Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Svartur köttur og tveir glærir fiskar...
11.1.2009 | 09:59
Maður skildi fara sér varlega í óskum sínum. Mínir nánustu hafa ekki farið varhluta af samskiptum mínum af Emil úr Kattholti. Tilfinningar mínir til hans voru alla tíð blendnar. Ég elskaði hann ekki beint þegar ég var að þrífa pissu- og kúkakassann... ekki heldur svo mikið þegar hann malaði svo hátt við eyrað á mér að hann hélt fyrir mér vöku...
...mest var ástin þegar hann lá einhversstaðar víðsfjarri og svaf sem dauður væri.
Svo kom helvítið hann Jón með tveggja metra hælaháan mann, sér til halds og trausts... til að gera langa sögu stutta mættu mér reglugerðir á hvítu A4 blaði...ekkert dýrahald og þar með var draumurinn eða martröðin úti, eftir því hvernig á það er litið. Mín bros og mitt smjaður máttu sín einskis. Kötturinn skildi út. Og hann sem var farin að sofa út í eitt...hættur að kúka og pissa...og ég því farin að elska hann til jafns við hægra eyrað á mér.
Ég gat ekki horft í augun á honum, hvað þá farið með hann sjálf til fyrri eigenda. Ég fékk samviskubit og var töluvert sad í hjartanu. Og ég segi það með sann og meina; það var sárara að kveðja eins-kílóa-katta-kjétið...en flesta fyrrverandi kærasta! Emil fékk þó allavega koss fyrir samveruna... eftir á hyggja stóð ein skær tilfinning uppi sem sigurvegari sem á við í báðum tilfellum; gífurlegur léttir!
Svo voru það fiskarnir...þessir tveir sem eftir lifðu af þeim upprunalegu þrjátíu...í íturvöxnu XXXXXL búri.
Ég elskaði þá ekki shit...fannst þeir frekar sjónmegnum en eitthvað annað. Það var helst skærbleiki kafarinn sem átti troðfulla kistu sem í hafði að geyma gull... og sat í botninum sem höfðaði til mín. Ég var farin að fá efasemdir um þetta stofustáss...sem var lítil prýði. Botninn sló algjörlega úr ferlíkinu þegar ég fékk til mín "söngfugl" einn um hátíðirnar og hún spurði;
-Heiða eru engir fiskar í búrinu...
-uhhh, jú jú...þeir eru sko tveir þarna einhversstaðar... bara leita...
...og hún leitaði og fann og sagði svo kurteisilega og frá sér numin;
-já, ég sé þá núna, þeir eru glærir!!!
Ég ákvað að þrífa búrið í gær, tók þá ákvörðun að þeir glæru fengju að lifa þar til þeirra dagur kæmi. En fyrst voru fataskápar allir sem einn á heimilinu teknir með trukki, íbúðinni var breytt og snúið við, þrifin í hólf og gólf...svo endaði allt aftur í nánast upprunalegu horfi. Eldhúskápar, baðherbergisskápar...ALLT. Hent-hent-hent. Fötin mín fá þeir sem minna mega sín. Svo var ráðist í búrið. Um klukkustundar daður við fiska og búr og snudderý...allt orðið spikkenspann, sótthreinsaði hvern einn og einasta stein.
Rómantískar hugleiðingar voru að birtast mér. Ég ætlaði að kaupa; feita, stóra og vænlega gorma í öllum regnbogans litum. Þeir skildu synda í búrinu, sælir og brosandi og heita; Dúlli, Daddi og Diddi og kannski einn tilli... ég ætlaði að fæða þá með úrvals vítamínbættum fiskimat af flottustu sort og elska þá alla til æviloka. Ég var alsæl.
Ég kom búrinu fyrir á annan stað og fór að bera í hana margar, margar fötur með vatni ...nokkrar ferðir. Ekki of kalt -ekki of heitt. Ég var rifin upp úr hugsunum mínum... þegar blotna í fæturnar...í æðisbunukastinu hafði myndast sprunga í búrið...sem stækkaði og stækkaði og byrjaði loks að öskra á mig...loks fór að flæða...um allt gólf! 30 ltr. takk fyrir!!!
...ekki frekar en þegar Emil fór....gat ég horft í augun á fiskinum þegar ég sturtaði þeim niður í klósettið...blessuð sé minning þeirra.
Óska þess að þið eigið ævintýralega skemmtilegan sunnudag knúsist, elskist og kyssist...það er svoooo óendanlega gott ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ég geng með trefil um hálsinn -ekki andlitið!
8.1.2009 | 12:21
Dreg til baka þau ummæli mín um að taka ekki þátt í umræðunni um mótmælin. Geri það barasta ef sá gállinn er mér. Og hann er á mér. Fagna tjáningarfrelsinu með blöðrum og blasti. Það að mega skipta um skoðun hvar og hvenær ég vil, ber að fagna einnig og eru í sjálfu sér forréttindi....
... varðar mótmælin fyrir utan Landsbankann í gær. Umræðuna í kjölfarið. Ég er andvíg spillingu af öllu tagi. Þeir sem hafa farið verst úti vegna núverandi ástands eiga samúð mína alla. Sér í lagi viskan okkar; eldri borgarar sem tapað hafa ævilöngum sparnaði sínum og fleiri og fleiri og fleiri.
Þeir sem mæta í mótmæli fá skerf af minni virðingu fyrir að mæta víðsvegar um bæinn hvernig sem viðrar, það er meira en ég get sagt. Þeir sem hamast þetta á svívirðilegum forsendum og áætla að það komi af stað breytingum til hins betra með því að eyðileggja, öskra og haga sér einsog fáráðar fá enga samúð. Þeir hinsvegar sem koma fram og tala með vitrænum hætti um sín sjónarmið við fjölmiðla um málstaðinn fá allan minn stuðning. Líka þeir sem eru ekki minnar skoðunar.
Góð og gild eru sjónarmið og rök "nornarinnar" að koma fram hulin, þar sem hún sjálf dregur athyglina frá málstaðnum sjálfum. Einnig til að verja sína nánustu og nábúendur. En það er röddin, röddin sem þekkist,...ekki nema að hún fái hana útsenda "blurraða" út í loftið...
Í fréttum stöðvar 2 í gær, var það einmitt rödd eins mótmælanda sem ég þekkti strax. Rödd sem ætti í raun að vera að tala fyrir háu hlutfalli þjóðarinnar og koma með málefnaleg rök fyrir veru sinni þarna. Ötull stuðningsmaður mótmæla. Kæmi mér ekki á óvart að hún hefur mætt á þau öll. Enda algjör forkur. Mótmæli kunnu jú víst vera til að ná athygli...og hvað er betra en athygli meirihlutar þjóðarinnar og stjórnmálamanna?
Kannski var hún þarna til að sýna hópnum sínum stuðning, kannski ætlaði hún að ræna banka með félaga sínum. Kannski vissi viðkomandi um hvað málið snerist...en klárt er að hún fékk til þess gullið tækifæri til að útskýra sjónarmið sitt, ef eitthvert var... með "mækinn" frá fréttastofunni beint í andlitinu; ...kvaðst vera að mótmæla "ástandinu"...svo kom ; -annars hef ég ekkert við ÞIG að segja"...
En bíddu...þarna var ekki boðið upp á one on one conversation...nei þarna hefði verið hægt að útskýra fyrir t.d. svona afturkreistingum einsog mér og öðrum fáráðum sem eru með hausinn undir einhverjum dularfullum sandi eða í eigin rassgati og gerir ekki neitt í málunum! Vitleysingi sem bloggar bara um typpi og píkur, níðingar og rassa og gengur eingöngu með trefil um hálsinn og í háum hælum.. um hvað málið snerist. Um hvað málið snerist, annað en leggja áherslu á að víkja Elínu úr prinsessusæti sínu með bláum krít og hjólastól! Þessi gjörningur fyrir utan Landsbankann með trefil fyrir andlitið (í stað þess að vera með hausinn í sandkassa á suðrænni strönd), bolta og krít, hjólastól og svarta hárkollu...skilst mér að eigi að vera táknrænt fyrirbæri og eitthvað annað... gott og vel. En hvað?
Ég get engan veginn skilið hverju þessi skrípaleikur á að áorka, ef ekki til að ná athygli yfirvalda og þjóðarinnar. Ég hlusta ekki á rök um réttlæti skemmdarverka hvað þá útrás á neikvæðum tilfinningum fólks með því að fólk sé reitt!
Kannski væri lag að berja þá sem standa manni næst? Nú eða kannski elska þá örlítið meira! Eitt er víst að það er ekki fræðilegur möguleiki að hata og elska í sömu andránni!
Ykkur að segja er gnógt nóg af fiskum i sjónum...engin kreppa þar...ætla að þvi tilefni að borða fiskisúpu í kvöld...og njóta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Geðsjúklingur eða mótmælandi? GEÐSJÚKLINGUR!!!
7.1.2009 | 12:38
Ég vaknaði upp eina nóttina ...eftir að hafa talið umþb. 1008 rollur í öllum regnbogans litum...fann ég og vissi að andvaka yrði mitt hlutskipti þá nóttina. Ég lét það eftir mér að fara fram og drepa tímann (og það þrátt fyrir að ég geri ekki flugu mein) og kíkti til allra bloggvina minna og víðar.
Eftir stóð að mér finnst hlutskipti móður minnar sem geðsjúklings öfundsvert, miðað við ástand sumra í bloggheimum. Þessa dagana er hennar einasta vandamál að koma til mín í naglalagfæringu, -á meðan þeir hinna verst settu; sjá köllun sína í að fordæma, hatrammast með þvílíkum djöflagangi á lyklaborðinu að mér verður flökurt! Held að það hafi ekki farið fram hjá einum eða neinum að ég þoli ekki þegar nýðst er á einstaklingum á þessum vettvangi eða öðrum.
...og svo kemur alltaf ein úldin sena sem notuð er í vörninni;
-hvað... ég er bara að segja skoðun mína!
Ég stórefa að viðkomandi aðilar og ekki nema þeir sem eru allra allra verst settir vilji vita um álit ykkar persónulega á mönnum og kerlingum og öðrum kvikindum. Ég er alls ekki að tala um málefnin sjálf sem hafa algjörlega verið sett á hliðarlínuna.
Ég er ekki að sjá að kerlingar með feit rassgöt og karlar með sveitta skalla breyti núverandi ástandi í þjóðfélaginu með því að tjá sig á blogginu með svo eitruðum skrifum að beiskjan og hatrið og viðbjóðurinn lekur út úr sérhverjum eða sumum pennum. Guð forði mér frá að leggjast svo lágt...má ég þá biðja frekar um áframhaldandi bólgur í öllum pörtum líkamans, takk fyrir.
Í mínum huga eiga mótmæli alveg rétt á sér...fannst nú samt á einum vini mínum um daginn þegar hann ætlaði að fara með strákinn sinn í miðbæinn; "rétt að kíkja á þetta lið"...að sá væri ekki að hugsa um tilgang mótmælanna sjálfra. Heldur bara rétt svona að "kíkka á pakkið" .
Sjálfri er mér slétt sama...stundum bungótt sama...en oftast overall slétt sama þó ég sé álitin heilalaus píkubloggari. Ef það væri rauninn, væri ég sjálfsagt eitthvað í líkingu; við einhverra flokks hóru...
...það eru annars til allskyns hórufyrirbæri. Og þessháttar hóra sem ég vísa til eru forréttindi að flokkast undir sbr. hórurnar sem ég rakst á blogginu umrædda nótt. Mér finnst ástandið í þjóðfélaginu ekki síður dapurlegt en öðrum...en að ég láti það lita sérhverja stund í lífi mínu, verði gagntekin og haldin einhverskonar þráhyggju með eilífum hugsunum og blaðri er svona álíka líklegt og ég fengi mér ristað brauð með tómatsósu og appelsínum.
Bið ég ykkur vel að lifa og njóta þess að anda vel og lengi ofan í lungu...flest eruð þið ÆÐISLEGIR englar...svo ekki sé meira sagt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Rétt að kasta...
5.1.2009 | 23:44
Ég ætla nú ekkert að gefa upp hver eru mín fyrst verk á morgnanna. Áður en ég tannbursta mig, kveiki á kertum, fer í sturtu og allan þann pakka.
En ég lofa; það er ákaflega mjúkt, loðið og bleikt. Viðkvæmni mín í að opinbera það ekki, er svona álíka einsog þegar ég var tólf ára; sagði engum að ég elskaði að prjóna. Man að það var ekkert sérlega spennandi hvað þá smart að prjóna.
Að prjóna í víðum skilningi þessa orðs, var einfaldlega hallærislegt. Að hafa eitthvað á prjónunum er hinsvegar kúl...
... þegar lungnabólgan hefur fært sig úr eyrunum mínum...byrjar framkvæmdargleðin á yfirsnúning.
Rétt að kasta kveðju og kossi til ykkar...over and out og grípa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Ég er orðin hundleið á janúargæjanum!
3.1.2009 | 00:41
Ljóna- og dúkkupizzan sem ég matreiddi í kvöld fyrir mig og dótturina voru hreinasta afbragð! Hinsvegar var hamborgarhryggur gærdagsins algjör vibbi jónsson. Eiginlega; Viðbjóður Jónsson. Sósan bjargaði ekki einu sinni kjötinu...þrátt fyrir; að vera það sterk að undan sviði ...niður í rass og aðeins neðar. Kartöflurnar forsoðnu...voru hinsvegar ljómandi! Enda þarf maður að vera ansi lunkinn til að klúðra þesslags matseld. Ætla ég síst að fara að ofmeta snilli mína hérna...beint fyrir framan ykkur hænurnar mínar allar. Kartöflurnar máttu sín þó lítils við hliðina á ómetinu sem fyrir var á disknum....gott ef þær hlupu ekki útaf og ....voru úr leik...í það minnsta fölnuðu þær.
Ég er ekkert endilega að segja með þessu að ég sé lásý kokkur. Neibb..en sko, málið er; þetta með mig og eldamennsku... er svolítið lánum háttað um hver niðurstaðan verður í lokin. Þannig lít ég á það allavega. Svona hvernig stjörnurnar liggja í kortunum, þið skiljið. Strákurinn minn gerir hinsvegar grín að mér; sí-minnugur á þegar ég brenndi pizzulufsu hérna í denn...eða árið 1826...
...dóttirin segir einfaldlega; -mamma þú ert langbest...en pabbi er góður kokkur...og skemmtilegur.
Ég get ekki sagt að ég hafi verið að hugsa um þetta þegar ég sat á glámbekk með bleikan ís í Kringlunni í dag að horfa á iðandi mannlífið. Mannlíf sem hvort eðer ekkert var. Enda óskeður atburður, ... Síminn hringdi... fjandans síminn sem ég stundum vildi óska að væri ennþá í ólagi!
En ég elska samt Nova ennþá.
-Gleðilegt ár elskan mín og takk fyrir öll 39 árin sem við höfum átt saman elsku gullið mitt! Og bráðum verða þau fjörutíu! vei vei....
-sömuleiðis...en hey...róaðu þig á tölunni vina...þetta eru nú ekki nema 38 ár sko...
Ég var alveg handviss í minni sök....nú værir kerlingin, hún mamma mín, endanlega gengin af göflunum!
Upphófust rök og ræður um aldur minn og tilvist á þessar jörð...algebra og ártöl flugu um hausinn minn...ég rétt náði að stöðva orðaflaum mömmu þegar hún var uþb að fara að minna mig á...þegar ég festist með hausinn í pjöllunni á henni og hún sá marglitar stjörnur....(hjúkkit) .... þá rann það upp fyrir mér!!! Ég vildi ég hefði fengist til að ganga með húfu!
Mamma vann. Það er ég sem er endanlega gengin af öllum heimsins hnífapörum veraldar! Guði sé lof og dýrð fyrir að það var ekki hún mamma!!!
Ég hugsaði mikið ...og um allt annað en það sem var að ske í kringum mig....þegar ég labbaði áfram út ganginn í Kringlunni. Allt í einu var ég stödd í "fangi" sem annaðslagið hefur orðið á vegi mínum síðan við tvö vorum unglingar...
Aðra elskulega kveðju ásamt óskum...fékk ég um gleði á ókomnu ári...koss og hlýtt faðmlag... engri bleikri drullu fyrir að fara þar.
Síðast hittumst við í Smáralindinni, ég og hann... þegar hann kallar á mig fyrir jól þegar ég var á þönum;
-Heiða! Komdu!... hérna er dagatal handa þér!!!
-Hey....vá takk...þú ert æði!!!
-1500kall...
-ó ...
...
Dagatalið hefur að geyma myndir af hálfnöktum slökkviliðsmönnum. Einn karlmaður fyrir hvern mánuð. Ekki einn þeirra höfðar til mín, enda verð ég síst álitin sú er fantaserar yfir myndum af fólki og óraunveruleika. Ég vona þó svo sannarlega að ég hafi verið að styrkja gott málefni með þessari svaðalegustu fjárfestingu ársins 2008. Ég er orðin þokkalega vel leið á janúar gaurnum.... hann stendur mér ávallt til hægri handar, þegar ég er í tölvunni að vinna eða leika mér...og gaurinn er með öxi takk fyrir! Auðvitað kíki ég stundum á hann. Annað væri ob-normal...kona sem hefur ekki fundið lykt af karlmanni síðan... uhhh...síðast... Hugsa þeim mun oftar; -úff, fer þessi mánuður ekki að verða búin...þá losna ég við þennan axarmorðinga frá augunum mínum...og mánuðurinn ekki rétt byrjaður...
Tíminn líður og líður...ég er enn staðfastari en áður að njóta hvers augnabliks og elska elska elska einsog ég hafi aldrei verið særð...
Njótið helgarinnar dúfurnar mínar og allir ykkar kalkúnar... dansið, tjúttið og elskið! En í guðana bænum; ekki syngja!
-ég er með logandi hausverk!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Að totta stundum typpið á djöflinum...er dúndurgott :)
2.1.2009 | 01:01
Það er ekki margt sem fer í mínu fínustu taugar. En samt ...sumt-hvað...
Ég held satt best að segja, að taugarnar mínar séu langt í frá fínar. Hvað þá fíngerðar eða penar. Hreint ekki kvenlegar heldur. Allvega eru þær alls ekki mismunandi að lögun eða lit....svo mikið veit ég! Ýminda mér þær feitar og pattaralegar...teyganlegar og sterkar. Ekki í eitt sinn hef ég fengið fall á þær...enda trúi ég ekki á; tauga-á-fall...
Hér er ég - um mig - frá mér - til mín
Bróðir minn sagði við mig í gær að ég ætti að hætta að totta typpið á skrattanum...Ég leit á hann og roðnaði fyrir hans hönd og mömmu auðvitað... Mínar hendur tróðu sér lengst ofan í vasa. Mér fannst einhvernveginn orðalagið hjá drengnum fyrst og formost forljótt og ósmekklegt...svo ekki sé meira sagt! Að halda því fram að ég fremji slíkan verknað að meðaltali fimm til tíu sinnum á dag...stundum oftar...með tilheyrandi fílu og andköfum...veldur mér verkjum fyrir brjósti og í mjóbaki...og mér verður bumb-ult!
Svo hvarf sá fallegasti undir morgun. Ég fór á stúfana í dag... í gegnum símalínuna mína og fann einn fó-pápann.
-Heyrðu Heiða mín....hún hefur líklegast hlekkjað hann við rúmið, daman. Hann er ekki enn komin heim! Sniðug var hún! Mér skilst að þetta unga fólk í dag sé með svona allskonar drasl í sínum rúmum! Handjárn og dót! Ha?!!!
-uhhh....já er það......?
Svo var það einn vinur minn sem sagðist ætla að skjóta sig í hausinn á msn í dag... hann leitaði huggunar í hárrétta átt...í austur....og svo til mín....
Ég bað hann i öllum bænum að Halda kjafti, kjöftum og sönsum! Hætta þessu væli, víli og voli. Ráðlagði honum samhliða að hvíla höfuð sitt á milli brjósta minna...í huganum sko...og málið væri dautt!!! Hann ku hafa gjört það...enda get ég verið ansi lunkinn og sannfærandi á stundum...
Gæinn hefur síðan staðið. Á fótum tveim. Óskotinn. En samt skotinn. Skulum við vona... eða ekki...
Þegar maður er búin að vera of lengi í náttbuxunum sínum, fjarri fólki og lifandi verum, nema ketti sem gerir lítið annað en kúka...tapar maður örlitlu af vitinu. Það segir sig sjálft. En vonandi bara tímabundið. Einsog ég núna sem dæmi. Ég er á útopnu í "bullunni". Það góða í stöðunni er; ég er farin að ná nokkurskonar eðlilegri öndun án mikils sársauka og án aðstoðar. Svona eftir á að hyggja vona ég að súrefnismettunin hafi ekki dottið mikið niður fyrir áttatíu og ég hlotið varanlegan heilaskaða af "volkinu"....
Dagurinn minn leið einfaldlega einhvernveginn svona á bleikum náttbuxum og á innsoginu eftir súrefni....
Það sem ég ætlaði að tala um í upphafi var og er hinsvegar þetta;
Hvað er málið með þetta sæta - sæta - sæta krapppp?!
Þetta "sæta" bullshit sem er í gangi einsog flogaveikur vírusandskoti er mig lifandi að drepa! Ekki lungnabólgan! Þetta er bráðsmitandi fjári í þokkabót! Veldur mér klárlega meiri flökurleika, en þetta thing með að blowjobba djöfulinn ...60 sinnum á dag!!!
-Hæ sæta. Hvað segirðu sæta? Voðalega ertu fín sæta! Já sæta? Í alvöru sæta? Ok sæta! Sjáumst sæta...
EÐA ALDREI AFTUR LJÓTA!!!!
Ef að þetta verður sagt við mig einu sinni enn (þó ekki væri nema hálfu sinni) með slepjulegri bleikri drullufals-rödd; þá er ég hætt að fikta við hugrenningar um að myrða einhvern...ég læt verða að því! Notabene...gildir einu hvort maður er forljótur....þessari leðju er hent yfir mann samt! Takk fyrir!
Annars er ég dúndurgóð og elska ykkur meira en orð fá lýst eða í drasl!
Ást, friður, endalausir kossar, kærleikur og friður í rassinum á yður ...-öllu blandað saman og hnoðaður úr; feitur og frekur bolti; sem síðan er hent í hausinn á fíflunum sem stóðu fyrir eyðileggingunni í mótmælunum fyrir utan Borgina... sendi ég ykkur með blasti hér með!
(úff -anda anda anda...)
Víííííí....grípa - miða - henda!!!
Bloggárið og árið allt og það sem því viðkemur....verður tekið með trukki í minni höll!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Hefði samt viljað sleppa sumu...
1.1.2009 | 16:11
Ég var svo sátt í hjartanu í gærkveldi þegar ég stóð og horfði út á milli gluggatjaldanna að kattarkvikindið fékk að hvíla á milli brjóstanna . Emmalingurinn skalf þarna mitt á meðal, á meðan ég klappaði honum frekar undurblítt. Augun hans stóðu þokkalega vel út úr hausnum. Hann var frávita af hræðslu... en hinn sáttasti samt virtist vera, að ég skildi sýna honum nærgætni eftir að hafa verið frekar fruntu- og truntuleg undafarna daga. Enda fékk ég tímabundið ofnæmi fyrir honum. Taldi mig hafa verið haldin tímabundnu æði...vegna þessarar ákvörðunar. Þ.e. að taka kettling inn á heimilið. Ég er að vísu ennþá á því...en þar sem ég er stödd á fyrsta degi ársins ætla ég að vera góð áfram. Og læt sem vind um eyru þjóta að kettir séu frá djöflinum komnir...
Nágrannarnir allir sem einn, sáu um að sprengja tvöþúsundogáttuna upp í drasl og rusl. Áður hafði helvítið hann Jón sópað gangstéttir í nágrenninu. Allt var því fjarska flott og fínt fyrir fjörið. Mér var farið að leiðast þófið í skotglöðum og -gröðum einstaklingum fljótlega uppúr miðnætti. Ég var einstaklega sátt við að kveðja áttuna, sé ekki eftir neinu...sakna einskis, hefði samt vilja sleppa sumu.
Englastelpan min útskrifaðist í dag af LSH eftir fimm sólahringa darraðadans. Hún er öll að koma til. Ég fékk mér til gamans lungnabólgu með henni...en allt horfir til betri vegar, hjá okkur báðum. Það er gott að anda alveg niður í maga og útum rass ef sá gállinn er manni...svona eftir á að hyggja. Er óumræðanlega þakklát - þakklát - þakklát! Margt var ólíkt með þessum áramótum og þeim fyrri í mínu lífi. Ég til að mynda strengdi ekki eitt einasta heit. Það geri ég nú barasta á degi hverjum. Keypti hvorki tertu eða köku hvað þá blys. Eitthvað varð þess valdandi (kannski lungnabólgan) að mér fannst ég ekki getað andað fyrir þrengslum. Tók þvi niður jólatréð og get því haldið heilan dansleik á ný heima í stofu við undirleik Sálarinnar...
...einhver sagði;
-nei nei Heiða mín, þú átt að taka jólatréið niður í dag!!!
-Nú?...uhhh....víst! ég geri nú barasta það sem mér sýnist...
Hugsa sér!!! Forréttindi að gera bara nákvæmlega allt sem manni dettur í hug...að gefnu því að ekki sé verið að þjösnast á öðrum.
Er alvarlega að hugsa um að elda mér saltkjöt og baunir -túkall
Eigði ævintýralega skemmtilegan dag mínir kæru vinir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)