Ég vil fá að xxxx....STRAX!

Ég myndi lýsa mér sem svona frekar "bráð-geri" týpu, finnst leiðinlegra en leiðinlegt að bíða. Fæ hugmyndir og oftar en ekki framkvæmi ég þær á punktinum. Sbr. þegar mig langaði í hvítt stofuborð um daginn og málning var engin til á heimilinu, nema lapþunnt piss...sem sé vatnsmálning. Ég átti hvítt stofuborð í um klukkustund eða þar til ég dröslaði borðinu í baðkarið....eftir að útséð var með að þetta væri nokkuð nálægt því að kallast góð hugmynd.

Ég sagði ykkur frá því um daginn að ég breytti stofunni minni á meðan strákurinn minn fór í bað...og fleiri svona hugdettur einfaldlega geri ég bara.  Misgóðar þó. Fyrir jólin yfirdekkti ég sófasettið mitt í stíl við jólatréð...sá hugmyndina fyrir mér í hugskotinu...og framkvæmdi...þegar ég var orðin leið á öskrandi hvítu sófasettinu...reif ég allt af og niður í ruslarennuna fór rándýrt efnið...

...stuttu seinna var dinglað. Það var Jón...

-Heiða mín, hversu oft á ég að þurfa að segja þér að þú hendir engu í ruslið nema þvi sem er í pokum...

-já en ég átti ekki nógu stóran poka...og vildi þetta út. Strax!

Hann sýndi mér engan skilning.

En það eru nú samt andstæður í mér. Til að mynda fékk jólatréið að liggja á hægri hliðinni fram undir afmælisdaginn minn sem er 15. feb...ég gekk með strákinn minn langt fram yfir á meðgöngunni (eða þar til ég var sett á stað) og á móti kom litla Sólin (dóttir) mín alltof fljótt í heiminn eða sex mánuði gengna. Ég hef ætlað að skúra hjá mér í 2 vikur og hef ekki fengið mér að ríða í X langan tíma. Mér er lofað flugeldasýningu þegar þar að kemur. Því er ég pollróleg hvað það varðar.

Sem starfsmaður ákveðins fyrirtækis þarf stundum að stíga á tærnar á mér. Samanber þegar ég vildi auglýsa starfsmönnum ætlaða árshátíð án þess að búið væri að ákveða stað og stund. Í gegnum minn starfsferill hef ég þó tileinkað mér; bæði sem stjórnandi og almennur starfsmaður að færa rök fyrir  breytingum í rekstri, væru þær á döfinni.......bæði fyrir mínum  yfir- sem og undirmönnum.

Með þetta að leiðarljósi og óþolinmæðis-faktúrinn í beinunum mínum....TILKYNNIST ÞAÐ HÉR MEÐ AÐ ÉG ER AÐ VERÐA AÐEINS PIRRUÐ HÉRNA.... er ekki enn búin að fá svör frá Margréti Frímanns. Búin að ítreka...en ekkert. Svo er ég haldin þessum andskota; sem er að gefast ekki svo auðveldlega upp.

Mér finnst ég alveg jafn merkileg og hver annar. Ég er fyllilega svaraverð. Ég borga að hluta til laun bæði hennar sem og annrra opinberra starfsmanna með sköttum mínum. Ég spurði einfaldrar "lokaðrar" spurninga sem svarast með einföldi jái- eða nei-i....bað ekki um rökstudd svör. Spurði ekki "opinna" spurninga sem kallar á eitthvað meira en þessi tvö smáorð. Hvernig? Hversvegna? Afhverju?

Mér er meira en lítið umhugað um framtíð þessara ógæfusömu manna, ekki síst þegar ég bendi á þessar tölulegu staðreyndir (7% fanga ná að fóta sig að afplánun lokinni) og þegar ég hugsa um framtíð barna minna tveggja...og öll litlu saklausu andlitin sem verða á vegi mínum...með tilliti til aukins ofbeldis og allskyns afbrota þá eflist ég þeirri von minni og trú að eitthvað mannbætandi verði gert fyrir konur og menn sem fara út af réttri braut.

Ég vil að tíminn til betrunar (sem er alltof skammur að mínu mati) verði tekin til betrunnar þessum mönnum, en ekki niðurrif sem leiðir aðeins til fjölgunnar fangelsa og aukinna tíðna sjálfsvíga innan veggja fangelsanna (mér sundlar við ástandinu). Miðað við núverandi fangelsisdóma lítur út fyrir að það verði að taka skólann; "hraðbraut" til fyrirmyndar hvað betrun varðar.

Ég vil -ég vil -ég vil....ég vil ýmislegt ...ég vil að Margrét svari mér og ég vil fá að xxxx! STRAX!

Góðar stundirHeart

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góður og skemmtilegur pistill.

Ég giska að xxxx = svar
(Ég var að vona að það væri xxx)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.4.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 10.4.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi svarar Margrét þér fljótlega Heiða mín, þú ert alveg jafnmerkileg og hún og hver sem er.  Flottust mín .

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: Gísli Torfi

Gísli Torfi, 10.4.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bíða róleg fram yfir helgi.  Akademískt korter svo að segja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2008 kl. 22:49

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Það detta út úr þér bloggin

Sigrún Friðriksdóttir, 10.4.2008 kl. 22:53

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nú er ég ztúmm, þú vilt fá að 'bíða', en samt fá svarið strax ?

Ertu kona ?

Steingrímur Helgason, 10.4.2008 kl. 23:38

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hvenær á ég mæta......er að máta súpermann búning

Einar Bragi Bragason., 10.4.2008 kl. 23:58

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábær pistill Heiða

Marta B Helgadóttir, 11.4.2008 kl. 00:12

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Ummmmm góður draumur...

Knús á þig og vonandi þarftu ekki að bíða lengi....

Solla Guðjóns, 11.4.2008 kl. 00:18

11 Smámynd: Anna Gísladóttir

Þolinmæði er dyggð .....

Anna Gísladóttir, 11.4.2008 kl. 02:29

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Góða helgi

Guðrún Jóhannesdóttir, 11.4.2008 kl. 12:57

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjör snilld heiða!

Takk fyrir góðan pistil! Ég reyni að svara öllum en vegna tímaskorts gat ég ekki svarað almennilega einu sem er á eldri pistli sem þú skrifar. Er búin að því núna.

Þú ert sko örugglega meiri týpa og stærri persónileiki enn gengur og gerist! Er of feimin til að kommentera þennan pistil samt..

Óskar Arnórsson, 11.4.2008 kl. 14:07

14 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Flott hjá þér elskan... að vera eins og þú ert
En hvað er þetta eiginlega með þig svona óþolinmóð - Viltu fá að XXXX strax?
Tökum pylsu og endur um helgina (ha?)

Linda Lea Bogadóttir, 11.4.2008 kl. 17:12

15 Smámynd: Gísli Hjálmar

Hey, ég var víst laminn með grjóti þegar ég var krakki.

Frændi minn var bara svona bilaður.

Ég held að hann hafi orðið þannig eftir að það var græddur á hann fótur af heimalningnum þegar við þurftum að slátra honum - sko heimalningnum.

Það er reyndar spurning hvort það hafi verið vegna þess að hann var örfættur - sko heimalningurinn.

Allavega þá var alveg rosalega hann bilaður - sko frændi minn.

Gísli Hjálmar , 11.4.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband