa fólki varðandi aldur þess...

Einn sagði við mig í dag -svo klessulega að mig langaði til þess að kasta upp.  Ég vissi svo sem hvað að baki bjó...eitt stykki "freeby"  dráttur og alveg örugglega einhversstaðar annarsstaðar en í rúminu mínu...

-í alvöru? þú lítur ekki deginum eldri út en 25!

Önnur sagði;

-hva....hélt þú værir 32 ára!...stal þannig af mér nokkrum árum og vonaðist til að smyrja þar með  5% kauphækkun á sjálfa sig....fyrir ómakið.

Skal alveg segja ykkur í hreinustu og fúlustu alvöru að mér finnst ekkert complement þegar verið er að klípa af mér einhverjum árum!  Ég vil fá hrós fyrir árin mín og það öll, takk fyrir.

Ég segi nú ekki að ég taki nýtilkomnum hrukkum neitt fagnandi en mér finnst í alvöru gott að eldast. Mér finnst það í rauninni alveg þræltöff og flott...og er þakklát fyrir hvert ár sem ég fæ í nánast botnlausri hamingju.

Góða nótt og dag...finniði ekki lyktina af vorinu og ástinni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu, maður fær eiginlega engar hrukkur ef maður stundar kynlíf vel. Ég er ekki með hrukkur og er á sextugs aldri, hafðu það bara eins og ég.  Sex 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 00:25

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Er að vinna í því elskan að viðhalda æskublómanum 

Heiða Þórðar, 13.2.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Með derið ertu svona 57 ára en án þess 27 og 345 daga nákvæmlega nema ef að birtan sé slæm þá ertu bara 14 ára með bakpoka.....37 og hálft kg með skólatösku og nesti er lögleg stærð á konu.

Einar Bragi Bragason., 13.2.2008 kl. 00:30

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

til hamingju með fínu auglýsinguna. ég losaði mig við mína.

ég verð víst að lifa við það að fólk telur mig ævinlega 5 - 10 árum yngri en ég er.

Brjánn Guðjónsson, 13.2.2008 kl. 00:31

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

EINAR BRAGI BRAGASON; þú ert nú meira fíflíð

Æi Brjánn...-ekki gott -ekki gott...finn til samkenndar með þér. Spurning að fá sér der....

Heiða Þórðar, 13.2.2008 kl. 00:34

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hmm, Einar hefur sumsé séð þig í persónu líka.  Mér finnst mamma mín líka falleg.

Þessi auglýsing hentar strútum fínt.  Haus í sand, vandinn leystur.

Steingrímur Helgason, 13.2.2008 kl. 00:41

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvaða aulýsingu eru allir að tala um hérna?  Ertu ekki bara fín eins og þú ert Heiða mín?  Meiri fixeringin á aldur kvenna.  Má maður vera í friði hérna með sinn aldur opinn, frjálsan og utanáliggjandi? Loveu

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.2.2008 kl. 00:45

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ertu að segja að ég sé strútur Steingrímur?

Heiða Þórðar, 13.2.2008 kl. 00:45

9 identicon

Þú lítur ekki deginum eldri en??    Jæja, skítt með það, þú lítur frábærlega út, hvað sem kerta fjöldinn á afmælistertunni þinni var eða verður næst. 

Jói Dagur (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 00:58

10 Smámynd: www.zordis.com

Einn sem ég kannast við sagði við heldri frú, Aslaug mín þú lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 60.  Kona mannsins fékk flogakast en Aslaug þakkaði pent!  Frú A er 54 ára en lítur út fyrir að vera 70 vegna veikinda! ...

Ætli aldur fólks komi ekki betur fram þegar við kynnumst því og umgöngumst. 

www.zordis.com, 13.2.2008 kl. 08:32

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég þarf alltaf að hugsa mig þegar ég er spurð hverslu gömul ég sé! Segir það þér eitthvað um mig?

Það er rétt hjá þér. Það ER gott að eldast. Mér hefur aldrei liðið betur en akkúrat núna - og það er alltaf að verða betra og betra að vera ég

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2008 kl. 08:33

12 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég veit ekki með þig - en sú fallega kona sem ég sá um daginn - hún var með lykt af vori og ást í nefinu........ ekki spurning!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 13.2.2008 kl. 09:11

13 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Auglýsingin passar best á síðunni þinni... til hamingju

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.2.2008 kl. 09:36

14 Smámynd: Ásgerður

Ég finn lyktina mmmm lífið er dásamlegt

Ásgerður , 13.2.2008 kl. 09:50

15 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Friður sé með yður og öllum þínum árum.

Linda Lea Bogadóttir, 13.2.2008 kl. 11:20

16 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég hef nú svo lélegt lyktarskyn að enn finn ég bara hveralykt og kulda.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.2.2008 kl. 13:35

17 Smámynd: Fiðrildi

mmm ég finn lykt af bæði vori og ást . . og hún er dásamleg   Sammála þér um árin-því fleiri, því betri.

Fiðrildi, 13.2.2008 kl. 15:45

18 Smámynd: Solla Guðjóns

 Einu sinni var sagt við mig "vá ertu svona gömul" og bætt strax við"ekki að þú lítir ekki út fyrir að vera það....ég hélt bara......."

En ég hef grun um að þú eigir afmæli um þessar mundir ekki satt??

Með lykt af vori ást og steiktum kjúkling og ég er þakklát hverju ári .

Solla Guðjóns, 13.2.2008 kl. 17:32

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

1. Hvað ertu gömul?

2. Hvar eru hrukkurnar?

3. Hvað á að giska eru þær margar?

4. Hafðu samband ef þú vilt láta fagmann slétta úr þér!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.2.2008 kl. 23:05

20 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Til hamingju með öll ca 39 árin og allarrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr hrukkurnar.

Georg Eiður Arnarson, 13.2.2008 kl. 23:36

21 Smámynd: Gísli Torfi

enjoy the days to 15th of feb.. krúsí

Gísli Torfi, 14.2.2008 kl. 03:14

22 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ég er einmitt líka ánægð að eldast, maður verður nú bara einu sinni á þessum aldri sem maður er á akkúrat núna og ég er ekkert á móti því að líta út fyrir að vera akkúrat það gömul

happy day

Animated Gifs

Guðríður Pétursdóttir, 14.2.2008 kl. 11:24

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála það á ekkert að vera að klípa árin af manni, maður hefur haft fyrir þeim allan tímann.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 12:38

24 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er sko sammála Ásthildi knús á þig

Kristín Katla Árnadóttir, 14.2.2008 kl. 13:24

25 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Þú ert nú alltaf flottust elskan  Já þessar auglýsingar frá Nova eru bara til að lífga upp á daginn með þessu blikk,blikk  Sko, var að stúdera hvaða lykt þetta væri sem stöðugt er að færast í aukana,og auðvita komst þú með svarið....... lyktin að ástinni og vorinu  Svo að hrukkur tengjast kynlífi eða sem sagt kynlífsleysi,verð að herða mig upp

Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.2.2008 kl. 18:05

26 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 15.2.2008 kl. 00:34

27 identicon

Sæl, ELSKU

 Heiða B. þórðardóttir,og og færi ég þér mínar bestu framtíðaróskir í tilefni

 AFMÆLI ÞÍNS SEM ER Í DAG 15 FEBRÚAR 2008.

VORIÐ ER KOMIÐ sagðir þú við mig í fyrradag.

Og ég ætla að taka undir það með þér.  Því VORIÐ er komið í lífið þitt og FRAMTÍÐARSUMARIÐ TEKUR SVO VÖLDIN.

ALGÓÐUR GUÐ VERI MEÐ ÞÉR OG ÞÍNUM NÁNUSTU, HVERJA STUND, LÍFS ÞÍNS.

þórarinn Þ. Gíslason

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 07:10

28 Smámynd: Ásgerður

STÓRT AFMÆLISKNÚS á þig dúlla  Þú ert alveg að ná mér

Ásgerður , 15.2.2008 kl. 08:36

29 Smámynd: halkatla

þú með þín fögru ár, gerir okkur hin bara sjellú, þessvegna eru sumir að reyna að ræna af þér gleðinni yfir auglýsingunni en ég kem bara og segi sannleikann einsog hann er

halkatla, 15.2.2008 kl. 08:53

30 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Til hamingju með daginn í dag fallega kona. Njóttu hans í botn -

 Þú verður fallegri og gáfaðari með hverju árinu... eins og ég -  

Linda Lea Bogadóttir, 15.2.2008 kl. 10:46

31 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Er ekki bara dagamunur á okkur öllum?    Ég keypti mér bara vorsprey.

Marinó Már Marinósson, 15.2.2008 kl. 12:48

32 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitsauglýsingarknús

Ólafur fannberg, 15.2.2008 kl. 12:52

33 Smámynd: Þ Þorsteinsson

til lukku nú geturðu farið að telja upp á nýtt ( dagur eitt )...ég skal loka á eftir mér.

bless !

Þ Þorsteinsson, 15.2.2008 kl. 13:46

34 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Jú ég finn lyktina af sjálfum mér hehe.. En þú lítur vel út miðað við aldur.. en annars er eitt fyndið við kvenfólk. Þegar þið eruð ungar að þá eruð þið alltaf að reyna líta út fyrir að vera eldri en þið eruð og þegar þið eruð orðnar gamlar að þá reynið þið alltaf að líta út fyrr að vera yngri en þið eruð. En það er gott hjá þér að vera bara þú sjálf og sátt við að eldast:)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 15.2.2008 kl. 16:14

35 identicon

til lukku með daginn ... ég finn sko lyktina ... er að passa mig að verða ekki of spennt svo tíminn verði ekki lengi að líða ...

 koss og kveðja hvað ertu annars ung stelpa

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 17:43

36 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Humm afmæli ! Innilega til hamingju með afmælið þitt elsku Heiða mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 15.2.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband