Færsluflokkur: Bloggar
Heiða, ef þeir geta riðið þá er þetta komið!
13.7.2008 | 20:14
Vinkona mín sagði við mig í gærkveldi;
-Heiða ef þeir geta riðið, unnið og hægt er að tala við þá...þá er þetta komið.
Hugmyndir mínar voru háleytari...eitthvað hafði það með snertingu, ilm, bragð....og fjórða atriðið man ég alls ekki lengur, að gera. Ef þeir lyktuðu sæmilega, smökkuðust vel og börðu hressilega frá sér, þá var búið að negla mig þokkalega.
Svo lá ég kylliflöt ef fjórða atriðið var til staðar... sem ég man ekki lengur hvað var...kannski var það ótryggi, lygni og/eða ábyrgðalausi...
Þetta er svona álíka vitiborið og raunhæft blaður... sem og svona kannanir...
Shitturinn!!! Tærnar mínar krullast upp í pirringslegu og heimskulegu brosi... voru þær þokkalega fallegar fyrir...
Njótið hvors annars
![]() |
Vondu strákarnir sigra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Viltu ríða eða ertu hommi?
13.7.2008 | 17:03
Er þokklega forvitin að eðlisfari og allt í lagi með það.
Ef ég gæti; skriði ég inn í þvottavélina og fylgdist með hvernig þetta virkar allt saman...en þar sem ekki fór vel fyrir kaffikönnunni sem ég setti í uppþvottavélina hef ég sett rómatískar hugleiðingar um mig; Heiðu og óhreinan þvott...saman í þvottavél með mýkingar- og þvottaefni á "hold". Á morgun kemur nýr dagur og hvað veit maður svo sem hvað hann ber í skauti sér. Kannski skríður pínkuponsu Heiða úr "suðuþvotti" innvafinn lökum og handklæðum með silkimjúkt og ilmandi hár...
Til ykkar "einstöku" kvenna verð ég að koma eftirfarandi á framfæri úr reynslubrunni mínum ... karlmenn sem borða með fullan munninn og tala í leiðinni eru; þokkalega ógeðslegir og núll sexý! Jebb....alls ekkert kynþokkafullt við þá. Þeim finnst kannski að þeir séu að afmá með þessu móti staðreyndina; karlar geta bara gert einn hlut í einu. En í raun eru þeir ekki að skora feitt. Ekki konur heldur ef út í það er farið...en málið er að ég nefni karlmenn í þessu sambandi, einfaldlega af þeirri ástæðu; -konur höfða á engan hátt til lægstu/hæstu hvata minna.
Var boðið út að borða. Í dag segi ég; -inn að ÉTA!
Gaurinn í lagi, þar til að maturinn var borin á borð þá nánast slefaði hann. Tók diskinn upp að vitum sér og þefaði, mér leist lítið á blikuna...sem var ekkert blik, satt að segja. Ég mátti hafa mig alla við að æla ekki yfir hann, borðið og sjálfa mig þar sem ég fylgdist með hvernig kjöt, kartöflur, salat og sósa... samantuggið kemur fyrir mínar sjónir ásamt tungu, tönnum, tali og viðeigandi ropi...
ÓGEÐSLEGT!
Ég sat og táraðist af velgjunni sem tróð sér fram, reyndi að einblína á ástfangið par á næsta borði, horfði út um gluggann ... en þrátt fyrir það... missti ég alla lyst. Og þá meina ég ALLA lyst.
Þetta atvik var fyrir um eitthvað löngu síðan...eftirleiðis hef ég haft að leiðarljósi, ef um eiginlegt borðhald er ekki að ræða á fyrsta date-i , að reyna að troða einhverju að; matarkyns. Þegar ég er viss um að viðkomandi er með fullan munninn....spyr ég;
-viltu ríða eða ertu hommi....?
Ef hann svarar ekki; er hann í slæmum málum
Ef hann svarar; er hann í slæmum málum
Þannig að á þessu sést; það er óumræðanlega erfitt að gera mér til hæfis ... eiginlega ekki hægt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Ég er svo hamingjusöm að ég er við það að springa!
9.7.2008 | 00:27
-Alveg upp í geiminn mamma, alveg upp í geiminn kallar´ún...og ég ýti rólunni aftur og aftur og aftur um leið og ég grýp flugur með vörunum. Allar sem ein vita-bragðlausar og litlar og svartar með blá augu og rauða tungu....sem ulla framan í mig.
Þetta er annars þeir suddalegustu dagar sem ég er að upplifa. Sólgleraugun koma að raunverulegu gagni. Ég er dekurpíka dauðans! Úrið mitt er á handleggnum, en aðeins til skrauts, eða þegar ég vil skraut við hafa. Tímaskyn allt farið til andskotans og lengra. Fáum okkur ís þegar okkur langar. Grilla steikur á miðnætti ef þannig liggur á mér. Les einsog motherfucker...og alls liggja nú um 30 bækur og tímarit úr safninu, víðsvegar um íbúðina. Á fjórum dögum hefur mér tekist að slátra ríflega jafnmörgum bókum. Að auki tugi barnabóka.
Nauthólsvík er draumur á jörð. Stenst fyllilega samanburð við nýsjálenskar strendur á þessum árstíma. Sólardísinn mín, rífur sig úr hverri spör....hoppar spriklar og hlær...móðirin (ég) ekki alveg eins frjálsleg, kappklædd eða þannig; hlæjandi-bikiný .... ég brosi og finn til í hjarta af sátt og hamingju í augnablikinu.
Miðbærinn iðar af lífi, fjöri og einlægri gleði. Endurnar við tjörnina taka okkur fagnandi. Elliðarárdalurinn skartar sínu fegursta bæði gróðri og brosandi fólki. Stinnir rassar á hjólum og hlaupum. Einstaka, rölta þetta með blómailm í nebbanum, rétt einsog við mægður...sumir með sólhatt...
...verð að minna mig á þessi augnablik þegar hausta tekur...
...annars ykkur að segja; -ég elska haustin ekkert síður, með sínum fáranlega sjarma. Á meira við ef hausta fer í sálinni minni ...
Ég er svo hamingjusöm þessa dagana að ég er við það að springa!
Langaði að deila þessu með ykkur...
... annað að frétta er; að ég er komin á há-flug við skriftir, en það er eitt af því sem gefur hvað mesta gleði... penslarnir eru á leið út úr skápnum, "special home-made -ala heiða" sjónvarpsogkelisófi (að sjálfsögðu hvítur) er að taka á sig raunverulegri mynd en bara í hugskotinu...djö......á ég eftir að kela í þessum sófa!!! Svei mér þá ef hann verður ekki barasta vígður með nettum "skransi"....
Vona að þið hafið það gott, öll sem eittgóðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Að drýgja hór með hjartanu...
29.6.2008 | 23:17
Ég hefði haldið að samband okkar væri gott. Reyndar upp á það besta um þessar mundir. Hefði haldið að ég væri í uppáhaldi. En svo er ekki. Líklegast afþví að annaðslagið horfi ég á eitthvað eða einhvern girndaraugum. Það kallast að drýgja hór í hjartanu. Ég skammast mín ekki mikið. Bið hann auðmjúklega afsökunar að kveldi.
Nú horfir svo við að mér verður ekki að ósk minni. Hann ætlar ekki að færa sólina aðeins meira til vinstri eða snúa íbúðinni minni að sólinni, þegar mér hentar. Dreymir um að horfa á fréttatímann án sólgleraugna. Dreymir um að fá mér morgunmat á svölunum og láta sólina verma hjartað og kroppinn, einsog sumir sem ég þekki. Á þeim tíma er sólin einhversstaðar allt annarsstaðar en á svölunum hjá mér.
Ég sé því ekkert annað í stöðunni, en að rísa upp á afturlappirnar og elta sólina og allt annað sem hugur minn girnist og lífið hefur uppá að bjóða á komandi vikum. Og njóta þess.
Farin í sumarfrí frá vinnu og bloggi.
Óska ykkur gleði- og hamingjuríkra sumar-augnablika elskurnar Það er algjörlega óásættanlegt að gleyma mér, því við sjáumst fersk -fyrr en síðar.
Ykkar einlæg
Bloggar | Breytt 30.6.2008 kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Elsti limurinn datt í baði
28.6.2008 | 00:08
Elsti limurinn í klíkunni datt í baði. Við það brotnaði bakið. Með brotið bak og aumt rassgat arkaði viðkomandi í bæinn í dag. Að sækja sér staf. Allt í góðu með það en ástæðan fyrir stafnum var til að styðja við þrálátan höfuðverk. Sem fékkst eftir bað-droppið! Skil ekki samhengið en sumt skil ég ekki sem betur fer. Skil reyndar fæst.
Svo leið dagurinn...minn og hennar og ykkar. Við og við kíkti ég á gemsann minn. Alls 8 missed calls frá viðkomandi...þegar ég svo hringdi og bjóst við andlátsfrétt eða eitthvað þaðan af verra sagðist hún hafa keypt sér stöng.
Mér heyrðist hún segja stöng reyndar. Enda ekkert sérlega skýrmæld.
-Þú verður vitlaus þegar þú sérð hana Heiða, hún er með tveimur svörtum rósum á....svona svört.. það var listakona sem bjó hana til. Og þegar kallinn kom heim í dag, tók ég á móti honum, bara á nærbuxunum... með stöngina. Hann brosti.
-Stöng? Ætlaðirðu ekki að ná í staf?
-Spöng fíflið þitt! Spöng! Hárspöng!
Óska ykkur öllum góðrar helgar og í framhjáhaldi að láta vita að; I'm still very much a life
and well.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Long lasting dömubindi
24.6.2008 | 00:38
Það ætti varla að koma á óvart núna tuttugu mínútur pass midnight...að Heiða er svöng! Djö langar mig í súkkulaði...
...og afþví að það er frá... verð ég að koma að skoðun minn á auglýsingu sem ég sá í kvöld, á framfæri. Dömubindaauglýsingu...
...inn í sviðsmyndina kemur dansandi enn ein tindilfætt, brosandi dísinn í blómarússi með dömubindi í klofinu...auðvitað! Ef þið sjáið brosandi kvenmann þá er ástæðan alls enganveginn að hún hafi verið lucky the night before...nei hún hefur á klæðum. Kona á túr + blússandi hamingja = túr!
Það er staðreynd!
Þessu dömubindi buðu upp á ferskleika í einhverja 11-12 klukkutíma...."skjúsmí" long lasting -flott og vel þegar kemur að maskara og öðrum farða...en ég meina long lasting dömubindi! Hvaða vangeflingur/samansaumaði nýskupúki, hefur minnstu löngun til að hafa sama dömubindið á milli lappanna á sér í 12 klukkustundir!
Hormónasprautan mín svínvirkar annars, takk fyrir að spyrja. Hárið er óðum að detta af. Bólur á húðinni. Sjónin var að sljóvgast. Svefninn í fucki. Þunglynd og döpur fyrir ofan meðallag...fyrr en allt í einu alveg oforvarendes!
Byrjaði ég á blæðingum og brosið hefur ekki farið af mér síðan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þegar ég verð orðin forstjóri...
24.6.2008 | 00:02

![]() |
Embætti forstjóra Veðurstofu Íslands laust til umsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bæn dagsins
22.6.2008 | 10:57
Kæri drottinn.
Í dag hef ég gert allt rétt.
Ég hef ekki slúðrað, ekki orðið reið, ekki gráðug, ekki orðið fúl, vond eða sjálfselsk.
Ég hef ekki vælt, kvartað, blótað eða borðað súkkulaði.
Ég hef ekkert notað kreditkortið mitt.
En ég fer á fætur eftir nokkrar mínútur og mun þurfa á mun meiri hjálp að halda eftir það.
Amen.
Kveðja þín Heiða
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Seinnipartur í lífi Heiðu...
19.6.2008 | 21:52
...sko þetta fór ekki einsog planað. Seinniparturinn minn.
Ég kom heim settist í sófann með kaffi...leit í kingum mig og hét sjálfi mér því að nú yrði bónað, skúrað og skrúbbað...eftir einn stykki kaffi...eftir u.þ.b. 5 mín.
...en þá verður mér litið niður á tærnar á mér...
...og allt í einu er algjört forgangsatriði að snyrta mínar fögru tær. Sem og ég gerði...þar sem ég er leggjalöng, þarf svona smá útúrsnúninga og tilfæringar við þessháttar aðgerð. Ég fæ í framhaldi þá flugu í hausinn, að nú væri "lekkert" að mála blóm á eina tánöglina eða fiðrildi, þá stoppaði ég sjálfa mig af... hingað og ekki lengra Heiða Bergþóra! Ég á bara olíuliti og þeir taka óratíma að þorna... ég mun seint teljast til þolinmóðustu kvenna þessa lands. Hjúkkit að ég hlustaði á sjálfa mig, svona einu sinni.
Þegar ég horfi svo niður á táneglurnar og sé eitt og eitt hár á stangli á leggjunum...þá er skafan tekin á þurra húðina, harkalega. Öll hár farin veg veraldra og vestar en það meira að segja. Með sviðna og útúrhreistraða skankana, blautt naglalakk á tásunum -skakklappast ég inn á bað...næ í olíu og ber á logandi aumt svæðið...
...svo sit ég áfram í sófanum á meðan ég jafna mig á misþyrmingunum og lakkið þornar, horfi á fréttir og með'ðí, þegar mér verður litið á hendurnar á mér...ÖSSS! Það var ekki sjón að sjá mig, ég varð að lakka á mér neglurnar, ekki seinna en strax! Og auðvitað gerði ég það.
Alveg segin saga að þegar ég er með blautt naglalakk...þá langar mig í Ommulettu eða eitthvað álíka. Alltaf klæjar mig óstjórnlega inn í eyranu eða á milli háranna á hausnum... eða einhversstaðar annarsstaðar...
...þegar ég er svo orðin "spikkenspann" og "þurr" kemur ekkert annað til greina en að fara í freyðibað til þess að dást af sjálfri mér, ásamt fleiru...sem og ég geri að sjálfsögðu. Ber á kroppinn rakakrem...
...og þegar maður ilmar einsog blóm ....er ekki fræðilegur möguleiki í logandi helvíti að ég fari að skúra, skrúbba og bóna!
Ekki sjéns...
Bloggar | Breytt 20.6.2008 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
...munnmök með álfum...
18.6.2008 | 23:23
Hvaða bloggvinur var það sem plataði mig á þetta Tagged dæmi þarna? Shitturinn!
Hef ekki undan að delete-a konfektkössum, rafrænum blómavöndum, rafrænum slefandi kossum, stefnumótartilboðum með mynd.... t.d af ; tréi, fjalli, svíni og hundum, ásamt viðvafningum!
Þokkalega útúrruglað klikk...
Á jólunum einmitt fékk ég tugi óopnanlegra pakka -yfirleitt græna með rauðri slaufu. Þvílík litasamsetning!
Hef ég ekki gert það fullljóst að ég fæ ekkert út úr því að setjast berrössuð á ljósritunarvélina?
Sbr. -ég vil snertingu, alvöru konfekt, alvöru blóm, alvöru hlýju, alvöru augnráð...alvöru fuckings allt í alvöru!!! Man að einn gamall vinur gerðist msn-"vinur"...ötull vinur...
...þá fyrst kviknaði hjá mér ljós! Þegar myndir af ríðandi fólki í allskonar stellingum, munnmök með álfum og kanínum eða hvað þetta var...varð mér ósjálfrátt hugsað til þess að líklegast ætti þetta að koma mér til! ... og þegar það gerði það ekki...
...þá vissi ég og veit -að ég er allt öðruvísi en allir aðrir...
Góðar stundir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)