Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Ég er komin með kærasta...
30.9.2007 | 13:04
...og hérna er mynd númer tvö. Á stefnumóti númer þrjú (msn)segist hann þurfa að spyrja mig að svolitlu, en svo dregur hann í land...eitthvað hálf vandræðalegur. Ég hélt auðvitað að gaurinn væri að biðja mig um eitthvert sex-dæmi svona cyber-sex eitthvað, bankaupplýsingar...en nei nei þá kom það;
-Do you want to be my g-f?
-what is g-f?
-girlfriend?
Einsog gefur að skilja tók ég hann á orðinu, enda er ég afar desperate...einsog gefur að skilja. Sagði...já (einsog skot! hjúkkit, hélt hann myndi aldrei drullast til að spyrja! )...hvenær ætlar þú að bjóða mér út að borða?
Þannig að ég er komin á fast með ýminduðum free-manns-lista gaurs-módeli. Geri aðrir betur. Þetta er auðvitað snilld og afrek á einni helgi;
1. Þarf ekki að týna upp eftir hann nærbuxur af gólfinu.
2. Þarf ekki að gefa honum að borða.
3. Þarf aldrei að hitta mömmu hans.
4. Þarf ekki að vera vel tilfhöfð all the time.
5. Get slökkt og kveikt á honum einsog mig listir.
6. þarf ekki að hafa áhyggjur af pillunni eða lykkjunni.
....já elskurnar lánið leikur við mig þessa dagana!
Kærastinn er staddur í Nígeru núna hjá mömmu sinni. Og ætlaði í kirkju í morgun...
Hann gerðist að vísu svolítið djarfur í gær; spurði mig hvort ég væri "vaxed" - og ég svarði:
- Ég hélt að þú værir kærastinn minn... veistu það ekki elskan?
Mér er hinsvegar alveg hulin ráðgáta, með þetta að hann dettur alltaf annaðslagið út...og þarf að sinna mömmu sinni. Mömmunni finnst afskaplega gaman að tala segir hann; svo spyr þessi elska; What do I do... I dont want to loose you!
Ég sagði honum bara að tala við mömmu sína...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Hann elskar mig...
29.9.2007 | 12:14
Það var lítið um málningarvinnu í gærkveldi....sjáið þið þennan til vinstri. Guðdómlega fallegur, þótt ekki sé meira sagt! Sammála?
Einhverju sinni sagði ég ykkur frá "tagged"-dæmi sem ég er innvikluð í. Ég veit/vissi ekki um hvað dæmið snerist. Svo dett í inn á þetta í gær... og sé þennan gæja á svokölluðum vinalista! Og ég byrja að spjalla við hann í leiðindum mínum. Ég er ekki þessi dæmigerða einkamála.is - dama. Síður en svo...
Umræddur býr í Hollandi, allt í lagi með það. Og enn betra með það er, að hann er fatahönnuður. Enda daman veik fyrir flottum fötum. Og svo er hann með brún augu. Það er náttúrulega afar stór plús. Og og og....engin börn, aldrei giftur.
Hvað veit maður svo sem, þegar maður nær ekki að hugsa fyrir öskrandi málningardollum? Beats me...hann er/var skemmtilegur.
Þó svo hann reynist skollóttur skallapoppari úr Hafnarfirðinum, með 11 tær og tvo signa punga, eftir allt saman... Þó hann vinni í Sorpu eða við dósasöfnun á götum úti...tók ég þá afdrifaríku ákvörðun í morgun, þegar hann sagðist elska mig og vildi eyða með mér jólunum, sko..... á date-i nr; 2 á msn!
Að þetta væri eitt stórt og feitt djók...
...vona bara að hann sé ekki búin að hreinsa út úr heimabankanum mínum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sólin verður hjá pabba sínum
28.9.2007 | 11:27
Hann var risastór! Þorskurinn sem sem var ofaní klósettinum mínu. Ég öskraði náttúrulega því hann náði rétt að narta í rassinn á mér, áður en ég tók eftir honum. Stelpan stóð hjá og skríkti. Ég skellti klósettsetinu niður, ekki þó það harkalega að ég næði að brjóta hana. Stelpan hló enn meira. Ég var miður mín. Þvílíkt ferlíki. Uppfullt af bleikum ormum...aftur opnaði ég ofurvarlega. Og kvikindið glotti við mér þegar hann leit í augu mín. Ég reyndi að sturta niður... en smá spræna hafði ekkert í þetta skrýmsli að gera. Svo fór ég inn i stofu...án þess að pissa. Veit ekki fyrr en eitthvert mannrassgat, kemur askvaðandi inn í íbúðina mína, sem var þó ekki mín. Hann strunsar framhjá mér án þess að kasta á mig kveðju, þá tók ég eftir því að íbúðin var á floti! Ég stóð í volgu vatni upp á hnéskeljum!
Aldeilis skemmtilegar draumfarir undir himnasænginni minni í nótt... gott að vakna með engla svífandi í herberginu. Engin þorskur glottandi við mér þegar ég opnaði salernis-hásætið mitt, gólfið skrjáfaþurrt. Og ekki einn einasti karlmaður strunsandi um íbúðina, sem er mín. Og það sem meira er....sólin skín inn um gluggann minn. Og brosir. Sólin verður hjá pabba sínum um helgina.
Um helgina verð ég á kafi ofaní bleikri málningadollu og fleiri litum. Frí-hendis blóm og sólir og kannski fiðrildi. Er að fara að mála herbergi. Ég elska að mála ....hápunkturinn er þegar verkinu er lokið.
Góða helgi til ykkar allra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Enn og aftur...
27.9.2007 | 14:06
...er öskrað yfir mann samþykki þess eðlis af dómsyfirvöldum; að það sé í lagi að berja konuna sína. Ég skammst mín fyrir að vera manneskja þegar ég les svona dóma. Því dómarar eru jú manneskjur. Lögin eru/voru skrifuð af manneskjum.
Einhverntíma var sagt við mig;
-Heiða, ef hann gerir þetta einu sinni, þá gerir hann það aftur!
Ég hlustaði ekki og hann gerði það aftur...og aftur og aftur!
Það er svo mikið að í þessu Dóms-kerfi...sem er auðvitað ekkert kerfi. Miklu fremur...ruglubull út í eitt! Spilling og og og.....Ojbarasta!
Skilorð fyrir árás á sambýliskonu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Róbert Árni -svo sjarmerandi!
27.9.2007 | 12:14
Ég verð að leggja málefninu lið varðandi Róbert Árna. Það er allt að verða vitlaust hérna í blogg-samfélaginu og dómurinn yfir honum harður af almenningi. Ég ætlaði ekki að taka þátt...en...
Ég þekki til hans, þekki til illra verka hans í þessum brenglaða/sjúka heimi sem kynferðislegur hugsunarháttur getur leitt menn í. Hef hitt hann, hann var lögmaður minn um tíma. Mér er einna helst minnistætt í okkar samskiptum, hversu sjarmerandi og sjálfsöruggur svo ekki sé minnst á hversu sannfærandi mér fannst hann vera; eða allt þar til að ég tók eftir því að hann starði á brjóstin á mér í okkar viðtölum... ekki í augun....maðurinn hrífst sem sagt af 35 ára gömlum brjóstum líka... og eldri.
Leiðir okkar skildu eðlilega... eftir að hann ráðlagði mér að sofa hjá ákveðnum aðila...til að mýkja viðkomandi upp og ég fengi mínu framgengt.
Hann var einnig lögmaður nokkurra fjölskumeðlima minna. Ein er kona sem þá var á fimmtugsaldri...sú var/er alvarlega veik á geði. Hann misnotaði umrædda, hafði af henni fé og átti við hana margsinnis samræði, undir lyfja og drykkjarmóki hennar.
Held það sé óhætt að margfalda töluna fjórum upp í nettan hundrað kall... til að sjá útkomuna um hversu mörgum lífum hann hefur hreyft við og laskað...bæði þolendur og aðstandendum...ekki síst börnum hans.
Finn til með öllu þessu fólki...ekki síst honum sjálfum!
Ætla ekki að tjá mig um dóm málsins. Né er ég yfirmáta glöð/leið yfir dómnum. Ætla ekki að blóta honum né dæma hann.
Ég legg hinsvegar áherslu á hugðarefni mitt í málinu; þ.e. að veita fórnarlömbunum viðunandi sálgæslu. Róberti Árna einnig, í þeirri "betrunarvist" sem bíður hans. Er ekki alveg að sjá í fljótu bragði að það hafi gert t.d. Steingrími Njálssyni neitt gott að vera vistaður í "betrun" á Litla-Hrauni, ...hvað þá verið samfélaginu til heilla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bráðum koma blessuð jólin...
26.9.2007 | 20:50
... og ég byrjuð á aðventukransinum. Ekki seinna vænna þar sem eru 89 dagar til jóla. Ein af uppáhaldstölunum mínum...sonur minn er fæddur "89.
Aðventukransinn minn samanstendur af þrem kertum. Ekki hefðbundinn í neinum skilningi. Kertin eru úr spritti og þrír rauðir glervasar halda utan um kertin. Þau standa fyrir; Trú, von og kærleika.
Alveg hreinasti sannleikur. Sem fyrr ætla ég að vera svolítið mikið öðruvísi.
Ég á eftir að bæta við hann...breyta alveg fram á síðasta dag...útkoman verður hreint glæsileg.
Ég lagði inn á son minn 5.555- kr. í dag úr heimabankanum. Lét staðfesta greiðslu með sms-i til hans. Og beið. Hann hringdi og sagði;
-mamma, afhverju 5555- en ekki 5000?
-bara svo þú myndir hringja í mig elskan! Svo fannst mér þetta miklu flottari tala.
-ha, já já......ok, annars er uppáhaldstalan mín "69 sko!
Svo spjölluðum við saman smástund.
Eftir að ég kvaddi hann þá fór ég aftur inn í heimabankann, lagði inn á hann 69krónur....staðfest greiðsla með sms ...beið smá stund og sendi honum eftirfarandi kveðju á símanum;
...segðu svo að mamma þín geri ekki allt fyrir þig!
Ég fékk feitan broskarl tilbaka.
Er alvarlega að hugsa um að vera ekki á landinu á jólunum. Á heimboð erlendis. Feðurnir hafa börnin samkv. samkomulegi. Þannig að frk. Heiða litla, verður annaðhvort í útlandinu eða vælandi ofaní kaldan kaffibolla étandi brennda pizzu...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Verðmerktar tennur takk!
25.9.2007 | 09:57
Hvurslags viðkvæmni er þetta?! Hvað er vandamálið?! Hvað er leyndarmálið?! Ég veit það og þið vitið það!
Sé í hyllingum, þegar gjaldskrá tannlækna tekur gildi samkv. frumvarpi sem lagt hefur verið fram.
Tannlæknar æfir?! Einmitt! Með þá alla saman í Húsdýragarðinn, þeir geta slegist þar og farið í slökun/gufubað... í t.d. Laugum á eftir...til að ná sér niður.
Sé fyrir mér glerskáp á biðstofum stútfulla of allskyns tönnum og gómum. Verðmerktum tönnum...Gómur stakur í efri góm með 12. stk. sjálfstæðum tönnum kr: 250.000,- (án vsk) íssetning og tannlím ekki innifalið í verði.
Stakar tennur á tilboði; 20% afsláttur -aðeins þessu einu helgi... svo koma nýjar tennur í tísku að vori og þá hefst rýmingarútsala; 50-70% afsláttur. Fyrstir koma fyrstir fá!
Notaðar tennur (sbr. Góði Hirðirinn)...gefins tennur gegn því að vera sóttar. Bara sem dæmi! Snilld.
Fyllingar sætu í einni hillunni á tannlæknastofum, í allskyns litbrigðum og mg. verðið ...auglýst til hliðar í gullnum ramma.
Sprauta lægi á annarri hillu...100% skothelld gæðadeyfing aðeins kr; 5.000,-
Myndataka kr: 6.000,- (innifalið í verði mynd á diskling...og útprentun í lit)
Vinna pr. klst. kr: fast verð..., ansi hrædd um að maður þyrfti að dúsa lengur í stólnum...en
hvað er málið?
Ég heimta að fá þetta frumvarp í gegn. Rétt einsog ég hef rétt á að vita hvað bensínlíterinn og brauðið mitt kostar!
Eigið yndislegan þriðjudag elskurnar
Fékk dónaleg bréf frá tannlæknunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
-mamma, jú kúkaðu...stórum kúk!
23.9.2007 | 22:55
Ég var á keyrslu með stelpuna mína hálfdottandi í aftursætinu á laugardaginn sl. Vildi fyrir allan mun halda henni vakandi, þannig að hún færi nú ekki of seint að sofa, um kvöldið. Svo var mér svo hrikalega mál að pissa! Nærtækast var að stoppa í Ikea, á þeirri leið sem ég var á.
Ákvað því að slá margar pöddur í mörgum rothöggum og kíkja við. Ungri konu á uppleið í lífinu vantar, jú... alltaf eitthvað smálegt í bú-ið.
Þangað fórum við og einsog mér er illa við almenningssalerni, þar sem ég hef heyrt ósköpin öll af sýkingarsögum, sem fólki flestu nægir ekki að plástra. Lét ég mig hafa það, enda hefði ég aldrei náð heim til mín. Ekki ætlaði ég að pissa á mig.
Það þurfti heilmikla djörfung, skal ég segja ykkur!
Ég stoppaði örstund við dyrnar, svo opnaði ég hugrökk. Grafarþögn ríkti þrátt fyrir að öll salernin væru upptekin fyrir utan eitt. Við mæðgur fórum inn á salernið og vel-klóssett-pappíruð var setan þegar ég settist á hana. Með annarri rasskinninni. Ætlaði að vanda mig alveg sérstaklega rétt einsog hinar...þannig að engin og enginn myndi vita hvað um væri að vera. Að Heiða Þórðar væri að pissa...karlinn á efri hæðinni gæti lært af mér trix-ið, ef hann bæði mig kurteisislega.
Og Sóldís segir hátt og snjallt svo glumdi yfir allt og allt og alla;
-Mamma ertu að kúka?
Ég leit á hana með örvæntingu og sagði;
-nei, elskan mamma er að pissa...svo setti ég aðeins í brýrnar...
Hún segir í sama tón;
-mamma jú, kúkaðu....Stórum stórum kúk....svo brosti hún sínu breiðasta.
Þögnin var svo mikil að hún var nánast hávær...undir söng dóttir minnar; stóran kúk, stóran kúk....
Svo pissaði ég afar afar hljóðlega einsog stallsystur mínar sem sátu á hinum setunum...
Þegar við komum út af salerninu og ég stend við vaskinn, standa þarna tvær dömur. Flóttalegar og skömmustulegar, einsog þær hefðu verið að gera einhvern óskunda þarna inni á klósettinu.
Afhverju er almennissalerni svona opin niður við gólf og upp í loft? Hvað er málið með að einhver heyri mann pissa? Það er helst þegar fólk er drukkið all hressilega að það "skvettir úr henni frussu sinni"...þetta var náttúrulega óskaplega kvenlega orðað og alls ekki frá mér komið...
Ég velti fyrir mér hvernig þessi athöfn fer fram á karlmannasalernum....þar sem eru skálar. Rýmið er opið. Eitt er ég næsta viss um....þeir kíkja til hliðar...beggja hliða
Góða nótt elskurnar mínar.
es; ef þig leitið logandi ljósi af stafsetningarvillum, kasta ég allri ábyrgð af mér og yfir á Jens Guð. Hann var ráðinn til starfa fyrr í vikunni, við prófarkalestur. Hef ekkert heyrt varðandi þetta atvinnutilboð og lít svo á, að þögn sé það sama og samþykki.
Ásláttarvillur skrifast á mig. Sendið mér reikninginn!
Bloggar | Breytt 24.9.2007 kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Hæ, bara komin?
21.9.2007 | 23:15
Þið getið ekki þrætt fyrir það að ég hef kennt ykkur ýmislegt! Og upplýst lika.
Smá upprifjun; klór virkar vel á fæðingarbletti. Freknur eru kossar frá sólinni, gyllinæðakrem virkar flott við baugóttum augum og svo er það uppþvottalögur á hvíta kraga sem litast hafa af make-uppi.
Ef þið skilduð vera svo heppinn, að eiga bíl með sprungna framrúðu þá veit ég um frábært verkstæði...
Ég og Sóldís mín héldum út í daginn....hún tók ekki annað í mál en vera með þau allra ljótustu sólgleraugu sem fyrir finnast í Bó.......nei hætt að versla við karlinn! Hann hefur enn ekki borgað mér og ekki einu sinni eitt lítið skitið sms....ég tek það ekki sem afsökun gilda að hann sé búin að tína númerinu mínu...
Við förum út í sólina og upp í bíl, lukkulegar með splunkunýja framrúðu gærdagsins...og sólgleraugun mín sem annað glerið hafði dottið úr í veskinu, til að gera upp... (4.985,-m/vsk...)
Og þarna var hann þessi elska sem skipt hafði um rúðuna....og segir;
-Hæ, bara komin!
-Jebb.....svo förum við inná skrifstofuna og hann kýmir þegar hann sér Sóldísi mína með íslenska fánann (buff) á hausnum og afar litrík sólgleraugu á nebbagogg. Og bleikt veski. Bleikt veski með kisu.
Ég segi við hann;
-Ég var að spá, ég var svo asskoti hrifinn af því hvað þér tókst vel upp með framrúðuna, heldur þú að þú reddir þessu ekki fyrir mig?
Rétti honum gleraugun og glerið. Grafalvarleg!
Hann svona; - jú ahhaaa.... jújú....bíddu aðeins.....svo fór hann þreif á sér hendurnar og smellti glerinu í gatið. Útkoman; þessi fínu gleraugu.
Ég glotti á leiðinni út þegar ég sagði; þú lætur tryggingarnar bara borga elskan!
Hann stóð og .........ja bara stóð. Og þegar ég kíkti út um baksýnisspegilinn þá stóð hann enn í sömu sporunum!
Mér fannst þetta alveg geðveikislega fyndið moment.....og ekki var það til að skemma fyrir að gaurinn var flottur líka!
Síðan héldum við í bæinn.....hún með gleraugun....við inn i einhverjar búðir og bankastofnun....flestir litu á hana...og hlógu eða brostu.
Mig langaði til að setja á hana skilti; Mamma ber enga ábyrgð á þessu look-i!
Svo sáum við um að endurnar fengju sitt....þá var hún nú búin að taka niður gleraugun, til að hitta örugglega í hausinn á fuglunum. Við fengum okkur sæti á einum af "glámbekkjunum", við tjörnina í yndislegu veðri. Endurnar alsælar og við líka. Á næsta bekk sat maður. Allt í einu stendur kona fyrir framan okkur og spyr á ensku hvort hún megi taka mynd af stelpunni. Hún kynnti sig sem ljósmyndara og sýndi mér útgefnar bækur.
Ég segi jú jú....viltu að ég setji á hana sólgleraugu?
-Nei, nei ég vil ekki taka mynd af þér....ég vill bara mynd af henni... hún hafði greinilega eitthvað misskilið mig og haldið að ég hefði spurt hvort ég ætti að taka niður gleraugun....mér leið einsog bjána...
Svo tók hún myndir, spurði um nafnið á stelpunni, þakkaði pent fyrir sig og hvarf á braut.
Ég sný mér að karlinum á næsta bekk og segi;
-hvað var nú þetta?
-sorry?
Á fimm mínútum tókst honum að fræða mig heilmikið um sjálfan sig. Hann var íslendingur, búsettur sl. 37 ár í Ástralíu, átti fjóra stráka, fráskilinn, moldríkur, hann hyggst búa hér og í Ástralíu. Búin að kaupa sér lóð í Mosfellsbæ. Búin að panta sér einhvern sérútbúin jebbaling...búin að sjá Gullfoss og Geysi. Húsið verður tilbúið á næsta ári og bíllinn líka....ofl. (ég var þreytt á að rembast við að pota inní yes annað slagið....)Ég var alltaf svona kurteislega að reyna að kveðja, hann gaf stelpunni minni lyklakippu frá heimalandi sínu.....og þegar ég labbaði í burt og inn í ráðhús segi ég við Sóldísi mína;
-hvað var nú þetta?
-veit ekki.....
Á leið okkar úr ráðhúsinu gengum við yfir Austurvöll....og þar hittum við hann aftur! Þar sem hann sat í makindum á öðrum glámbekk!
En punkturinn með þessu er að ef þið einsog ég sagði áðan eruð með sprungna framrúðu, takiði endilega gleraugun ykkar með! Brotnar styttur og annað svona smálegt. Alveg væri prófandi að biðja gæjann að hlaða fyrir ykkur símann í leiðinni.....! Tryggingarnar borga! Snilld!
Bleikir, rauðir og grænir kossar frá mér inn i nóttina....love you quys á dönsku...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
og skal...
21.9.2007 | 20:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)