Hann fékk koss beint á munninn!

Ég fór á Vegamót í hádeginu og allt í góðu með það. Nenni yfirleitt aldrei að setja mig í samband við matseðilinn....leiðast matseðlar, rétt einsog leiðbeiningar. Enda kann ég núll á myndavélina nýju....og talandi um símann...púff... fer ekki út í það. En síminn er afbragð (hringir of oft fyrir minn smekk samt) . Ég spyr því þjóninn;

-hey...ef þú værir ég og ætlaðir að fá þér að borða, hvað fengirðu þér?

-Vitaborgara...

-einn svoleiðis takk...svo gat ég ekki setið á mér og  skaut að honum...

-þú ert nú meiri helvítis bjáninn. Þú hefðir farið létt með að selja mér lundirnar!

Ég hló en hann ekki... mér sýndist hann samt brosa ...inn á við...allavega innundir.

Þegar hamborgarinn var komin ofan í maga, en þó ekki alla leið út (það tekur vikuna)  labbaði ég að bílnum mínum. Þar stóð eitt stykki ástarbréf. Annaðhvort var það handskrifað af trukkalessu eða karlstaut. Nema hvorutveggja sé. Ég var svo frá mér numin og uppveðruð að ég fór rakleiðis í næsta banka og borgaði fjárans sektina með bros á vör og glaðasta geðinu í hjartanu.

...að endingu og að frátöldum fullt af fleirum ævintýrum dagsins;...keypti ég mér risahuge kókóstré...svo himinhátt að það snertir tærnar á Guði þarna sem það stendur út á miðju gólfi í stofunni minni...

...ég vatt mér upp að næsta gölla og  greip hann á leið minni út úr Góða Hirðinum;

-hei... hvurslags er þetta karlmennskan í þér maður...heldurðu að þú hjálpir mér ekki?

Hann dröslaði trénu út í bíl...að launum fékk hann knús og stal sér í leiðinni rembingskoss beint á...

...munninn! Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ, þú ert svo mikið skott dúllan mín 

Ásdís Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 00:14

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 10.12.2008 kl. 00:17

3 Smámynd: Þ Þorsteinsson

vitabogara .......hehhe  eimitt var einmitt að skria um þá

Þ Þorsteinsson, 10.12.2008 kl. 00:28

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég fann upp Vitaborgarann..

Steingrímur Helgason, 10.12.2008 kl. 01:17

5 identicon

Ha Heiða.

 Vitaborgara,er það ekki Borgari með Viti,eða er ég orðinn vitlaus.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 01:32

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Gengur þú bara um kyssandi Pétur og Pál?    Það er ágætt.  Suma þarf að kyssa öðru hvoru - svona fyrir húmörinn.......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.12.2008 kl. 01:38

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

beint á munninn  á thessum sidustu og vestu....

hafdu gódan dag  og vonandi lidur nú ekki vikan ádur en borgarinn skilar sér...thad er alveg ómøgulegt bara....

María Guðmundsdóttir, 10.12.2008 kl. 06:13

8 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 08:05

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Pant vera bílasalinn þegar þú færð þér annan bíl.   Hvort eða hvenær er annað mál. 

Marinó Már Marinósson, 10.12.2008 kl. 08:40

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Til að fyrirbyggja allan misskilning; hann kyssti mig!

Heiða Þórðar, 10.12.2008 kl. 09:24

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he skemmtileg saga.. og ég get mælt með vitaborgaranum.. 

Óskar Þorkelsson, 10.12.2008 kl. 12:02

12 Smámynd: Ómar Ingi

Skotta

Ómar Ingi, 10.12.2008 kl. 15:02

13 identicon

Veit ekki með borgarann.......en kossinn

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 16:34

14 identicon

Fékstu vitaborgara á Vegamótum? Hélt að maður fengi bara svoleiðis á Vitabar

Bjöggi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:00

15 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe...kannski var þetta vegaborgari...

Heiða Þórðar, 10.12.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband