Ætli þeir klæði mig úr öllum fötunum?

Það er svolítíð gaman að segja frá því hvað lífið mitt sveiflast öfgana á milli. Á allt eins von á því að vera gift kona á morgun.

Í gær var ég til að mynda stödd inn í stærsta tippi veraldar, samkvæmt nýjustu upplýsingum. Þarna var múgur af mörgum öðrum sæðisfrumum eða allt þar til heyrðist úr hátalarakerfinu; Allir út, allir út...núna verður pungurinn tæmdur!  

Þegar ég svo hringdi til að kanna málið var mér tilkynnt að ástæðan hafi verið öryggi sem hafi farið og hátalarkerfið fari automatiskt í gang...

...hæglega gekk að fá fólk til snúa sér aftur inn í ilinn. Það væri ansi ljúft fyrir utan.

Þegar ég og strákurinn minn, ásamt Sólinni minni -komum heim fór strákurinn í bað. Eitthvað var ég orðin þreytt á tilbreytingaleysinu og þarna sem hann stendur á miðju stofugólfinu 10 mínútum síðar og ég sit út á svölum segir hann;

-mamma shit! er ég orðin geðveikur eða?

Nei nei elskan, þú ert í lagi....spurning með mig...

Sólargeisli einn, blíður og heitur, hafði fleygt þeirri hugsun inn í hausinn á mér að breytinga væri þörf- og á fimm mínútum fékk ég ideu-na og framkvæmi að breyta stofunni ...alveg.

Keypti mér í framhaldi grænar rósir í gærkveldi og hér ilmar allt af vori og fegurð.

Nú í morgunsárið er daman komin með öll samstæð undirföt fram á rúm og er mikið að spá og spekúlera...veit ekkert hvað ég á að fara í. Veit ekki út í hvað ég er að ana út í, - í dag.  Nema að samstæða verður það;

ekki of sexi, ekki of lummó, ekki of casual... ekki -ekki -ekki....en alveg örugglega ekki -ekki nærbuxur.

Hef ekki hugmynd um hvernig svona athöfn fer fram. þetta er fyrsta skiptið mitt...ég sem hélt, að aldrei í lífinu myndi ég lenda í svona aðstöðu... hef verið að hugsa með sjálfri mér;

-ætli ég verði berstrýpuð? Ætli þeir kíki upp i rassinn og á mér og leggöng? Púff ætti kannski að snyrta pjöllu og leggi... nei fjárinn hafi það -gerði það í gær. 

 Læt ykkur klárlega vita hvernig gekk....eða ekki.

Sá annars einhver greinina mína sem birtist í mogganum í gær, laugardag?

 Vona að þið njótið öll sem eitt þessa yndislega dags. Spurning með mig; veltur mikið á því hvernig ég tek mig út á nærfötunum ... eða án þeirra. Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sá greinina, hún er sönn.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég sá greinina þína, las hana tvisvar og fannst hún mjög góð.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.4.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk stelpur

Guðjón Viðar; í gær var ég stödd í Smáralindinni...í dag verð ég stödd í...kemur seinna...kannski

Heiða Þórðar, 6.4.2008 kl. 11:08

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Oh NEI ég kaupi ekki moggann... les greinina auðvitað strax við fyrsta tækifæri.
En hvert í ósköpunum ertu að fara í samstæðum undirfötum?
Eigðu betsta daginn ever í dag

Linda Lea Bogadóttir, 6.4.2008 kl. 11:09

5 Smámynd: Ásgerður

Ég held það sé nú ekki svo nákvæm skoðun,,,,,,,,en hvað veit ég, á þetta alveg eftir

Njóttu dagsins og skilaðu stóru knúsi frá mér

Ásgerður , 6.4.2008 kl. 11:16

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gaman að sjá hvað margir lesa Moggann.

Greinin er þér til sóma. 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.4.2008 kl. 11:21

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Greinin þín er fín Heiða mín og þú mátt vera stolt af henni sem slíkri! Hef sagt það áður og segi það aftur... Ég dáist að fólki sem gerir eitthvað í málunum í stað þess að röfla á kaffistofum!
Takk fyrir mig mín kæra

Heiða B. Heiðars, 6.4.2008 kl. 12:20

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ummm....takk - takk

Heiða Þórðar, 6.4.2008 kl. 12:33

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég kaupi ekki moggan en verð að gera undantekningu í þetta sinn, ef ég fær hann, verð að lesa greinina þína.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2008 kl. 14:08

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég les því miður ekki moggann (vildi óska þess að það væri hægt að kaupa hann í Svíþjóð)...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.4.2008 kl. 17:54

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þú ert alltaf flotturst.........líka í ullarsokkum og gúmmívettlingum.............

Einar Bragi Bragason., 6.4.2008 kl. 18:55

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Las greinina þína í blaði á flugvellinum á meðan ég beið eftir flugi.

Var stolt af þér

Hrönn Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 19:34

13 identicon

Heil og sæl; Heiða mín, sem aðrir skrifarar !

Og jú; sá og las grein þína. Þú ert mikil hugsjónakona, og átt þakkir miklar skildar, fyrir einurð alla, sem þor. Mikill sannleikur, í þínum orðum þar.

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðfrú ætti að manna sig, sem skjótast, til afsagnar síns embættis. Luðrukerling; hverrar tími er löngu kominn, og FARINN !!! Ómarktæk með öllu, sem aðrir krata skrattar. Gæti bezt trúað, að kötturinn minn gerði meira gagn, í því ráðuneyti, þótt sofi 22 - 23 tíma sólarhringsins.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 21:20

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Hvað sem greinin og samstæð undirföt eiga sameiginlegt þá er ég búin að leita uppi greinina og fæ náttúrulega ekki að lesa hana nema fyrstu orðin nema að gerast áskrifandi.En ég ætla að verða mér úti um þetta blað....því ég vil endilega sjá þetta. 

Solla Guðjóns, 7.4.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband