Róbert Árni -svo sjarmerandi!

Ég verð að leggja málefninu lið varðandi Róbert Árna. Það er allt að verða vitlaust hérna í blogg-samfélaginu og dómurinn yfir honum harður af almenningi. Ég ætlaði ekki að taka þátt...en...

Ég þekki til hans, þekki til illra verka hans í þessum brenglaða/sjúka heimi sem kynferðislegur hugsunarháttur getur leitt menn í. Hef hitt hann, hann var lögmaður minn um tíma. Mér er einna helst minnistætt í okkar samskiptum, hversu sjarmerandi og sjálfsöruggur svo ekki sé minnst á hversu sannfærandi mér fannst hann vera; eða allt þar til að ég tók eftir því að hann starði á brjóstin á mér í okkar viðtölum... ekki í augun....maðurinn hrífst sem sagt af 35 ára gömlum brjóstum líka... og eldri.

Leiðir okkar skildu eðlilega... eftir að hann ráðlagði mér að sofa hjá ákveðnum aðila...til að mýkja viðkomandi upp og ég fengi mínu framgengt.

Hann var einnig lögmaður nokkurra fjölskumeðlima minna. Ein er kona sem þá var á fimmtugsaldri...sú var/er alvarlega veik á geði. Hann misnotaði umrædda, hafði af henni fé og átti við hana margsinnis samræði, undir lyfja og drykkjarmóki hennar.  

Held það sé óhætt að margfalda töluna fjórum upp í nettan hundrað kall... til að sjá útkomuna um hversu mörgum lífum hann hefur hreyft við og laskað...bæði þolendur og aðstandendum...ekki síst börnum hans.

Finn til með öllu þessu fólki...ekki síst honum sjálfum!

Ætla ekki að tjá mig um dóm málsins. Né er ég yfirmáta glöð/leið yfir dómnum.  Ætla ekki að blóta honum né dæma hann.

Ég legg hinsvegar áherslu á hugðarefni mitt í málinu; þ.e. að veita fórnarlömbunum viðunandi sálgæslu. Róberti Árna einnig, í þeirri "betrunarvist" sem bíður hans. Er ekki alveg að sjá í fljótu bragði að það hafi gert t.d. Steingrími Njálssyni neitt gott að vera vistaður í "betrun" á Litla-Hrauni, ...hvað þá verið samfélaginu til heilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Já, er hann ekki á Spáni? -dómskerfið í hnotskurn!

Heiða Þórðar, 27.9.2007 kl. 16:40

2 identicon

Ekki hefði maður fattað að það væri hægt nema maður væri með smá peninga milli handana... En áþá borgin að borga fyrir alt þetta lið til sála? Náum í hann Heiða.....komon!! Alveg til í 20 gráðu hita núna...

i like espania

astapasta (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 18:47

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 28.9.2007 kl. 00:24

4 Smámynd: Ester Júlía

Góð færsla!  Ég þekki pínulítið til hans.  Og það var í gegnum stúlku sem ég þekkti fyrir um 15 árum síðan.  Sú var tvítug þegar þetta gerðist.  Hann misnotaði hana á ljótan hátt , ég man hvað hún var niðurbrotin :'(. Að hennar ósk hitti ég þennan umrædda mann til að ná í veskið hennar sem hafði orðið eftir á skrifstofunni hans þar sem "verkið" fór fram.  Ég losnaði ekki við hrollinn þann daginn

Knús til þín Heiða mín

Ester Júlía, 28.9.2007 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband