Ást, knús og kærleikur

Ég sit hérna ein. Emil er að horfa á sjónvarpið. Þetta er afburðargáfað kvikindi, það hefur hann frá móður sinni (mér).Smile Það er myrkur úti... Einsog sum ykkar sáuð; þá er allt logandi í jóla- og kertaljósum heima hjá mér. Hver morgun hefst hjá mér á því að ég kveiki á kerti. Öll kvöld loga kerti. Ég er að hlusta á fallegu tónlistina mína, þessa stundina er Pálmi að syngja til mín ástaróð. Hér ríkir ró og friður. Búin að slökkva á símum öllum. Þegar ég hef sent þessa færslu í loftið...slekk ég á tölvunni og leggst á koddann minn. Ég elska koddann minn. Vona að mér hlotnist sú gæfa að sofa rótt og í alla nótt.

Mér líður hálfeinkennilega. Mér líður ekkert sérlega vel, samt ekki svo illa. Finnst einsog ég sé berrössuð, þrátt fyrir að vera klædd.

Ég hugsaði þetta fram og til baka. Þ.e.a.s. hvort rétt væri að ég kæmi fram með þetta, eftir að Sölvi hafði samband við mig fyrir einhverju síðan. Honum hafði verið bent á bloggfærsluna mína. Ég setti sjálfa mig í fyrsta sætið. Hvernig ég kæmi út og egó'ið sá allt því til fyrirstöðu að ég birtist með þetta brot úr sögu minni.  Þegar ég ýtti mér sjálfri til hliðar og hugsaði um fórnarlömb slíkra glæpa, var þetta engin spurning í mínum huga. Þá öskraði hjartað, svo ekki varð um villst; go for it stelpa! Maður skildi ávallt fylgja hjartanu sínu. 

Ég sé í athugasemdum mín bæði á face-book og hérna sem og í hotmailum og símtölum að æska mín kemur fólki í opna skjöldu. Sérstaklega þeim sem hafa fylgt mér hvað lengst. Gamlir skólabræður og systur eru hissa; -ég var/er Heiða hressa. Hef lítið verið gefin fyrir að bera sjálfa mig á torg. Enginn þekkir mig sem sjálfsvorkunar- hvað þá dramadrottninga-týpuna. Miklu heldur sem þá manneskju,  sem er örlát á brosin sín. Skýtur því svolítið skökku við að ég skuli hafa farið þessa leið. Sagan mín er skrifuð í skýin, rétt einsog ykkar. Ég sá þessa atburðarrás enganveginn fyrir. Langar lítið í frægð. Er afskaplega mikið prívat og pers...og mun vera það áfram.

Hér set ég því punktinn yfir i-ið...og held áfram uppteknum hætti á blogginu; þ.e. að fíflast út í eitt, einsog ég kann hvað best. Gera grín að sjálfri mér ma.

Eftir stendur þetta; ef ég gaf einni einastu manneskju þarna úti von var þetta viðtal vel þess virði. Við höfum alltaf val. Í einlægri fyrirgefningu felst þvílíkur lækningarmáttur. Með því að fyrirgefa er maður ekki að samþykkja viðbjóðslegan glæpinn. Maður öðlast frelsi út úr myrkrinu. Það er ekki hægt að  fyrirgefa bara smá...annað hvort alveg og af öllu hjarta eða sleppir því. Maður gerir það sjálfs sín vegna, ekki fyrir þann er óhugnaðinn framdi. Við getum valið að hafa kærleikann að leiðarljósi eða næra biturð, gremju og hatur á feitu kjöti.

Ennfremur langar mig að koma á framfæri til ykkar sem hafið sýnt mér stuðning og skilning; ég elska ykkur fyrir það! Það er ekki flóknara en svo. Ég á ekki til orð yfir hversu dýrmæt þið eruð mér. Það er svo mikið af dásamlegu fólki þarna úti...að ég er orðlaus.

Eigiði draumfagra nótt elskurnar og njótið þess að vera góð við hvort annað. Ég ábyrgist; það kemur margfalt til ykkar aftur einsog boomerang... hef prófað það sjálfWink

Ást, knús og kærleikur Heart

Fyrir ykkur sem misstuð af og viljið sjá, veskú; 

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=STOD2&programID=b2fab606-e8f9-4500-a4d9-15008d8978da&mediaSourceID=6adfa41b-d092-466b-979b-108169e9b686


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Mér finnst það alltaf dæmi um hugrekki þegar fólk eins og þú stígur fram og segir frá reynslu sinni. Misnotkun er ALLTAF hræðileg og ótrúlegt hvað sumir eru hugrakkir að segja frá mörgu því hræðilega sem þeir hafa lent í sem börn/unglingar. Hægt að skrifa langa pistla um það.  EN EN EN .. hann Emil þinn er EKKI afburðagáfað "kvikindi" !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  hann er örugglega yndislegur og afburðagáfaður drengur ......     kv.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 1.12.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: www.zordis.com

Faðmlag til þín elskan!

Lífið er svo óendanlega yndislegt með fólk eins og þig til að lýsa leiðina!

www.zordis.com, 2.12.2008 kl. 00:04

3 identicon

Hæ Heiða mín.  Ég er ein af þeim sem hef fylgst með þér í gegnum tíðina hér í Kef.  Við vorum m.a. að vinna saman í Stóru Milljón.  Þú ert allavega 2 árum eldri en ég og mér fannst þú alltaf svo mikil pæja .  Ég skynjaði samt eirðarleysi þitt á þessum tíma.  Það var alltaf svo mikið um að vera hjá þér - það gerðist allt svo hratt í kringum þig.  Mig grunaði samt aldrei hvað bjó að baki.  Ég dáist að þér fyrir að þora - þora fyrir þá sem ekki þora.  Jafnvel gefa þeim vonarneista um að einhverntíma geta þeir sagt frá.  Gefið hinum kjark sem standa tvístígandi á hliðarlínunni að stíga inn í atburðarrásir og skipta sér af ef minnsti grunur vaknar um ofbeldi.  Aldrei leyfa fólki að gleyma að til er svo sjúkt fólk í okkar samfélagi að það er tilbúið að eyðileggja líf annarra til að svala eigin fýsnum.  Takk fyrir að sýna þetta hugrekki Heiða mín og bjarta framtíð.

Inga Sveina (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:09

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehehe -Emil er köttur

Heiða Þórðar, 2.12.2008 kl. 00:11

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hæ í nóttinni.  Sit hérna og sýg uppí nefið - nei nei - ekki þín vegna ég er bara að kálast úr kvefi.  Var annars að skrifa við síðustu færslu og viti menn.  Það er barasta komin önnur.  Veistu - þú komst alls ekki út sem einhver dramadrottning.  Þér tókst að setja fram þetta atvik og líf þitt eins og lífsreynslu en ekki svona dramatískt og hræðilegt líf.  Ég hef aldrei séð það áður í svipuðu viðtali að allri biturð, dramatík og væli sé hent fyrir róða og sátt og fyrirgefning lýsi af viðkomandi.  Það getur enginn efast um að þú ert over and above.

Auðvitað er eðlilegt að líða hálfpartinn undarlega.  En trúðu mér.  Þú ÁTT að setja þig í 1. sæti og kenna þar með öðrum að setja sjálfa sig í 1. sæti.  Það er ekkert líf að druslast í 3ja og 4ja sæti.  Margir þurfa að eyða skrilljónum í sálfræðinga til að komast í þitt plan - ef það tekst þá.  Þú varst æðisleg fyrirmynd fyrir alla þá sem hafa lifað eitthvað ámóta.

Og mundu - ég var búin að spá því að kertasníkir mundi koma með ullarbrók til þín í skóinn - þú veist - fyrir kjötsúpudæmið

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.12.2008 kl. 00:13

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Auðvitað man ég eftir þér elskan, og aðeins af góðu. Óska þér alls hins besta

Heiða Þórðar, 2.12.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk Lísa mín...þú ert auðvitað BARA æði

Heiða Þórðar, 2.12.2008 kl. 00:16

8 identicon

Ég var að enda við það að horfa á viðtalið. Þú ert frábær!!

alva (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:40

9 identicon

 


Las pistilinn. Hugsaði. Horfði á viðtalið. Ekkert minna en sjö bros handa þér Heiða.  Það gleður hjartað sem þú segir varðandi fyrirgefninguna ...  og að minna mann á að frelsa sjálfan sig með því að hugsa rétt.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:52

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Konudýrið mitt spurði mig í kvöld þegar hún kom heim, bíltúrandi frá Agureiriz, eftir að hafa verið að reyna að grenna ~norðlenzkar~ í sínu Átaki, rétt fyrir jólin.

"þekkir þú ekki þezza Heiðu sem var í útvarpinu áðan?"

"Jú, sko eða þannig, hún er sko ein uppáhaldz bloggvinkona mín", svaraði ég stoltur, en skaut upp kryppu í leiðinni.

"Djöfulli var hún góð" sagði hún.

& þúrtða ...

& hefur alltaf verið ...

Steingrímur Helgason, 2.12.2008 kl. 00:54

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

ÖSSSS! hvað þú ert vel giftur! You lucky bastard!

Weltfremd; til þín...x8 og Alva, -takk

Heiða Þórðar, 2.12.2008 kl. 00:57

12 identicon

Sæl

Les alltaf bloggið þitt, finnst þú vera afburðarpenni  mjög hæfileikarík, Gangi þér vel  og mér finnst þú ótrúlega dugleg

kristin (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:02

13 Smámynd: Brynja skordal

þú ert bara frábær knús inn í nóttina Elskuleg

Brynja skordal, 2.12.2008 kl. 01:10

14 identicon

Heil og sæl; Heiða mín, líka sem aðrir skrifarar og lesendur !

Þú komst vel frá; í frásögn þinni, af þeim pínslum, hverjum þú upplifðir, á þínum yngri árum, og hversu skelfilegar ógnir þú máttir þola, Heiða mín.

Megir þú hafa það; sem allra bezt, í lífinu, héðan í frá.

Með kærum kveðjum, sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:14

15 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Eins og áður sagði þá sá ég bara restina af viðtalinu, en ætla að horfa á það núna...takk fyrir slóðina...en veistu ég bilaðist auðvitað úr hlátri ( aftur ) þegar ég las um að Emil væri góður drengur...en jæja þú ert æðisleg :)

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 2.12.2008 kl. 01:29

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

ég líka Helga

Heiða Þórðar, 2.12.2008 kl. 01:47

17 identicon

Hæ Heiða mín.

Ég var stoltur af þérí kvöld á stöð 2, það var þroskuð kona sem reis upp fyrir framan alþjóð og sýndi þolendum aðra sýn á þessum hryllilegu atburðum sem svo alltof margar stúlkur verða fyrir.Eins og þú sagðir.

Með fyrirgefningunni öðlast maður frelsi út úr myrkrinu.

Þú komst auga á þá leið og ákvaðst að deila henni með öðrum þolendum.

Það var fallegt af þér,og einlæg varstu og frjáls þarna í viðtalinu.

Heiða mín.

Algóður Guð vaki yfir þér dag og nótt,þess bið ég.

Þórarinn þ.Gíslason. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:57

18 Smámynd: Solla Guðjóns

 og  inn í daginn.

Solla Guðjóns, 2.12.2008 kl. 07:12

19 identicon

Þú ert Ofurskutla!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 07:56

20 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Hef rétt svo kíkt á bloggið til að röfla yfir kreppunni og lítið kíkt á bloggvinina (sorry ).

Var að enda við að horfa á viðtalið við þig og þurfti að segja þér hvað þú ert sterk og falleg kona

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 2.12.2008 kl. 08:03

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 2.12.2008 kl. 08:16

22 identicon

Enn og aftur upplifir maður fordóma! Sem að þessu sinni voru ó nei ekki hún! Og svo sárauka fyrir þína hönd. En ekki síst virðingu fyrir því hvernig þú tekur á þessum bernskuminningum sem eru fyrir okkur öll hryllilegur.

En ekki síst það sem þú segir sjálf frá "Ef ég gæti bjargað einu barni" Þetta með fyrirgefninguna er magnað Heiða? Og trúlega alveg rétt. En til þess þarf mikið þrek. Sem þú hefur.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 08:36

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei kelli mín! Þú komst ekki út eins og dramadrottning! Trúðu mér dramadrottningarnar eru afar ríkjandi í minni fjölskyldu þannig að ég þekki þær

Hrönn Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 08:45

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Missti alveg af þessu elsku Heiða mín.  Og linkurinn virkaði ekki.  Knús á þig.  Ég ætla að finna þetta og hlusta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2008 kl. 10:33

25 Smámynd: María Guðmundsdóttir

ég ætla ad finna thetta vidtal á visi.is . linkurinn einhverra hluta vegna virkar ekki hjá mér. En ég finn thetta,ætla og skal.

Dáist ad thér fyrir ad taka thetta skref,get ekki ímyndad mér ad thad hafi verid audvelt. Thú ert ótrúlega sterk kona og gefur af thér sem slík, jafnframt med suddalegan húmor sem ég kann gott ad meta 

vona ad thú hafir sofid vel og dreymt góda drauma.

María Guðmundsdóttir, 2.12.2008 kl. 17:05

26 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir mig

Heiða Þórðar, 2.12.2008 kl. 20:31

27 Smámynd: Rannveig H

Þú ert hetja

Rannveig H, 2.12.2008 kl. 22:44

28 Smámynd: Sporðdrekinn

Mikið komst þú þessu vel frá þér Heiða mín, það mátti næstum því greina geislabauginn yfir höfði þegar þegar að þú talar um fyrirgefninguna. Það eru englar út um allt og kannski ert þú einn af þeim, þó að kjafturinn á þér sé langt frá því að vera heilagur.

Þú ert sterk og falleg kona Heiða Þórðar 

Sporðdrekinn, 3.12.2008 kl. 02:48

29 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk elskurnar....en hetja er ég alls ekki!

Sendi ykkur kærleiksríkar kveðjur og þakklæti -aðeins á milli mín og ykkar

Heiða Þórðar, 3.12.2008 kl. 03:01

30 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Kem alveg af fjöllum og get ekki spilað myndskeiðið, getur einhver hjálpað með það? Fæ upp síðuna og svo ekki söguna meir, kemst ekki lengra.

Rut Sumarliðadóttir, 3.12.2008 kl. 13:42

31 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég horfði á viðtalið við þig og mér fannst þú bara flott.... þvílíkt hugrekki og þvílíkt æðruleysi.....Þú ert töff....

Takk fyrir mig.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 3.12.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband