Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Lesist hægt, vandlega og með fullri athygli :)

Fóstufeður voru fjölmargir og voru þeir flokkaðir –allir sem einn. Fyrst gengust þeir undir nöfnum en þar sem mér var fyrirmunað að leggja nöfn þeirra allra á minnið kallaði ég þá suma eftir dýrum. Hundur, köttur, froskur, hestur, asni, api, górilla, fífl ofl. Mér fannst það líka meira lýsandi fyrir persónuleika þeirra. Þorsteinn segir ekkert til um hvernig maðurinn er, en górilla gerir það. Þórir segir ekkert um útlit viðkomandi en hundur gerir það.

Einhverju sinni vorum við krakkarnir, eða við sem eftir  sátum, færð inn í hjónaherbergið á félagslegri íbúðinni sem mamma leigði af bænum. Íbúðina fékk hún á þeim forsendum að hún væri einstakur fjöryrki.  Górillan var listmálari  og þurfti herbergi undir starfsemina.  Ég minnist þess að  loftið var þakið spegli, horna á milli og upp í lofti. Í fyrstu fannst mér gaman að liggja upp í rúmi og fylgjast með sjálfri mér og þeim krökkum sem deildu með mér svítunni. Seinna meir hataði ég spegilinn.   Einhverju sinni voru yngri börnin sett í pössun næturlangt. Þau komu aldrei aftur. Af einhverjum ástæðum var mér haldið eftir, er ekki frá því að ég hafi verið upp með mér. Að mér hafi fundist ég svolítið spes og spurðist einskis um afdrif þeirra. Hluti  af hamagangnum sem tryllti allt og bramlaði var hljóðnaður og þess vegna saknaði ég þeirra ekki hið minnsta. Meiri athygli frá mömmu, bæði neikvæða og jákvæða.

Górillan var verstur þeirra allra.  En ég lærði líka af honum. Er ekki sagt að maður læri af öllum andskotanum? Læri af allri reynslu? Ég lærði tildæmis að setja upp krók á innanverðri herbergishurðinni minni. Ég má vera þakklát Gorillunni fyrir það. Ekki Guði.

Ég lá eina júlí nótt inn í stóra herberginu og ég óskaði þess heitast að ég væri vörubíll. Stjarna ein  á himnum smaug sér inn á milli gluggatjaldanna og kyssti mig létt á vangann. Ég var rétt við það að halla aftur augunum þegar hurðin að herberginu opnaðist. Þarna stóð hann í öllu sínu veldi. Stóra loðna kvikindið. Górillan. Ég vissi það ekki þá en átti eftir að komast að því að hann var kafloðinn á rassgatinu. Ég sá það í speglinum. Loðnu krumlurnar læstu sér um líkama minn og fúli andardrátturinn át mig upp að innan. Hann hvíslaði;

-mamma þín sendi mig til þín, litla druslan þín. Ef þú þegir ekki, drep ég þig!

Ég var níu ára gömul.

Ég lamaðist af hræðslu og þorði varla að anda. Ælan steig upp í munn mér þangað til ég kastaði henni frá mér og á hann. Auðvitað sendi mamma hann ekki til mín. Hann hvíslaði í eyra mitt í kveðjuskyni;

-ef þú  vogar þér að segja frá, þá drep ég þig kvikindið þitt!

Ég hafði lengi vel haft dulda og rómantískar hugleiðingar í hjarta, um að dauðinn og himnaríkisvist væri það besta á jörð, þannig að ég sagði mömmu frá.  Mig langaði til að deyja.

-Ég hélt hann væri hættur þessu eftir að ég kom að honum með þig allsbera inn á baðherbergi, runkandi sér í teskeið! Ég hendi honum út!. Nei,  ég drep helvítið! Öskraði mamma.

Ég mundi ekkert eftir þessu teskeiðaævintýri, annaðhvort er meðvitundin lunkinn við að losa sig við óþarfa drasl eða mamma á sýru.

Mér leist  persónulega betur á fyrri kostinn. Ekki gat ég hugsað mér að hafa illa lyktandi og rotnandi lík , með tunguna lafandi  útúr munnvikinu heima hjá mér. Ég grátbað þvi mömmu að henda honum út. Eða drepa hann og henda honum svo út.

Hún gerði hvorugt.

Að skóladegi loknum opnaði ég útidyrahurðina. Ég heyrði hlátrasköll  úr eldhúsinu. Ég labbaði inn fyrir og skólataskan skall í  gólfið með frekju. Þarna sátu þau tvo, Górillan og mamma og voru að borða vínarbrauð með bleikri drullu á,  í miðjunni.  Og hlógu. Górillan leit á mig, allt að því sigrihrósandi. Mamma brosti og sagði einsog ekkert væri;

-ertu komin heim elskan? Hvernig var dagurinn?

Ég starði á þau og muldraði ofurlágt;

-hvað er svona fyndið?

Ég labbaði inn í herbergi, lagðist uppí rúm í skónum og starði á sjálfa mig í speglinum og fannst himnarnir í kringum mig hrynja. Allir sem einn. Mér fannst ég ljót, einskisvirði og hræðslan hreiðraði um sig í hjartanu, þar sem hún festi sér rætur næstu árin. Mamma hafði þá sent hann til mín eftir allt saman. Ég þagði þunnu hljóði, enginn skildi fá að vita.

Górillan var inn á heimilinu næstu árin. Notaði hvert það tækifæri sem gafst til að hvísla í eyru mín þegar enginn heyrði til; -hóran þín, litla druslan þín, þú ert ljót. Hvenær verður næst? Ég hlustaði en sagði ekkert, ég trúði honum. Ég var ljót og einskis virði.  Ég nötraði að innan af hræðslu, sársauka, óöryggiskennd og sjálfsfyrirlitningu...á þessum árum. 

Ég talaði mikið við Guð. Bað hann vinsamlegast og í öllum bænum að drepa Górilluna. Hann gerði það ekki. Ég bað hann að blessa mömmu. Hann gerði það ekki heldur. Ég bað um að eilífðarpartýinu lyki. Hann stoppaði ekki partýið, fyrr en of seint. Fyrir minn smekk. 

Samt missti ég ekki eina örstund trúna á almættið. Fyrir mér er Guð til. Rétt einsog svart og hvítt, það sem fer upp, kemur niður. Ást og hatur. Er til Guð og djöfull. Samkvæmt minni skilgreiningu "var djöfullegt afl" að verki. Fársjúkur maður. Djöfullinn sjálfur. Ég vorkenni honum. Það að geta fyrirgefið eru forréttindi. Ég hef fyrirgefið. Það leynast kraftaverk í fyrirgefningunni. Ég ásaka ekki móður mína. Ég trúi því að hún hafi reynst mér sem best hún kunni og hafði vit til, á þessum árum. Ég ber mikla elsku í hjarta, til hennar.

Njótið helgarinnar elskurnar...sýnum náunganum ást og kærleik og ekki síst, verum góð við hvort annað. Heart

þessi "saga" -er gjöf mín til ykkar Smile kærleikskveðja og kossar á ykkur öll. InLove


Hann er æði!

Fyrir sléttum nítján árum sat ég andspænis mömmu við eldhúsborðið heima hjá henni.

Hún segir;

-sérðu kaffikönnuna/hitabrúsann hérna....?

-já... varstu að kaupa hann eða.....?

-nei, nei,  hvernig heldurðu að sé að koma henni út um litla gatið?

-Mamma.....dísess...þú ert biluð!!!

-Biluð?  Nú?! -þetta er ég nú búin að þurfa að ganga í gegnum nokkrum sinnum góða mín! Og sko sjáðu handfangið... þau eru tvö í raun og veru! Þetta virkaði ekki alveg beint hvetjandi á mig. Í raun dálítið ógnvekjandi, ef satt skal segja. Hitabrúsi!!! Halló!

Ég horfði með hryllingi á rauðköflóttan hitabrúsann, vitandi hvað ég stæði frammi fyrir næsta morgun þegar ég yrði sett af stað. Hlustaði á sögur um ofur-stóra-hausa...flækingsfætur, rifnar pjöllur og rassa, á meðan hugsaði ég um kvalafull endalok mín, þegar ég yrði rifinn í tætlur uns ég gæfi upp öndina!

Lítið vissi ég þá en fullyrði hér með að "Hitabrúsanum" mínum fylgdi mikil gleði, ást og kærleikur.

Ég vil bara að hann viti, það sem ég veit ...og allir aðrir vita; Hann er langbesti strákurinn minn í öllum heiminum! Og ég elska hann út af lífinu. Sonur minn er 19 ára á morgun 8. nóv Heart

Hann er æði! Ég er svo stolt af honum!

Sóldís Hind og Ari Brynjar -gullin mín Heart

hei_a_gunni_og_ari_40_-1_722012.jpg


Guð býr heima hjá mér!!!

Ég er lifandi sönnun þess að Guð er til. Alveg heilagur sannleikur. Oftar en ekki, hefur mér fundist ég vera á eintali við hann...en ekki lengur.

...ok ok...ég bað hann um vetrardekk í fyrra. Um morguninn þegar ég kíkti undir bílinn þá var bílgarmurinn ennþá á sumarhosunum...mér fannst þetta svolítið skítt af honum, þvi ég hafði frétt af vandamáli í Ameríkunni. Fólk var að læknast í bílförmum og standa upp úr hjólastólum. Mikið probleme myndaðist þegar að hjólastólar voru skyldir eftir fyrir utan söfnuðina í hundraða tali.

Aðrir báðu um gull í tennur og fengu. Ég persónulega get ekki skilið afhverju viðkomandi/viðkomendur báðu ekki um hvítar fyllingar! Ég hefði gert það.  Mér finnst afleit tilhugsun að splæasa gulli í kjaftinn... Svo bið ég Guð auðmjúk um um skitinn notuð en heilleg vetrardekk ... og nei nei...ekki týmdi hann að spreða þeim á mig, hvað þá meir!!! HALLÓ!Woundering Varð alveg bit...eiginleg hálffúl...

En svo hef ég komist að svolitlu...sem svínvirkar!

Málið er bara að biðja, sleppa, trúa og treysta. Og málið er dautt!

Hætta þessu eilífa suði í Guði og samningaviðræðum ... og þakka þakka þakka...fyrir sig og sitt. Þakka fyrirfram fyrir það sem við viljum að hann gefi okkur. Ég bað hann að græja pening einn morguninn...fyrir bensíni á bílinn sem dæmi,...það kom eitt stykki þúsari úr ólíklegustu átt seinnipart dags!  Nú haldiði að ég sé orðin endalega klikk...en það er flott!  Mér finnst æði að vera klikk. Þetta er absúrd dæmi...en...

Að hugsa sér þau forréttindi að hafa "hann"  til að sjá bara um alla pakkana sem á vegi manns verða í daglega lífinu. Díla við  vandamál og aðstæður, fólk og fávita. Leggja allar áhyggjur yfir á herðar hans. Það er þvílíkur léttir! Maður getur bara sönglað og dansað þetta í gegnum allt og ekkert...og það sem mest er um vert;  -don´t worry be happy... og verið glaður og áhyggjulaus í hjarta og sinni. Ég meina common...er þetta einhver spurning "folks" ?

...að gamni langar mér að deila svolitlu með ykkur. Ég hitti ekki alls fyrir löngu einslega forstöðumann ákeðinnar kirkju hér í bæ. Eftir einhverja stundar spjall, vildi hann biðja fyrir mér. Hann vildi ma. biðja Guð um mann fyrir mig. Ég horfði djúpt í augu hans grafalvarleg og sagði af fullri einlægni;

-æi, nei...biddu Guð frekar um betri bíl handa mér...

Hann bað Guð um bíl og mann.

Ég fékk bílinn, og mig grunar að "dularfulli maðurinn" hafi beðið um góða konu ...og ég sé hún Wink

Ég held samt fyrir mitt leyti að aldrei verði hægt að sanna tilvist Guðs...hann býr í hjarta hvers og eins. Hann treður sér ekkert inn. Maður verður að opna...leita og finna. Og ýmislegt fleira. Reyna að vera góður, stilltur og prúður. Það má líka alveg segja; pjalla og allt...W00t

 Mér þykir óendanlega vænt um ykkur -þúsund og einn koss á línuna Heart


mbl.is Auknar líkur á tilvist Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er flott að vera feitur?

Ó já! Grannur líka. Flottast að mínu viti er að vera heilbrigður.

Jæja ok... þar fór staðfestan fyrir lítið og feldurinn fokinn. Ein mér afar kær vinkona sagðist hafa hugsað þegar ég læsti ykkur úti; -hvað skildi hún endast lengi...eins gott að ég veðjaði ekki upp á einhverjar "kúlur". Hér er ég semsagt komin enn eina ferðina Blush...velkominn öll í heimsókn....ég á kaffi og með'ðí...ég saknaði ykkar ógurlega InLove

Ég ætla nú bara láta í ljós skoðun mína hérna undir berum himni, takk fyrir!

Fröken feit og falleg?! Æi nei...hvað er verið að skilgreina fólk feitt eða mjótt, stórt eða lágvaxið?! Þoli ekki þegar fólk er sett í  dilka og skilgreint sem feitt og fallegt, grannt og ljótt osfrv. Allir sem eru með 20% skynbragð og taste af common sence...hlýtur að sjá að fegurð hefur alls ekkert með útlit að gera. Ekkert með það að gera...þ.e.a.s.  þennan kassa sem er utan um sálina og hjartað!

Gildir einu þó kassinn sé málaður fjólublár!

Fyrirsögnin afleit! Oj...

...allir eru fallegir...misfallegir þó Wink og ljótir...misljótir. Feitir og flottir...mjóir og .....

...bíð spennt eftir keppninni; Ungfrú "augabrýr"... þá ætla ég að taka þátt og vinna. Er með afskaplega fagrar augabrýr að sögn systur minnar.

Að þessu slepptu hefur ýmislegt drifið á daga mína. Ég tildæmis er búin að fara með tveimur bloggvinkonum mínum í bað! Jebb...ekki í einu. Í sitthvoru lagi.  Einn fósturfaðir fyrrverandi kom í baðið með mér líka. Hann var bara stakur ...þær voru ekki með. Bara ég og hann.

Staðreyndin er sú að einsog mér finnst gaman að tala í síma...þá er ég bara með einn munn...og vill vera þáttakandi í samræðunum. Ég er oft í símanum semsagt og í baði...

Viðurkennist; Í sumum tilfellum...skiptir engu þó ég sé með einn munn og tvö eyru, þó svo ég sé í baði. Nei, það eru svona samtöl þegar ég rétt skáskýt með haglabyssu einu og einu stykki jái. Gæti gert það með bossanum þessvegna. Hugsanlega hef ég verið að jánka uppáskrift á víxli já og/eða drætti i einhverjum tilfellum! Yfirdrætti. Skítt með það!

Afar innihaldslaust hjal sem skilur ekkert eftir sig. 

Að endingu; ég kveikti í einu stykki kokk. Kokkurinn er svín.  Hann á körfu sem stendur við hlið hans alla jafna. Í körfunni eru tannstönglarnir mínir.  Ég kveikti undir hellu þar sem hann stóð á og var að punta mig í mestu makindum inn á baðherbergi...þegar ég finn einkennilega lykt...ég hunsa lyktina...kem svo fram og sortnaði fyrir augum. Kotið var eitt reykhaf! Og lyktin sem mætti mér andstyggð ...og er enn, þrátt fyrir þrif og reykelsi ...útloftun og hvaðeina.

Þegar ég kom heim i kvöld var ég svo jákvæð, hamingjusöm og glöð í hjartanu...að þegar fílan mætti mér hugsaði ég;

-mmmm....þetta er eiginlega svona mandarínulykt!

Össss mig hlakkar til jólanna Smile

es: mæli eindregið með færslu sem bróðir minn henti út í loftið, afar persónuleg og dapurleg lýsing á heimilisaðstæðum í hans/okkar uppvexti... hans upplífun og reynslu. Vekur mann til umhugsunar um það sem skiptir í raun máli... Heart

http://fowler.bloggar.is/blogg/407327/Thad_sem_skiptir_okkur_mestu_mali

 


mbl.is Fröken feit og falleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég staðráðin!

Ætla að leggjast undir feld. Smá hux-erý í gangi hérnamegin. Kannski skreyti ég jólatréð í kvöld, hver veit ...Wink

Endilega sóið ekki kærleikanum...látið hann ekki fara til spillis. Nýtið hann og notið, endurvinnið jafnvel.

Verið góð við hvort annað.

Ykkar einlæg, Heart


Í sannleika sagt...

...þá er ég að verða drulluleið á þessu fucking´s pakki;

-gröðum körlum, strákum og vanvitum sem ég er að draga að mér í gegnum þennan miðil! Auðvitað býð ég upp á það að vissu leyti, með pjöllu-, typpa- og rassatali!

En sér engin húmorinn í þessum færslum mínum? Ítreka; ég er ekki að leita, hvað þá auglýsa eftir; hvorki drætti hvað þá karli! Ég er alveg góð á því sko!!! Eiginlega betri, en bara góð!

Blogga mér til yndisauka, sigurinn er unnin, þegar ég fæ eitt ykkar til að glotta út í annað. Athugasemdir ykkar eru þær gjafir sem ég hlýt að launum. Litar gráa tilveruna. TAKK!

Ég verð vægast sagt brjáluð; þegar ég hugsa til þess að upplýsingar um mig eru grafnar upp, í gegnum heimabanka sem dæmi. Hvar ég bý...símanúmerið mitt og annað sem ég kæri mig hreint ekki um að einhverjir afturkreystingar út í bæ...með samansaumað rassgatið... hafi undir höndum! Þar á meðal kennitalan mín! Fuck this shit!

Ef ég væri að leita að einhverjum pakkadíl með öllu tilheyrandi, þá væri ég á einkamal.is eða einhversstaðar annarstaðar en hér. Ég myndi  ekki kjósa þennan vettvang! Hentar mér enganveginn. Kannski fyrir einhvern, ítreka; ekki fyrir mig. 

Ég vona að skilaboðin séu skýr.

Takk samt fyrir að reyna svo stýft vitleysingarnir ykkar. Býst við að ég eigi að taka þessu áreyti sem hóli. Geri það ekki!!! Þetta er vanvirðing og ekkert annað, við mig og mitt. Ef um hefði verið að ræða vináttu....frábært. En svo er/var ekki.

Í drullupyttinum (rétt við miðju) leynast þó gersemar. Ég hef fundið þá/þær allmarga/r. Ég fullyrði að "gullmolarnir" eru fleiri en skítseyðin á mbl.blog.is  Ég hef eignast einlæga og góða vini á blogginu, þakka ykkur...þið vitið hver þig eruðInLove þið hafið gefið mér mikið og glatt í leiðinni. Fyrir það er ég þakklát.

Góða nótt elskurnarHeart

es; allir eru vinsamlegast beðnir um að halda sér frá draumaveröld minni. Öllum meinaður aðgangur. Dyravörður mun vera við innganginn Wink

 

 

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband