Margrét Frímannsdóttir er komin með lausnina á alcohol-isma! Húrra!

Þó svo að ég hafi tekið þá ákvörðun að takmarka lestur og áhorf frétta þá er mér fullkunnugt um það sem er að ske í kringum mig. Ég hef líka hellingsskoðanir á mál-um og málefnum.

Samanber; er ég hlynnt því að herða refsilöggjöfina einkum í naugunarmálum, afbrotum, kynferðisofbeldi, morðum, ofbeldis og níðingsverkum.

Ég vil líka geta labbað um borgina mína án þess að ganga að því sem vísu að vera nauðgað, ég barin, limlest og niðurlægð....og það þó svo ég klæðist bleikum nærbuxum sem á stendur; Pussy.

Skaðabætur mættu hundraðfaldast mín vegna...þannig að fórnalömb verði ekki að gera það upp við sig þegar þeir fá einhverjar skitnar krónur...hvort eigi að rétta nefið...fá sér tennur í stað þeirra gömlu...hvort leita eigi sér hjálpar hjá geðlækni...í veikri von um að fá einhvern smá plástur á hjartasárin. Eða missin.

Sem þolandi grófs níðingsverks og náinn aðstandandi geranda, er ég enn sömu skoðunar. Þegar dómur féll i hæstarétti og var þyngdur um heilan helling og ég sat heima hjá mér...miður mín vegna þess að ég elska viðkomandi jafn mikið og sjálfa mig...var ég ennþá þeirra skoðunar. Þegar ég labbaði inn á Litla Hraun í dag...sama skoðun...þegar ég labbaði út að heimsókn lokinni...staðföst sem fyrr. Það segir ekkert til um ást mína til þessa einstaklings. Þetta er heilbrigð skynsemi að mínu mati.

Þannig að fullljóst og reynt er að ekkert fær breytt þeirri skoðun minni að ég vil harðari refsiramma.

Ég þori að fullyrða að flest þessara brota sem fangar á Litla Hrauni sitja inni fyrir eru gerð undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Að mestum hluta eru því þarna inni fíklar. Til að hafa stjórn á fíkn sinni þarf ástundun félagsskapar karla (og kvenna) sem samhæfa reynslu sína styrk og vonir í viðleitni sinni til að halda sig frá djöflinum.  Svo er fullyrt að til þurfi að koma æðri máttur.

Þessi samtök sem um ræðir hafa verið við líði síðan 1938 (held ég fari rétt með) og engin hefur fundið betri lausn til að hafa stjórn á vímuefnasýki.

Þar til nú; Margrét Frímannsdóttir er komin með þetta! Hún er komin með  lausnina! Húrra Húrra Húrra...nú skulum við öll klappa vel og hressilega!

Málið er nefnilega að Magga Frí....ætlar að draga saman AA-fundarhöld á Litla Hrauni. Hamla gjörsamlega vímuefnaflutning inn fyrir rimlana (sem er frábært)...og það sem meira er; hún ætlar í staðin fyrir fundina að koma með eitthvað annað! Annað? Hvað annað? Það hefur ekki ennþá fengist uppgefið hvað þetta annað er...en ég bíð spennt.  

Þetta er svona svipað og ef heilbrigðisráðherra ætlaði að útríma krabbameinssjúklingum með þeim hætti að draga úr lyfjagjöf þar til henni væri hætt alveg og segja svo; jæja nú er þetta vandamál úr sögunni. Áfram gakk....allir í fullu fjöri!

Mér finnst þetta hræðileg þróun. Sá sem ég heimsótti í dag er laus undan fíkniefnadjöflinum og hafði verið um all-langt skeið áður en afplánun hófst. Hann er að bíða eftir því að komast á svokallaðan "edrú-gang" hann hefur fundið sinn æðri mátt svo um munar, búin að sækja um vinnu og inngöngu í skóla... og er í góðum málum með sjálfan sig. Nema ef vera skildi að hann hefur grennst tölvuvert;

Ástæðan?

Fangar á Litla Hrauni fá bara eina máltíð á dag! Kvöldmáltíðina elda þeir sér sjálfir og skipta kostnaði á milli sín. Dagpeningur þeirra eru kr: 630- , ef þeir eru ekki enn komnir með vinnu. Það gefur augaleið að þegar sælgætið í sjoppunni er á uppsprengdu verði og ef viðkomandi reykir í ofanálag...duga þessir aurar skammt.

Það þarf ekki flókið reiknisdæmi til að áætla að  einhverjir leiðast út í eitthvað misjafnt þarna inni; einsog fíkniefnainnflutning.

Þetta er eitthvað allt annað en betrunarvist!  Betrunarvist? Hverjum datt í hug að skýra afplánun sem þessa einhverja  betrun.  Andlegt fæði sem og  matur eru í algjöru lágmarki.

 Við fáum aldrei, aldrei betri einstaklinga út úr afplánun, ef áfram horfir sem frá er haldið...nei við fáum bitra einstaklinga uppfulla af hatri...vannærða stórhættulega sprenglærða glæpómenn.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú er ég hissa.  Á reyndar ekki orð.  Ég neita að trúa því að konan ætli að draga saman AA-fundi.  Mig myndi langa til að heyra hana segja það.

Og svo á ekki að svelta fólk, það er nokkuð ljóst.

Damn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 21:33

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Jenný; Ég vil líka fá að heyra það frá henni! Nákvæmlega DAMN!

Heiða Þórðar, 6.4.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta kemur mér allt rosalega á óvart, vona að þetta sé ekki allt satt, en trúi þér samt alveg. Þú leyfir okkur að fylgjast með hvernig þetta þróast.  Eigðu ljúfa viku elskan mín

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 21:45

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Vá hvað ég skal upplýsa ykkur! Ekki spurning! Er alveg bit...þá hvað viðkemur; 1 stk. máltíð + færri AA - fundir.

Eigðu góða viku  elskan. 

Heiða Þórðar, 6.4.2008 kl. 21:50

5 Smámynd: Ragnheiður

Þessu vil ég fá að fylgjast betur með. Má ég bjóða þér bloggvináttu svo ég missi ekki af þessu máli hjá þér ?

Ragnheiður , 6.4.2008 kl. 22:01

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Elsku Guðmundur ... auðvitað átt þú rétt á þinni skoðun og ber ég virðingu fyrir henni.

Kannski er þetta eiginhagsmunir hjá mér; en ég vil fá betri menn út úr betrunarvist -ekki verri!  

Bæði þann/þá sem gerðu á minn hlut og þann sem stendur mér nærri ...og gerði á annarra hlut. Ég get ekki séð að sá/þeir verði til gæfu fyrir samferðamenn mína og þína,  ef þeir halda áfram á sömu braut.  Ég óska þeim ekki áframhaldandi  kvalar og pínu og ég heimta að þeir fái bót meina sinna.

Ég neita að bera saman ísl. fangelsi við erlend. Það er einsog að bera mig saman við þig. 

Mér þykir þú samt æði...vildi samt að þú værir ögn sammála mér kúturinn minn. 

Heiða Þórðar, 6.4.2008 kl. 22:05

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Now we are talking!

Ég var ekki að biðja um neina sérstaka meðhöndlun á föngum. Ég vil að fíklum verði hjálpað. Ég vil bættari einstaklinga út í þjóðfélagið. Ég vil að þeir fái að borða 2 x heitan mat pr. dag. Ég vil að þeir fái reglulega ástundun AA- funda. Ég vil að þeim verði hjálpað til að hjálpa sér sjálfum. Ég sambandi við fyrri hlutan þinn er ég innilega sammála. Ég vil Björn út.

Óharðnaðir unglingar eiga að fá önnur úrræði! Ekki spurning. Fíklar eiga að fá úrræði -ekki spurning!

Ef fangelsi á Íslandi væru rekin með sæmd; heldurðu að við værum að tala um sjálfsvígs-faraldur þann sem geysar yfir þarna! Þetta er hreinn hryllingur!  

Fangar eiga fjölskyldur og oft börn. Mér skylst að aðeins 7% fanga sem "útskrifast" nái að fóta sig í lífinu. Ekki segja mér að ekki sé eitthvað að!

Heiða Þórðar, 6.4.2008 kl. 22:23

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ÞETTA ER FÁRANLEGT OG ÉG ER REIÐUR........STEND MEÐ ÞÉR Í BLÍÐU OG STRÍÐU......

Einar Bragi Bragason., 6.4.2008 kl. 22:30

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er í mörgu jafn ósammála ykkur báðum í sumu, sem & ég get alveg viðurkennt það að vera ósammála ykkur um annað.

Ég hef samúð með þeim sem að eru á Litla Hrauni & af mínum heimsóknum til minna vina þar, kalla það ungva sældarvist þeim, eða þeim eitthvað frítt lúxushótel.

Ég er líka mótfallinn þessari almennu refsigleði almúgans, um að herða þurfi refsíngar, sem á stundum er farið að minna á gamlar sögur um ljón & hringleikahús Rómverja.  Virkandi dæmi til forvarna þar eru ekki til frekar en að auga fyrir auga & tönn fyrir tönn sé ein fín siðfræði.

Ég er meira fyrir þær sögur sem að segja frá fólki sem að villst hefur af leið, en náð að raða saman sínu lífi aftur, með úrræðum á við AA, Geðhjálp eða Vernd.

Steingrímur Helgason, 6.4.2008 kl. 23:27

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vill bara segja að þetta er áhugaverð færsla og það var jafn áhugavert að lesa allar athugasemdirnar... annars hef ég ekkert um þetta að segja.

Ég fylgist með framhaldinu.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.4.2008 kl. 07:33

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Guðmundur; ég breyti fyrirsögninni í; Viltu ríða? þá kannski fáum við meira feedback hérna.

Steingrímur er sammála ...auðvitað þarf að efla forvarnarstarf! En hvað eigum við að gera fyrir þá fanga sem fyrir eru; -henda þeim? skjóta þá? Og byrja svo upp á nýtt?

Vil itreka enn og aftur; gott og heilsusamlegt fæði ásamt andlegri næringu og uppbyggingu...ég er ekki einu sinni að biðja um aukin útvistartíma sem er; 2 x 1 klst pr. dag.  

Heiða Þórðar, 7.4.2008 kl. 08:08

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

hehe -já því miður umræðan dettur gjörsamlega niður fyrir núllið þegar ég uppljóstra í kvöld hvort nærfötin mín voru; bleik blúnda -ýmind sakleykis og ó-frelsis
eða eitthvað annað...

Heiða Þórðar, 7.4.2008 kl. 08:20

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

já Svana, mikið rétt

Heiða Þórðar, 7.4.2008 kl. 08:21

14 Smámynd: Anna Gísladóttir

Ég á ekki til aukatekið orð
Hvað er eiginlega að hjá Margréti Frímannsdóttur ?

Anna Gísladóttir, 7.4.2008 kl. 09:00

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

bara svo þí vitir það þá er ég ekki í neinum ...amk núna.......nærfötum..

Einar Bragi Bragason., 7.4.2008 kl. 09:18

16 Smámynd: Gísli Hjálmar

Þetta eru áhugaverðar samræður.

Það sem vekur upp spurningar hjá mér í þessu sambandi er hvort það sé virkilega svo að Margrét Frímanns ætli sér að draga úr þeim betrunarúrræðum sem hafa verið í boði á Litla Hrauni hingað til.

Það hljómar ekki sannfærandi í mín eyru þar sem Margrét er þekkt af því að vilja öllum vel og þá sérstaklega þeim sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni á einhvern hátt.

Hún hefur td. látið mjög svo til sín taka í mörg af þeim málefnum sem aðrir pólitíkusar hafa ekki talið sér fært, eða kosið ekki, að sinna. En það eru sérstaklega málefni sem snúa að áfengis- og vímuefnamálum. Og í þeim málaflokkum hefur Margrét ekki látið sitja við orðin tóm heldur látið verkin tala sínu máli.

Í því ljósi finnst mér þessar umræður svolítið vafasamar. Sérstaklega þar sem það virðist ekki vera um neina yfirlýsingu frá henni til að styðjast við.

Það er líka gott, að mínu viti allavega, að hafa það hugfast að við verðum að gæta að því sem við fullyrðum í garð annarra. Og ég er örugglega ekki mannanna beztur í þeim málum frekar en á öðrum sviðum lífsins. 

Gísli Hjálmar , 7.4.2008 kl. 10:33

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það er nákvæmlega málið Gísli; ég hef þessar upplýsingar frá þessum aðila sem ég heimsótti í gær (sem er reyndar yngsti bróðir minn -ef það hefur ekki þegar komið fram), eitthvað hlýtur hann að hafa fyrir sér í þessu.

Umræddur er alls ekki í þeim gírnum að úthúða viðkomandi; gaurinn er svo yfirnáttúrulega snortin af Guði og hans fylgdarliði að undirritaðri finnst stundum nóg um.

Hann hefur og hafði enga ástæðu til að ljúga. Þessi umræða er alls ekkert vafasöm...hún er nauðsynleg. Ein heit máltíð á dag - og draga saman fundarsókn.

Hafðu það gott minn kæri...stendur boðið ennþá eða? 

Heiða Þórðar, 7.4.2008 kl. 10:42

18 identicon

En svo var líka einhverjum presti bannað að mæta til fangana. Sá átti víst að ná til þeirra svo eftir var tekið. Í staðinn mærir fangelsispresturinn á fangana með einn kúbverskan í munnvikinu og blæs boðskapnum á þá...

Ég er sammála að fangelsi eigi ekki að vera einhver lúxusgisting. En við viljum að menn komi betri út, ekki forhertir glæpamenn sem hafa verið í upplýsingaöflun frekar en betrunarvist.

Varðandi kommentið um Íslendingin sem situr í einangrun í færeyjum, þá eru það fullgrófar aðgerðir. Ég væri ekki hissa þó að það varði við einhverja mannréttinda sáttmálana, kannski að þeir séu með útibú frá guantanamo?? Tala nú ekki um ef að hann er saklaus eins og allt bendir til... 

En vonandi ratar þessi umræða á borð einhverra sem krefja Margréti Frímanns um svör og hvað sé hæft í þessu.

Fowler (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:03

19 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Ég þekki morðingja sem fer að fá dagsleyfi núna á næstunni... Hann fékk einungis 11 ára dóm fyrir að svipta unga konu lífi og tvö lítil börn móður sinni... Hann hefur nú setið inni í rúm 3 af þeim 11 sem hann  fékk. Um áramót fær hann svo helgarleyfi.
Hvað finnst ykkur um slíkt - ?

Linda Lea Bogadóttir, 7.4.2008 kl. 11:42

20 Smámynd: Gísli Hjálmar

Einsog ég sagði þá eru þetta viðkvæm mál. En það sem gerir þau sérstaklega erfið er að þau snerta flesta á einhvern hátt.

Jú,jú Heiða. að sjálfsögðu þá stendur mér alltaf á ... boltinn er hjá þér.

Annars til hamingju með greinarbirtinguna í Mogganum.

Gísli Hjálmar , 7.4.2008 kl. 14:08

21 Smámynd: Fiðrildi

 . . athyglisvert og skýrir kannski að hluta óeðlilega háa tíðni sjálfsvíga innan múranna ?  Fallegt af þér að elska persónuna óháð gjörning . . . ekki allir sem kunna það ;)

Fiðrildi, 7.4.2008 kl. 15:35

22 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 19:13

23 Smámynd: Solla Guðjóns

Þessi mál gera mig afskaplega reiða og jafnframt auma.Það eru svo margir fletir í þessum málaflokk.

Ég ber mikla virðingu fyrir Margréti Frímannsdóttur og trúi hreint ekki að hún sé að gera þessa hluti allavega ekki sjálfviljug því hún er þekkt fyrir að láta sig málefni þeirra villuráfandi varða og það vel.

Að taka mat og AA fundi af föngum er mannvonska af mínu viti og enn og aftur þá er ég bara ekki að trúa því á Margréti.

Hins vegar eru fangelsi og betrunar mál í algerum ólestri hér á landi.

Það þarf að vera miklu fleiri sjoppur undir þessi mál og það þarf að flokka niður í þær eftir afbrotum.

Solla Guðjóns, 7.4.2008 kl. 22:04

24 Smámynd: Gísli Torfi

ætla að kvitta fyrir mig Heiða mín... er bara enn að hugsa... Ég bið á hverjum degi fyrir elsku besta vini mínum sem er þarna.... spurning að fara að bæta Möggu Frímans á listann..

kv G.

Gísli Torfi, 7.4.2008 kl. 23:42

25 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Það er hræðilegt að þetta sé svona slæmt á hrauninu.. en vogur er skítakompa að mínu mati...

Sá aðili sem Heiða talar um er góður vinur minn og vill maður náttla að honum líði vel þarna inni en þeir fá 4 fundi á viku. Margrét á ekki eftir að endast lengi þarna og sú stefna sem hún er að fara er ekki góð enda er hún komúnisti og komúnistar er guðleysingjar og vinna ekki vel á andlega sviðinu...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 8.4.2008 kl. 17:24

26 Smámynd: Óskar Arnórsson

..ég reiknaði að gamni lögbrot framinn gegn föngum á litla-Hrauni og þau voru fleiri en afbrot fanga samanlagðara!

Að vísu eru þetta smábrot, engin alvöru edrúgángur til, hefur aldrei verið til og verður aldrei til fyrr en fangelsinu verður skipt í 3 hluta með engum samgangi milli fanga..

ástæðan fyrir minnkun 12,spora funda og koma með ekki neitt í staðinn, er að sumir hafa notað fundinna til að afgreiða dóp á fundunum.

..Var þarna í eitt ár og skipti mér einu sinni af máli sem var fyrir utan mitt "verksvið", samt beðin um það, og rekinn 5 vikum áður en ég var hvort eð að hætta að því ég skrifaði skýrslu til Björns ráðherra, lenti í riflildi við valtý týran sem er hættur núna, eins og ég sagði honum að hann myndi gera...

..ég bað Björn um löginn sem maður ætti að fylgja og listan yfir lögin sem maður ætti að gefa skít í! Eini menntaði afbrotafræðingurinn með viti og kunnáttu, er með einhverja skrautvinnu í Borgartúni!

..svo er engin glæpamaður þarna, nema einn, bara afbrotamenn, og snillingarnir í Borgartúni sem kunna allt, vita ekki muninn hver er hvað..nema Erlendur sem engu ræður nema hver á að fara á Vernd..

ekki einu sinni skútustrákarnir fengju vinnu við að fara út með ruslið hjá alvöru glæpamönnum, sem sjaldan sjást í fangelsum..nema einn og einn.

..Samt er fangelsið rekið sem öryggisfangelsi samkv. Asnalegri kópíu frá USA og mórallinn eftir því...

..svo er megnið af föngunum ósakhæfur samkv. lögum því þeir eru flestir halnir sjúkdómi...70 % af föngum yrði sendir beint á meðferðarheimili en ekki fangelsi í Svíþjóð, en það lögbrot nenni ég ekki að skrifa um hér. það þarf að endur mennta allt dómskerfið upp á nýtt..takk fyrir góðan pistil...

..það verður gaman að sjá hvort nýji fangelsisstjórinn komi með úrbætur, og það ætti að r´fa svona 7 - 10 starfsmenn þarna úr úniforminu og kæra þá alla saman..

..og ég veit fyrir hvað..það er öllum ráðgjöfum hent út sem hafa sj´´alfstæða skoðun, hvað þá ef þeir vinna eftir Evrópureglum þar..það var bannað meðan Valtýr var við völd. Ég náði samt að valda einu taugaáfalli hjá honum svo ég vona að hann hafi skilið eitthvað af því sem ég var að segja..ef hann gengur ekki þá til sálfræðings eftir það samtals..

..hann gleymdi að ég er þjálfaður í að eiga við ofbeldismenn, bæði í orði og verkum..og hann reyndi stæla við mig sem hann gerir sjálfsagt aldrei aftur...

..svo skuldar hann mér pening sem hann ætti að hunskast til að borga..fýluapinn sem hann er og tvöfaldari en flestir sem ég hef séð í vinnu með manneskjur.

Hann er sjálfsagt ágætis maður persónulega, en hvað er fólk að ráða sig í vinnu sem ekkert kann??

Fangar eru líka fólk.. Takk fyrir góðan pistil..sammála öllu sem þú skrifar..

Óskar Arnórsson, 8.4.2008 kl. 21:10

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

Björn Bjarnason er eini heiðarlegi ráðherrann á Íslandi þó ég sé ekki sammála honum í mörgum ákvörðunum.

Hefur bara slæma ráðgjafa í kring um sig.

Okkur vantar ekki fleiri fangelsi, heldur alvöru meðferðarstofnanir og hann er svo sannarlega búin að heyra þá skoðun frá mér og fleiri skoðanir sem ég hef á þessum málum...það er logið í hann eins og alla aðra ráðherra á þessu landi..

Óskar Arnórsson, 8.4.2008 kl. 21:16

28 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk kærlega fyrir þitt innlegg Óskar.

Heiða Þórðar, 8.4.2008 kl. 23:36

29 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þessi ástæða sem þú gefur upp sem ástæða þess að draga úr fundarhöldum finnst mér í hæsta máta fáranleg; ef ég hefði haft einhvern vilja eða löngun til að smygla fíkniefnum inn á Litla Hraun þá hefði það verið hægðarleikur einn!

Og þá er ég ekkert endilega að tala um í gegnum rass eða kynfæri... 

Hvað varðar samskipti fanga á svokölluðum "edrú-gangi" og þeirra sem eru í neyslu er ég sammála. En eftir því sem mér skildist þá elda þeir saman á kvöldin. Slá saman í púkk fyrir matnum og útivist er sameiginleg. 

Einhverntíma heyrði ég að ekki væri ráðlagt fyrir fíkla sem vildu halda sér á beinu brautinni að vera í samskiptum við aðila sem væru í neyslu.

Þarna er engin spurning um val.  

Heiða Þórðar, 8.4.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband