Set aldrei kartöflu í skóinn!

Ég var svo uppburðarlítið krakkakvikindi að ég hefði sjálfsagt gert mér kartöflu að góðu, í skóinn. Trúi að ég hefði kartöflunni himinhöndum tekið og tálgað úr henni spýtukarl....og étið hana á eftir, hráa.

Í  gærkveldi þegar ég var að svæfa "sólina" gekk það fremur erfiðlega. Án undantekninga er lesin ein bók...að auki sögð ein uppspuna-saga...koss og knús og góða nótt og ég elska þig og annar koss.

Svo hefst biðin...þar sem ég ligg hreyfingalaus og þykist sofa...hún bröltir eitthvað áleiðis inn í kvöldið uns hún sofnar....

...biðin virtist endalaus í gær, barnið vildi ekki sofna.  

Svo kom þetta kartöflu-issue... til tals í rökkrinu...hún fengi örugglega kartöflu ef jólasveinninn væri þá ekki farin framhjá. Ég heyrði hvað hún var spæld og sár og það nísti mig í hjartað. Ég hugsaði um allt sem ég ætti eftir að gera þetta kvöld...sem þó voru hlutir sem gætu beðið forever...and ever.

Ég komst að niðurstöðu;  - kartöflu setti ég aldrei í skóinn!

Fyrir það fyrsta finnst mér þetta hegningar og siðatól; frekar bragðvont. Að auki sársaukinn, höfnunin og lítilsvirðingin sem felst í því að setja kartöflu í skó barna sinna á aðventunni finnst mér einfaldlega viðbjóður jónsson. Gæti ekki afborið að horfa framan í vonsvikið barnsandlit að morgni. Börn eru til 375 daga á ári... á þessum dögum öllum, eru næg tækifæri til að ótuktast yfir óvita- og vandræðaskap þeirra. Yfrið nóg af tækifærum til að setja boð og bönn og fylgja þeim eftir. ...kartöflur eru ekki langtímalausn inn í "vel upp-agaða" og "þæga" krakka-framtíð. Kartöflur sýna ekki gott fordæmi, það gera foreldrarnir. Ég meðal annars.

Útrýmum kartöflum í skóinn!

Kærleikskveðjur á línuna Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góð hugmynd

Hrönn Sigurðardóttir, 22.12.2008 kl. 11:03

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hverjum hugkvæmdist þetta með kartöfluna til að byrja með?  Man ekki eftir því  að rætt hafi verið við mig - sem barni - um kartöflu. 

Allavega finnst mér þetta ekki rétt uppeldistækni fyrir ung börn sem ekki geta hamið eðlilega jólaspennu. Þar með - ekki leikskólabörn.  Nú til dags fá sum börn hinsvegar í skóinn fram eftir aldri og þá er staðan kannski önnur.  Mig rámar einhverntíma í að annað hvort eldri barnanna hafi einu sinni fengið karföflu eftir svakalegt óþekktarkast.  En það var eftir að þau byrjuðu í skóla.......  Þetta svínvirkaði og "óþekktaranginn" var stilltur og prúður næsta kvöld enda vissi viðkomandi upp á sig skömmina.  En það var ekki vegna svefnörðugleika, svo mikið er víst.  Þá  fengi ég ekkert nema kartöflur.

Knús inní rigninguna dúllan mín

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.12.2008 kl. 11:14

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta kartöfluvesen.. ég gaf yngsta syni mínum eitt sinn kartöflu í skóinn og það var ekkert að virka, hann varð ekkert smá stoltur og fór með kartöfluna í leikskólann og sýndi öllum .. 

Hann fékk hana aftur stuttu seinna, hef hann grunaðann um að hafa lagt á ráðinn með það sjálfur, og þá át hann kartöfluna með bestu lyst.

Flott frásögn hjá þér Heiða. 

Óskar Þorkelsson, 22.12.2008 kl. 12:20

4 Smámynd: Aprílrós

Skemmtileg frásögn Heiða. Börnin min hafa fengið kartöflu í skóinn og voru sko voða ánægð með það, varð að sjóa í sér potti fyrir hvert þeirra sína kartöflu.

Eigðu ljúfan dag elskuleg.

Aprílrós, 22.12.2008 kl. 14:13

5 identicon

Það er svo mikið til í þessu sem þú ert að segja.

Það er alveg hægt að nota aðrar uppeldisaðferðir til að fá blessuð börnin til að hlýða. Hvað myndum við segja ef okkar biði stór tússaður fýlukall á forsíðu moggans á morgnana ef við hegðuðum okkur ekki vel kvöldið áður?

Börnin finna alveg fyrir stressi í gegnum fullorðna fólkið og endurspegla því oft okkur með eigin hegðun. Knúsum þau aðeins meira og hrósum þeim fyrir það sem þau gera vel. Einhvern tímann las ég þessa setningu innrammaða á vegg hjá barni: "Verið best við mig þegar ykkur finnst ég eiga það minnst skilið, því þá þarf ég mest á því að halda". Setjum okkur í þeirra spor.

Gleðileg jól Heiða mín og takk fyrir yndisleg skrif.

Kær kveðja

Olga Björt

Olga Björt (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 15:50

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nákvæmlega Olga Björt! Þú ert yndisleg

Heiða Þórðar, 22.12.2008 kl. 17:20

7 Smámynd: www.zordis.com

Það er spurning að gefa franskar í skóinn ... nehhhhh

Mín fá ekki í skóinn enda ekki siður hér hins vegar ef börn eru óþekk þá eru skilin eftir sætindakol og engin gjöf að morgni 25 des. Frekar harður dómur ...

Mín börn eru spillt og fá gjafir á jólunum og smotterý í sokkinn á aðfangadag!

www.zordis.com, 22.12.2008 kl. 19:09

8 identicon

Þori að veðja að Olga hefur alið upp hund.

Auðvitað er þetta rétt hjá Heiðu - það er sárt að sjá vonbrigðin í litlu saklausu andliti.

... auðvitað má nota allt árið til að fræða og kenna og aga og venja og siða og  ... eitthvað sem mér yfirsést?

En ég hef séð þetta notað með yfirvegun (og umhyggju) á einu heimili og það hitti rakleiðis í mark. Það er barasta ekki sama hvernig maður nálgast barnið sitt- og þar hefur þú, Heiða dóttir svarta T, alveg hitt í mark eins og venjulega.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 21:41

9 identicon

Weltfremd, ég hef ekki alið upp hund...en tekið þátt í "uppeldi" tveggja katta.

Olga Björt (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband