Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Ég...
31.12.2008 | 13:53
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Að hreyfa sig spönn ...
26.12.2008 | 00:18
ÆÆ. Ég rétt missti af honum. Göngutúrnum. Ég hreyfði mig ekki spönn frá rassi í dag. Veit ekki einu sinni hvað það er að hreyfa sig spönn frá rassi....en geri mér i hugarlund að í því felist hreyfing. Mér skilst á allt og öllum að allir hafi yfir sig étið og er það vel. Sé samt ekki að öllum varði hvort ég sé mett eða svöng, úturþaninn eða nýbúin að losa...ég borða þegar ég er svöng, það sem mig langar í hverju sinni, gildir þá einu hvaða dagur. Ég borða á mig gat, en samt fjölgar götunum ekkert. Og annað; ekki stækka þau sem fyrir eru. Engu líkara er en að sumir svelti sig allan ársins hring og troði á sig blómum á fæðingardegi Jesú Krists ...og það þó þeir séu heiðingar!
Fyndið en samt svo sorglegt...
Svo er það þetta með Gleðileg jól "thing-ið" -er ekki bara málið að óska öllum alltaf Gleðilegs Dags? Þarf að skjóta því sífellt fram með innihaldslausum slefandi og fölskum kossum rétt á undan svínasteikinni eða hvað það er sem fólk treður í andlitið á sér? Í bland við einlægu og fallegu kveðjurnar fölna þær og lykta hreint illa. Þakka sjálf mikið vel fyrir að þekkja kveðjurnar í sundur.
Fólkið mitt er frekar sundurtætt og slitið en samt er það heiðarlegt; -ekki ein einasta sátt varð á þessum drottinsdegi enda sannir hermenn sem gefa aldrei eftir.... Guði sé lof og dýrð fyrir það. Er sjálfri illa við þær bráðabirgðasættir sem hafa átt sér stað í fortíðinni og halda illa. Fals og ekkert annað. Fjölskylda mín var því síst sameinuð, nema ef vera skildi fósturfeðurnir tveir sem sátu hlið við hlið við borðstofuborðið mitt í gærkveldi. Á móti þeim sat hálfur bróðir sem annar "bjó til sér til skemmtunar" og hinn hefur eignað sér, sér til yndisauka. Enda auðelskanlegur sá.
Ég er ein núna. En samt ekki einmanna. Er aldrei einmanna. Mér líður undurvel í hjartanu eftir að hafa verið umvafinn besta fólkinu í heiminum þessi jólin. Sérvalið og pikkað by me.
Gleði- og kærleiksrík augnablik hef ég pantað handa ykkur af himnum ofan njótið vel og hreyfið ykkur sem allra allra minnst.
Jólagöngutúrinn var hressandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Elskurnar mínir...
22.12.2008 | 23:51
...ég var rétt í þessu að troða í mig desertinum sem ég ætlaði að bjóða upp á, á aðfangadag. Ísterta...mjög langt frá því að vera heimalöguð. Það versta er; ég skammast mín ekki neitt...
...svolítið úturþaninn á mér vömbinn...en skömm er ekki til staðar. Ekki til.
Nú vill ég bara fá jólin og það strax. Nógu lengi hefur verið beðið á mínu heimili. Hamborgarahryggurinn er farinn að öskra á mig...honum langar svo í mig...rétt einsog mér í hann.
Það er gaman að geta þess að tveir af mínum fyrrverandi fósturfeðrum, verða hjá okkur Sóldísi á aðfangadag. Að auki einn hálfur bróðir sem þó er heill. Það er sá fallegasti af okkur systkinunum...hann er að auki afbragðskokkur og sér um þann hluta kvöldsins. Svunta verður enginn...en Sóldís lánar glöð jólasveinahúfuna sína undir matseldina.
Ég hinsvegar ber fram matinn...enda mjög lekker í því. Á meðan sitja fósturfeðurnir í hvíta sófanum og ræða ....uhhh....hmmm... kannski mömmu
Hef engar áhyggjur af Sólardísinni minni...hún mun skína skærust allra stjarna þetta kvöld.
Gleðileg jól elsku vinir. Mér þykir óumræðanlega vænt um ykkur.
Ást, kossar og endalaus kærleikur til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Set aldrei kartöflu í skóinn!
22.12.2008 | 10:53
Ég var svo uppburðarlítið krakkakvikindi að ég hefði sjálfsagt gert mér kartöflu að góðu, í skóinn. Trúi að ég hefði kartöflunni himinhöndum tekið og tálgað úr henni spýtukarl....og étið hana á eftir, hráa.
Í gærkveldi þegar ég var að svæfa "sólina" gekk það fremur erfiðlega. Án undantekninga er lesin ein bók...að auki sögð ein uppspuna-saga...koss og knús og góða nótt og ég elska þig og annar koss.
Svo hefst biðin...þar sem ég ligg hreyfingalaus og þykist sofa...hún bröltir eitthvað áleiðis inn í kvöldið uns hún sofnar....
...biðin virtist endalaus í gær, barnið vildi ekki sofna.
Svo kom þetta kartöflu-issue... til tals í rökkrinu...hún fengi örugglega kartöflu ef jólasveinninn væri þá ekki farin framhjá. Ég heyrði hvað hún var spæld og sár og það nísti mig í hjartað. Ég hugsaði um allt sem ég ætti eftir að gera þetta kvöld...sem þó voru hlutir sem gætu beðið forever...and ever.
Ég komst að niðurstöðu; - kartöflu setti ég aldrei í skóinn!
Fyrir það fyrsta finnst mér þetta hegningar og siðatól; frekar bragðvont. Að auki sársaukinn, höfnunin og lítilsvirðingin sem felst í því að setja kartöflu í skó barna sinna á aðventunni finnst mér einfaldlega viðbjóður jónsson. Gæti ekki afborið að horfa framan í vonsvikið barnsandlit að morgni. Börn eru til 375 daga á ári... á þessum dögum öllum, eru næg tækifæri til að ótuktast yfir óvita- og vandræðaskap þeirra. Yfrið nóg af tækifærum til að setja boð og bönn og fylgja þeim eftir. ...kartöflur eru ekki langtímalausn inn í "vel upp-agaða" og "þæga" krakka-framtíð. Kartöflur sýna ekki gott fordæmi, það gera foreldrarnir. Ég meðal annars.
Útrýmum kartöflum í skóinn!
Kærleikskveðjur á línuna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nú lýst mér á það!
21.12.2008 | 18:54
Þú ferð fremst í flokki og ert alveg í sjónlínunni (samkv. stjörnunum) .
Plönin þín eru göldrótt (össs...nú lýst mér á það maður! ) - um leið og þau komast á hreint, laða þau að sér réttu áhrifin.
(það er sem ég segi; það eru forréttindi að vera Vatnsberi )
Njótið kvöldsins mínir kæru b-og a-vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Allt morandi í dauðum köttum á Laugarveginum!
19.12.2008 | 15:30
Muniði eftir því, þegar ég var að vesenast með rassabossana á Laugaveginum í sumar? Rassana sem voru yfirfullir og útúrtroðnir af joggingbuxum? Og það gráum...
...ok... kannski...kannski ekki...
Enn...;
Núna er aðeins kaldara þannig að joggarar eru ekki beint að gera sig fyrir eyrnakulda og hora-nashyrningum.
Nei, nei...nú er málið að hafa eitthvað sem líkist dauðum kött á hausnum! Helst svo flennistórt kvikindi að skottið lafir yfir "hele" andlitið.
Ég veit ekki hvað ég taldi marga dauða ketti í öllum regnbogans litum, á hausum kerlinganna (og einum karli) í dag, í miðbænum.
Ég?
...neibb....ekki einu sinni húfudrausla ... er ekki alveg að gera sig fyrir lúkkið...
Njótið dagsins elskurnar...
...mjá og mjálm og kossar og mörg högg...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Daman er auðvitað...
19.12.2008 | 06:25
...bara snillingur!!!
Falleg, fjölhæf, frábær og ekki síst hrikalega fyndin!
Varir Ásdísar Ránar eru á allra vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.9.2012 kl. 03:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ekkert slef!
18.12.2008 | 01:18
Usss...fráhvarfseinkennin lýsa sér ekki beint í grænum bólum á rassinum...en eru verulega óþægileg viðkomu, engu að síður.
Verð að sulla einhverju frá mér og athuga hvað skeður. Þið eruð nú annars meira yndispakkið!!!
Elskunar mínar;...takk takk takk fyrir hottinn og alles
Í fyrsta skiptið í minni sögu er ég tímalega í öllu fyrir jól. Núna dingla ég mér bara á meðal ykkar þar sem þið eruð að tapa vitinu í brjálæðinu. Öskrandi á krakkana ykkar með hótanir um heilu kartöflugarðana í skóinn....afundinn og útúrsnúinn kærustupör á stangli...og ég ekki á meðal þeirra. Nei ég er þarna stök; ef þið kíkjið vandlega sjáið þig glitta í dökkan koll.... Fólk orðið bogið og úturtaugað af krepputali og hjali...og ég geng "keik" þar á meðal og syng af hjartans innlifun; Gleði gleði gleði...gleði líf mitt er osfrv.....
Jólatréið hefur staðið stolt í stofunni, lengi vel. Svei mér þá, ef það er ekki farið að halla undir flatt...svo lengi hefur það staðið og það í fullum skrúða. Pakkarnir lufsast þarna undir trénu...mig langar mest að rífa þá alla upp...pakka og skreyta þá á ný. Kötturinn lifir og deyr á víxl...svona eftir því hvernig stemmarinn er hjá dömunni... Jólakort öll þau sem send verða; farin í annarra manna og kerlinga hendur. Vona að þið séuð búin að þvo ykkur undir höndunum fyrir móttöku. Allt undir control hjá minni sko....
...aldrei aldrei myndi ég láta einn bróður minn losa mig við köttinn. Nú þarf ég að stokka vel upp í bræðrahópnum, þannig að þið fattið ekki um hvern ég er að ræða. Ekki langar mig að fá morðhótanir eða einhvern viðbjóð yfir mig...einsog ég (nánast) gerði á viðbjóðslegu meili frá fíbli...og það útaf einhverri vitleysis-færslunni. Það er nú víst lítil hætta á því, þar sem systkinahópurinn er nokkuð vel samsettur hvað húmor varðar. Sumflest eru léttgeggjuð einsog gengur, rétt einsog ég sjálf. Það er uberduber að vera svolítið nett klikk. Það eru einfaldlega forréttindi, til að komast lifandi frá þessu helvíti!
Og skvetta nógu mikið af brosum á "bil-iríð" sem meðlæti...það er betra og auðveldara. Mikilvægt er að splæsa vel af tönnum og gómum í brosin. Gildir einu hvort þú ert tannlaus eðurei... Má sleppa tungu því það er ull... Tunguna notar maður bara spari....og þá í ástríðufulla kossa og/eða til að ulla framan í fólk, ef sá gállinn er á manni. Alls ekkert slef!!! Allvega hafa það í algjöru lágmarki. Nettur vibbi að vera útataður í annarra mannara sleferý-i.
Aftur að umræddum bróður. Honum var falið það ábyrgðamikla hlutverk drepa kött. Kötturinn hét Bubbi og var reyndar eign hans sjálfs. Eitthvað forskolaðist þetta, því Bubbi bjó hjá einum fósturpabbanum sem ekki bjó með drottningunni sem er mamma, ásamt öðrum bróður...sem þó fóstrinn átti....ég veit ég veit...flókið...spurning hvort ég þurfi nokkuð að stokka aftur...
Bróðurinn fer með köttinn...eftir einhvern trega, vangaveltur og umhugsun. Allmörgum tárum var splæst í kveðjuathöfnina. Þrír dagar liðu. Svo hringi fóstrinn í bróðurinn og segir;
-jæja vinur...hvað segirðu þá? kötturinn bara dauður og allt í góðu?....
-heyrðu já já...allt frágengið...sagði "the-brother" ákveðinn og frekar dökkur í málrómnum. Enda; Esjan, Heklan og það allt saman...þeas.; traustasta fjallið i famelíunni....
- einkennilegur andskoti að kvikindið skuli þá vera malandi hérna í fanginu á mér!!!! Hann er kannski genginn aftur?ha? ha?
-roðn - roðn og aftur roðn....smá hóst.
Þessi svaðalegi foli og hönk-ari... sem bróðir minn er, hafði ekki haft brjóst í sér til að láta lóga kettinum. Nei hann fór með dýrið að frystihúsi (það sem hann gæti fengið nóg að borða) og skildi hann þar eftir, þar sem hann hefði étið sig til ólífs! Bubbi lét sig ekki muna um að lalla þetta 25 km...heim aftur. Samt orðin 14-15 ára gamall skröggur með kryppu og kengi. Eftir þetta lifði Bubbi happy ever after...eða allt þar til hann hvarf með frekar dularfullum hætti...
...nýverið var rannsókn hætt. Málið telst óupplýst...
Ást, knús og kærleikur....og og og....einn stakur koss; gríptu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
...og þá kyssumst við og knúsumst!
13.12.2008 | 22:54
Kæru vinir...
fram að jólum ætla ég að nýta hvert einasta augnblik til hins ýtrasta. Ætla að njóta og nýta...og horfa og grípa hvert einasta "mo" -sem færir mig á þann veg -er skýtur mér loks, á þann áfangastað sem ég hef horft til lengi.
Ótrúlegustu dyr eru að opnast mér...tíminn er allt í einu svo óumræðanlega dýrmætur.
Vegna þessa; óska ég ykkur Gleðilegra jóla, þakklæti fyrir allt...og við heyrumst og sjáumst fyrr en ykkur grunar og þá kyssumst við og knúsumst.
Ekki spurning.
Ást, kærleikur og kossar til ykkar frá mér.
Bloggar | Breytt 14.12.2008 kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Til Xxx Frá Heiðu...
11.12.2008 | 23:00
Það er mér sönn ánægja að deila því með ykkur, á þessu yndislega kvöldi, að strákurinn minn á pabba. Hér með uppljóstra ég þeirri staðreynd: -að ég er ekki Mæja meyjar-haftarhefta-innbundna...
Stelpan mín á svo annan pabba...þannig að haftið hefur verið tvírofið og rifið. Í dag er það svo sundursmellt aftur og saman -að börn verða að öllum líkindum ekki fleirri.
Það fylgja mönnum ekki bara typpi, skrúfjárn, hamar, tómar bjórdósir og tól, nei nefnilega líka tengdamæður, mágkonur og stundum börn. Allt í góðu með það. Oftast...
...þessi gaur númer eitt; átti flest árin mín ...veit ekki hvort hann var endilega stóra ástin mín. Held satt að segja að hún sé ófundinn. Heppin verður sá er finnur hana með mér, því ég ét hann lifandi með húð og hári, uns ég drep hann sjálfsagt úr ást.
Nr. Uno.... er/var samt flottur fyrir sinn snúð...og flottastur er hann þegar við erum ekki að hlussast utan í hvort öðru. Hann bauð mér að deila með sér aðfangadagskvöldinu í fyrra sem ég þáði eftir einhverja umhugsun. Inní pakkanum fékk ég uppáhaldsmágkonu mína þar sem boðið var haldið heima hjá henni, ásamt humarsúpu og svíni minnir mig, að borða. Kannski voru það svínseyru...
Ekki gat ég komið tómhent...ég er vel upp alin þó ég sé sjálf-ala. Mágkonuna var/er auðvelt að gleðja. Stóra vandamálið var "uno-"ið. Gjöf til hans var eilífur höfuðverkur, alla tíð. Um leið og ég losnaði við hann -losnaði ég við miklar höfuðkvalir. Ég man að í okkar jólasveinasambúðum voru gjafirnar svo stórar og fyrirferðarmiklar, á báða bága að ég skammst mín fyrir að hugsa til þessa. Það var ekkert svona; hugurinn sem gildir dæmi. Nei...á hausinn skulum við -á hausinn förum við!
Í fyrra stóð ég enganveginn undir þessháttar gjöf. Ég hugsaði um að gefa honum gjafabréf á drátt og meðlæti; en svo fannst mér það eitthvað aðeins of persónulegt og enganveginn við hæfi...roðnaði meira að segja við tilhugsunina um þegar hann hoppaði hæð sína að kæti... mágkona fengi flogakasts-tremma með yfirliði og öllum pakkanum og börnin...já börnin yrðu bönnuð innan nítjan...
...fíflast...en kannski hugsaði ég þetta ...
Svo stóð ég heima hjá mér tvístígandi á stofugólfinu miðju á aðfangadag í fyrra. Horfði á tréið sem ég hafði nýverið og þá yfirdekkt í stíl við sófasettið, þáverandi. Eða öfugt. Allt var klappað og klárt og ég var að setja pakkana mína/þeirra í poka og halda í boðið. Undir trénu lá síðasta jólagjöfin frá; númer tvö. Og enginn gjöf til; númer eitt. Tvisturinn er hámenntað kvikindi og víðlesið...og gefur mér án undanteknina bækur sem eru góðar á bragðið. Ég skoðaði hlýja og fallegu kveðjuna á merkispjaldinu og ég man að mér þótti sérstaklega vænt um hann á því momenti. Enda var hann ... hvergi nálægur...
-what the fuck! Ég kýli bara á það...og málið er dautt!
Klippti merkimiðann af...setti nýjan í staðinn sem á stóð;
-Til Xxx Frá Heiðu...
Spurningin er; lét ég vaða?
Bloggar | Breytt 13.12.2008 kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)