Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hvar gerir þú?

Einhverveginn virðist vera merkilegra að vera veitingastjóri... en ekki neitt. Þegar hárgreiðsludaman spurði mig í gær;

-hvað gerir þú?...

...vissi ég eiginlega ekki hverju ég átti að svara...þannig að ég sagði;

-heyrðu, ég er nú bara í full time jobbi þessa dagana við að vera prinsessa sko...

...það er kannski frekar "klent" og ljótt að viðurkenna það, en fólk er fífl einsog ég hef áður haldið fram.  Þykir mörgum ég mun merkilegri (eða hefur fundist) þegar ég hef borið einhverja -stjóra titla. Þannig er það nú bara. Skítt með það þó ég sé drullupussa inn við beinið; -ef millinafnið mitt er framkvæmdarstjóri...þyki ég flott. Eða mun flottari en ef ég væri tildæmis öryrki og einstæð móðir úr Vogunum.  Ég er ekkert af þessu; hvorki einstæð, öryrki, Vogaálfur, hvað þá drullupussa. Ég er bara Heiða...dóttir Tóta svarta... sem ætlar í samstarf með tveimur eðalskvísum og ætlum við að opna með pompi og prakt í febrúar 2009. Undirbúningur er hafin á fullu swingi...hrikalega gaman að vera ég -í dag!

Við látum allt kreppukjaftæði sem vind um eyru fara -og þaðan þjóta ...útum nef! 

Vinkona mín hringdi i mig gær og spurði hvort ég hefði áhuga á að þrífa eitt stykki hús. Þrátt fyrir tilmæli læknisins varðandi hendurnar mínar, í síðustu viku... og það að ég hafi aldrei gefið mig út fyrir að vera skúringakerling...tók ég jobbinu. Maður getur alltaf blómum bætt á peningatréð.

Ég mætti þangað prompt; klukkan 13:30.  Húseigandinn tók á móti mér einsog vera ber. Ung skvisa frá einhverju rússumælandi landinu... í háum gullhælum, flegin og opin.....ég tók strax eftir því að hún var mun brjóstaminni en ég.

Já já já....!

Auðvitað kíkti ég þangað...þó að brjóst kvenna séu mér ekkert sérlega hugleikinn hvað þá hjartfjólgin....rak forvitnin augun áfram, ákveðið og einsog ósjálfrátt... þar sem hennar aðalstarf er að vera strippari.

Þegar hún sér mig tipla upp tröppurnar, féllust henni hendur;

-were is that fukcing thing that you put the water in?!!!...

Jebb...hún bjóst greinilega við meira pró kerlu en mér... Ég hugsaði með sjálfri mér;

-hábölvuð píkan! Hélt hún að ég kæmi í fucking vaðstígvélum upp í háls með gula hanska í stað leðurhanska...með andsk...skúringafötuna yfirfulla af vatni... á öxlinni!!!? Enginn skúringafata til í húsinu. Ég skaust í smá leiðangur...kom til baka og hún spyr mig;

-do you know how this fucking thing works?

Ég hélt það væri nú auðsótt mál...að koma uppþvottavélinni í gang. Sem og ég gerði svo suddalega smart...að allt sló út! Ég gat með engu móti komið lagi á rafmagnið aftur þrátt fyrir að vera næstum rafvirki.  Reif vélina ma. úr sambandi...og setti typpið upp...öll sem eitt....aðalltyppið vildi ekki haldast uppi...þrjóskari en andskotinn sjálfur sat það sem fastast.  Niðri. Þrjóskari en ég!

...hún hringdi úr háum gullskónum og ljósum hárlengingum ...

...stuttu seinna kom bróðir mannsins hennar (sem bæðevei...er í meðferð...) til að græja rafmagnið. Tókst ekki. Gaukurinn kom að mér það sem; já  -Heiða prinsessa var staðsett ofaní baðkerinu i háum svörtum leðurstígvélum...að skrúbba baðherbergis gluggann... búin að brjóta eina nögl...mjöööööööööög sexý...ekki fræðilegur möguleiki í helvíti að ég færi berfætt um gólfin í húsinum, með hundaskít upp að klofi! Karluglunni leist alls ekkert ekkert illa á fuglinn í baðkerinu  sko....Wink enda eru stuttir karlar og hárlausir...sérstaklega skotnir í mér. Extra mikið og sér í lagi þeir sem eru með bumbuna  um sig miðjan.

Eitt get sagt ykkur; sem -stjóri, hef ég aldrei verið með jafngott tímakaup og hjá þessari dömu...Smile...ætla samt ekki að leggja þetta fyrir mig...Wink

 

 

 


Hann fékk koss beint á munninn!

Ég fór á Vegamót í hádeginu og allt í góðu með það. Nenni yfirleitt aldrei að setja mig í samband við matseðilinn....leiðast matseðlar, rétt einsog leiðbeiningar. Enda kann ég núll á myndavélina nýju....og talandi um símann...púff... fer ekki út í það. En síminn er afbragð (hringir of oft fyrir minn smekk samt) . Ég spyr því þjóninn;

-hey...ef þú værir ég og ætlaðir að fá þér að borða, hvað fengirðu þér?

-Vitaborgara...

-einn svoleiðis takk...svo gat ég ekki setið á mér og  skaut að honum...

-þú ert nú meiri helvítis bjáninn. Þú hefðir farið létt með að selja mér lundirnar!

Ég hló en hann ekki... mér sýndist hann samt brosa ...inn á við...allavega innundir.

Þegar hamborgarinn var komin ofan í maga, en þó ekki alla leið út (það tekur vikuna)  labbaði ég að bílnum mínum. Þar stóð eitt stykki ástarbréf. Annaðhvort var það handskrifað af trukkalessu eða karlstaut. Nema hvorutveggja sé. Ég var svo frá mér numin og uppveðruð að ég fór rakleiðis í næsta banka og borgaði fjárans sektina með bros á vör og glaðasta geðinu í hjartanu.

...að endingu og að frátöldum fullt af fleirum ævintýrum dagsins;...keypti ég mér risahuge kókóstré...svo himinhátt að það snertir tærnar á Guði þarna sem það stendur út á miðju gólfi í stofunni minni...

...ég vatt mér upp að næsta gölla og  greip hann á leið minni út úr Góða Hirðinum;

-hei... hvurslags er þetta karlmennskan í þér maður...heldurðu að þú hjálpir mér ekki?

Hann dröslaði trénu út í bíl...að launum fékk hann knús og stal sér í leiðinni rembingskoss beint á...

...munninn! Wink

 


Það er umþb að fæðast líf...

Ég var að hugsa um að ljúga því í ykkur að ég hefði rétt í þessu verið að borða piparsteik með aukadrasli einhverju...en hætti við. Tungan mín er þvílíkt fagurrauðbleik...að ég get ekki hugsað mér fórna henni fyrir eina svarta. Nóg er að eiga svart hár og kött sem er svartur; kött sem ég hef ítrekað ætlað að drepa...hætt við að drepa...hætt við að hætta að drepa...og hringinn allan .Og þar um kring og á milli.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að Guð hefði samt elskað mig þótt ég hefði platað ykkur smá...rétt einsog að hann elskar mig þó ég stundum skemmti skrattanum. Samkvæmt orðabók vinkonu minnar kallast það að skemmta skrattanum þegar maður nýtur ásta, kynlífs. ríður...fær sér á broddana alla, eða hvað þetta kallast allt saman. Oft eða sjaldan gildir einu; synd er það ef  maður drýgur þessháttar verknað...án þess að vera kvæntur hlutaðeigandi. Sú er lengra á veg komin á trúar-götunni en ég. Eiginlega er hún komin út á enda á meðan ég er að mellast þetta utan í þeim málaflokki öllum. Annars held ég að hann tæki mínu brölti einsog smá ogguponstu potalufsi einhverju og ansi létt...svo sjaldan læt ég undan fýsnum og freistingum holdsins.  Er með öðrum orðum; ............æi nenni ekki á flug...núna!

Ég var annars að borða samlokudruslu frá Aktu Taktu...alveg furðulegt hvað allt smakkast vel þegar maður er í andarslitrunum af sárum hungri. Ætla að prófa næst að borða bréf þegar ég er svöng og kanna þar með hvort það smakkist einsog mynta...er eiginlega alveg viss um það.

Ég fékk nú ekki taugaáfall eftir raunir gærdagsins...enda trúi ég ekki, að eitthvað sé til sem heitir fall á taugarnar. Hreint ekki.  En ég veit að sumir dagar eru betri en aðrir...og mín skilgreining er sú; það er til þess að maður njóti þeirra góðu betur. Njóti, nýti og sé þakklátari en ella.

Fékk í vikunni sem leið úrskurð læknis -eftir að hafa staðið í margra ára brölti til hinna ýmsu sérfræðinga, varðandi hendurnar mínar.  Við erum að tala um úrskurð sem felur í sér ævilangan pakka hérna. Ég segi og meina; það er mun skárra en vera í lífstíðarfangelsi með einhverjum óþolandi vitleysingi... Ég get ekki sagt að ég hafi hoppað hæð mína neitt af kæti...fundið til léttis eða eitthvað álíka einsog sumir segja sem fá loks úrskurði. Hreint aldeilis ekki...en ég varð ekki hissa. 

Hugsaði með sjálfri mér; -nú jæja...ég verð þá bara að vinna fyrir mér og mínum sem úps...uhhhh...hmmm...ahhhh....prinsessa!!!

Víííí...og málið er dautt! Það er sem ég segi; það eru ekki til vandamál!

Prinsessa alla ævi hljómar nú ekki sem verst. Auglýsi hér með eftir prins. Ef ég þarf þá einhvern prins.  Eftirfarandi kostir er algjört skilyrði; svo ég svo mikið sem kýki í átt til viðkomandi;

_______________________________________________________________

_______________________________________________________________

Mig vantar aðstoð; endilega hjálpið mér að fylla í heimatilbúnu eyðurnar fyrir ofan....er alls ófær um að gera það sjálf. Það veit ég af fyrri "raunum".  En ....hann verður að lykta vel. Og sá eiginleiki að geta haldið stundum kjafti væri mjög flott. Þoli illa sí-malandi kvikindi og það um; ekki einu sinni eitt stykki skitið rassgat!  Svo verður hann að elska mig með kostum og  göllum...sem hvort eðer fyrirfinnast ekki í mínu fari og ætti það því að vera auðsótt mál.

Fyrir liggur sú staðreynd að eiturefni, sápuefni, málning, matvæli, sullumbull; eru ekki boðlegar mínum höndum, ef ég á að halda mér góðri. En ég get pikkað einsog motherfucker...og gert allt svosem....strokið nakið hörund og finn fantavel fyrir tilfinningum...með höndum, tám, iljum, augum og eyrum...ásamt nefi.

Ég skal hundur heita ef ég hætti að mála, elska, skrifa, teikna, sauma, snerta....osfrv.

Njótið kvöldsins elsku rassgötin mín öll nær og fjær. Það er umþb að færast líf í mína eftir smá svona...Wink


Ég er döpur og ætla að vera það í kvöld...

Heiða B. Þórðardóttir kt; xxxxxx-xxxx, hefur starfað sem framkvæmdarstjóri veitingahússins; Edenborg að Hafnargötu 30, Keflavík, síðan ágúst 1991. Heiða hefur frá fyrstu tíð starfað hjá okkur einsog fyrirtækið væri hennar eigið. Verið mjög ósérhlýfin í vinnu, samviskusöm mjög og skipulögð. Hún er ákveðin með góða og örugga framkomu og er afar vel liðin af samstarsmönnum sínum. Allt sem Heiða  tekur sér fyrir hendur, leysir hún af miklum dugnaði og sóma. Heiða er í einu orði frábær og gefur við henni okkar bestu meðmæli.

Virðingarfyllst;

Rúnar Júlíusson, eigandi og tónlistarmaður

Kristján Ingi Helgason, eigandi og varðstjóri lögreglunnar

Svo mörg voru þau orð. Andlát Rúnars kom mér gjörsamlega í opna skjöldu. Einhvern veginn fær þetta meðmælabréf, þessi fallegu orð nýja og dýpri merkingu í mínum huga.  Síðast þegar ég hitti hann þá brosti hann blíðlega. Ég vissi aldrei hvað hann hugsaði, en skynjaði að það var einugis gott. Elsku Mæjan mín...vá; þau voru einsog tvær blaðsíður, heftar saman. Samt hitti ég hana nú eina síðast eða fyrir um 2 árum síðan. Ég taldi henni trú um (get verið afar sannfærandi) að mig vantaði bráðdrepandi hrukkusmyrsl ekki seinna en strax. Hún hló þarna í fríhöfninni ; -fannst ég sjálfsagt hégómagjarn bjáni...hver vill svosem vera einsog barnasrass í framan?

Ég...Wink

Um Rúnar og Mæju var ég að hugsa á leið minni í dag. Ég var döpur í bragði eða langt fyrir neðan meðallag. Skrifa það þó ekki eingöngu á þau. Einsog það eitt og sér (hugsunin um þau) væri ekki flott og gilt í eitt stykki færslu...þá sá almættið eða djöfullinn...eða þeir báðir um í sameiningu (en samt í sitthvoru lagi) að krydda þetta örlítð með salti og pipar.

Bíllinn tók þá ákvörðum að dansa skaðræðisstríðsdans á veginum rétt við Snæfellsnes. Ég missti gjörsamlega alla stjórn og hann fór netta sjö hringi þarna einsog geðsjúklingur undir öskrum dótturinnar uns við lentum utanvegar. Ég ætla nú ekki að gera meira úr atburðinum en raun varð; en síst skildi ég draga úr honum. Stelpan mín litla losnaði úr stólnum...og beltinu, hentist til og fra uns hún flaug á grúfu í hinn enda bílsins. Fyrsti bíll á"vettvang" og okkur til bjargar var einn af stærri trukkum sem ég hef augum mínum litið. Ég hugsað með hryllingi til þess ef hann hefði verið þarna á veginum aðeins fyrr. Og ég keyrandi um á niðusuðudós; litlum Yaris. Þá væri ég varla til frásagnar um atburðinn. þar kemur Guð auðvitað sterkur inn ...Wink

Það var aum stelpulufsa sem keyrði áfram og á áfangastað. Með hljóðlát tár að syngja með sólinni minni jólasöngva til að dreyfa huga hennar eftir atburðinn...maður var nú svo sem ekkert að tapa sér í vælinu...enda skilur það lítið eftir nema að ég lýt út einsog þreyttur þorskur á eftir...

...ég er döpur og ætla að vera það í kvöld...  samt afar þakklát fyrir að litla englastelpan mín; hún Sóldís mín varð ekki meint af...

Sóldís Hindimg_4954.jpg

Góða nótt Heart


Ekkert úr umhverfinu truflaði hann....

Það munaði aðeins brotabroti að ég dræpi eitt stykki karlmann í dag. Hef verið ansi nálægt því á stundum...sbr. maraþonhlauparinn minn sem fékk hjartaáfall eftir 3 ára kynni...Þetta stórslys var umþb. að gerast og í þann mund þegar ég var djúpt hugsi um manninn sem ég hitti uppúr hádeginu.

Og alveg rétt rétt í sömu andrá og dóttir mín segir sannfærandi í barnslegri einlægni sinni;

-mamma, þú hefur kysst jólasvein!

-já elskan ég hef kysst þá nokkra...svara ég annars hugar.  Ég snarhemla við hælana á fullvaxta karlmanni sem hafði dottið neðan úr loftinu og beint á Laugaveginn. Bremsurnar öskruðu hver á aðra...dekkin vældu...og engu líkara var en karlinn fengi rakettu beint í rassgatið...því ég sá skærblátt strik með bleikum stjörnum skjótast rakleiðis upp til tunglsins. Nokkuð viss um að þar hafi farið aumingjans maðurinn...

Svo hélt ég áfram pollróleg niður "veginn"  og hugsaði áfram um hádegisuppúrkraffsaragæjanum mínum.

Hann hringdi á þriðjudaginn, það var eitthvað í röddinni hans sem fullvissaði mig um að samþykkja að hitta hann. Og það heima hjá mér! Áður hafði ég hvort eðer boðið þjóðinni  inn í eitt af mínum dýpstu leyndarmálum og það heima í stofu. Hann hringdi um morguninn og sagðist hlakka til að "sjá" mig. Mér fannst það skrítið, en ég trúði honum. Ég var ekkert sérlega að stressa mig yfir því að ég var í hárauðum bol; merktum Glitni, úturteygðum og beygluðum. Ég setti gusu á mig af uppáhaldsilmvatninu mínu, fannst einhverra hluta mikilvægt að lykta upp á mitt besta. Gólfin voru ekki nýbónuð, en ekkert óþarfa drasl lá á víð og dreif. 

Þegar hann svo kom fannst mér við hæfi að bjóða fram aðstoð mína upp stigann. Þrátt fyrir að hann hafi komi með leigubíl var hann ekki drukkinn. Hann þáði ekki framrétta hönd mína, en ég fékk að leiða hann í "skammarkrókinn" minn, það er jú besti og þægilegasti stóllinn á heimilinu.

Sólin vildi ólm og uppvæg sýna honum Emil úr Kattholti (köttinn) og litabókina sýna. Við sátum dágóða stund og það fór ekki framhjá mér hvað hann var í einlægni sáttur við hlutskipti sitt. Hann taldi upp einhverja kosti þess að sitja hjá mér í myrkrinu; sbr.; það að sjá ekki rassgat sem dæmi...hann gæti jú aldrei orðið hommi. 

Mér fannst þögnin sem ríkti stundum í spjalli okkar svolítið mögnuð. Hann hlyti að hugsa meira en annað fólk...ekkert úr umhverfinu virtist trufla hann.  Hann hugsaði mikið og ég tók eftir rónni í andlitsdráttum hans. Hann brosti oft og einlægt. Sérðu liti? spurði ég...

...hann hló. Hann "sæi" allt sem hann kærði sig um. Hann var við stjórnina. Hann réði hvað fyrir "augu" sín bæri. Ég gladdist af heilhug þegar hann sagðist eiga von á barni í mars með konunni sinni. Engar hindranir. Engin fjöll kæmu í veg fyrir að þessi maður upplifði drauma sinna.

Ég sagði við hann án sérstakrar íhugunar;

-veistu, mér finnst þú eiginlega öfundsverður. Ég þekki svo marga sem sjá bara myrkur, ekkert ljós...eru þreyttir, svartir og örmagna í hugsun. Þú sérð ljósið af því að þú kýst að sjá það...það er meira en margur sem hafa augu. Það eru forréttindi.

Aftur hló hann;

-já veistu Heiða, ég er öfundsverður. Ég er sáttur. Ég á allt sem ég þarfnast.

Þetta sagði hann; þrátt fyrir að hafa misst það sem hann átti, á unglingsaldri.

Sjónina sína.

Síðustu orðin hans voru; -Við gerum eitthvað skemmtilegt saman. Síðan labbaði hann niður stigann, einn og án aðstoðar. 

-Ekki spurning...svaraði ég. Við gerum eitthvað skemmtilegt.

Um þennan mann hugsaði ég þegar ég var rétt við það að drepa annan. Um þennan mann hugsaði ég þegar ég viðurkenndi að hafa splæst á jólasveina dýrmætum kossum mínum. 

Ég óska ykkur öllum góðrar helgar elskurnar...með óskinni fáið þig kossa og kærleik án eftirsjár og frá hjartanu. Þessar gjafir sendi ég rafrænt, einsog ég kann svo vel SmileHeart


Þú kemst yfir þetta fjall einsog önnur...

Ég fór ekki varhluta af því að finna fyrir hversu lífið getur verið fxxxxxx dásamlegt í dag. Ég opnaði annað augað...og horfði í rétta átt. Það getur líka verið frekar drullutöff...ef ég einblíni á það.

Ég var svo upptekin af þvi í dag að lifa í andartakinu að var nánast fyndið. Oft var þörf...í dag; jaa, segi nú ekki beint að hafi verið einhver sérstök nauðsyn. En mér fannst það svona bjóða upp á meiri sjarma en ekki...meiri möguleika...

Splæsti á mig fantaflottri myndavél til að fanga komandi augnablik framtíðar minnar og minna. Gamla myndavélin var enganveginn að ná þessu...og þar sem ég sé fyrir mér mikla farsæld og gæfu á komandi árum og og gamla druslan ekki að að skila sínu hlutverki...sló ég til. Henti þeirri gömlu og er sátt. 

Í stíl við myndvélina fannst mér gráupplagt að fá mér leðurhanska. Svo fannst mér vel við hæfi að ganga lengra inn í aðventuna; með bros á vör undir söng Stebba Hilmars. Ég keypti kappann og hefur karlunginn ekki fengið svo mikið sem augnabliks frið fyrir mér, (ekki einu sinni pissupásu) nema rétt þegar hann var sem "innsiglaðastur" í pakkningunni.

Jóladiskurinn er snilld! Fallegur og yndislegur. Rétt einsog þessi dagur þegar ég keyrði langleiðina til Akureyrar...eða allavega lengra, en ég kæri mig um að viðurkenna fyrir ykkur og mun lengra en ég áætlaði.

Stebbi söng á meðan ég dásamaði fyrir mér stórbrotið landslagið og auðvitað hugsar maður undir þessháttar upplifunum. Maður hugsar vel og einungis fallega. Maður fyllist gleði og þakklæti.

Ég hringdi í strákinn minn;,

-Hæ elskan...heyrðu það er fljúgandi hálka á leiðinni maður...langaði bara að segja þér; sko ef ég skildi drepast á leiðinni og þannig að það sé aldrei neinn efi í þínum huga...þá elska ég þig ástin mín, svo ótrúlega ógeðslega mikið og eiginlega miklu meira en það....svo hló ég létt og þögnn ríkti um stund...

-mamma þú ert rugluð...

-takk elskan...takk takk takk! Þú ert yndislegur.... hló ég....

-en ég elska þig samt.

Akkúrat þetta og aðeins þetta gladdi mig meira en orð fá lýst á þessu augnabliki.

Tók meðvitaða ákvörðun um að láta fólk sem er mér kært vita af því....ef... Já bara ef.

Ég var nú ekki beint í rómantískustu hugleiðingunum þegar ég stóð fyrir framan hraðbanka í Kringlunni um hádegisbil í dag. Með fangið fullt, Þe; Subway-in minn,  sem fór alla leið. Kók og kaffi (mjög góð blanda) . Lyklakippuna...nýju hanskana...vel merkta pokadruslu úr einhverri versluninni og var búin að dreyfa vel úr mér á punktinum...ásamt veski og jakka og fleira drasli sem tilheyrir dömum.

Að mér kemur maður...segist hafa séð mig... ég sé flottari en hann minnti...og eitthvað fleira í þeim dúr...

-nú? ...þá ertu nú lítið annað en gullfiskur....(brosti)

Eftir stutt spjall þarna ...sló hann algjörlega botninn úr frekari áhuga mínum á spjalli þegar hann vildi ólmur fá að kynnast mér betur, bjóða mér út að borða og sá pakki allur sem allir þekkja, alltof vel.

Kannski var einlægur áhugi fyrir því að kynnast hinni eiginlegu Heiðu betur...kemst aldrei að því, því sú litla hefur og hafði fullan hug á að "hlaupa ein" um stund...og fanga augnablikin sín á eigin forsendum. En okkar á milli; -augun hans lýstu af góðmennsku og kærleik...svona ekta ekta. Held ég...Blush

Gunni "grall" var ekki sá sem fór varhluta af því að hljóta nafnbót frá mér í æsku frekar en aðrir. Við systkyninn tókum þessum guðsengli sem gjöf og fagnandi....við skýrðum hann í sameiningu Gunna "gamla" - í votta viðurvist góðra vætta. En hann var aðeins liðlega fertugur. Gunni gamli hefur því verið gamall lengi...og góður...og verður það áfram og allt þar til yfir líkur.  Hann hringdi einungis til að athuga hvernig trippinu sínu liði...og hvar hún væri stödd í veröldinni...

-ehh....humm...hef eiginlega ekki hugmynd, en ég sé fjöll til beggja handa. Og fjall fyrir framan mig líka...einhver hugmynd... frá þér, um hvar ég er? 

Hávær hlátur....

-nei elskan...en eitt veit ég; -þú  kemst yfir þetta fjall sem er fyrir framan þig, einsog önnur og einsog þér einni er lagið.  WinkInLove


Ást, knús og kærleikur

Ég sit hérna ein. Emil er að horfa á sjónvarpið. Þetta er afburðargáfað kvikindi, það hefur hann frá móður sinni (mér).Smile Það er myrkur úti... Einsog sum ykkar sáuð; þá er allt logandi í jóla- og kertaljósum heima hjá mér. Hver morgun hefst hjá mér á því að ég kveiki á kerti. Öll kvöld loga kerti. Ég er að hlusta á fallegu tónlistina mína, þessa stundina er Pálmi að syngja til mín ástaróð. Hér ríkir ró og friður. Búin að slökkva á símum öllum. Þegar ég hef sent þessa færslu í loftið...slekk ég á tölvunni og leggst á koddann minn. Ég elska koddann minn. Vona að mér hlotnist sú gæfa að sofa rótt og í alla nótt.

Mér líður hálfeinkennilega. Mér líður ekkert sérlega vel, samt ekki svo illa. Finnst einsog ég sé berrössuð, þrátt fyrir að vera klædd.

Ég hugsaði þetta fram og til baka. Þ.e.a.s. hvort rétt væri að ég kæmi fram með þetta, eftir að Sölvi hafði samband við mig fyrir einhverju síðan. Honum hafði verið bent á bloggfærsluna mína. Ég setti sjálfa mig í fyrsta sætið. Hvernig ég kæmi út og egó'ið sá allt því til fyrirstöðu að ég birtist með þetta brot úr sögu minni.  Þegar ég ýtti mér sjálfri til hliðar og hugsaði um fórnarlömb slíkra glæpa, var þetta engin spurning í mínum huga. Þá öskraði hjartað, svo ekki varð um villst; go for it stelpa! Maður skildi ávallt fylgja hjartanu sínu. 

Ég sé í athugasemdum mín bæði á face-book og hérna sem og í hotmailum og símtölum að æska mín kemur fólki í opna skjöldu. Sérstaklega þeim sem hafa fylgt mér hvað lengst. Gamlir skólabræður og systur eru hissa; -ég var/er Heiða hressa. Hef lítið verið gefin fyrir að bera sjálfa mig á torg. Enginn þekkir mig sem sjálfsvorkunar- hvað þá dramadrottninga-týpuna. Miklu heldur sem þá manneskju,  sem er örlát á brosin sín. Skýtur því svolítið skökku við að ég skuli hafa farið þessa leið. Sagan mín er skrifuð í skýin, rétt einsog ykkar. Ég sá þessa atburðarrás enganveginn fyrir. Langar lítið í frægð. Er afskaplega mikið prívat og pers...og mun vera það áfram.

Hér set ég því punktinn yfir i-ið...og held áfram uppteknum hætti á blogginu; þ.e. að fíflast út í eitt, einsog ég kann hvað best. Gera grín að sjálfri mér ma.

Eftir stendur þetta; ef ég gaf einni einastu manneskju þarna úti von var þetta viðtal vel þess virði. Við höfum alltaf val. Í einlægri fyrirgefningu felst þvílíkur lækningarmáttur. Með því að fyrirgefa er maður ekki að samþykkja viðbjóðslegan glæpinn. Maður öðlast frelsi út úr myrkrinu. Það er ekki hægt að  fyrirgefa bara smá...annað hvort alveg og af öllu hjarta eða sleppir því. Maður gerir það sjálfs sín vegna, ekki fyrir þann er óhugnaðinn framdi. Við getum valið að hafa kærleikann að leiðarljósi eða næra biturð, gremju og hatur á feitu kjöti.

Ennfremur langar mig að koma á framfæri til ykkar sem hafið sýnt mér stuðning og skilning; ég elska ykkur fyrir það! Það er ekki flóknara en svo. Ég á ekki til orð yfir hversu dýrmæt þið eruð mér. Það er svo mikið af dásamlegu fólki þarna úti...að ég er orðlaus.

Eigiði draumfagra nótt elskurnar og njótið þess að vera góð við hvort annað. Ég ábyrgist; það kemur margfalt til ykkar aftur einsog boomerang... hef prófað það sjálfWink

Ást, knús og kærleikur Heart

Fyrir ykkur sem misstuð af og viljið sjá, veskú; 

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=6adfa41b-d092-466b-979b-108169e9b686


Ekki beint í stíl við umræðuefnið

Ástan mín...þú komst inn í lif mitt fyrir ekki allslöngu, þú ert ein af þessum dýrmætu guðsgjöfum sem mér hafa hlotnast. Ég er afar þakklát fyrir þína einlægju og óeigingjörnu vináttu. Ég elska þig. Ég mun gera mitt allra besta til að viðhalda henni. Mun vökva með dýrmætasta kærleiksvökvanum mínum svo hún verði ávallt fegurst allra rósa. Rósir án þyrna.

Ég og þú.

Mínir kærustu bloggvinir, set ég undir sama hatt; Zordis, Ommi, Erla 'Osk, Ásdís Sig, Marinó, Rut, Kjartan, Milla, María G., Alva, Hrönnsla, Weltfremd, Guðbjörg, Steingrímur Helga, Heiða Heiðars, Ásthildur Cesil, Heidi Strand, Ester Lilja, Icekeiko, Linda Lea, Ásdís RánMagnús Geir, Krútta, Lísa B., Egvina, Elísabet, Alvera, Ein-stök, Hulla Dan, Doddi, Helga M., Milla, María G. Steingerður, Axel, Steinunn H. S. Sollan mín og ekki síst; Sporðdreki...(vona að ég hafi ekki gleymt neinum)....sumir hafa dottið úr lestinni einsog gengur...blessuð sé minning þeirra.Smile

Þið ykkar sem ég nefni sérstaklega, hafið gefið mér svo óumræðanlega mikið með öllum ykkar kærleiksríku athugasemdum og hlýjum hug. Ef þið bara vissuð! Fyrir það elska ég ykkur og er þakklát.Heart

Svo elska ég Heiðu og Steingerði Ultra mikið...sem og miklu miklu  fleiri...InLove-mitt einasta vandamál er það að ég er að springja úr ást....Wink

Þegar mamma hringdi áðan... fannst mér einhvern skilda mín að segja henni að þennan morguninn hafi ég verið í smá viðtali.

Þetta viðtal mun koma fyrir sjónir almennings; í Íslandi dag -í kvöld...eða annaðkvöldWink

...einu viðbrögðin hennar voru;

-gastu ekki auglýst eftir rauðum hornsófa fyrir mig...?GetLost

...passar ekki beint, hvað þá er í sérstökum stíl við umræðuefnið.

 Njótið dagsins og ekki síst allra augnablikana Heartlífð er dásamleg gjöf...njótum hennar. Heart


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband