Ég geng með trefil um hálsinn -ekki andlitið!

Dreg til baka þau ummæli mín um að taka ekki þátt í umræðunni um mótmælin. Geri það barasta ef sá gállinn er mér. Og hann er á mér. Fagna tjáningarfrelsinu með blöðrum og blasti. Það að mega skipta um skoðun hvar og hvenær ég vil, ber að fagna einnig og eru í sjálfu sér forréttindi....

... varðar mótmælin fyrir utan Landsbankann í gær. Umræðuna í kjölfarið.  Ég er andvíg spillingu af öllu tagi. Þeir sem hafa farið verst úti vegna núverandi ástands eiga samúð mína alla. Sér í lagi viskan okkar; eldri borgarar sem tapað hafa ævilöngum sparnaði sínum og fleiri og fleiri og fleiri.

Þeir sem mæta í mótmæli fá skerf af minni virðingu fyrir að mæta víðsvegar um bæinn hvernig sem viðrar, það er meira en ég get sagt.  Þeir sem hamast þetta á svívirðilegum forsendum og áætla að það komi af stað breytingum til  hins betra með því að eyðileggja, öskra og haga sér einsog fáráðar fá  enga samúð. Þeir hinsvegar sem koma fram og tala með vitrænum hætti um sín sjónarmið við fjölmiðla um málstaðinn fá allan minn stuðning. Líka þeir sem eru ekki minnar skoðunar.

Góð og gild eru sjónarmið og rök "nornarinnar" að koma fram hulin, þar sem hún sjálf dregur athyglina frá málstaðnum sjálfum. Einnig til að verja sína nánustu og nábúendur. En það er röddin, röddin sem þekkist,...ekki nema að hún fái hana útsenda "blurraða" út í loftið...

Í fréttum stöðvar 2 í gær, var það einmitt rödd eins mótmælanda sem ég þekkti strax. Rödd sem ætti í raun að vera að tala fyrir háu hlutfalli þjóðarinnar og koma með málefnaleg rök fyrir veru sinni þarna. Ötull stuðningsmaður mótmæla. Kæmi mér ekki á óvart að hún hefur mætt á þau öll. Enda algjör forkur. Mótmæli kunnu jú víst vera til að ná athygli...og hvað er betra en athygli meirihlutar þjóðarinnar og stjórnmálamanna?

Kannski var hún þarna til að sýna hópnum sínum stuðning, kannski ætlaði hún að ræna banka með félaga sínum. Kannski vissi viðkomandi um hvað málið snerist...en klárt er að hún fékk til þess gullið tækifæri til að útskýra sjónarmið sitt, ef eitthvert var... með "mækinn" frá fréttastofunni beint í andlitinu; ...kvaðst vera að mótmæla "ástandinu"...svo kom ; -annars hef ég ekkert við ÞIG að segja"...

En bíddu...þarna var ekki boðið upp á  one on one conversation...nei þarna hefði verið hægt að útskýra fyrir t.d. svona afturkreistingum einsog mér og öðrum fáráðum sem eru með hausinn undir einhverjum dularfullum sandi eða í eigin rassgati og gerir ekki neitt í málunum! Vitleysingi sem bloggar bara um typpi og píkur, níðingar og rassa og gengur eingöngu með trefil um hálsinn og í háum hælum.. um hvað málið snerist. Um hvað málið snerist,  annað en leggja áherslu á að víkja Elínu úr prinsessusæti sínu með bláum krít og hjólastól!  Þessi gjörningur fyrir utan Landsbankann með trefil fyrir andlitið (í stað þess að vera með hausinn í sandkassa á suðrænni strönd), bolta og krít, hjólastól og svarta hárkollu...skilst mér að eigi að vera táknrænt fyrirbæri og eitthvað annað... gott og vel. En hvað?

Ég get engan veginn skilið hverju þessi skrípaleikur á að áorka, ef ekki til að ná athygli yfirvalda og þjóðarinnar. Ég hlusta ekki á rök um réttlæti skemmdarverka hvað þá útrás á neikvæðum tilfinningum fólks með því að fólk sé reitt! 

Kannski væri lag að berja þá sem standa manni næst? Nú eða kannski elska þá örlítið meira! Eitt er víst að það er ekki fræðilegur möguleiki að hata og elska í sömu andránni!

Ykkur að segja er gnógt nóg af fiskum i sjónum...engin kreppa þar...ætla að þvi tilefni að borða fiskisúpu í kvöld...og njóta Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Var ekki meinining sú að persónugera ekki mótmælendur - ekki frekar en má persónugera þann vanda sem íslenzka þjóðin á í núna. Þetta er nefnilega engum að kenna..

...við "lentum" bara í þessu! 

Hrönn Sigurðardóttir, 8.1.2009 kl. 12:51

2 Smámynd: Aprílrós

já satt er það

Aprílrós, 8.1.2009 kl. 13:08

3 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Hér er ég                                                                         ég heiti Roy regges

um okkur                                                                              er sætur og klár

frá mér                                                                          hva' ertu að gera hér

til ykkar.                                                                                          mótmæla.

Þ Þorsteinsson, 8.1.2009 kl. 13:17

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahaha ....ég er ekki frá því að ég hafi eitthvað kannast við röddina líka

Fréttamenn hafa ekki beint farið sanngjörnum höndum um mótmælendum... að okkar mati.... og þarna var verið að ýja að því.  Og ef ég þekki röddina rétt þá hefur hún ekki kært sig um að vera trufluð við mótmælin :)

Ólíkt sumum sem kommenta hjá þér þá veit ég að ég þarf ekki að segja þér að ég veit að ég hef leyfi til að vera illilega ósammála þér þegar mér sýnist svo... án þess að þú takir því sem persónulegri árás ;)

Heiða B. Heiðars, 8.1.2009 kl. 13:42

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

OG....

Það hefur ekkert farið á milli mála hverju er verið að mótmæla. Fólk heldur um það ræður, ber spjöld og hrópar kröfur sínar á strætum og torgum. Ólíkt stjórnvaldinu þá erum við mótmælendur algjörlega sammála um hvað þarf að breytast.
Spurningin því algjörlega óþörf

Heiða B. Heiðars, 8.1.2009 kl. 13:45

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Fyrir ekki svo löngu voru svona gjörningar alltaf flokkaðir sem list........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.1.2009 kl. 14:48

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Að sjálfsögðu máttu vera ósammála mér Heiða, hefur allt mátt og það breytist aldrei.

Ég sem áhorfandi heima í stofu og ekki sem ein ykkar, veit ekkert um það hvort fréttamenn hafi farið um ykkur ósanngjörnum höndum eða ekki. 

Þegar rödd talar hinsvegar beint til mín þá hlusta ég, og melti.... Ég varð pínu súr að heyra ekki hvað röddinn hafði að fram að færa; -segi einsog þú; ef ég þekki hana rétt hefur hún alveg örugglega klárt sjónarmið fram að færi í þessu "brölti" enda þrusuklár og eðaltöffari.

Þú ert annars krútt...bara svolítið reitt krútt

Heiða Þórðar, 8.1.2009 kl. 16:39

8 identicon

jahá veit ekki alveg hvað ég á að segja..  kannski þessi "rödd" hefði átt á tala, kannski hefur hún margt að segja en miðað við hvernig orð hafa verið tekin úr sambandi þá skil ég hana vel að vilja bíða með að nota rödd sína sem einstaklingur og bíða rétta tækifærisins

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 16:52

9 Smámynd: Ómar Ingi

Heiða Trefill hehe

Ómar Ingi, 8.1.2009 kl. 18:32

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gott og vel...en röddin hefði fengið athygli mína alla.  Bíð bara pollróleg...stórefa að ég fái aldrei að heyra sjónarmið "raddarinnar".

Heiða Þórðar, 8.1.2009 kl. 21:05

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst allt í lagi að fólk hylji andlit sín í mótmælum, mér finnst líka allt í lagi að fólk tjái sig nafnlaust, og mér finnst allt í lagi að átta ára barn fái að tala á friðsamlegum mótmælafundi á Austurvelli.  Svo fremi sem þetta er friðsamlegt og fari vel fram.  Við hvað erum við hrædd?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2009 kl. 10:57

12 Smámynd: Gísli Torfi

Heiða ert þú ekki Gugga ,,,kvennmans titill á hnakka,,,"

Helv... fuc... fu..

Gísli Torfi, 9.1.2009 kl. 14:12

13 Smámynd: egvania

egvania, 11.1.2009 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband