Ég er komin með kærasta...

...og hérna er mynd númer tvö. Á stefnumóti númer þrjú (msn)segist hann þurfa að spyrja mig að svolitlu, en svo dregur hann í land...eitthvað hálf vandræðalegur. Ég hélt auðvitað að gaurinn væri að biðja mig um eitthvert sex-dæmi svona cyber-sex eitthvað, bankaupplýsingar...en nei nei þá kom það;

-Do you want to be my g-f?

-what is g-f?

-girlfriend?

Einsog gefur að skilja tók ég hann á orðinu, enda er ég afar desperate...einsog gefur að skilja. Sagði...já (einsog skot! hjúkkit, hélt hann myndi aldrei drullast til að spyrja! )...hvenær ætlar þú að bjóða mér út að borða?

Þannig að ég er komin á fast með ýminduðum free-manns-lista gaurs-módeli. Geri aðrir betur. Þetta er auðvitað snilld og afrek á einni helgi;

1. Þarf ekki að týna upp eftir hann nærbuxur af gólfinu.

2. Þarf ekki að gefa honum að borða.

3. Þarf aldrei að hitta mömmu hans.

4. Þarf ekki að vera vel tilfhöfð all the time.

5. Get slökkt og kveikt á honum einsog mig listir.

6. þarf ekki að hafa áhyggjur af pillunni eða lykkjunni.

....já elskurnar lánið leikur við mig þessa dagana!Wink

Kærastinn er staddur í Nígeru núna hjá mömmu sinni. Og ætlaði í  kirkju í morgun...

Hann gerðist að vísu svolítið djarfur í gær; spurði mig hvort ég væri "vaxed" - og ég svarði:

- Ég hélt að þú værir kærastinn minn... veistu það ekki elskan?

Mér er hinsvegar alveg hulin ráðgáta, með þetta að hann dettur alltaf annaðslagið út...og þarf að sinna mömmu sinni. Mömmunni finnst afskaplega gaman að tala segir hann; svo spyr þessi elska; What do I do... I dont want to loose you!

Ég sagði honum bara að tala við mömmu sína...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Afar þægilegur kærasti............

Allar konur ættu að eiga einn

Risaknús til þín og annað öööööörítið minna til hans - já, já ég veit, ég er tortryggin og kaldhæðin skratti.....

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Aha ... Nígerískur mömmustrákur. Congrats!

Eva Þorsteinsdóttir, 30.9.2007 kl. 13:09

3 identicon

Til hamingju :)

Kannast við hann. Held samt að ég eigi samskonar mynd,  nema hún fylgdi með þegar ég keypti myndaramma í Ikea.

Kv. Mummi

Mummi (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 13:18

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já Hrönnsla mín ég er nefnilega ekkert kaldhæðnislegur tortrygginn skratti sjálf.

Jebb Eva...og takk takk takk. (er alveg í skýjunum...)

Mummi; mér fannst ég einmitt hafa séð hann einhversstaðar áður

Heiða Þórðar, 30.9.2007 kl. 13:21

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

SKo mömmustrákur, ég myndi hlaupa af msn.  Þeir eru óseðjandi eftir huggun.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.9.2007 kl. 13:45

6 Smámynd: Hugarfluga

GARG!! Þú ert friggin' schnillingur!! Tappað'onum á flöskur og seldur á ebay!

Hugarfluga, 30.9.2007 kl. 14:30

7 Smámynd: Helgi Kristinn Jakobsson

do you want to be my g-f.....hahhahahhahha......þvílík djöfuls gargandi snilld

ég bíð svo spenntur eftir sögum af hveitibrauðsdögunum.......

Helgi Kristinn Jakobsson, 30.9.2007 kl. 15:45

8 Smámynd: Þröstur Unnar

Skil ekki konur.

Þröstur Unnar, 30.9.2007 kl. 15:49

9 identicon

Það er eitt að skilja konur, annað að höndla þær. Mér finnst þú æði, Heiða. Og ég styð svona samskipti á msn, því hvað getur mögulega gerst??? Ekkert alvarlegt, held ég alla vega.

Sjálfur er ég t.d. á facebook og þar hef ég allar kontaktupplýsingar um mig, t.d. heimasímann. Og hvað gerðist um daginn? Á laugardagsmorgni kl. 9... þá var hringt í mig ... og sagt: "Hi Doddi, do you know who this is?" Og mér brá náttúrlega þegar ég vissi hver þetta var, en ég bauð upp á þetta, og þessi kona hefur margbeðið afsökunar (bæði til mín og Veigu) á hringingunni - hélt það væri óvænt og gaman.

Þetta var sannarlega óvænt ... smá gaman eftir á ... en vá, hvað þetta var svolítið sérstakt.

kærar kveðjur til þín Heiða.

og bið að heilsa kærastanum - sounds like a mom-loving darling! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 16:16

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Þarf ekki að skilja það sem maður höndlar?

Þröstur Unnar, 30.9.2007 kl. 17:20

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku Þröstur minn! Skilurðu ekki konur? Heldurðu virkilega að ég sé eitthvað að spá? Þetta er bara fíflagangur...og ferlega fyndið dæmi. En hver veit svo sem...

...annars ert þú ekki einn um að skilja ekki konur.

Ekki geri ég það! Og ekki menn heldur, ef út í það er farið.

Annars finnst Doddi ég vera Æði....það nægir mér

Heiða Þórðar, 30.9.2007 kl. 20:09

12 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Flottur gæi --- og til hamingju með hann ---



Halldór Sigurðsson, 30.9.2007 kl. 20:10

13 Smámynd: halkatla

ji býðuru okkur ekki í brúðkaupið?

halkatla, 30.9.2007 kl. 20:14

14 Smámynd: Fiðrildi

Til hamingju  . . . frábært . . . ef hann er í Nigeríu á hann örugglega allavega 12 bræður . . . heldur þú að þú reddir ekki mér einum ;)

Fiðrildi, 30.9.2007 kl. 20:29

15 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Heiða gengin út

Georg Eiður Arnarson, 30.9.2007 kl. 20:35

16 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hehehe fyndið en þú ert of góð fyrir hann

Einar Bragi Bragason., 30.9.2007 kl. 22:20

17 Smámynd: Halla Rut

Frábær kærasti.

Halla Rut , 30.9.2007 kl. 23:40

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"Heiða gengin út" *flissssssss.......*

Heiða! Mundu bara að loka á eftir þér

Hrönn Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 23:41

19 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hahaha alltaf er eitthvað fjör í gangi hér hihihi. En súkkulaði sætur er hann

Knús og klemm 

Sigrún Friðriksdóttir, 30.9.2007 kl. 23:47

20 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, þetta er náttla ekkert lónlí jarm, sérlega númeraða upptalníngin.  Er vinalínan hætt að staðfesta kredítkortanúmerið hjá þér & svo þú ert bara skreiðst til Nígeríu ?

Cheer up, girlí.

S.

Steingrímur Helgason, 30.9.2007 kl. 23:54

21 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Á hann bróðir?????

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 1.10.2007 kl. 00:06

22 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég verð nú að taka upp hanskann hérna fyrir kærasta minn sko!

Hann er hálfur nígeríu maður - hálfur hollanda maður. Hvað er hálfur og hálfur?...annað hvort einn eða enginn...

Vinanlínan er komin með númerabirti Steingrímur....fyrir löngu hættir að svara mér fífilin... og Erla mín, hann á einn bróðir...ef hann er til 

Heiða Þórðar, 1.10.2007 kl. 00:19

23 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 3.10.2007 kl. 01:43

24 Smámynd: Selma Sigurbjörnsdóttir

ég verð nú að tjá mig aðeins, ég sá þátt með operu w. og þar var verið að tala um svona freemans gæja eins og þennan ,svika nígeríu menn, sel það ekki dýrara en ég keipti það nú, en þeir tæla saklausar konur upp úr skónum og ná af þeim peninngum , en ég er ekki að segja að þessi sé þannig, en bara að segja þessari ágætu konu að fara varlega og gefa því gaum ef kemur af peninngum þá að stoppa. þetta lýsir sér alveg eins og það sem konan í operu þættinu lenti í. bara að vara við.

Selma Sigurbjörnsdóttir, 3.10.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband