Hvar gerir þú?

Einhverveginn virðist vera merkilegra að vera veitingastjóri... en ekki neitt. Þegar hárgreiðsludaman spurði mig í gær;

-hvað gerir þú?...

...vissi ég eiginlega ekki hverju ég átti að svara...þannig að ég sagði;

-heyrðu, ég er nú bara í full time jobbi þessa dagana við að vera prinsessa sko...

...það er kannski frekar "klent" og ljótt að viðurkenna það, en fólk er fífl einsog ég hef áður haldið fram.  Þykir mörgum ég mun merkilegri (eða hefur fundist) þegar ég hef borið einhverja -stjóra titla. Þannig er það nú bara. Skítt með það þó ég sé drullupussa inn við beinið; -ef millinafnið mitt er framkvæmdarstjóri...þyki ég flott. Eða mun flottari en ef ég væri tildæmis öryrki og einstæð móðir úr Vogunum.  Ég er ekkert af þessu; hvorki einstæð, öryrki, Vogaálfur, hvað þá drullupussa. Ég er bara Heiða...dóttir Tóta svarta... sem ætlar í samstarf með tveimur eðalskvísum og ætlum við að opna með pompi og prakt í febrúar 2009. Undirbúningur er hafin á fullu swingi...hrikalega gaman að vera ég -í dag!

Við látum allt kreppukjaftæði sem vind um eyru fara -og þaðan þjóta ...útum nef! 

Vinkona mín hringdi i mig gær og spurði hvort ég hefði áhuga á að þrífa eitt stykki hús. Þrátt fyrir tilmæli læknisins varðandi hendurnar mínar, í síðustu viku... og það að ég hafi aldrei gefið mig út fyrir að vera skúringakerling...tók ég jobbinu. Maður getur alltaf blómum bætt á peningatréð.

Ég mætti þangað prompt; klukkan 13:30.  Húseigandinn tók á móti mér einsog vera ber. Ung skvisa frá einhverju rússumælandi landinu... í háum gullhælum, flegin og opin.....ég tók strax eftir því að hún var mun brjóstaminni en ég.

Já já já....!

Auðvitað kíkti ég þangað...þó að brjóst kvenna séu mér ekkert sérlega hugleikinn hvað þá hjartfjólgin....rak forvitnin augun áfram, ákveðið og einsog ósjálfrátt... þar sem hennar aðalstarf er að vera strippari.

Þegar hún sér mig tipla upp tröppurnar, féllust henni hendur;

-were is that fukcing thing that you put the water in?!!!...

Jebb...hún bjóst greinilega við meira pró kerlu en mér... Ég hugsaði með sjálfri mér;

-hábölvuð píkan! Hélt hún að ég kæmi í fucking vaðstígvélum upp í háls með gula hanska í stað leðurhanska...með andsk...skúringafötuna yfirfulla af vatni... á öxlinni!!!? Enginn skúringafata til í húsinu. Ég skaust í smá leiðangur...kom til baka og hún spyr mig;

-do you know how this fucking thing works?

Ég hélt það væri nú auðsótt mál...að koma uppþvottavélinni í gang. Sem og ég gerði svo suddalega smart...að allt sló út! Ég gat með engu móti komið lagi á rafmagnið aftur þrátt fyrir að vera næstum rafvirki.  Reif vélina ma. úr sambandi...og setti typpið upp...öll sem eitt....aðalltyppið vildi ekki haldast uppi...þrjóskari en andskotinn sjálfur sat það sem fastast.  Niðri. Þrjóskari en ég!

...hún hringdi úr háum gullskónum og ljósum hárlengingum ...

...stuttu seinna kom bróðir mannsins hennar (sem bæðevei...er í meðferð...) til að græja rafmagnið. Tókst ekki. Gaukurinn kom að mér það sem; já  -Heiða prinsessa var staðsett ofaní baðkerinu i háum svörtum leðurstígvélum...að skrúbba baðherbergis gluggann... búin að brjóta eina nögl...mjöööööööööög sexý...ekki fræðilegur möguleiki í helvíti að ég færi berfætt um gólfin í húsinum, með hundaskít upp að klofi! Karluglunni leist alls ekkert ekkert illa á fuglinn í baðkerinu  sko....Wink enda eru stuttir karlar og hárlausir...sérstaklega skotnir í mér. Extra mikið og sér í lagi þeir sem eru með bumbuna  um sig miðjan.

Eitt get sagt ykkur; sem -stjóri, hef ég aldrei verið með jafngott tímakaup og hjá þessari dömu...Smile...ætla samt ekki að leggja þetta fyrir mig...Wink

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA

Takk fyrir mig

Ómar Ingi, 10.12.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he góð

Óskar Þorkelsson, 10.12.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Djö.... sé ég þig í anda í leðurstígvélunum í baðinu að skrúbba frá þér allt vit - með brotna nögl.  Í hálfrökkrinu.  Geggjað.

Annars ertu hæstvirtur gleðistjóri hjá mér

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.12.2008 kl. 22:57

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér þykir nú vænt um að bumban mín sé nú ekki að þvælazt neitt upp eða niður frá miðjunni, ~skúra~ mín.

Titlar & tittlíngatog, ég kalla mig alltaf sjálfur símavændizdömu í mínu fyrirtæki, nú eða þá aðstoðar netagerðarmann til hátíðarbrigða.

Steingrímur Helgason, 10.12.2008 kl. 23:13

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 10.12.2008 kl. 23:16

6 Smámynd: Aprílrós

Góð ertu mín kæra og dugleg með brotnu nöglina ;)

Aprílrós, 10.12.2008 kl. 23:54

7 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 01:18

8 Smámynd: www.zordis.com

Svona á að moka flóruna, vera prinsessa full time! Merkilegt hvaða "feeling" folk hefur gagnvart titlum ... Vertu þú því þannig ertu best.

Svo eru fullt af prinsessuhjörtum sem flögra með þér út daginn. Knús og kossar frá konu sem er að fara í bjútý trítment dauðans! Love love (eða lauf lauf, þú veist svona haustlaufblöð sem eru fallegust) ....

www.zordis.com, 11.12.2008 kl. 08:54

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

klárlega verður okkar aðaltitill og markmið að vera ponstu góðar

Heiða Þórðar, 11.12.2008 kl. 09:44

10 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég er hissa og skotin í því að þú hafir staðið á þínum og ekki hlaupið upp á slysó með brotnu nöglina og bara haldið áfram.

Ánægjulegt að þú sért brjóstbetri en sú í gullhælunum, eitthvað ræst úr baununum

Þórður Helgi Þórðarson, 11.12.2008 kl. 10:13

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

baunum já....hehe (átti nú eiginlega að vera bara á milli mín og þín...en ok)

Heiða Þórðar, 11.12.2008 kl. 10:28

12 Smámynd: Þ Þorsteinsson

fína orðið yfir svona skúringar þar sem ég vinn er "Þriftæknir"

hundaskítur =strippari

swingstjóri hljómar vel í eyra

Þ Þorsteinsson, 11.12.2008 kl. 10:42

13 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Þú hefur nú talað um baunir á Reykjanesbrautinni opinberlega vinkona, vertu ekkert að kenna mér um þetta!

Bestu kveðjur

Þórður Helgi Þórðarson, 11.12.2008 kl. 10:47

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

You kill me woman, þetta er snilldarfærsla, svo myndræn að ég held bara að ég hafi verið skúringarfatan, enda var ég mega tussuleg og blautlegin í flensunni í nótt. Eigðu ljúfa, stýran mín

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 11:57

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

p.s. gleymdi að tengja

Ásdís Sigurðardóttir, 11.12.2008 kl. 11:57

16 Smámynd: María Guðmundsdóttir

 "gledistjóri" ...tek undir thad bara, bestu stjórar af theim øllum

María Guðmundsdóttir, 11.12.2008 kl. 20:22

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 11.12.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband