-mamma, jú kúkaðu...stórum kúk!

Ég var á keyrslu með stelpuna mína hálfdottandi í aftursætinu á laugardaginn sl. Vildi fyrir allan mun halda henni vakandi, þannig að hún færi nú ekki of seint að sofa, um kvöldið. Svo var mér svo hrikalega mál að pissa! Nærtækast var að stoppa í Ikea, á þeirri leið sem ég var á.

Ákvað því að slá margar pöddur í mörgum rothöggum og kíkja við. Ungri konu á uppleið í lífinu vantar, jú... alltaf eitthvað smálegt í bú-ið.

Þangað fórum við og einsog mér er illa við almenningssalerni, þar sem ég hef heyrt ósköpin öll af sýkingarsögum, sem fólki flestu nægir ekki að plástra. Lét ég mig hafa það, enda hefði ég aldrei náð heim til mín. Ekki ætlaði ég að pissa á mig.

Það þurfti heilmikla djörfung, skal ég segja ykkur!

Ég stoppaði örstund við dyrnar, svo opnaði ég hugrökk. Grafarþögn ríkti þrátt fyrir að öll salernin væru upptekin fyrir utan eitt. Við mæðgur fórum inn á salernið og vel-klóssett-pappíruð var setan þegar ég settist á hana. Með annarri rasskinninni. Ætlaði að vanda mig alveg sérstaklega rétt einsog hinar...þannig að engin og enginn myndi vita hvað um væri að vera. Að Heiða Þórðar væri að pissa...karlinn á efri hæðinni gæti lært af mér trix-ið, ef hann bæði mig kurteisislega. 

Og Sóldís segir hátt og snjallt svo glumdi yfir allt og allt og alla;

-Mamma ertu að kúka?

Ég leit á hana með örvæntingu og sagði;

-nei, elskan mamma er að pissa...svo setti ég aðeins í brýrnar...

Hún segir í sama tón;

-mamma jú, kúkaðu....Stórum stórum kúk....svo brosti hún sínu breiðasta.

Þögnin var svo mikil að hún var nánast hávær...undir söng dóttir minnar; stóran kúk, stóran kúk....

Svo pissaði ég afar afar hljóðlega einsog stallsystur mínar sem sátu á hinum setunum...

Þegar við komum út af salerninu og ég stend við vaskinn, standa þarna tvær dömur. Flóttalegar og skömmustulegar, einsog þær hefðu verið að gera einhvern óskunda þarna inni á klósettinu.

Afhverju er almennissalerni svona opin niður við gólf og upp í loft? Hvað er málið með að einhver heyri mann pissa? Það er helst þegar fólk er drukkið all hressilega að það "skvettir úr henni frussu sinni"...þetta var náttúrulega óskaplega kvenlega orðað og alls ekki frá mér komið...

Ég velti fyrir mér hvernig þessi athöfn  fer fram á karlmannasalernum....þar sem eru skálar. Rýmið er opið. Eitt er ég næsta viss um....þeir kíkja til hliðar...beggja hliðaLoL

Góða nótt elskurnar mínar.

es; ef þig leitið logandi ljósi af stafsetningarvillum, kasta ég allri ábyrgð af mér og yfir á Jens Guð. Hann var ráðinn til starfa fyrr í vikunni, við prófarkalestur. Hef ekkert heyrt varðandi þetta atvinnutilboð og lít svo á, að þögn sé það sama og samþykki.

Ásláttarvillur skrifast á mig. Sendið mér reikninginn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef að blessuð börnin vilja nú ekki hafa þetta almennilegt,hver þá?  Þau eru svo hispurslaus með allt sitt,að það er heilmikið sem þau fá mann til að hugsa um, og hvað einlægni þeirra er hjartahrein.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Börn eru snilldarskemmtikraftar í þessu sakleysi sínu sem að við fullorðnir gleymum einhverstaðar á milli tíu & ellefu.

Ég deili með þér leyndólínu sem að ég hef misst útúr mér yfir sameiginlegum þvagskálum okkar karlmanna á almenníngssalernum skemmtistaða.

"Déskoti eru þeir með vatnið kalt í kvöld, þetta á ekkert eftir að verða þokkalega sperrt gaman".

Það er jafn fyndið að sjá viðbrögðin hvort sem að 'stöðunauturinn' segir "Ha, Já eða Nei", eða bara þegir...

Ég myndi nú ekki líta starfsmannin við prófarkalesturinn réttu auga fyrr en að samið hefur verið um kaup & kjör.  Borgar þú honum í evrum eða krónum ?

Mundu nú, maðurinn er alltaf einhver púki...

S.

Steingrímur Helgason, 23.9.2007 kl. 23:55

3 Smámynd: www.zordis.com

 Sóldísin hefur viljad fá almennilegt skviss og skvett í zögnina .....   Fadmlag inn í saetan mánudag!

www.zordis.com, 24.9.2007 kl. 05:42

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þórarinn; já vissulega eru þau það...að viðbættu; tær, hrein og saklaus og yndislegust.

Steingrímur; takk fyrir að deilda með okkur leyndarmálinu..;) góður...borga prófarkalesaranum í kúlum....

Zordis; og faðlag til þín inn í unaðsvikunar þína...með óskir um góða uppskeru,)

Heiða Þórðar, 24.9.2007 kl. 05:53

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.9.2007 kl. 06:07

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veit ekki með almenningsalerni í Frakklandi í dag, en þegar ég var að þvælast þar á puttanum fyrir 40 árum eða svo, þá voru ekki nein klósett, bara göt í gólfið.  Sumstaðar eru bara klefar skjólveggir frá kálfum upp að öxlum t. d. í Argentínu eftir því sem minn maður segir.   En ég las einhverntímann að í Japan eta dömur pillur til að hafa lyktarlausar hægðir. 
Við erum pempíur þegar kemur að almenningssalernum piss og kúk. Það er alveg öruggt mál. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2007 kl. 09:21

7 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

BÖRN!!!

Börn kunna að gera manni lífið leitt á svona stundum. Þau hafa einstakan hæfileika á að láta allt gossa. Vandræði þín eru þó hláleg miðað við vandræðin sem hann Siggi vinur minn lenti í með guttann sinn. Þú getur lesið um það allt HÉR.

 

Hlynur Jón Michelsen, 24.9.2007 kl. 10:42

8 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Yndisleg saga en hugsaðu þér bara hvað við erum skrýtnar konurnar. Ég er nefnilega svona líka, vanda mig við að láta heyrast sem minnst þegar ég kasta af mér vatni.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.9.2007 kl. 10:45

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nákvæmlega Steingerður....og Hlynur...tær snilld (HÉR.)

Heiða Þórðar, 24.9.2007 kl. 11:02

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég míg! Við mikla vandlætingu vinkvenna minna.....

Og heyrðu snúlla - til hamingju með A-ið  en lastu ekki skilmála sem ég setti fyrir vinskap okkar? Ofar en ea var skilyrði.........

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 11:19

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Redda því í hvelli!

Heiða Þórðar, 24.9.2007 kl. 11:30

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

na na na na na na......

Hrönn Sigurðardóttir, 24.9.2007 kl. 11:59

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, barnið er frábært.  Ég hefði dáið úr spéhræðslu

Njóttu dagsins, dúllan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 13:06

14 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

iss ég er ennþá skrýtnari.....þegar ég lendi að spila í félagsheimilum eða veitingahúsum og er að stilla upp um miðjan dag og verður mál...þá fer ég alltaf á kvennaklósettið það er einhvernveginn betra að sitja þar og hugsa um að falleg kona hafi setið þar frekar en loðinn karlamaður á hinu.

Einar Bragi Bragason., 24.9.2007 kl. 13:09

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hahaha ó hvað hún er frábær elsku dúllan.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.9.2007 kl. 13:40

16 Smámynd: Heiða  Þórðar

Nei Guðmundur! Það getur þú verið viss um; ég er nefnilega með svona "gölla-front"

Heiða Þórðar, 24.9.2007 kl. 16:28

17 Smámynd: Hugarfluga

Gott að hafa eina litla dömu að hvetja sig á klóinu!! Kúktu, kúktu, kúktu!! haha ... lovlí.

Hugarfluga, 24.9.2007 kl. 16:56

18 Smámynd: Ester Júlía

Hahahahaha....litla saklausa stelpurófan ( sko dóttir þín).  Annars er ég sammála, er alveg bit á þessum "opnu" klósettrýmum, þar sem má heyra saumnál detta ..og hvað þá eitthvað stærra!  

Knús til þín  

Ester Júlía, 24.9.2007 kl. 17:00

19 Smámynd: Solla Guðjóns

saklaust krútt að koma mömmu sinni í smá pínlega stöðu.

Já það ætti að hljóðeinangra  og hafa svona setuábreiðslupappír(uh veit ekkert hvað það heitir) en þú skilur.

Solla Guðjóns, 24.9.2007 kl. 17:57

20 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þoli ekki svona bása-almenningsklósett. Get alls ekki nýtt mér þau til stærri verka. dóttir þín er dúlla frá mínum bæjardyrum séð. hehe

Jóna Á. Gísladóttir, 24.9.2007 kl. 19:18

21 identicon

Held að þetta að hafa klósettinrýmin opin uppi og niðri sé til að maður fái ekki innilokunarkennd... mannstu klósettið hjá ömmu Siggu á Kirkjuveginum... ekki vildum við læsast inni á því :-) hættu svo að sitja á klósettpappírnum í ikea... uppi á vegg hægra megin (er samt ekki klár á hægri vinstri mannstu) við klósettið eru svona sóttreinsiklútar sem þú getur þvegið klósettið með hátt og lágt áður en þú sezt og kúkar. Bið að heilsa Sóldísinni :-D

Kolla Pé (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 19:54

22 identicon

Ég elska það hversu hreinskilin börnin eru, og í þín tilviki þá sé ég þetta ljóslifandi fyrir mér.  Sjálfur hef ég óbeit á almenningsklósettum og reyni alltaf að ná í "básinn lokaða" frekar en samanburðarpissuræmuna... !!!

Dæmi um hreinskilni barna: Í fyrra var ég eins og oft áður í afgreiðslu á bókasafninu, og þá koma þar inn mæðgur að skila bókum. Litla stúlkan hefur ekki verið gömul. 3-4 ára kannski. Og hún bendir auðvitað á mig og segir: Sjáðu manninn með sköllótta hárið! ... Og ég hef ekki enn séð manneskju roðna jafnmikið eins og þessa konu þá ... yndislegt alveg

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 21:23

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

Alveg hreint frábært Doddi!

Heiða Þórðar, 24.9.2007 kl. 22:25

24 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Frábær sú litla!  Ég gerði langt hlé á ferðum á almenningsdollur eftir að sonur minn, þá 2ja, kallaði í annað sinn hátt og snjallt: Mamma mella!  (Var að biðja mig um að smella buxnasmellunni yfir rennilásnum).

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.9.2007 kl. 01:00

25 Smámynd: Ólafur fannberg

og mér er mál í brók

Ólafur fannberg, 25.9.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband