Elskurnar mínir...

...ég var rétt í þessu að troða í mig desertinum sem ég ætlaði að bjóða upp á, á aðfangadag. Ísterta...mjög langt frá því að vera heimalöguð. Það versta er; ég skammast mín ekki neitt...

...svolítið úturþaninn á mér vömbinn...en skömm er ekki til staðar. Ekki til.

Nú vill ég bara fá jólin og það strax. Nógu lengi hefur verið beðið á mínu heimili. Hamborgarahryggurinn er farinn að öskra á mig...honum langar svo í mig...rétt einsog mér í hann.

Það er gaman að geta þess að tveir af mínum fyrrverandi fósturfeðrum, verða hjá okkur Sóldísi á aðfangadag.  Að auki einn hálfur bróðir sem þó er heill. Það er sá fallegasti af okkur systkinunum...hann er að auki afbragðskokkur og sér um þann hluta kvöldsins. Svunta verður enginn...en Sóldís lánar glöð jólasveinahúfuna sína undir matseldina.

Ég hinsvegar ber fram matinn...enda mjög lekker í því.  Á meðan sitja fósturfeðurnir í hvíta sófanum og ræða ....uhhh....hmmm... kannski mömmu Blush

Hef engar áhyggjur af Sólardísinni minni...hún  mun skína skærust allra stjarna þetta kvöld.

Gleðileg jól elsku vinir. Mér þykir óumræðanlega vænt um ykkur.

Ást, kossar og endalaus kærleikur til ykkar allra InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Heiða ertu með Vömb

Ómar Ingi, 23.12.2008 kl. 00:45

2 identicon

Heiða!

WHAT ?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 03:19

3 identicon

Er eitthvað eftir af þessum dessert?  Get alveg séð um hann fyrir þig - og ekkert samviskubit í boði sko!

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 08:17

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Svona Barbie-vömb já....og desertinn er "finídó" hehe. Heil ísterta, geri aðrir betur

Heiða Þórðar, 23.12.2008 kl. 09:09

5 Smámynd: www.zordis.com

Heill dagur til jóla ... Litlu skinnin eru spenntust af öllum. Vonandi verða jólin yndisleg, með 2 fósturpabba, fallegan úrvalskokk og Sólina sem skín skært!

Gleðileg jól elsku Heiða!

www.zordis.com, 23.12.2008 kl. 09:10

6 identicon

Hva, ein ísterta og sér ekki högg á vatni he he he ! You rock girl........

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 09:47

7 Smámynd: Aprílrós

Gleiðleg jól Heiða mín.

Kærleiks jólaknús til þin og sólargeislans þíns.

Aprílrós, 23.12.2008 kl. 10:32

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega góð jól framundan hjá þér gullið mitt. Hafðu það sem best og njóttu samvinsa við gott fólk.  Knús á þig og Sólina þína. 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.12.2008 kl. 12:16

9 Smámynd: María Guðmundsdóttir

Gledileg jól , hafdu thad sem best um hátídar, uss..skitt med einn dessert,bara kaupa nýjan. en mikid djø... ertu heppin ad losna vid eldun.. oh ég væri svooooooooooooo til í ad bera bara fram..draumajól

kærleikskvedja til thin og thinna

María Guðmundsdóttir, 23.12.2008 kl. 15:46

10 Smámynd: Ómar Ingi

Heiða þó 

Ómar Ingi, 23.12.2008 kl. 23:45

11 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Gleðilega hátíð :)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 24.12.2008 kl. 01:18

12 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Óska þér og dúllunum þínum öllum gleði og friðar yfir jólin.

Heyrumst áður en árið hverfur alveg

P.s. - Elska þig enn þó þú sért hætt með mér sko

Linda Lea Bogadóttir, 24.12.2008 kl. 01:28

13 Smámynd: Gísli Torfi

Komum á morgun félaganir... better be home

Gísli Torfi, 24.12.2008 kl. 04:15

14 Smámynd: Bullukolla

Gleðilega hátíð . . . og láttu þá ( karlana) þakka fyrir sig göfuga mær ;)

Bullukolla, 24.12.2008 kl. 04:26

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Gleðileg jól skottið mitt .......

Solla Guðjóns, 25.12.2008 kl. 01:27

16 Smámynd: Margrét M

verði þér að góðu elskan ...og gleðileg  jól

Margrét M, 25.12.2008 kl. 10:00

17 Smámynd: Þ Þorsteinsson

                       Gleðilega hátíð

Þ Þorsteinsson, 25.12.2008 kl. 15:09

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól!

Þorsteinn Briem, 25.12.2008 kl. 17:19

19 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðileg jól

Marta B Helgadóttir, 25.12.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband