Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Held ég hafi gengið frá gaurnum...

Vatnsberi: Regla dagsins hljóðar svo: Þú mátt bara hafa áhyggjur í fimm mínútur. Alveg sama hvaða peningakarlar eða leiðindaskjóður banka upp hjá þér.

Ykkur að segja þá gerði ég betur. Ég hafði áhyggjur í dag, í núll-mínútur max! Hvern fjárann leysir maður svosem með áhyggjum? Mér finnst einsog sumir mæli gæði síns sjálfs í því hversu miklar áhyggjur þeir hafa og það af allt og öllu. Þeir sömu, finnst þeir vera eitthvað afburða ábyrgir afþví að andlitið afmyndast í hrukkupoka útúm allt rassgat af áhyggjum! Fuck it! Áhyggjur my ass.

Ef maður nær að tileinka sér að vera þakklátur 24/7 þá er afar erfitt að vera áhyggjufullur í sömu andrá. 

Nóttinn í draumaveröld minni var vægast sagt afar viðburðarrík. Efa þó að gæinn hafi verið vel upplagður í dag...þ.e.a.s. ef ég gekk ekki endalega frá honum...

Ég byrjaði daginn á að sofa nett yfir mig. Sturtan var í lágmarki þ.e. kroppasturta...make-uppið í sérflokki og hárið neglt upp með ryðfríum skrúfum á no time... og þegar ég svo sit á fundi skömmu seinna og sagt er við mig;

-vá flott á þér hárið Heiða! Ertu ekki lengi að setja það svona upp?

hugsaði ég; ljóta fíflið....en upphátt sagði ég og um leið og ég setti fæturnar í kross og teygði úr mér;

 -nei nei -ekkert svooooooo skooooooo! Brosti hringinn...enda finnst mér algjör sóun að vera búin að fara í "hvíttun" á tönnum fyrir fleiri þúsundir án þess að leyfa ekki öðrum að njóta Grin (ég var einhverveginn svona). Grin

Ég fór  á annan fund í dag (er í skemmtinefnd sko....) á kaffihús. Keypti mér risastóra og feita tertusneið og expresso kaffibolla ásamt dash-i af rjóma. Svo rétti ég fram kortið (bað guð og englana að sæti gaurinn myndi nú ekki kíkja á myndina).....hjúkkit! Hann gerði það ekki -en ég fékk synjun á kortið mitt.

-Úps, þú borgar bara, ég bíð þér næst...sagði ég við þá sem stóð mér næst.... og brosti mínu blíðasta, (svona sko Grin) þakklát fyrir að það versta í sögu dagsins hefði  hugsanlega getað gerst þ.e. af gaurinn hefði kíkt á kortið. Gerðist ekki....

Annars var fundurinn ágætur en kakan mun betri. Kaffið toppaði fundinn og ég var þakklát og mett og södd og hamingjusöm þegar ég steig út í seinnipartinn minn með sólgleraugu sem náðu niður fyrir pilsið mitt....og þegar ég fattaði að þessi fundur var svo ómerkilegur að hann skilaði engu nema í hæsta máti kjaftablaðri var ég aftur þakklát fyrir þann dýrmæta tíma sem ég tók í að bæta blómum á minn rass. Og það for free...

...þegar heim kom gerði ég enn eina uppgvötunina; ég er lúxuspíka dauðans. Með blómin á rassinum lagðist ég uppí sófa og fékk mér blund. Þvílíkt og annað eins...ekki smuga að þessar kalóríur sem mér tókst að bæta á mig í dag ...hafi runnið eitthvað til.

Ég hef sagt það áður og segi það aftur! Lífið er fucking dásamlegt! 

 

 


Ég er norn

Í gær var ég að skrautskrifa í fermingarbiblíu og tókst að bjarga mér rétt fyrir horn þegar ég breytti nafninu Pálmi í Ingi af minni alkunnu snilld...

Í dag aftur á móti,  tók ég á móti öllum sem ég mætti með opnum....munni. Í dag nefnilega geyspaði ég meira en alla vökudaga á minni ævi, samanlagt.

Í kvöld skeði það svo að ég hitti gamlan vin frá unglingsárum og þegar hann kyssti mig á kinnina og hvíslaði í eyra mitt;

-gaman að sjá þig Bambí! BAMBÍ!... 

...fór ég rakleiðis án þess að spenna öryggisbeltið og keypti mér risastóran ís í brauðformi...hvað annað? Hvað gerir maður svo sem annað, þegar maður er kallaður einhverju jafnfáranlegu og Bambí...nefnilega kaupir sér ís. 

Ég er svo nýsest inn í bíl og ekin af stað og enn er ég að hugsa um þetta "Bambí-thing", þegar ég tek eftir þvi að lögreglan er fyrir aftan mig.

Og hvað hugsar maður þá? Bambí og laganna verðir... Ekki erótískar hugsanir trúðið mér...ekki voru það beint kynlífsenurnar.... ég með tveimur bláklæddum mönnum í eldheitum ástarleikjum þar sem ég er hlekkjuð við himnasængina. Guð má vita hvað þeir eru að gera!.....ekki hugsar maður um að bíllinn sé óskoðaður, nei maður hugsar;

-andskotinn sjálfur, afhverju var ég ekki búin að skipta út ökuskirteininu fyrir betri mynd. Ég er einsog nornin í Andrésar Andar blaðinu á þessu fjárans ökuskirteinis-korti.

Svo dólar maður á þrjátíu km. hraða... einsog maður hafi aldrei gert neitt annað og horfir í gegnum baksýnisspegilinn...á blikkandi blá ljósin... og borðar ís...rétt á meðan maður festir á sig öryggisbeltið.

Ég stoppa loks og þar sem rúðan er biluð stíg ég út úr bílnum...

-Hvað er málið? spyr ég og finn að það er nýstingskuldi út í kvöldinu. Bleik-lakkaðar tærnar verða bláar á örstundu í stíl við blikkandi ljósin.

Minn alversti ótti minn varð að veruleika þegar annar þeirra ræskir sig, hausnum lægri en háu hælarnir mínir og segir afar kurteis;

-ökuskeirteini takk...

 

 

 


Vona að þið springið í loft upp!

Ég hitti mjög margt og mjög áhugavert fólk, oft. Stundum sjaldnar. Stundum hitti ég fólk líka sem inniheldur lítið sem ekkert. Það er bara þannig. Stundum gefur fólk mér óendanlega mikið án þess að gefa mér neitt. Það er einsog það er. Stundum eftir samskipti við fólk, líður mér einsog sköllóttu hænurassgati. Alveg satt. Stundum líður mér einsog ruslatunnu. þ.e. þegar fólk drullar útúr sér einhverjum óskapnaði, löngum stundum, sem ég hef takmarkan áhuga á að hlusta á. En aldrei líður mér einsog brundtunnu núorðið (afar ósmekklega orðað, heyrði þetta um daginn og hét því með sjálfri mér að ég skildi einhverntíma nota þetta subbuorðatiltæki).

Svo heyrði ég líka um daginn;

-Heiða þú veist ég geri allt fyrir þig, nema eitt?

-nú? og hvað er þetta eina?

-það er það sem við gerum saman....

Ég hef ekki enn notað þennan, en það kemur aðþví.

Ég hitti trúmann um daginn og hann lagði mikla áherslu á að  nauðsyn þess að gefa tíund. Ég bað hann að rökstyðja og hann sagði það; að það eitt að gefa tíund af launum sínum kæmi margfalt tilbaka. Til manns sjálfs.

Ég reyndi eitthvað að rökræða við þennan trúheita mann. Benti á að ef maður væri að gefa og ætlast til að fá það tífalt eða meira til baka væri gjöfin ekki gefin með hreinu hjarta, heldur af sjálfselsku einni saman.... og svo bætti ég við;

-ef ég ætti tíund launa mína afgangs um hver mánaðarmót væri ég vel sett félagi. Hvað með að bros getur dimmu eytt og í dagsljós breytt? Mér finnst ég nú ekkert vera spör á brosin mín sko...

-já Heiða en það er alls ekkert það sama!

-svo er talað um að tíminn sé það dýrmætast sem við eigum. Mér finnst ég alveg vera að gefa plenty af tíma mínum í einhverja, tíma sem ég gæti eytt í sjálfan mig sem dæmi. 

Já, það er samt ekki það sama. 

Þessi yndislegi maður stendur fast á sínu um að peningaframlag skuli það vera... 

Ég er alls ekkert nísk...mér finnst þetta bara svolítið skjóta skökku við.

Ætla að sofa á þessu í nótt...leyfi ykkur að fylgjast með ef ég verð einhvers vísari.

Eigið yndislegan mánudag - betri þriðjudag - bestan miðvikudag og á fimmtudag -vona ég að þið springið i loft upp -af einskærri hamingju!  Wizard

 


...alltaf sama helvítis frekjan!

Ég var að velta mannlífinu fyrir mér í gær. Það skein sól á himni í minni veröld. Af einhverri ástæðu var önnur hver kona sem mætti mér ófrísk. Ég get sagt í með fullri vissu, að flestar þeirra voru komnar á steypirinn. Átti viku eða fjórar eftir. Og auðvitað fór ég að reikna. Reiknaði það út að í júlí - ágúst í fyrra voru þær (vonandi allar) í eldheitum ástarleikum...eða rútínu; hann ofan á, hún undir "dóli" einhverju. Prump, búið og hrotur.

...ég? man það ekki...er haldin einhverjum allt öðrum kvilla en fortíðar-þráhyggju. Satt að segja, að ef ástarleikir voru einhverjir í mínu lífi, þá voru þeir ekki þess virði að muna. Þannig er það bara með fullri virðingu fyrir hlutaðeigendum.

Ég horfði á hverja konuna á fætur annarri, hver annari framstæðari -uppfullar af bjúg þarna sem þær sköguðu áfram, misþreyttar á því. Sumar voru svo heppnar að hafa maka sér við hlið sem þær studdust við. Aðrar ekki. Mér finnast alls ekkert allar vanfærar konur neitt ónáttúrulega fallegar...ekki frekar en öll börn. Ég segði það hreint út -sum ykkar hugsa það.

Seinna varð ég vitni að því í Hagkaup (þar sem allir íslendingar elska að versla) að ung móðir af erlendum uppruna stóð og gargaði á tveggja - þriggja ára gamalt barn;

-Farðu - farðu - farðu!!!

Krakkaræfllinn stóð þarna pínkulítill og hágrátandi. 

Mest langaði mig að berja hana og taka litla strákinn og kaupa handa honum ís. En ég lét mér nægja að stoppa og horfa á hana með vandlætingu þar til hún snáfaði á burt með barnið. Á veitingastað sem ég var seinna stödd á þennan sama dag, sátu þar vinkonur með litla stelpu á næsta borði við mig. Íslenskar vinkonur með hvítar strípur í hárinu og með svarta stríðsmálningu á augunum og "semelíusteina" í hárinu ásamt eyrnalokkum sem sátu á öxlunum.

-þú ert alltaf sama helvítis frekjan! Hættu þessu væli! Það er aldrei hægt að fara neitt mig þig krakki!

Upp hófst "augna-styrjöld"  upp á líf og dauða á milli mín og þeirra. Þær eru ákveðnar þessar íslensku. Þær snáfuðu ekkert. Þær héldu áfram viðteknum hætti. Góluðu einsog vitfyrringar að grátandi barninu. Og drápu mig með augunum þess á milli, á veitingastað þar sem íslendingum finnst best að borða.

Til að toppa daginn fór ég í tískuvöruverslun að kaupa kjól. Kunningakona mín og verslunarstjóri var að vinna. Hún er svaka flott pía. Hávaxinn og mjög grönn og þarna sem hún stóð við afgreiðsluborðið og var að afgreiða einhverjar dömur tók ég eftir því að hún var eitthvað framstæð.

-Ertu ófrsk? galaði ég yfir allt og alla....

-Nei...afhverju segirðu það?

-hmm, nú, sko...æi veit ekki þú...hmm...æi sorry 

-ég var bara að borða sko...

...eitthvað reyndi ég að klóra mig útúr vandræðum mínum en tókst ekki betur til en svo að ég hafði sjálfsagt eyðilagt fyrir henni daginn...

...minn var hvort eðer gott sem ónýtur. 

 

 

 

 

 


Elskar mig einhver?

Jæja sælt veri fólkið Blush allir í stuðu með guði? Blushelskar mig einhver þarna úti? Blush sko málið er...hmmm Blush...ég er ekki kynskiptingur...ekki lesbía...ekkert slæm svona í sjálfu sér...Blush ...ENN...

...þetta er spurning um að stinga hausnum ofan í sandinn...enginn sandur hér...eða fara í fyrra far; þ.e, neðanbeltisfærslunar mínar og gleyma þeim síðustu...svo er hugmynd að skella sér til Austuríkis á skíði....nú eða vera svolítið sneddý svona og auðmjúk... og BIRTA SVAR MARGRÉTAR FRÍMANNSDÓTTUR Wizard

En eitt er víst að ef ég gengi með hatt -þá myndi ég taka ofan fyrir dömunni. Tími ómögulega að rífa af mér hausinn fyrir hana...því það er ekkert smá útilátinn kostnaður sem liggur í viðhaldi á góðri húð minni Wink .

Ég bað hana áður (sem sýnir hversu mikil manneskja ÉG ER SKO) ...hvort ég mætti birta svarið...um hæl kom;

-auðvitað máttu birta svarið, þú hefur ekki valdið mér neinum óþægindum. Ég er ánægð með að umræðan fór af stað.

Næsta skref? Ég bíð henni í kaffi og kleinu...

 

Sæl.

Fyrirgefðu hvað ég svara þér seint en ég lá í flensu. Ekki veit ég hvaðan þú hefur þessar upplýsingar. Það hefur ekki komið til tals að draga úr  AA starfsemi á Litla Hrauni. Þvert á móti er verið að ræða með hvaða hætti er hægt að auka hana og styrkja.

Það er ein heit máltíð sem kemur í fangelsið á dag. Vistmenn hér geta síðan lagt inn pönntun fyrir mat sem þeir útbúa sjálfir á kvöldin. Við lítum á það sem hluta af endurhæfingu. Þeir greiða ekki fyrir þennan mat hann er hluti af því sem fangelsið skaffar. Þeir einu sem greiða fyrir matinn eru þeir sem dveljast á tveim deildum þar sem þeir elda sjálfir,og það gengur vel. Varla þarf að taka fram að þeir fá peninga til innkaupa og halda bókhald yfir útgjöld. Þetta er tilraun sem hefur gefist það vela ð líklega fjölgar þeim deildum sem sjá alfarið um eldamennskuna..

 Konan er snillingur Heart


Ég vil fá að xxxx....STRAX!

Ég myndi lýsa mér sem svona frekar "bráð-geri" týpu, finnst leiðinlegra en leiðinlegt að bíða. Fæ hugmyndir og oftar en ekki framkvæmi ég þær á punktinum. Sbr. þegar mig langaði í hvítt stofuborð um daginn og málning var engin til á heimilinu, nema lapþunnt piss...sem sé vatnsmálning. Ég átti hvítt stofuborð í um klukkustund eða þar til ég dröslaði borðinu í baðkarið....eftir að útséð var með að þetta væri nokkuð nálægt því að kallast góð hugmynd.

Ég sagði ykkur frá því um daginn að ég breytti stofunni minni á meðan strákurinn minn fór í bað...og fleiri svona hugdettur einfaldlega geri ég bara.  Misgóðar þó. Fyrir jólin yfirdekkti ég sófasettið mitt í stíl við jólatréð...sá hugmyndina fyrir mér í hugskotinu...og framkvæmdi...þegar ég var orðin leið á öskrandi hvítu sófasettinu...reif ég allt af og niður í ruslarennuna fór rándýrt efnið...

...stuttu seinna var dinglað. Það var Jón...

-Heiða mín, hversu oft á ég að þurfa að segja þér að þú hendir engu í ruslið nema þvi sem er í pokum...

-já en ég átti ekki nógu stóran poka...og vildi þetta út. Strax!

Hann sýndi mér engan skilning.

En það eru nú samt andstæður í mér. Til að mynda fékk jólatréið að liggja á hægri hliðinni fram undir afmælisdaginn minn sem er 15. feb...ég gekk með strákinn minn langt fram yfir á meðgöngunni (eða þar til ég var sett á stað) og á móti kom litla Sólin (dóttir) mín alltof fljótt í heiminn eða sex mánuði gengna. Ég hef ætlað að skúra hjá mér í 2 vikur og hef ekki fengið mér að ríða í X langan tíma. Mér er lofað flugeldasýningu þegar þar að kemur. Því er ég pollróleg hvað það varðar.

Sem starfsmaður ákveðins fyrirtækis þarf stundum að stíga á tærnar á mér. Samanber þegar ég vildi auglýsa starfsmönnum ætlaða árshátíð án þess að búið væri að ákveða stað og stund. Í gegnum minn starfsferill hef ég þó tileinkað mér; bæði sem stjórnandi og almennur starfsmaður að færa rök fyrir  breytingum í rekstri, væru þær á döfinni.......bæði fyrir mínum  yfir- sem og undirmönnum.

Með þetta að leiðarljósi og óþolinmæðis-faktúrinn í beinunum mínum....TILKYNNIST ÞAÐ HÉR MEÐ AÐ ÉG ER AÐ VERÐA AÐEINS PIRRUÐ HÉRNA.... er ekki enn búin að fá svör frá Margréti Frímanns. Búin að ítreka...en ekkert. Svo er ég haldin þessum andskota; sem er að gefast ekki svo auðveldlega upp.

Mér finnst ég alveg jafn merkileg og hver annar. Ég er fyllilega svaraverð. Ég borga að hluta til laun bæði hennar sem og annrra opinberra starfsmanna með sköttum mínum. Ég spurði einfaldrar "lokaðrar" spurninga sem svarast með einföldi jái- eða nei-i....bað ekki um rökstudd svör. Spurði ekki "opinna" spurninga sem kallar á eitthvað meira en þessi tvö smáorð. Hvernig? Hversvegna? Afhverju?

Mér er meira en lítið umhugað um framtíð þessara ógæfusömu manna, ekki síst þegar ég bendi á þessar tölulegu staðreyndir (7% fanga ná að fóta sig að afplánun lokinni) og þegar ég hugsa um framtíð barna minna tveggja...og öll litlu saklausu andlitin sem verða á vegi mínum...með tilliti til aukins ofbeldis og allskyns afbrota þá eflist ég þeirri von minni og trú að eitthvað mannbætandi verði gert fyrir konur og menn sem fara út af réttri braut.

Ég vil að tíminn til betrunar (sem er alltof skammur að mínu mati) verði tekin til betrunnar þessum mönnum, en ekki niðurrif sem leiðir aðeins til fjölgunnar fangelsa og aukinna tíðna sjálfsvíga innan veggja fangelsanna (mér sundlar við ástandinu). Miðað við núverandi fangelsisdóma lítur út fyrir að það verði að taka skólann; "hraðbraut" til fyrirmyndar hvað betrun varðar.

Ég vil -ég vil -ég vil....ég vil ýmislegt ...ég vil að Margrét svari mér og ég vil fá að xxxx! STRAX!

Góðar stundirHeart

 

 

 


Finnst ykkur eitthvað skrítið að ég er einsog ég er?

Þetta er auðvitað bara algjör snilld. Var einmitt að hugsa um rétt í þessu að skutla mér í bað til að fá adrenalínið í hausnum til að virka á full swing...en nei þá kom þessi líka stóra snilldin!...og bað auðvitað í bland...

Þ.e.a.s. þessi frétt og baðkar samblandað og allt af stað; ég er forfallinn blogg-isti...en var svona hálfsköllótt í hausnum eftir sjónvarpsgláp kvöldsins...miðvikudagskvöld eru sannkölluð; pjöllukvöld á Skjá Einum. 

Ég gæti skrifað heilu ritsöfnin um andstyggð mína á and- og táfílu...og allar hugsanlega aðrar fílur fengju að fljóta með. Líka fílupúkar. Hef kynnst heilum bunka af þannig fyrirbærum.  Ég er ein til umsagnar um lyktina úr mínum munni, en get lofað ykkur og er með það stimplað á rassinum; Heiða bergur er og hefur aldei verið andfúl! og ekki lykta ég af skitafílu svo mikið er víst....stöku sinnum kjúklingalykt...svo sjaldan þó, að orðum er vart takandi.

Þegar ég opna munninn á morgnanna: blómailmur flæðir yfir allt og alla...þ.e.a.s. ef ég byrja ekki á að segja;

-Shit! ÉG svaf yfir mig! Hvað er klukkan? sem skeður auðvitað aldrei nú orðið...enda sef ég með kleinupoka á náttborðinu til að koma í veg fyrir morgunfílu....og andfílu. Og vakna einatt við klíp i rassinn ...úr draumalandinu mínu sem er einstakt notabene.

Annars er ég næstum viss um að ég er ólétt...draumfarirnar voru þvílíkar síðastliðna nótt að engin smokkur, pilla eða lykkja hefði haldið...í alvöru sko...brosti út undir eyru alveg þar til nú. Reif af mér brosið rétt fyrir fréttir og geymi það til morguns, fyrir aðra að njóta.

Maður verður svo asskoti hrukkaður á þessum eilífðu brosgrettum ... þess til sönnurnar en ein kunningjakona mín sem aldrei stekkur bros á vör...hrukkulaus með öllu! En einsog gangstétt í framan, grá gugginn og boring.

En vá, ...þegar ég hugsa til baka um ákveðna einstaklinga þá er ljótt frá því að segja að ég minnist sumra eingöngu út af því hversu óbærilega andfúlir þeir voru. Ég er ekki að tala um tóbaksfílu...eitthvað mun djúpstæðara langt ofan í maga-pakka-dæmi! Þetta er svona fyrsta momentið sem geymist í minningarhrúgunni sem betur fer neðarlega, með klúðrinu.

Þessari frétt ber því að taka opnum örmum fyrir andfúla.

Ég man að bróðir minn sá elsti, notabene GULLFALLEGUR var að slá sér upp með dömu...sem var fín fyrir sínn snúð...nema fyrir þetta eitt; -hún var hrikalega andfúl! Sambandið hélt ekki...

Önnur var með einhverja einkennilega lykt á einhverjum allt öðrum stað en í munninum og gerði hann sér að leik sínum þegar sá gállinn var á honum, að stinga framan í mig puttunum og segja;

-finndu lyktina! Og ég er búin að margþvo mér um hendurnar!...síðan hló hann einsog motherfucker (kvikindið)...þetta var álíka andstyggilegur verknaður og sá sem hann gerði þegar ég var mun yngri;

Þá hélt hann mér niðri með kónguló dinglandi fyrir augum mínum...reif hverja löppina af (fætur) annarri...eða þar til hann fékk mig til að pissa i mig úr hræðslu...(hvar voru dýraverndunarsamtökin þá? eða barnavernd ef út í það er farið...)

...ég veit ekki hvort var verra, kóngulóin, lappalausa, dinglandi eða p-xxxxx satt að segja. Í dag brosi ég auðvitað að minningunni. Seinna sambandið hélt ekki heldur...

Að þessu ofansögðu finnst ykkur eitthvað skrítið að ég er einsog ég er? 

Es: Magga Frímanns er enn ekki búin að svara mér...en það kemur...ég er næstum því alveg viss...Woundering búin að ítreka sko...


mbl.is Andremma: Sökudólgurinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram um Margréti Frímannsdóttur og dauðar grænar rósir...

Ég veit ekki, það er einhvernveginn engin stemmari fyrir því að rembast við að vera eitthvað skondin þessa dagana. Kannski afþví að grænu rósirnar drápust þrem dögum eftir kaup...en það horfir til bjartari tíðar;

-nefnilega þegar ég er farin að hugsa um að lakka táneglurnar bleikar; þá er allt  að fara að gerast. 

 Þegar kroppurinn er einsog KR búningur í laginu; þá eru það boð um að eitthvað mun meira en skemmtilegt er að fara að gerast; hef verið ötull stuðningsmaður ljósabekkjana illræmdu og er komin með afskaplega sætt og lekkert fiðrildi fyrir ofan rassinn minn.

Þegar bolirnir verða flegnari og pilsin styttast án þess að undan manni frýs;...jebb; allt að ske.

Yndislegasti tími ársins.

Ég fékk athugasemd frá skessa.blog.is um daginn sem hefur verið mér umhugsunarefni. Það var eitthvað á þá leið; Dáist að fólki sem gerir eitthvað í málunum án þess að rífast á kaffistofum. Með þetta skrifaði ég til Margrétar Frímanns og bað hana einungis um svör við tveimur einustu atriðum varðandi hugðarefni mitt um vist fanga á Litla Hrauni;

Læt bréfið fylgja hér að neðan; 

Sæl Margrét,

ég vil byrja á því að segja þér að í gegnum tíðina hef ég verið ötull stuðningsmaður þinn, úr fjarlægð. Hef verið hrifin af þínum verkum einsog þorri þjóðarinnar, eða þar til nú í tengslum við þitt framlag til fangelsismála (að sjálfsögðu undanskildu þínu markmiði; vímuefnalaus fangelsi á Islandi).

Ég vil biðja þig vinsamlegst að kíkja á bloggsíðu mína þar sem ég er frekar harðorð í þinn garð og fá svör við tveimur atriðum í framhaldi;

heidathord.blog.is

1) stendur til að draga úr AA-fundarhöldum á Litla Hrauni?
2) afhverju fá fangar einungis 1 heita máltíð á dag?

Takk fyrir og bið ég þig vinsamlegast að gefa þér tíma til að svara við fyrsta hentugleika.
Bkv.

Heiða Þórðardóttir

Njótið mið-vikudagsins -helgin er framundan og allt að ske W00t

 

 


Margrét Frímannsdóttir er komin með lausnina á alcohol-isma! Húrra!

Þó svo að ég hafi tekið þá ákvörðun að takmarka lestur og áhorf frétta þá er mér fullkunnugt um það sem er að ske í kringum mig. Ég hef líka hellingsskoðanir á mál-um og málefnum.

Samanber; er ég hlynnt því að herða refsilöggjöfina einkum í naugunarmálum, afbrotum, kynferðisofbeldi, morðum, ofbeldis og níðingsverkum.

Ég vil líka geta labbað um borgina mína án þess að ganga að því sem vísu að vera nauðgað, ég barin, limlest og niðurlægð....og það þó svo ég klæðist bleikum nærbuxum sem á stendur; Pussy.

Skaðabætur mættu hundraðfaldast mín vegna...þannig að fórnalömb verði ekki að gera það upp við sig þegar þeir fá einhverjar skitnar krónur...hvort eigi að rétta nefið...fá sér tennur í stað þeirra gömlu...hvort leita eigi sér hjálpar hjá geðlækni...í veikri von um að fá einhvern smá plástur á hjartasárin. Eða missin.

Sem þolandi grófs níðingsverks og náinn aðstandandi geranda, er ég enn sömu skoðunar. Þegar dómur féll i hæstarétti og var þyngdur um heilan helling og ég sat heima hjá mér...miður mín vegna þess að ég elska viðkomandi jafn mikið og sjálfa mig...var ég ennþá þeirra skoðunar. Þegar ég labbaði inn á Litla Hraun í dag...sama skoðun...þegar ég labbaði út að heimsókn lokinni...staðföst sem fyrr. Það segir ekkert til um ást mína til þessa einstaklings. Þetta er heilbrigð skynsemi að mínu mati.

Þannig að fullljóst og reynt er að ekkert fær breytt þeirri skoðun minni að ég vil harðari refsiramma.

Ég þori að fullyrða að flest þessara brota sem fangar á Litla Hrauni sitja inni fyrir eru gerð undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Að mestum hluta eru því þarna inni fíklar. Til að hafa stjórn á fíkn sinni þarf ástundun félagsskapar karla (og kvenna) sem samhæfa reynslu sína styrk og vonir í viðleitni sinni til að halda sig frá djöflinum.  Svo er fullyrt að til þurfi að koma æðri máttur.

Þessi samtök sem um ræðir hafa verið við líði síðan 1938 (held ég fari rétt með) og engin hefur fundið betri lausn til að hafa stjórn á vímuefnasýki.

Þar til nú; Margrét Frímannsdóttir er komin með þetta! Hún er komin með  lausnina! Húrra Húrra Húrra...nú skulum við öll klappa vel og hressilega!

Málið er nefnilega að Magga Frí....ætlar að draga saman AA-fundarhöld á Litla Hrauni. Hamla gjörsamlega vímuefnaflutning inn fyrir rimlana (sem er frábært)...og það sem meira er; hún ætlar í staðin fyrir fundina að koma með eitthvað annað! Annað? Hvað annað? Það hefur ekki ennþá fengist uppgefið hvað þetta annað er...en ég bíð spennt.  

Þetta er svona svipað og ef heilbrigðisráðherra ætlaði að útríma krabbameinssjúklingum með þeim hætti að draga úr lyfjagjöf þar til henni væri hætt alveg og segja svo; jæja nú er þetta vandamál úr sögunni. Áfram gakk....allir í fullu fjöri!

Mér finnst þetta hræðileg þróun. Sá sem ég heimsótti í dag er laus undan fíkniefnadjöflinum og hafði verið um all-langt skeið áður en afplánun hófst. Hann er að bíða eftir því að komast á svokallaðan "edrú-gang" hann hefur fundið sinn æðri mátt svo um munar, búin að sækja um vinnu og inngöngu í skóla... og er í góðum málum með sjálfan sig. Nema ef vera skildi að hann hefur grennst tölvuvert;

Ástæðan?

Fangar á Litla Hrauni fá bara eina máltíð á dag! Kvöldmáltíðina elda þeir sér sjálfir og skipta kostnaði á milli sín. Dagpeningur þeirra eru kr: 630- , ef þeir eru ekki enn komnir með vinnu. Það gefur augaleið að þegar sælgætið í sjoppunni er á uppsprengdu verði og ef viðkomandi reykir í ofanálag...duga þessir aurar skammt.

Það þarf ekki flókið reiknisdæmi til að áætla að  einhverjir leiðast út í eitthvað misjafnt þarna inni; einsog fíkniefnainnflutning.

Þetta er eitthvað allt annað en betrunarvist!  Betrunarvist? Hverjum datt í hug að skýra afplánun sem þessa einhverja  betrun.  Andlegt fæði sem og  matur eru í algjöru lágmarki.

 Við fáum aldrei, aldrei betri einstaklinga út úr afplánun, ef áfram horfir sem frá er haldið...nei við fáum bitra einstaklinga uppfulla af hatri...vannærða stórhættulega sprenglærða glæpómenn.

 

 

 


Ætli þeir klæði mig úr öllum fötunum?

Það er svolítíð gaman að segja frá því hvað lífið mitt sveiflast öfgana á milli. Á allt eins von á því að vera gift kona á morgun.

Í gær var ég til að mynda stödd inn í stærsta tippi veraldar, samkvæmt nýjustu upplýsingum. Þarna var múgur af mörgum öðrum sæðisfrumum eða allt þar til heyrðist úr hátalarakerfinu; Allir út, allir út...núna verður pungurinn tæmdur!  

Þegar ég svo hringdi til að kanna málið var mér tilkynnt að ástæðan hafi verið öryggi sem hafi farið og hátalarkerfið fari automatiskt í gang...

...hæglega gekk að fá fólk til snúa sér aftur inn í ilinn. Það væri ansi ljúft fyrir utan.

Þegar ég og strákurinn minn, ásamt Sólinni minni -komum heim fór strákurinn í bað. Eitthvað var ég orðin þreytt á tilbreytingaleysinu og þarna sem hann stendur á miðju stofugólfinu 10 mínútum síðar og ég sit út á svölum segir hann;

-mamma shit! er ég orðin geðveikur eða?

Nei nei elskan, þú ert í lagi....spurning með mig...

Sólargeisli einn, blíður og heitur, hafði fleygt þeirri hugsun inn í hausinn á mér að breytinga væri þörf- og á fimm mínútum fékk ég ideu-na og framkvæmi að breyta stofunni ...alveg.

Keypti mér í framhaldi grænar rósir í gærkveldi og hér ilmar allt af vori og fegurð.

Nú í morgunsárið er daman komin með öll samstæð undirföt fram á rúm og er mikið að spá og spekúlera...veit ekkert hvað ég á að fara í. Veit ekki út í hvað ég er að ana út í, - í dag.  Nema að samstæða verður það;

ekki of sexi, ekki of lummó, ekki of casual... ekki -ekki -ekki....en alveg örugglega ekki -ekki nærbuxur.

Hef ekki hugmynd um hvernig svona athöfn fer fram. þetta er fyrsta skiptið mitt...ég sem hélt, að aldrei í lífinu myndi ég lenda í svona aðstöðu... hef verið að hugsa með sjálfri mér;

-ætli ég verði berstrýpuð? Ætli þeir kíki upp i rassinn og á mér og leggöng? Púff ætti kannski að snyrta pjöllu og leggi... nei fjárinn hafi það -gerði það í gær. 

 Læt ykkur klárlega vita hvernig gekk....eða ekki.

Sá annars einhver greinina mína sem birtist í mogganum í gær, laugardag?

 Vona að þið njótið öll sem eitt þessa yndislega dags. Spurning með mig; veltur mikið á því hvernig ég tek mig út á nærfötunum ... eða án þeirra. Wink

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband